Morgunblaðið - 04.03.1987, Page 34

Morgunblaðið - 04.03.1987, Page 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. MARZ 1987 IBM-SKÁKMÓTIÐ Kortsnoj lék af sér 273 þúsund krónum! AFLEIKUR Viktors Kortsnoj í tímahraki gegn Jóni L. Amasyni í síðustu umferð IBM-skákmótsins kostaði hann annað sætið í mótinu og 273.000 krónur. í stað þess að vinna skákina við Jón tapaði hann og endaði í 4.-5. sæti. Nigel Short tryggði sér hinsvegar efsta sætið á mótinu áður en klukkutími var liðinn af síðustu umferðinni þegar hann gerði jafntefli við Simen Agdestein í 15 leikjum, og Mikhail Tal og Jan Timman skiptu á milli að gera jafntefli. Fyrstu skákum umferðarinnar lauk fljótlega, því Agdestein og Short og Polugaevski og Portisch gerðu stutt jafntefli. Tal og Timman tefldu hálfgerða hraðskák eftir Pet- roff-vörn og áður en tveir tímar voru liðnir voru allir menn þeirra famir af borðinu nema kóngamir, hrókamir og þrjú peð hjá hvomm og þá sömdu þeir jafntefli. Ein- hveijir héldu þvi fram að þeir hefðu teflt jafnteflateoríu sem Rússar hafa þróað þegar þeir vilja gera jafntefli án þess að það líti of grun- samlega út. Helgi og Jóhann tefldu skemmti- lega skák þar sem Jóhann fómaði skiptamun fyrir kóngssókn. Helgi tefldi vömina síðan vel og þótt Jó- hann reyndi að finna vinningsleið varð hann að gefast upp við það og jafntefli varð raunin. Eftir að Tal og Timman höfðu gert jafntefli gat Viktor Kortsnoj orðið einn í öðru sætinu með því að vinna Jón L. Lengi vel leit líka út fyrir sigur Kortsnojs en rétt áður en skákin átti að fara í bið lék Kortsnoj henni af sér og eftir tæpa 60 leiki varð Kortsnoj að leggja niður vopnin. Þetta var annar sigur Jóns á 2.600 stiga manni í mótinu og hann endaði í mjög góðu sæti, 7.-8., með 50% vinninga. Lengsta skák umferðarinnar var milli Margeirs og Ljubojevics. Mar- geir hafði lengst af betri stöðu og hafnaði meðal annars jafnteflisboði Júgóslavans. Það þótti mönnum karlmannlega gert af Margeiri því flestir hefðu búist við að hann yrði sín 2. og 3. verðlaununum með því feginn að ljúka mótinu sem fyrst. Um það bil sem skákin átti að fara í bið virtist Margeir missa aðeins þráðinn, og eftir að þeir félagar höfðu teflt 20 leiki í viðbót sættust þeir á skiptan hlut. Átti þetta inni „Ég átti þetta inni eftir tapið gegn Timman," sagði Jón L. Áma- son um síðustu skákir sínar tvær en í þeim vann hann Ljubojevic og Kortsnoj. Jón sagðist hafa byijað mótið af mikilli leikgleði en eftir herfilegt tap gegn Timman, eftir að hafa misst niður gerunna stöðu í tímahraki, sagðist hann hafa misst þráðinn og ekki náð sér á strik fyrr en í síðustu Margeir Pétursson og Ljubojevic. umferðunum, þótt sigurinn yfír Kortsnoj yrði að flokkast undir heppnissigur. Jón sagðist samt vera mjög án- ægður með mótið sem hefði verið mjög skemmtilegt og ágætis æfing fyrir íslensku skákmennina. Hefði getað sargað fleirijafntefli „Ég hefði getað sargað fleiri jafntefli ef ég hefði reynt það,“ sagði Margeir Pétursson, en honum gekk ekki sem best á IBM-skákmót- inu. Margeir sagði að tímamörkin á mótinu hefðu ekki átt allskostar við sig, og hann hefði yfirleitt leikið af sér skákunum milli 40. og 45. leiks í tímahraki. Síðan hefði það komið í ljós að hann var alls ekki í nægilega góðu formi. „Það er alveg ljóst að ef á að ná árangri