Morgunblaðið - 15.02.1987, Síða 32

Morgunblaðið - 15.02.1987, Síða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. FEBRÚAR 1987 fltorip Útgefandi Árvakur, Reykjavík Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aöstoöarritstjóri Björn Bjarnason. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, síml 83033. Áskriftargjald 500 kr. á mánuöi innanlands. I lausasölu 50 kr. eintakiö. Staðgreiðsla skatta Sjáifsagt hefur verið rætt um staðgreiðslu skatta áratugum saman en máiið komst alvarlega á dagskrá, þegar mikið hrun varð á síldveiðum síðari hluta viðreisn- artímabilsins. Þá höfðu sjómenn haft miklar tekjur árið áður en urðu skyndilega telq'ulitlir og þurftu að greiða skatta af hátekj- um með mun minni tekjum næsta árs. Varð að gera sérstakar ráð- stafanir til þess að veita sjómönn- um greiðslufrest á sköttum á þeim tíma. Þá var byijað að ræða alvar- lega um staðgreiðslu skatta. Þær umræður hafa orðið reglulega síðan og almenn samstaða milli stjómmálaflokka um það grund- vallaratriði að taka upp stað- greiðslu, þótt ágreiningur hafí alla tíð verið um nánari útfærslu. Nú er staðgreiðsla skatta að verða að veruleika. Kveikjan að því nú er samstaða verkalýðs- hreyfíngar og vinnuveitenda um áskorun á ríkisstjóm og Alþingi að taka þetta kerfí upp í tengslum við kjarasamningana, sem gerðir vom í desember. Fyrirsjáanlegt er, að fmmvörpin um staðgreiðslu skatta ná fram að ganga á þessu þingi, þótt vafalaust verði einhver ágreiningur í þingsölum um ein- stök atriði. Staðgreiðsla skatta mun valda meiriháttar breytingu í þjóðlífí okkar. Vandamál af margvíslegu tagi, sem hafa markað daglegt líf fólks, hverfa. Sveiflur, sem verða í skattgreiðslum milli ára og fyrri hluta árs og seinni hluta árs heyra sögunni til. í þjóðfélagi, þar sem miklar sveiflur em í tekjum frá einu ári til annars, skiptir þetta miklu máli. Það verður léttir af því fyrir fólk að gjalda keisaranum það, sem keisarans er strax, en eiga ekki yfír höfði sér óuppgerða reikninga við ríkið að nokkm marki, þótt alltaf verði eitthvað um það vegna uppgjörs, sem fram fer einu sinni á ári. Þá verða starfslok auðveldari en áður og t.d. framkvæmanlegt að fara úr hátekjustörfum í störf, þar sem launin em lægri, en fram að þessu hefur það verið nánast ófært vegna skattakerfísins. Skattlagning er orðin of mikil hér og þess vegna hefur smátt og smátt þróast mjög flókið kerfí, þar sem launagreiðendur og laun- þegar reyna sameiginlega að komast fram hjá skattakerfinu. Þetta á ekkert síður við um ríkið sjálft en einkaaðila. Bflastyrkir, sem svo era nefndir, em orðnir að launauppbótum. Dagpeninga- greiðslur hafa orðið mörgum búbót, ekki sízt ríkisstarfsmönn- um, sem ferðast mikið á vegum hins opinbera. Hinum almenna launamanni, sem hefur horft á þau ótrúlega miklu skattsvik, sem hér tíðkast, hefur þótt þessi að- ferð til þess að draga úr skatt- greiðslum réttlætanleg vegna þess, hvað skattar em orðnir háir. Um leið og skattaprósentan verður sanngjöm, eins og augljós- lega er nú gert ráð fyrir, mun draga stórlega úr viðleitni hins almenna launþega til þess