Morgunblaðið - 28.01.1987, Qupperneq 56
Qlterkurog kJ hagkvæmur auglýsingamiðill! lí M 1 fei Þjónusta íþínaþágu
/ksAMVINNUBANKI ÍSLANDS HF.
ftor0iiit#M*i§>
Portúgalar
kaupa 25
þúsund tonn
af saltfiski
^NÝLEGA undirritaði SÍF samn-
mga í Portúgal um sölu á 25
þúsund tonnum af saltfiski til
afhendingar á þessu ári. Samið
var um allnokkra verðhækkun
frá fyrra ári.
Sú nýjung var tekin upp í þessum
samningi að Portúgalar féllust á
að 40% af magninu væri tandurfísk-
ur, þ.e. fískur sem er minna staðinn
en venjulegur saltfiskur. Til þessa
hafa aðeins Spánveijar keypt tand-
urfisk.
í fyrra framleiddi SÍF 53 þúsund
tonn af saltfiski, eða 7 þúsund tonn-
um meira en árið áður. Verðmætið
var 6 milljarðar króna, eða 2 millj-
örðum meira en árið áður.
Hvalfjörður:
Brú yfir Botns-
vog hagkvæm-
ari en vegnr
VEGAGERÐ ríkisins hefur beitt
arðsemisreikningum við fram-
kvæmdir á hennar vegum á
undanförnum árum og sam-
kvæmt nýjustu tölum er um 15%
arðsemi af brú yfir Olfusárósa
og Botnsvog í Hvalfirði. Þá er
brú yfir Botnsvog 30% hag-
kvæmari en vegur um voginn að
sögn Jóns Rögnvaldssonar tækni-
forstjóra Vegagerðar rikisins.
Jón sagði að fyrstu útreikningar
um arðsemi Ölfusárbrúar hefðu
ekki sýnt neina arðsemi en við loka-
hönnun verksins hefði enn frekari
hagkvæmni verið gætt og áætlaður
kostnaður við brúarsmíðina þá
lækkað verulega miðað við fyn-i
áætlun. „Og nú er svo komið að
brúin gefiir viðunandi arðsemi eða
um 15% miðað við þá notkun sem
,^við teljum að verði við þessa vegar-
”tengingu,“ sagði Jón.
Þingmönnum Vesturlands og
Reylg'aneskjördæmis hefur verið
afhent bók með undirskriftum veg-
farenda um Hvalijörð sem skora á
þingmennina að beita sér fyrir var-
anlegri vegagerð um fjörðinn. Að
sögn Jóns fór fram fyrir nokkrum
árum rannsókn á hagkvæmu brúar-
stæði yfir Botnsvog, frá Múlanesi
um Þemey að Þyrli. Þá vom einnig
gerðar líffræðiathuganir. Jón sagði
að brú yfir voginn væri 30% hag-
kvæmari en varanlegur vegur og
því mun fysilegri kostur ekki síst
með umferðaröryggi í huga. Brú
yfir voginn styttir leiðina um Hval-
^^fjörð um 6 km og áætlaður kostnað-
ur við gerð hennar er svipaður og
við bmna yfir Ölfusárósa.
Háhyrningar
skemmta Reyð-
firðinffum
„ „ „ o
Reyðarfirði.
Háhymingar hafa verið hér í
Reyðarfirði í hópum í vetur.
Hópamir era tveir tíl þrír og sjö
' cil tíu dýr í hveijum hópi. í heild
hafa dýrin verið talin fimmtán
til tuttugu.
Dýrin hafa rekið á undan sér síld
hér inn á leimmar og leikið listir
sínar, öilum bæjarbúum til mikillar
ánægju. Dýrin stökkva upp og velta
sér í sjónum við bryggjusporðinn
og inn við leimmar. Gréta.
MIÐVIKUDAGUR 28. JANÚAR 1987
VERÐ í LAUSASÖLU 50 KR.
Morgunblaðið/Bjami
Þykkþokayfir
Reykjavík:
Meiriraki
er í lofti
þar sem
margt
fólk býr
ÞOKA hefur legið yfir
Reykjavík og nágranna-
byggðum undanfarið og
hefur hún verið afar
þykk á stundum.