á mótum sem þessum þýðir ekkert annað en að vera at- vinnumaður í skák,“ sagði Margeir að lokum. Jón L. Árnason og Víktor Kortsnoj. Einar Falur Ný reynsla að vinna skákmenn með yfir 2600 stig „ÞETTA var góð reynsla að tefla á IBM-skákmótinu og það verður að halda fleiri mót af þessum styrk- leikaflokki hér, við stöndum okkur þá betur næst,“ sagði Jóhann Hjart- arson þegar Morgunblaðið hitti hann að mótinu loknu. Jóhann sagði að mótið hefði ve- rið mjög erfitt og þar hefði aldrei verið hægt að slappa af í neinni skák. Þó hefði það verið uppörvandi að vinna Kortsnoj og Short, því það væri sér ný reynsla að vinna skák- menn sem hafa yfir 2600 stig. Jóhann sagði að vafalaust hefðu íslensku skákmennirnir verið undir meiri pressu en ella þar sem þeir tefldu á heimavelli. “Það var einnig mikið meira ónæði fyrir mótið en ég hef kynnst áður,“ sagði hann. “Við höfðum varla tíma til skák- rannsókna því það var alltaf eitt- hver ágangur og ónæði,“ sagði Jóhann. Jóhann vildi að lokum koma á framfæri þakklæti til IBM fyrir að halda mótið og sagðist vona að fyr- irtækið stæði fyrir fleiri slíkum mótum í framtíðinni. Veisla fyrir skákáhugamenn „ÉG býst við að þetta mót hafi verið veisla fyrir skákáhugamenn á íslandi og það hlýtur að hafa verið ánægjulegt að fá að sjá þessa menn eins og Kortsnoj og Short tefla hér á landi, þótt okkar frammistaða hafi sjálfsagt valdið einhveijum vonbrigðum,“ sagði Helgi Ólafsson við Morgunblaðið að IBM- skákmót- inu loknu. Helgi sagðist þó vonast til að fólk sýndi íslensku skákmönnunum þolinmæði þótt þeir hefðu ef til vill ekki staðið undir björtustu vonum. “Það var við ramman reip að draga því mótið var geysilega sterkt og ég held að þeir sem hafa löggilt skákvit hafi áttað sig á því. Og þótt ég sjálfur hafi verið í friðsam- asta lagi má ekki gleyma því að hinir unnu góða sigra,“ sagði Helgi. Helgi var spurður að því hvort það væri ekki mikil pressa fyrir þá að tefla á mótum hér á landi, sérs- taklega þeim sem vekja jafn mikla athygli og IBM- skákmótið. Helgi viðurkenndi að það fylgdi því ákveð- ið álag og honum sjálfum hefði ekki gengið vel hér á lokuðum, sterkum mótum. Hinsvegar væri sjálfsagt hvergi betra að tefla en hér þegar vel gengur. Helgi sagði að lokum að sér fynd- ist það vera mjög ánægjulegt framlag IBM að standa fyrir skák- mótinu og vonandi yrði framhald á slíku. GSH Skiptamunsfórnin nægði aðeins til jafnteflis Augu áhorfenda á Loftleiða- hótelinu beindust fljótt að skák Jóhanns Hjartarsonar og Helga Ólafssonar. Jóhann virtist ná öruggu frumkvæði út úr byij- uninni og nældi í vænlegt peð úr höndum Helga. Ekki lét hann þar staðar numið, því skiptamunsfórn fylgdi í kjöl- farið og náði hættulegri sókn að kóngi Helga. Útlitið virtist dökkt, en Helga tókst að bæta úr lekanum og kom- ast út í endatafl þar sem Jóhann hafði þijú peð í bætur fyrir skipta- muninn. Möguleikarnir voru hans, en líklega hefur hann teflt óná- kvæmt því skömmu síðar tók hann jafntefli með þráskák. Hvítt: Jóhann Hjartarson Svart: Helgi Ólafsson Drottningarbragð 1. d4 - Rf6 2. c4 - e6 3. Rf3 - d5 4. Rc3 - Be7 5. Bg5 - h6 6. Bxf6 - BxfG 7. e3 - 0-0 8. Hcl - c6 9. Bd3 - Rd7 10. 