Morgunblaðið - 28.01.1987, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 28.01.1987, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. JANÚAR 1987 55 Ljósmyndasafniö/Magnús Ólafsson • Ungmennafélagið Ið- unn var eitt tólf félaga, sem stóð að stofnun ISÍ. Myndin er frá fimleika- sýningu félagsins á Melavellinum 1911. Hin myndin er er tekin á fim- leikamóti, sem fram fór fyrir skömmu. Fimleikar eru í mikilli sókn, en skortur er á heppilegu húsnæði til æfinga og keppni. 1. deild kvenna: Guðríður skoraði tíu mörk gegn Val TVEIR leikir fóru fram í 1. deild kvenna í handknattleik ■ Laugardalshöll í gærkvöldi. FH sigraði KR örugglega, 17:13 og Fram vann Val, 18:14. Leiðrétting í úrslitum leikja á íslandsmótinu í knattspyrnu innanhúss, sem greint var frá í gær, stóð BTÍ í stað BÍ, Badmintonfélag ísafjarð- ar, og er beðist velvirðingar á mistökunum. Guðríður Guðjónsdóttir skor- aði 10 mörk fyrir Fram gegn Val og var í sérflokki, þótt hún væri tekin úr umferð mest allan seinni hálfleik. Staðan í hálfleik var 9:5 fyrir Fram. Varnir beggja liða voru góðar en það var sókn- arleikurinn sem brást hjá Valsstúlkunum. Mörk Vals: Guörún Kristjánsdóttir 7, Guðný Guðjónsdóttir 3, Harpa Siguröar- dóttir 2, Erna Lúðvíksdóttir 1 og Katrín Fredriksen 1. Mörk Fram Guöríður Guðjónsdóttir 10/1, Ingunn Bernótusdóttir 2, Ósk Viðisdóttir 2, Margrét Blöndal 2 og Jóhanna Halldórs- dóttir 2. FH vann KR FH komst í 5:1 um miðjan fyrri hálfleik gegn KR, en Vesturbæjar- stúlkunum tókst að jafna 6:6 fýrir leikhlé. í seinni hálfleik tóku FH- stúkur til sinna ráða og unnu sannfærandi sigur, 17:13. Mörk KR: Sigurbjörg Sigþórsdóttir 4/1, Elsa Ævarsdóttir 4 og Karólína Jónsdótt- ir, Snjólaug Benjamínsdóttir, Nelly Póls- dóttir, Arna Garðarsdóttir og Aldís Arthúrsdóttir eitt mark hver. Mörk FH: Kristin Pétursdóttir 5, Heiða Einarsdóttir 4, Maria Sigurðardóttir 2, Rut Baldursdóttir 2/1, Hildur Harðardóttir 1, Anna Óiafsdóttir 1, Inga Einarsdóttir 1 og Berglínd Hreinsdóttir 1 KF/ÁS ÍSÍ 75 ára ÍÞRÓTTASAMBAND íslands var stofnað 28. janúar 1912 og er þvi 75 ára í dag. ÍSÍ stendur fyrir sérstökum afmælishátíðarhöld- um á þessum tímamótum og i dag kemur út afmælisrit sam- bandsins í samantekt Gils Guðmundssonar. Tólf íþrótta- og ungmennafélög stóðu að stofnun ÍSI, en nú eru tæplega hundrað þúsund skráðir félagar í liðlega 300 félögum, hér- aðssamböndin eru 28 og sérsam- böndin 18. í sérblaði Morgunblaðsins í dag er greint frá starfsemi ÍSÍ í máli og myndum, rætt við Svein Björns- son, forseta ÍSÍ, Gísla Halldórsson, formann Ólympíunefndar íslands, talsmenn sérsambandanna of nokkra iðkendur íþrótta. Afmælishátíð ÍSÍ: Dagskrá Miðvikudagur 28. janúar. Framkvæmdastjórn ÍSÍ tekur á móti gestum í íþróttamiðstöðinni á tímabil- inu 16:00-18:00. Föstudagur 30. janúar. Kl. 16:00—18:00 Forseti iSÍ og afmælisnefnd taka á móti erlendum gestum. Laugardagur 31. janúar Kl. 09:30 Kl. 10:00-12:00 Kl. 14:30 Setning: Ávarp: Hljóðfæraleikur: Fimleikasýning á vegum FSi. Einsöngur: Samkvæmisdansar: Ávarp: Sveiflur: Söngur: Lokaorð: Kynnir: Umsjón: Kl. 19:00 Sunnudagur 1. febrúar Kl. 12.00 Kl. 14:30 Kl. 15:45 Kl. 17.30 Yfirlitssýning opnuð í anddyri íþrótta- hallarinnar í Laugardai. Framkvæmdastjórn tekur á móti árn- aöaróskum og gjöfum í íþróttamiðstöð- inni i Laugardal. Hátíðarsýning í Þjóðleikhúsinu. Gísli Halldórsson formaður afmælis- nefndar. Frú Vigdís Finnbogadóttir, forseti ís- lands. Börn úr Skólahljómsveit Mosfellssveit- ar. Stjórnandi Lárus Sveinsson tromp- etleikari. „Stjörnurnar", stjórnandi Guðrún Björk