Veðurfræðingar segja
þokuna myndast auðveld-
lega þegar kólnar í veðri.
Yfírleitt slítur vindurinn
hana fljótt, en þar sem logn
hefur verið undanfarið þá
hefur hún legið yfir borginni
eins og slæða. Á mánudag
var þokan nær eingöngu
yfír Reykjavík, en ekki ná-
grannabyggðum. Það stafar
af því að meiri hlýindi eru
þar sem margt fólk býr og
því meiri raki en annars
staðar. Þá myndast auðveld-
lega þoka ef kólnar í veðri.
Þokan olli töfum á flugi
til og frá Reykjavík í gær,
en ekki þurfti að fella ferðir
niður. Nokkrar ferðir voru
farnar á vegum Flugleiða
fyrir kl. 9, en síðan fór þok-
an að þéttast. Flugleiða-
menn sættu lagi þegar
rofaði til og síðdegis var
ástandið orðið sæmilegt.
Utanlandsflug stöðvaðist
ekki af völdum þokunnar,
en röskun varð á því vegna
veðurs í Evrópu og Banda-
ríkjunum.
Þokuhjúpurinn yfir
Reykjavík í gærdag.
Myndin er tekin úr
Hallgrímskirkjuturni.
Samlag skreiðarframleiðenda:
Þijátíu þúsund pakk-
ar af skreið til Nígeríu
Flutt út án bankaábyrgða en í sam-
vinnu við brezkt fyrirtæki
SAMLAG skreiðarframleiðenda hefur nú ákveðið að senda 30.000
pakka af skreið til Nígeríu með flutningaskipinu Hvalvík strax og
verkfalli undirmanna á kaupskipum lýkur. Reiknað er með að farm-
urinn skili framleiðendum hér heima að meðaltali um 5.600 krónum
á pakka eða alls tæpum 170 milljónum króna. Skreiðin verður flutt
utan i samvinnu við brezkt fyrírtæki með viðtæk viðskiptasambönd
i Nígeríu, en engar ábyrgðir hafa veríð opnaðar i bönkum vegna
þessa útflutnings.
Ólafur Bjömsson, stjómarfor-
maður Samlags skreiðaiframleið-
enda, sagði í saintali við
Morgunblaðið, að nær allir félagar
innan samlagsins hefðu verið sam-
mála útflutningi með þessum hætti.
Heimilt væri að flytja skreiðina utan
án þess að samningar um sölu hefðu
náðst, ef tollur yrði greiddur við
affermingu. Brezka fyrirtækið
myndi sjá um greiðslu tollsins og
geymslu skreiðarinnar í kæli-
geymslu, en samlagið sæi um að
koma skreiðinni niður eftir. Þannig
yrði gengið frá farmbréfum, að
hægt yrði að selja skreiðina í litlum
skömmtum, 1.000 til 2.000 pakka
í einu. Ástæða þess væri sú, að á
gjaldeyrismarkaðnum í Nígeríu
væri erfitt að fá gjaldeyri nema til-
tölulega litiar upphæðir og það
liðkaði væntanlega fyrir sölu og
gjaldeyriskaupum, að selja í smáum
skömmtum.
Ólafur sagði, að í samkomulagi
samlagsins og brezka fyrirtækisins
væri tekið fram, að ekkert yrði selt
undir 165 dala skilaverði fyrir a-
skreið og 135 dölum fyrir b-skreið.
Ennfremur yrði heimilt að selja eitt-
hvað af farminum eða allt áður en
skreiðin yrði komin niður eftir,
fengjust opnaðar ábyrgðir og sam-
komulag um það næðist. Hann gat
þess einnig að viðskiptaráðuneytið
hefði ekki lagzt gegn útflutningi
með þessum hætti og sömu sögu
væri að segja um Landsbankann.
Nú væru eftir hjá samlagsfélög-
um um 20.000 pakkar og þá mætti
flytja utan með sama hætti, tækist
tilraunin nú vel. Síðustu ár hefðu
verið framleiðendum erfið og væru
þeir í flestum tilfellum búnir að
greiða framleiðsluverð skreiðarinn-
ar í formi vaxta af afurðalánum,
en umrætt skilaverð ætti að duga
vel fyrir áhvflandi skuldum.