Morgunblaðið - 15.02.1987, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 15.02.1987, Qupperneq 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. FEBRÚAR 1987 KEYPTI YARÐSKIPIÐ ALBERT VAR HUNDELTUR AF STRANDGÆZLUNNI Bill Bolling frá Winnetka í Illinoisríki í Bandaríkjunum hefur undanfarin 20 ár stundað þá iðju að kaupa gaml- ar lystisnekkjur, gera þær upp og selja síðan. Það var haustið 1985 sein hann rakst á Albert þar sem skipið lá illa farið á New River ánni í Fort Lauderdale í Florida. Þar hafði Al- bert legið og ryðgað niður í þrjú ár. En Bolling og fjölskylda hans, eigin- konan Patsy og sonurinn Billy, urðu strax hrifin af skipinu, og það varð úr að þau keyptu Albert og hófu strax að breyta skipinu í lystisnekkju, sem átti að verða framtíðarheimili þeirra. En þau vissu ekki þá að skipið var á svörtum lista hjá bandarísku strand- gæzlunni, U. S. Coast Guard, ogþau óraði ekki fyrir þeim erfiðleikum sem þetta átti eftir að valda þeim. inur Bolling- fjölskyldunnar, Roger Vaugh- an, hefur skráð sögu Alberts og Bolling fjöl- skyldunnar frá því skipið lagði fyrst úr höfn í júní í fyrra og þar til þeir feðgar, Billy og Bill Bolling, voru handteknir 7. október sl. sak- aðir um að hafa beitt ofbeldi gegn sjóliðum úr strandgæzlunni. Vaughan var um skeið ritstjóri tímaritsins The Yacht og kynntist þá Bill Bolling sem starfaði sem fréttaritari blaðsins. Fer hér á eftir útdráttur úr frásögn Vaughans sem birtist í The Washington Post Magazine. Bill Bolling er 58 ára. Að loknu háskólanámi var honum ljóst að hann langaði lítið til að setjast strax í helgan stein, svo hann sneri sér að sjónum og var um tíma í sigling- um til að skoða sig um í heiminum. Eftir það var hann í fimm ár í Hollywood þar sem hann starfaði sem “stunt man“, þ.e. hann tók að sér að vera staðgengill leikara í glæfralegum atriðum. Um tíma var hann flugþjónn hjá Pan Am, hann var í eitt ár starfsmaður leyniþjón- ustunnar CLA, og loks sölumaður hjá auglýsingafyrirtæki föður slns. En árið 1965 urðu þáttaskil í lífi hans þegar hann keypti fyrsta bát- inn til að gera upp og selja. Og næstu tuttugu árin keypti hann ell- efu báta til viðbótar sem hann svo seldi eftir að hafa gert þá upp. Allt voru þetta litlar lystisnekkjur, en svo kom Albert, þrettánda og stærsta snekkjan. Patsy Bolling er 43 ára, ættuð frá Nova Scotia í Kanada þar sem faðir hennar var skipstjóri á flutn- ingaskipum. Patsy ólst að miklu leyti upp á sjónum, og hefur meðal annars fullkomin skipstjómarrétt- indi. Um tíma stundaði hún sjóskí- ðakennslu í Nassau á Bahamaeyj- um, en þaðan er móðir hennar ættuð, og var í áhöfn Teds Tumer, sem er þekktur siglingagarpur. Nú stundar hún kappakstur með góð- um árangri hjá Vintage Car Racing Circuit, og ekur þar bíl af gerðinni Austin Mini. Hún og Bill giftust árið 1973, og var brúðkaupið hald- ið á sama stað á Barbados og brúðkaup foreldra hennar árið 1936. Viðgerðinni á Albert lauk í júní í fyrra, og var ákveðið að vígja skipið með siglingu til New York og halda þar upp á þjóðhátíðardag- inn fjórða júli. Var 30 gestum boðið til helgardvalar um borð í New York, þeirra á meðal Roger Vaug- han. Þegar Albert kom til Oxford I Marylandríki til að sækja boðsgesti var bersýnilegt að áhöfnin var eitt- Billy Bolling fluttur handjárnaður frá borði.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.