að kom- ast hjá skattgreiðslum með þessum hætti. Þess vegna stuðlar staðgreiðslukerfí að heilbrigðara og réttlátara þjóðfélagi. Réttlæti eykst vegna þess, að ekki hafa allir tækifæri til að verða sér úti um aukatekjur í formi dagpeninga eða bílastyrkja. Auðvitað er margs að gæta í þessum efnum. Þannig verður augijóslega tilhneiging hjá stjóm- málamönnum á næstu ámm til þess ýmist að hækka skattpró- sentuna eða taka upp tvö skatt- þrep. Sterkt almenningsálit getur átt mikinn þátt í þvi að koma í veg fyrir það fyrmefnda. Um hið síðamefnda má segja, að þá væri skattakerfið farið að vinna gegn framfömm í landinu vegna þess, að þá færi fólk að reikna út hvort það borgaði sig að vinna umfram ákveðinn tíma eða svo mikið að viðkomandi hækkaði í skattþrepi. Fjármálaráðherra og sam- starfsmenn hans hafa unnið þrekvirki með því að koma þessum fmmvörpum fram með svo skömmum fyrirvara. Þeir njóta þess, að aðilar vinnumarkaðarins höfðu skapað jarðveginn fyrir þær góðu undirtektir, sem þessi frum- vörp hafa fengið. Sjálfsagt er, að þingið leggi mikla vinnu í að fara yfír fmmvörpin og lagfæri það, sem betur má fara. En þegar á heildina er litið verður ekki annað sagt, en að vel hafí til tekizt. Staðgreiðsla skatta er hápunkt- urinn á víðtæku umbótastarfí, sem unnið hefur verið í tíð núver- andi ríkisstjómar í fjármálum almennt. Á margan hátt hefur þessi ríkisstjóm tekið upp þráðinn þar sem frá var horfíð með lokum viðreisnartímabilsins. Það segir töhiverða sögu um þær breyting- ar, sem orðið hafa á tíðaranda og þjóðlífsháttum, að framkvæði að þessum umbótum hefur að miklu leyti komið frá atvinnulífínu sjálfu. Nýjungar á fjármagns- markaði hafa orðið til fyrir frumkvæði nokkurra einkafyrir- tækja. Þær breytingar leiddu til þess að bylting í vaxtamálum varð augljós og óhjákvæmileg. Einka- fyrirtæki hóf útgáfu greiðslu- korta, sem síðan hafa sett svip sinn á þjóðlífíð. Núverandi ríkis- stjóm hefur hins vegar ekki sett fótinn fyrir þessar breytingar, eins og oft. vill verða, heldur greitt fyrir þeim og hvatt til þeirra. Þess vegna ekki sízt, er þáttur hennar mikill. íslenzkt þjóðfélag er allt annað en það var, þegar fyrri ríkisstjóm fór frá völdum vorið 1983. Stað- greiðsla skatta á eftir að verða tímamótaþáttur á þessu breyt- ingaskeiði. Eyðni eða alnæmi Hér í Reykjavíkurbréfí hefur verið minnzt á alnæmi, enda beinast augu heimsins að því, hvemig til tekst að stemma stigu við þess- um alvarlega sjúk- dómi. Ekki em allir fræðimenn vissir um að sjúkdómurinn sé eins nýr af nálinni og áður var talið og hefur verið bent á að hollenzkir sæfarar hafí á tímum landa- fundanna heyrt af svipuðum sjúkdómi í Japan. Það var' einmitt á þessum heims- sögulegum breytingatímum, þegar kappar og karlmenni eins og Kólumbus sigmðu heimshöfín, sem sárasótt eða sýfilis tók að breiðast út og læðast frá Spáni og ít- alíu upp eftir allri Evrópu, austur til Rússlands og Asíu og svo um allan hnött- inn. Þessi plága var m.a. sá gjaldmiðill sem auðlegð miðaldanna var greidd með. Það sem vekur ekki sízt athygli vísindamanna er hvað sárasótt fór hratt yfír í