Morgunblaðið - 04.03.1987, Blaðsíða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. MARZ 1987
Sjálfstæðisflokkur-
inn í anda ungs fólks
Leið skynsemi
en ekki
skollaleiks
*
eftír Arna Johnsen
Það þarf þrek til þess að leysa
erfið og flókin verkefni og til allrar
Guðs lukku hefur fólkið í landinu
og Sjálfstæðisflokkurinn haft þrek
til þess að halda út í baráttunni við
að kveða verðbólguna niður. Þessi
barátta hefur tekið á og oft verið
sár undir forystu sjálfstæðismanna,
en þegar upp er staðið kann fóik
að meta árangurinn af erfíðinu,
meta þrautseigju þeirra stjóm-
málamanna sem hugsuðu lengra en
til stundarvinsælda. Ekki má
gleyma garminum honum Katli,
Framsóknarflokknum, en hann
rekst frekar illa þegar sótt er fram
á við. í dag er íslenska þjóðin á
réttri leið í efnahagsmálum og á
þeim grunni er hægt að takast á
við frekari uppbyggingu efna-
hagslífs og menningar. Óllu skiptir
að víkja ekki af leið skynseminnar.
Sjálfstæðismenn leggja kapp á að
einstaklingum og heimilum sé
treyst til hins ýtrasta. Það traust
hefur verið sýnt í verki, til dæmis
með því að leyfa notkun greiðslu-
korta heima og erlendis, afnema
allt að því tolla af bílum, leyfa val-
frelsi um rekstur útvarps og sjón-
varps, draga úr skattheimtu ríkisins
og berjast fyrir staðgreiðslukerfi
skatta frá næstu áramótum og
skattleysi á yfirstandandi ári, sem
þýðir það að fólki er treyst fyrir
nýtingu allra sinna tekna á yfir-
standandi ári. Allir aðrir stjóm-
málaflokkar en Sjálfstæðisflokkur-
inn hafa viljað setja skorður í
þessum efnum, en við sjálfstæðis-
menn munum berjast til þrautar í
þessu sem öðru er lýtur að hags-
munum fólks.
Á þessu ári eru 2.900 millj. kr.
minni skattar heimtir af lands-
mönnum áriega en í upphafi kjör-
tímabilsins og þar af er 1.100 millj.
kr. minni tekjuskattur.
Í fyrsta skipti í 15 ár er stjóm
af efnabagsmálum, jákvæð staða í
viðskiptum við útlönd og með sömu
þróun á næstu árum mun hlutfall
erlendra skulda miðað við fram-
leiðsluverðmæti lækka úr 60% við
valdatöku núverandi ríkisstjómar í
10-20% og um leið styrkir það stór-
kostlega stöðu þjóðarbúsins bæði
inn á við og út á við.
Um leið og sá árangur sem nú
hefur náðst, vegna þess að skyn-
semisleiðin var valin, skapar
grundvöll fyrir einstaklinga, heimili
og fyrirtæki til þess að gera raun-
hæfar áætlanir, þá er ljóst að eitt
stærsta verkefni stjómmálamanna
á náinni framtíð verður að koma í
innra jafnvægi og eðlilegu aðhaldi
í opinberum rekstri.
Morgunblaðið/Þorkell
Greiðslukortin hafa valdið þáttaskilum í möguleikum fólks bæði
heima og heiman og sérstaklega hefur frelsið sem fólk fær í með-
ferð gjaldeyris erlendis aukist svo um munar. Hver vildi nú vera
án þessara möguleika?
Morgunblaðið/Ami Sæberg
Afnám einkaleyfis fyrir rekstur útvarps- og sjónvarps á íslandi er
mál unga fólksins í landinu sem Sjálfstæðisflokkurinn náði fram.
Myndin er tekin í talstofu Bylgjunnar af Hermanni Gunnarssyni á
vaktinni.
