Morgunblaðið - 15.02.1987, Page 42
42
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. FEBRÚAR 1987
AÐ HUGSA UM SJÁLFAN SIG
Morgunblaðið/Þorkell
Á tröppum Höfða. Fremstir standa Albert Guðmundsson, iðnaðarráðherra, Biwott og Davíð Oddsson,
borgarstjóri. Fyrir aftan þá standa fylgdarmenn Biwotts og Ined Þorsteinsson, aðalræðismaður íslands
í Kenýa.
K.N. Biwott, iðnaðar og orkumálaráðherra Kenya:
Hef áhuga á aukinni sam-
vinnu íslands og Kenýa
GÓÐ BYRJUN á deginum hefur ótrúlega mikið að segja fyrir
vellíðan og sjálfstraust. Þess vegna fannst mér eftirfarandi
hugmynd, sem ég rakst á í erlendu blaði, áhugaverð.
Hún gengur út á að byggja upp sjálfstraustið strax á morgnana,
um leið og farið er á fætur, svo þú getir gengið hress og örugg til
daglegra starfa. Hugmyndin er þessi:
Stattu fyrir framan spegil. Teygðu þig og beygðu. Hoppaðu, hristu
þig og dansaðu um leið og þú gefur frá þér allskonar hróp og köll.
Segðu svo við sjálfa þig: Ég er mikilsverð. Það er allt í lagi með
mig. Mér líkar vel við sjálfa mig. Ég hef eitthvað til að miðla öðrum.
Ég er hress og tilbúin til að takast á við daginn.
Ef til vill fínnst ykkur þetta hálfundarlegar æfíngar í byijun, en
þið komizt fljótt að því að þær eru ótrúlega góðar fyrir sjálfstraus-
tið. Reynið að minnsta kosti!
ANDLITSBAÐ
Gamalt og gott ráð til að „opna“ og hreinsa húðina: Hellið sjóð-
andi vatni í skál og haldið andlitinu yfir gufunni, helzt með handklæði
yfír höfðinu, sbr mynd. Verið í „gufubaðinu" í 5-10 mínútur. Þurrk-
ið þá andlitið varlega og smurjið góðu hreinsikremi á húðina. Fjarlægið
síðan hreinsikremið og stijúkið yfír húðina með bómull vættri í mildu
(alkóhóllausu) andlitsvatni.
Iðnaðarráðherra Kenýa, K.N.K. Biwott, kom til landsins
síðastliðinn föstudag, ásamt eiginkonu sinni og dóttur, ráðu-
neytisstjóra fjármálaráðuneytis Kenýa og forstjóra rafveitu
landsins.
K.N.K. Biwott kvaðst í samtali
við Morgunblaðið vera kominn til
íslands að skoða stofnanir og fyrir-
tæki á sviði orkumála og til að
læra af íslendingum í þeim efnum.
„Ég hef ekki komið til íslands
áður og ég verð að segja að þessi
stuttu kynni mín af landi og þjóð
eru mjög góð. Hér virðist mjög
gott skipulag á öllum hlutum. Ég
hef meðal annars heimsótt Lands-
virkjun, Hitaveitu Reykjavíkur og
Orkustofnun og Jarðboranir og er
ánægður með það sem ég hef séð,“
sagði ráðherrann.
“Utan dagskrár, heimsóttum við
sundlaugina í Laugardal og ég verð
að segja að fyrir mér var það alveg
sérstakt. Við höfum ekki sundlaug-
ar af þessu tagi í Kenýa en ég hef
mikinn áhuga á að bæta úr því;
eftir að hafa séð ykkar laug. I
Kenýa eru alveg sérlega góð skil-
yrði til að byggja sundlaugar vegna
þess að við ráðum yfír miklum jarð-
varma, eins og þið.“
-Nú hafa íslensk fyrirtæki unnið
við orkuframkvæmdir í Kenýa um
áratugarskeið. Hver er reynsla ykk-
ar af þeim?