jafn- hægfara samgöngum og tíðkuðust á miðöldum. Nú gengur allt hraðar fyrir sig, enda virðist eyðni fara eins og eldur í sinu um mannheima. Margt er gert til að hefta útbreiðslu alnæmis. Vísindamenn rannsaka sjúk- dóminn án afláts og veimna eða veiramar sem valda honum, en hún tekur stökk- breytingum eins og flensuveimr og auðveldar það ekki framleiðslu á bóluefni. Nú er samt unnið að slíkri framleiðslu og telja sérfræðingamir að á þessu ári muni komá í ljós, hvort tekst að finna bóluefni, en til þess þarf að kanna a.m.k. fjórar tegundir veima sem talið er að geti allar valdið sjúkdómnum með einhveijum hætti. Eyðni-veimr em kallaðar retró-veimr. Þær em hæggengar veimr eins og visnu- veiran í íslenzku sauðfé, sem dr. Bjöm Sigurðsson á Keldum rannsakaði og varp- aði nýju ljósi á. Það var mikið afrek í læknisfræði á sínum tíma og viðurkennt af vísindamönnum. Sérfræðingar vinna nú að því að fínna muninn á þessum orsakavaldi ónæmistær- ingar, því að ekki er víst að allar tegundir veimnnar eða veimanna valdi sjúkdómin- um. Þá þurfa þeir einnig að vita hvort bóluefni verkar á allar tegundir eyðni- veimnnar eða ekki. En ekki verður hægt að hefja fram- leiðslu bóluefnis handa mönnum fyrr en slíkt efni hefur verið þrautreynt á dýmm. Allmörg lyfjafyrirtæki vinna nú að þessum tilraunum og hafa í hyggju bóluefnafram- leiðslu gegn alnæmi, en undirbúningur getur að sjálfsögðu tekið lengri tíma en æskilegt væri, svo hröð sem útbreiðsla veikinnar er. Og er þetta ekki lengur orð- inn kynsjúkdómur homma og eiturlyfja- neytenda, þótt þeir séu áhættumesti hópurinn, heldur ógnar veiran öllu fólki eins og verið hefur í Afríkulöndum, þar sem hún hefur gert usla mun lengur en við vissum. 70—80% sýktra sleppa, að talið er Þá þarf að kanna, hveijir það em sem einkum fá sjúkdóminn og hveijir sleppa. Allt bendir til að 70—80% þeirra sem sýkj- ast af alnæmis-veim sleppi við sjúkdóminn, en hinir smitast ekki einungis, heldur fá sjúkdóminn og ráða ekki við hann. Þetta á raunar við um flesta sjúkdóma, m.a. flensu. Það em aldrei allir sem fá flensur, heldur ákveðinn hluti fólks. Enginn veit þó enn með vissu, hversu langur með- göngutími ónæmistæringar er. Nú er talið að um hálf önnur milljón manna hafí sýkzt af ónæmistæringu, en þar af hafa 55—60 þús. manns veikzt með flestum einkennum hennar. Þetta sam- svaraði því að um 1500 manns hefðu sýkzt af alnæmi hér heima. Varnir og viðbrögð Þótt sérfræðingar séu önnum kafnir við að fínna bóluefni við eyðni, menn hugsi um, hvort beinmergsflutningur milli tvíbura geti heft veikina, eins og stundum á sér stað um hvítblæði, og gerðar séu tilraunir með að stöðva hana með próteini (eggjahvítuefni), þá beinist athyglin eink- um að lyfjum sem vonir vekja. Franskir og afrískir vísindamenn skýrðu frá því í desember að þeir rannsökuðu nú efni sem margt benti til að efldi ónæmiskerfi líkam- ans og sænskir vísindamenn telja sig hafa séð að Prótein-T eins og þeir kalla efnið hefti veimvöxt bæði í mannslíkamanum og tilraunaglösum. Tilraunir hafa verið gerðar á bandarískum sjúklingum með þessu efni nú á þessu