Morgunblaðið/Þorkell
Unga fólkið í landinu á samleið með Sjálfstæðisflokknum, þeim
flokki sem þorir að takast á við vandamálin og breyta til betri fram-
tiðar.
Sjálfstæðismenn tóku mikla
pólitíska áhættu með því að taka
að sér 1983 fað moka flór vinstri
óráðsíunnar því margt af því sem
gera þurfti hlaut að kalla á óvin-
sældir, en þjóðarskútunni hefur
verið siglt heilli í höfn og nú er að
búa hana undir næsta róður, næsta
„Ferskt ágætis salat“
komið á markaðinn
ÁGÆTI, dreifingarmiðstöð mat-
jurta, hefur sett á markaðinn
niðurskorið grænmeti, „Ferskt
ágætis salat“. Grænmetið er
sérvalið eftir árstíðum, skorið
hæfilega gróft, þvegið og pakkað
í loftþéttar umbúðir án auka-
efna.
í fréttatilkynningu frá Ágæti
kemur fram að samhliða dreif-
ingu á íslensku grænmeti og
innfluttu hefur fyrirtækið próf-
að sig áfram með frekari vinnslu
á fersku grænmeti. Markmiðið
er að auka neyslu almennings á
fersku grænmeti, með því að
vinna það þannig að nýting hrá-
efnisins verði sem mest og varan
sé svo til tilbúin ádisk neytenda.
Framleiðsla á „Fersku ágætis
salati" er liður í þessu. Neytend-
ur geta notað salatið beint úr
pokanum eða blandað með þeirri
salatsósu og öðru sem þeim hent-
kjörtímabil, með þá von í stafni að
árangurinn fari ekki úr böndunum.
Það er jafnljóst að það er hægt að
treysta Sjálfstæðisflokknum um-
fram aðra flokka til þess að gæta
hagsmuna þjóðarinnar allrar og
finna þann farveg að eðlileg gróska
geti átt sér stað um leið og tryggð-
ur er réttur og þjónusta við þá sem
minna mega sín. Með því móti verð-
ur samfélag okkar spennandi og
skemmtilegt, jákvætt og þroskandi
því það hvetur til metnaðar fyrir
betra lífi.
Ungt fólk vill leið skynseminnar,
það vill hafa aga á hlutunum, röð
og reglu, um leið og það vill hafa
eðlilegt svigrúm og frelsi til athafna
og leiks. Sjálfstæðisflokkurinn hef-
ur ávallt borið gæfu til þess að
geta horfst í augu við unga fólkið
enda verið dyggasti talsmaður þess.
Ungt fólk vill nefnilega fá stað-
reyndirnar á borðið, meta stöðu og
stefnu og sýna sanngimi og tillits-
semi. Sjálfstæðisflokkurinn hefur
lagt kapp á að styrkja stöðu þjóð-
félagsins með því að treysta þann
grunn sem ungt fólk getur fótað
sig á. Húsnæðismál, námslán, heil-
brigðisþjónusta, verkmenntun,
kjaramál, viðskiptafrelsi, sjálfstæði
heimila og einstaklinga, allt eru
þetta höfuðkappsmál sjálfstæðis-
manna og það er styrkur Sjálfstæð-
isflokksins að þora að taka á,
gagnrýna, breyta og bæta. Auðvit-
að hriktir í þegar fjallað er um svo
stóra málaflokka, eins og til dæmis
Lánasjóð námsmanna, en öll mál í
rekstri samfélagsins verður að
hugsa til enda, hugsa til árangurs.
Og svo dæmi sé tekið um Lánasjóð
námsmanna er það kröfuatriði að
sá sjóður sé öflugur bakhjarl ungs
fólks, sem vill auka fjárfestingu
þjóðarinnar í menntun sinni, en það
er jafnljóst að jafnvægis verður að
gæta og jafnréttis gagnvart öðmm
þegnum þjóðfélagsins. Hinn gullni
meðalvegur er vandfarinn en það
kostar tök að taka af skarið og ef
það er ekki gert safnast vandamál-
in upp.