„Við metum reynslu þessara
íslensku fyrirtækja mjög mikils, en
vinna þeirra hefur aðallega verið á
sviði vísindarannsókna, áætlana-
gerðar og ráðgjafar. Hinsvegar
finnst mér nú tími til kominn að
íslendingar taki þátt í meira kre-
fjandi verkefnum á þessu sviði hjá
okkur, til dæmis í borunum og öðr-
um verkþáttum.
Einnig er hugsanlegt að við fáum
íslendinga til að byggja upp sund-
laugar fyrir okkur og koma á stofn
gróðurhúsum. Ég mundi gjaman
vilja auka samvinnu landanna eins
mikið og mögulegt er á þessum
sviðum."
-Nú leikur okkur Islendingum
forvitni á félagslegum aðstæðum í
landi þínu. Hvar standið þið til
dæmis í jafnréttismálum og skóla-
málum?
„í Kenýa ríkir algert jafnrétti
kynjanna. Fólk fær sömu laun fyrir
sömu vinnu og bæði kynin eiga jafn-
mikla möguleika á menntun og
vinnu. Það er svo sjálfsagt mál hjá
okkur að ekki þarf einu sinni að
ræða það. Skólakerfíð hjá okkur er
þannig að við skyldum fólk ekki í
skóla. Böm byija á leikskóla 3 ára,
fara síðan í forskóla og þaðan í
bamaskóla. En þótt ekki sé skóla-
skylda, fara allir í bamaskóla, læra
að lesa og skrifa, því upp að gagn-
fræðaskóla er námið fólkinu að
kostnaðarlausu.
Allir sem ná prófí upp úr bama-
skóla, eða um 50% af nemendunum,
fara síðan í gagnfræðaskóla. Þetta
er að vísu mjög lágt hlutfall og við
vildum gjaman að fleiri héldu áfram
námi. Vel upplýst fólk gæti orðið
til að auðvelda okkur að takast á
við önnur vandamál, eins og fólks-
fjölgun. Við emm með hæsta
bameignahlutfall í heiminum og
þótt við höfum vel skipulagða starf-
semi á sviði ijölskyldu—áætlunar,
getur verið mjög erfitt að koma
upplýsingum til fólks. Það getur
líka verið mjög erfítt að koma fólki
í skilning um gildi takmarkana á
bameignum. Fátækt fólk, sem
hættir skólanámi eftir bamaskóla,
fer út í bameignir mjög ungt, þann-
ig að við teljum að aukin fræðsla
og lengri skólaseta geti hjálpað
okkur á þessu sviði."
-Hvemig eyðir fólk þitt frítíma
sínum? Hvaða tómstundastörf em
vinsælust?
„Allavega íþróttir, til dæmis fót-
bolti og hokký. Við eram líka mikið
söng— og dansfólk. Við eigum mik-
ið af góðu söngfólki og marga
geysilega fallega kóra. Þetta er hjá
'okkur eins og annars staðar, fólk
hefur svo margvísleg áhugamál.
Hinsvegar er eitt öðravísi hjá
okkur en annars staðar. EiturlyQa-
vandamál era svo til óþekkt meðal
landsmanna. Öll þessi efni sem fólk
er að láta í sig hafa alltaf verið til
hjá okkur. Við ölumst upp með
þessu og höfum ekki áhuga. Þau
eiturlyljavandamál sem fyrir hendi
era, era meðal útlendinga. Önnur
vandamál, til dæmis siðferðislegs
eðlis era hinsvegar eins hjá okkur
og öðram þjóðum."
HREYFING HELDUR
MAGANUM í LAGI
Margir eiga í vandræðum með of miklar magasýrar, annaðhvort
vegna mataræðis (tormelt fæði) eða streitu í daglegu starfí. Þetta
getur valdið verkjum, sviða og ónotum í maga. Bezta vömin gegn
þessu er auðvitað að slappa af og borða meira af grænmeti og
trefjaríkri fæðu. Einnig er áríðandi að hreyfa sig nógu mikið, svo
sem að fá sér röskan göngutúr eða létt skokk, taka sundsprett, eða
bara hreinlega að fara með bömunum út á leikvöll í smáleik!
Biwottfjölskyldan með forseta íslands. Myndin var tekin á föstudagskvöld í kvöldverðarboði iðnaðarráð-
herra.