ári. Lyfín sem menn staldra þó einkum við, ríbavírin og AZT, sem hafa hægt mjög á sjúkdómnum við tilraunir, hafa ekki verið reynd mikið og t.d. heldur lítið vitað um aukaverkanir. Þó virðast þessi lyf gefa góða raun og þau hafa að minnsta kosti vakið vemlegar vonir. Talsmenn fyrirtækisins, sem framleiðir ríbavírin sögðu á blaðamannafundi nýlega, að enginn 52 sýktra af eyðni, sem tekið hefðu daglega 800 millígrömm af lyfínu um ákveðinn tíma, hefði veikzt af sjúk- dóminum, en 6 af 55 sem fengu einungis 600 millígrömm hefðu veikzt. Þetta hefur vakið athygli og nú er kannað, hvort skammtastærðin muni öllu, eða hvort ein- hveijir aðrir þættir hafí þama óvituðu hlutverki að gegna. En af þessu má sjá, að margt er gert til að unnt verði að bregðast við þessum nýþekkta vágesti. Eitt er þó ótalið, sem ráðið gæti úrslitum, þ.e. að mannskepnan þarf að hafa einhvem hemil á sér, þegar hún svalar kynþörf sinni, en hún getur nú leitt til glötunar, ekki síður en verið sá frumkraftur yndis og unaðar sem til er ætlazt, ef reynt er að gera sér ein- hveija grein fyrir tilgangi náttúmnnar, eða þeim guðlega tilgangi ef menn vilja heldur. Ságræni Dollarinn heldur áfram að falla og nú spá flestir sérfræðingar að hann muni falla um 5—10% á þessu ári gagnvart helztu gjaldmiðlum eins og vestur-þýzka mark- inu, sem talið er að verði sterkasti gjald- miðillinn á þessu ári. Sumir sérfræðingar segja jafnvel, að dollarinn muni falla um allt að 20% á þessu ári. Fall dollarans hefur að sjálfsögðu mikil áhrif á þjóðarbúskap okkar íslendinga eins . og við höfum orðið varir við. Þó er alvarleg- asta hliðin sú, að beztu markaðir okkar miða við dollarann og falli hann fáum við minna fyrir mikilvægustu útflutningsvömr okkar en ella. Það bætir ekki stöðu sjávar- útvegsins. Að vísu em ýmsar aðrar hliðar á þessu máli jákvæðar, s.s viðráðanlegri dollaralán, en þá verða önnur lán erfíðari og svo getur verðhækkun á olíu skipt sköp- um, en hún virðist nú fara eitthvað hækkandi á heimsmarkaði. En við miðum við dollaraverðið á Rotterdam-markaði og er það enn einn þáttur þessa máls. En hvað sem því líður, veikir það undir- stöðuatvinnuveg okkar, físksölu til Bandaríkjanna, ef dollarinn fellur til muna á þessu ári, eins og allar líkur benda til og getur þá orðið fátt um fína drætti í kjaramálum og stöðu mikilvægra útflutn- ingsfyrirtækja. Þá gæti svo farið, að mönnum fyndist ekki Bandaríkjamarkaður það gósenland sem verið hefur og hugsuðu sér gámaflutninga til Evrópu í enn ríkara mæli en nokkm sinni. Gengisfelling er neyðarúrræði eins og allir vita nú orðið og hefur verðbólgu í för með sér. Ódýrari ferðir til Flórída Bandaríkjamenn em að sjálfsögðu ánægðir með, ef samkeppnisaðstaða þeirra erlendis batnar, en óánægðir með að þurfa að kaupa erlendan gjaldeyri hærra verði en áður. Frá 1985 hefur dollarinn veikzt um 22,3% gagnvart jeninu og 22,6% gagn- vart þýzka markinu. Slíkt fall dollarans gerir erlendum innflyíjendum erfítt fyrir, 10% lækkun dollarans hefur t.a.m. í för með sér að japönsk vara sem kostaði 100$ fer upp í 110$ og verður kannski ósam- keppnisfær. Af