Morgunblaðið - 15.02.1987, Qupperneq 56

Morgunblaðið - 15.02.1987, Qupperneq 56
56 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. FEBRÚAR 1987 Landskeppni í eðlisfræði Skrifleg verkefni b) ÁTTA framhaldsskólanemend- c) ur taka um helgina þátt í úrslita- keppni í eðlisfræði. í gær var glímt við skrifleg verkefni, en á morgun verður verklegt próf. Hér á eftir birtast skriflegu verkefnin og verða lausnirnar birtar sfðar. 1. verkefni. (15 stig) Stór kubbur með massa M liggur á alhálu, láréttu borði. Í hann er grafin hola þannig að yfirborð hennar myndar hluta úr kúlufleti með radía R. Lítill kubbur með massa m getur hreyfst án núnings í holunni. I upphafi er hann færður frá miðju holunnar um fjarlægðina d«R miðað við lárétt. Þegar t=0 er honum sleppt frá kyrrstöðu. a) Hvaða ytri kraftar verka á kerfí kubbanna tveggja? Hvaða varðveislulögmál gilda um hreyfingu þeirra? Hvemig má gera nálgun fyrir staðarorku kerfísins, þegar lá- rétt færsla litla kubbsins, x, frá lægsta punkti holunnar er lítil miðað við R? d) Sýnið með hjálp varðveislulög- mála að nota má þetta hnit eitt sér til að lýsa stöðu og hreyf- ingu kerfisins. e) Finnið jöfnum kerfisins eitt- hvert form sem þið kannist við úr öðru samhengi, og notið það til að lýsa hreyfingunni og finna sveiflutíma hennar. 2. verkefni. (10 stig) Átta mótstöður með viðnám R og fjórir þéttar með rýmd C eru tengd eins og myndin sýnir. Reikn- ið viðnámið milli punktanna A og B fyrir riðstraum með tíðni / í þeim marktilfellum að a) /«(RC)-' b) /»(RC)_1. Aukaverkefni (10 stig): Reiknið strauminn milli A og B sem fall af tíðninni /fyrir fasta spennu og rissið upp mynd af þessu falli. Riss- ið einnig upp mynd af fasamun straums og spennu sem falli af tíðninni. 3. verkefni. (10 stig) Þremur speglum er komið fyrir hornréttum hverjum á annan, eins og fjórðungum úr xy-, xz- og yz- sléttunum í rétthymdu þrívíðu hnitakerfí. Rekið feril ljósgeisla sem fellur einhvem veginn á þetta spegla- kerfi og sýnið að hann kemur ævinlega út aftur í gagnstæða stefnu við þá sem hann hafði í upphafi. Hveiju breytir það ef einum spegl- inum er sleppt en hinir tveir em hálfsléttur? 1986-7 (Hvar eru svona kerfí notuð í dag- legu lífi nú á dögum?) 4. verkefni. (10 stig) Tveir strokkar hafa þverskurðar- flatarmálið 1 dm2 og em tengdir saman með fastri varmaeinangr- andi stöng í stefnu ásanna eins og myndin sýnir. Báðir strokkamir hafa í upphafí hitann 0°C. Rúmmál gassins í hvor- um um sig er 22,4 lítrar. í strokkn- um til vinstri em 4 g en í hinum 7,44 g af sama einatóma kjörgasi. Þrýstingurinn í vinstri strokknum er 1 atm og veggir hans em varma- einangraðir en hægri strokkurinn er í stóm varmabaði sem heldur hitastigi hans föstu. Allt kerfið er lokað inn í tómarúmi. Þegar stöng- inni er sleppt kemst kerfið í jafnvægi eftir að bullumar hafa færst um 50 sm. Eðlisvarmi gass- ins sem um er að ræða er 12,7 J g"1 K"1, miðað við fast rúmmál. Hvert er lokahitastigið í vinstri strokknum? Hversu mikinn varma tók gasið í hægri strokknum til sín? 5. verkefni. (10 stig) Loftbelgur með 100 rúmmetra föstu rúmmáli er fylltur með helíngasi. Hitinn er 20°C og þrýst- ingurinn p0 = 1,013 bar = 1,013 * 106 N/m2. ESlismassi andrúms- lofts við þessar aðstæður er p0 = 1,20 kg/m8 en helíns 0,17 kg/m8. Um þrýsting í lofthjúpi jarðar við fastan hita gildir að p(y) = p0e"ay, a = g|t0/p0, þar sem y er hæðin og g = 9,8m s"2 er þyngdarhröðunin við yfirborð jarðar. a) Hve mikill má massi belgs og fylgihluta vera til þess að belg- urinn geti lyfst frá jörðu? b) Nú er massi belgs og fylgihluta 20 kg. Belgurinn er látinn stíga þar til hann nær jafnvægi og er hiti lofthjúpsins fastur. Hversu hátt upp fer belgurinn? c) Nú er sleppt frá belgnum 2ja kg sandpoka. Hvemig verður hreyfing belgsins fyrst á eftir? loksins I breiðholti Nú þurfa Breiðholtsbúar ekki lengur að skjótast niður í Skipholt eftir almennilegum myndböndum. Myndbandaleiga kvikmyndahúsanna hefuropnað nýja leigu í Hraunbergi 4 (áður Nero). Öll nýjustu myndböndin á rúmgóðum stað, kvikmyndir, sjón- varpsmyndir, framhaldsþættir og mikið af barna- efni. Myndbandaleiga kvikmyndahúsanna er nú á eftirtöldum stödum: Skipholti 50 C, Úlfarsfelli, Hagamel, s. 688040 s. 24960 Suðurveri, Stigahlíð, Glerárgötu 26, Akureyri, s. 681920 s. 96-26088 Hraunbergi 4, s. 72717 Víðihlíð 13, Sauðárkróki, s. 95-5555 Dorís Dömur athugið Heitu maskarnir frá Doctor g.m. Collin eru engum öðrum möskum líkir. Komið og kynnist af eigin raun. Snyrtistofan Doris er eina snyrtistofan á landinu sem getur boðið upp á þessa frábæru maska. Opið virka daga 9—18, laugardaga 10—14. Snyrtistofan Doris, Hótel Esju, s. 83055. íl»99Í KESTILS v/Laugalæk. S. 33755.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.