Kristinsdóttir, „Pardusarnir", stjórnandi Anna Borg, „XL“, stjórnandi Berglind Pétursdóttir. Elín Ósk Óskarsdóttir óperusöngkona. Magnús Jónsson óperusöngvari. Frá Dansráði íslands. Stjórnandi Her- mann Ragnar Stefánsson. Flosi Ólafsson leikari. Félagar úr íslenska dansflokknum. Tvöfaldur kvartett í umsjá Valdimars Örnólfssonar. Stjórnandi Ragnar Björnsson. Sveínn Björnsson forseti ÍSÍ. Fjöldasöngur. Þorgeir Ástvaldsson útvarpsmaður. Sveinn Einarsson fv. þjóðleikhússtjórí. Afmælisveisla í boði forsætisráðherra, Steingrims Hermannssonar, i Borgart- úni6. Hádegisverður í boði borgarstjóra, Davíðs Oddssonar, á Kjarvalsstöðum. Landsleikur í Laugardalshöll í hand- knattleik. Fimleikasýning. Síðdegisboö forseta íslands, frú Vigdís- ar Finnbogadóttur, á Bessastööum. Deildarbikarinn: Southampton áfram Dixon vill fara frá Chelsea Frá Bob Hennessy, fréttamanni MorgunblaSsins á Englandi. SOUTHAMPTON sigraði Shrewsbury með einu marki gegn engu í 8-iiða úrslitum deildarbikarsins á Englandi f gærkvöldi og mætir Liverpool í undanúrslitum keppninnar. West Ham og Tottenham gerðu jafntefli, 1:1, og verða því að eigast við aftur í næstu viku á White Hart Lane. Sigurvegarnir úr þeirri viöureign mæta Arsenal í undanúrslitum keppninnar. Colin Clarke skoraði sigur- mark Southampton gegn Shrewsbury úr vítaspyrnu á 67. mínútu. Clive Allen skoraði sitt 29. mark á tímabilinu er hann skoraði fyrir Tottenham gegn West Ham á 38. mínútu. Tony Cottee jafnaði síðan fyrir West Ham í upphafi seinni hálfleiks. Kerry Dixon hefur farið fram á að vera settur á sölulista hjá liði sínu, Chelsea. Hann er áttundi leikmaðurinn sem fer fram á sölu í vetur hjá liðinu. Kevin Sheedy, miðvallarleik- maðurinn sterki hjá Everton, leikur ekki með liöinu næstu sex vikurnar. Hann gekkst í gær und- ir uppskurð vegna meiðsla. Þetta er mikil blóðtaka fyrir Everton því hann er markahæsti leikmað- ur liðsins á tímamilunu með 14 mörk. Arvakur fær liðsstyrk og Jakob Þór Pétursson ganga ífélagið Hálfdán Örlygsson HÁLFDÁN Örlygsson og Jakob Þór Pétursson, bakverðirnir sterku hjá KR, hafa ákveðið að ganga til liðs við 4. deildarlið Ár- vakurs, og nýlega gekk KR-ingur- inn Börkur Ingvarsson í félagið, en hann var með Gróttu í fyrra. „Straumurinn liggur til okkar og því ákváðum við á síðasta stjórnar- fundi að fella niður ákvæðið í lögum félagsins þess efnis að við skulum leika og vera í 4. deild. Við hljótum að stefna að sigri í deild- inni með alla þessa leikmenn," sagði ívar Gissurarson, annar eig- andi Knattspyrnufélagsins Árvak- urs, við Morgunblaðiö. Hálfdán Örlygsson var kosinn leikmaður 1. deildarliðs KR 1985 og var einn besti leikmaður liðsins í fyrra, en dró sig í hlé á miðju tíma- bili. Starfs síns vegna sagðist hann ekki hafa tíma til æfinga með KR, en það væri erfitt að hætta í bolt- anum. „Ég hef mætt á æfingar hjá Árvakri og álagið þar er við hæfi," sagði Hálfdán. Jakob Þór Pétursson sagðist hafa skorað mark gegn Fram fyrir fimm árum eða svo, en það hefði verið skráð sem sjálfsmark og því vildi hann ekki una. „Ég hef lagt fram tillögu um nýtt félagsmerki Arvakurs og nýjan búning og hef fullan hug á að leika með félaginu, þó ekki væri nema til þess að kom- ast á lista yfir markaskorara í deildarkeppninni," sagði Jakob. Börkur Ingvarsson gekk nýlega frá félagaskiptum yfir í Árvakur og ef fer sem horfir má gera ráð fyrir sterku liði i sumar, því fyrir eru margir reyndir leikmenn. • Hálfdán Örlygsson hefur mætt á æfingar hjá 4. deildarliði Árvakurs og íhugar félagaskipti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.