þessu hafa Japanir miklar ^hyggjur og reyna undir drep að halda dollaranum á floti, auk þess sem þeir eiga í æ meira viðskiptastríði við Taiwan og MORGUNBIAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. FEBRÚAR 1987 33 REYKJAVÍKURBRÉF Laugardagur 14. febrúar Morgunblaðið/RAX „En hvað sem því líður, veikir það undirstöðuat- vinnuveg- okkar, f isksölu til Banda- ríkjanna, ef doll- arinn fellur til munaáþessuári, eins og allar líkur benda til og getur þá orðið fátt um fína drætti í kjaramálum og stöðu mikilvægra útflutningsfyrir- tækja.“ þó einkum Suður-Kóreu, þar sem efna- hagsundur er í algleymingi. En kaninn kærir sig kollóttan um það, hann vill fá góðar vömr á hagstæðu verði og helzt enga vemdartolla, því að bandarískur al- menningur er alinn upp við viðskiptafrelsi, samkeppni og afnám hafta og tolla sem hækka vaminginn ævinlega og draga úr kaupmætti og lífskjörum. Bandaríkjamenn em ekki aldir upp við hafnarbakkaverð- bólgu eins og við! Það er ekki nema þjóðamauðsyn krefji og atvinnugreinar með tugum þúsunda atvinnutækifæra, eins og sagt er á vondu máli, séu í húfí, sem hægt er að ræða við Bandaríkjamenn um vemdartolla á vaming erlends keppinaut- ar. Þá mun fall dollarans auka verðbólgu í Bandaríkjunum um 2—3 stig og draga úr ferðalögum til útlanda, svo að dæmi séu nefnd. Hins vegar ætti lækkun dollarans að auðvelda sólarferðir íslendinga til Flórída og annarra þeirra staða, þar sem íslenzka krónan yrði verðmeiri en ella. Og banda- rískir bflar hljóta að lækka hér heima. John Kenneth Galbraith eygir nýja kreppu(!) Oft veltir lítil þúfa þungu hlassi. Nokkm áður en kreppan skall á undir lok viðreisn- artímabilsins bámst fregnir að vestan um það að fiskblokkin hefði lækkað um 2%. Það var hættumerki og upphaf erfíðleik- anna. Okkur er því mikil nauðsyn að gera okkur grein fyrir þróun efnahagsmála í öðmm löndum og draga ályktanir af henni. Við þurfum þó ekki að taka hvaða spádóm sem orðna staðreynd, en þó getur það varla farið fram hjá nokkram áhuga- manni um efnahagsmál, að sá margvísi efnahagssérfræðingur, John Kenneth Gal- braith, segir í nýrri grein í tímaritinu The Atlantic, að markaðurinn sé í svo litlu jafn- vægi sem stendur, að minni einna helzt á ástandið eins og það var fyrir kreppuna 1929. Galbraith er 78 ára og var prófessor í hagfræði við Harvard-háskóla. Hann er höfundur bókarinnar The Great Crash. Galbraith merkir sjúkdómseinkenni á markaðnum, brask og skuldir, og menn sjáist ekki fyrir. Tilhneigð sé til spákaup- mennsku, undirstaðan sé veik eins og í upphafi kreppunnar. En menn fari varla að kasta sér út um glugga á 29. hæð á næstunni, þó geti ýmsir lent í fangelsi vegna óábyrgrar meðferðar á ijármunum. En öryggisnet ríkisins geti dregið úr versta fallinu, ef að líkum lætur. En lítið sam- ræmi milli verðs á verðbréfum og efna- hagslegs styrkleika og áhættusöm stjómun fyrirtækja gæti orðið sú þúfa sem hlassinu ylti. Spákaupmennska með verð- bréf sem standa ekki undir sér og ákafi í skjótfenginn gróða kunni ekki góðri lukku að stýra, segir hinn veraldarvani efnahags- prófessor. Skyldum