Það er ódýr aðferð að leika
skollaleik, játa öllu, þykjast ætla
að leysa allt fyrir alla á sama tíma
eins og Alþýðuflokkurinn hefur nú
gert um hríð og Alþýðubandalagið
með hliðarjullunni í formi Kvenna-
listans, en það borgar sig ekki að
vantreysta fólki. Fólk sér í gegnum
skollaleikinn og þegar kemur að því
að meta árangurinn vegur skyn-
semin þyngst á vogarskálunum.
Árni Johnsen
„Það er ódýr aðferð að
leika skollaleik, játa
öllu, þykjast ætla að
leysa allt fyrir alla á
sama tíma eins og Al-
þýðuflokkurinn hefur
nú gert um hríð og Al-
þýðubandalagið með
hliðarjullunni í formi
Kvennalistans, en það
borgar sig ekki að van-
treysta fólki. Fólk sér í
gegnum skollaleikinn
og þegar kemur að því
að meta árangurinn
vegur skynsemin
þyngst á vogarskálun-
um.“
Þess vegna er Sjálfstæðisflokkurinn
nú á uppleið í skoðanakönnunum.
Það þarf snerpu til þess að
stjóma, hvort sem það er í einum
skólabekk eða í einu þjóðfélagi, og
það þarf festu til þess að taka af
skarið þegar hlutir fara úr böndum.
Það var sérstætt þegar Þorsteinn
Pálsson sendi Alþingi heim á dögun-
um vegna þess að það var kallað
saman á röngum forsendum, en
hitt er ljóst að það er aðeins einn
stjómmálamaður sem getur leyft
sér slíkt, formaður Sjálfstæðis-
flokksins, vegna þess að hann hefur
forustu fyrir svo breiðri fylkingu
landsmanna að enginn annar kemst
í hálfkvisti við hana, enda hefur
Sjálfstæðisflokkurinn sýnt og sann-
að gegnum tíðina að honum er best
íslenskra stjórnmálaflokka treyst-
andi fyrir heill heildarinnar.
Höfundur er einn afþingmönnum
Sjálfstæðisflokks fyrir Suður-
iandskjördæmi.
ar. Til að byrja með verður Ágæti
með eina grænmetisblöndu á
boðstólum, en stefnt er að því
að fleiri tegundir komi á markað-
inn innan tiðar.
í frétt Ágætis segir að þetta
sé nýjung á markaðnum, því til
þessa hafi neytendur orðið að
kaupa hverja grænmetistegund
sér og skera sjálft niður, eða
kaupa hrásalat sem þegar hefur
verið blandað sósu.
Morgunblaðið/Sigurður Jónsson
Þorbjörg Þorkelsdóttir sjúkraliði, Hafsteinn Þorvaldsson for-
stöðumaður sjúkrahússins og Erla Bára Andrésdóttir sjúkraliði.
Sjúkraliðafélag íslands:
Sjúkrahúsinu afhent fram-
lag til styrktar öldruðum
Selfossi.
SJÚKRALIÐAR við Sjúkrahús Suðurlands afhentu þriðjudaginn
24. febrúar 100 þúsund króna framlag úr styrktarsjóði Sjúkraliðafé-
lags íslands. Fénu skal varið í þágu aldraðra á sjúkrahúsinu.
Sjúkraliðafélag íslands stofnaði styrktarsjóð aldraðra á 10 ára af-
mæli sínu 21. nóvember 1976. Stofnféð var 200 þúsund krónur og var
það ágóði af sölu afmælisplatta félagsins. Tilgangur sjóðsins er að
styrkja aldraða og einstaklinga, félög og stofnanir sem vinna að bættum
aðbúnaði eldra fólks. Framlög úr sjóðnum eru veitt fímmta hvert ár.
Til úthlutunar voru að þessu sinni 400 þúsund krónur og fóru 100
þúsund í hvem landsfjórðung. Sig.Jóns.