við íslendingar ekki þekkja þessi sjúkdómseinkenni! Þá em margir sem óttast viðstöðulausan og mik- inn halla á fjárlögum ríkisins, hvort sem ástæða er til þess eða ekki, en um það em skiptar skoðanir, einnig hér heima eins og kunnugt er. En Bandaríkjamenn binda vonir við að lækkun dollarans kyndi undir flutning vegna verðhækkunar á erlendum vömm. Og þannig verði dregið úr hallan- um. Mercedes Benz kostar t.a.m. nú 39.500$ en fyrir ári 34.700$. Og aðrar vömr eftir því. Gamanmál Ekki er úr vegi að venda sínu kvæði í kross og taka annan pól í hæðina. Nokkmm sinnum er minnzt á Reykjavíkur-fund leiðtoga risaveldanna í blöðum og sjónvarpi í Bandarflq'unum, einnig hefur það borið við í skemmtiþáttum um áramótin. Þannig sagði brandarakall- inn í einum skemmtiþættinum, að Gorbac- hev hafí stungið upp á íslandi til að fá tækifæri til að vera í betra veðri en heima í MoskvuH Annar sagði að aðalskartgrip- imir á íslandi væm grýlukerti og héngju þau stundum í sokkum eða pilsum. Þá sagði enn annar að Bandaríkjamenn væm alltaf varkárir í viðskiptum við Rússa síðan þeir keyptu af þeim Alaska fyrir 7 millj. dala. Svo er talsvert rætt um það í banda- rískum fjölmiðlum að það sé ekki einsdæmi að flugmenn á langferðaleiðum sofi allir þrír í stjómklefanum og þykir ekki gott! Það er víst einkum milli 4 og 5 á nótt- unni sem þeir detta allir út af í einu og eitt sinn þurfti flugtum í Kalifomíu að vekja áhöfnina í stórri þotu, sem var á leið þangað, en var komin 100 mílum of langt á haf út, þegar þeir vöknuðu við gauraganginn í talstöðinni! Þetta er að vísu ekkert grínmál og þykja alvarleg tíðindi. Skorað er á flugmenn að vaka við sjálfstýringuna. En það er kannski kaldhæðni örlaganna að margir era þeir farþegar sem geta ekki sofnað þama afturí vegna flughræðslu. Þeir ættu kannski að vera frammí, en þessir sjfyuðu flugmenn afturí!! Þetta minnir á, hvað við íslendingar eigum góða og rejmda flugmenn, og raun- ar gott flugfólk yfírleitt, bæði flugfreyjur og þá ekki sízt glögga og samvizkusama menn, sem annast viðhald vélanna, en það er ekki minnst um vert og getur skipt sköpum. Og svo er enn eitt: mörgum íslenzkum flugmönnum er annt um íslenzka tungu, eins og komið hefur fram áður hér í Reykjavíkurbréfi. Það var skemmtilegt, hvað áminning flugstjórans sem tekin var upp hér í bréfínu vakti mikla athygli á sínum tíma. Vonandi hefur baráttan fyrir tungunni og notkun hennar í flugbransan- um borið einhvem árangur, svo mikilvægt sem það er. Vilji er allt sem þarf. Og hann er sem betur fer fyrir hendi. Stórþjóð eins og Bandaríkin hafa einnig talsverðar áhyggjur af þróun tungunnar. Þannig hefur verið gerð úttekt á því fáran- lega tungutaki sem notað er, ekki sízt í opinberum skýrslum, og minnir sumt af þessu á okkar vandamál. Sérfræðingar í íslenzku ættu að kynna sér niðurstöður þessara rannsókna vestra. Þar er t.a.m. vakin athygli á þvi, að í sjúkrahússskýrslu segir, að sjúklingur hafí ekki fært sér í nyt batamöguleikana til hins ítrasta, laus- lega þýtt. Merkingin er: hann dó!!!

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.