0-0 dxc4 11. Bxc4 - e5 12. h3 - exd4 13. exd4 — Rb6 14. Bb3 - Bf5 (Þeir kumpánar Karpov og Kasparov eru miklir áhrifavaldar í skákbyijunum, og svona hafa teflst ófáar skákir þeirra. Helgi sat raunar andspænis Kasparov í sömu byijun í Dubai og hefur væntanlega lært sína lexíu.) 15. Hel - a5 16. Re5!? (Hvassari leikur en 16. a3, en þannig tefldi Helgi í Wijk aan Zee fyrir skömmu.) 16. - a4?! (Helgi grípur til róttækra að- gerða og fómar peði, en veitist torvelt í framhaldinu að sýna fram á réttmæti peðsfórnarinnar. 16. — Bxe5 var ákjósanlegra.) 17. Rxa4 — Rxa4 18. Bxa4 — Be6 19. Bc2 (Peðastaða hvíts er eitlítið tæt- ingsleg, en í staðinn hyggur hvítur á sókn að kóngi svarts.) 19. - He8 20. Dd3 - g6 21. Hcdl (21. Rxg6 dugir skammt vegna 21. — Dxd4 og svartur heldur sínu.) 21. - Bxe5 22. Hxe5 - Bf5? (Snjall leikur var til staðar. 22. - Hxa2! 23. Hxe6 - Hxe6 24. Bb3 - Hxb2 25. Bxe6 - Df6! og svartur heldur sínu, eins og uppgötvaðist eftir skákina.) 23. Hxf5! (Skákin myndi einfaldlega leys- ast upp í jafntefli ef möguleiki þessi væri ekki í stöðunni. Helga var vart hugað líf meðal áhorf- enda þegar hér var komið sögu, en hann verst með ágætum.) 23. — gxf5 24. Dxf5 — Dg5 25. Dh7+ - Kf8 26. Bb3 - Df6 27. Hd3 - Dg6 (Þvingar fram endatafl vegna ásetnings á hrókinn á d3. Eftir 27. - Hel+ 28. Kh2 - Dxf2 29. Hf3 vinnur hvítur hins vegar.) 28. Dxg6 - fxg6 29. Hf3+ - Kg7 30. Hf7+ - Kh8 31. Hxb7 - Hel+ 32. Kh2 - He2 33. Hc7 (Vinningsmöguleika var frekar að leita eftir 33. Kg3. Svörtum tekst nú að skipta upp á peðum og Jóhann ákveður að þvinga fram jafnteflið.) 33. - Hxf2 34. Hxc6 - Kg7 35. Hc7+ - Kh8 36. Hc6 - Kg7 37. Hc7+ jafntefli. Svartur heldur jafntefli eftir 37. - Kh8 38. d5 - Hxd6 39. d6 Hd8 en hvítur hefur alla mögu- leikana, svo óþarfi var að semja strax um jafntefli. Skák Korchnois og Jóns L. Ámasonar hélt áhorfendum í helj- argreipum allt fram yfir venjuleg tímamörk. Korchnoi náði þægi- legri stöðu úr byijuninni, en tímanotkun var óhófleg hjá báð- um aðilum. Korchnoi varð fóta- skortur i mjög flókinni stöðu og í gífurlegu tímahraki sneri Jón skemmtilega taflinu sér í hag. Kóngur Korchnois fór í langferð um miðborðið, og þegar tíma- mörkunum var náð var ljóst að stórfellt liðstap lá fyrir hjá áskor- andanum gamla. Hvítt: Viktor Korchnoi Svart: Jón L. Árnason Enskur leikur 1. c4 - e5 2. g3 - d6 3. d4 - exd4 4. Dxd4 — Rf6 5. Bg2 — g6 6. De3+ - Be7 7. Rh3 - 0-0 8. Rf4 - c6 9. 0-0 Rbd7 10. b3 - a5 11. Rc3 - He8 12. Dd2 - Rc5 13. Ba3 - Rfd7 14. Hadl - Bf8 15. Dc2 - Bb6 16. Hd2 - Rf6 17. Bb2 - Bf5 18. Dcl - Rfd7 19. Rdl - Re5 20. Re3 - Bc8 21. Bc3 - Dc7 22. Hfdl - Re6 23. Bal - Rg7 24. Dc3 - Rf5 25. Rxf5 - Bxf5 26. e4 - Bg4 27. f3 - Bc8 28. Khl - f5 29. c5 — dxc5 30. Rd3 — Bg7 31. Rxc5 - De7 32. f4 - Rg4 (Sjálfsagt var 44. Hd8+ en tímahrakið tók nú alvarlegan toll af gæðunum.) 44. - Dg2+ 45. Kd4 - Hg8 46. Re6 - Hd2+ (Korchnoi setur snjalla brellu. 46. — Bxe5+ 47. Kxe5 Hxg4 48. Hd8+ og mátar.) 47. Kc4 Nú byijar ballið fyrir alvöru. 34. h3 — gxf4 35. hxg4 — Báðir keppendur vom í miklu tímahraki og enginn vissi hvemig staðan var. 35. - fxg3 36. gxf5 - Bxf5 37. Dc4+ — Kh8 38. Bf3 — Dg5 39. Kg2? - Grófur afleikur, sem gladdi áhorfendur. Eftir 39. De2 eða 39. He2 er ekki að sjá, að svartur hafi nægilegt spil fyrir manninn.) 39. - Dh6 40. Bg4 - Dh2+ 41. Kf3 - Bxg4+ 42. Dxg4 - Hf8+ 43. Ke4 - Hf2—44. Hd7? hendur og stöðvuðu taflið uns keppendur höfðu ritað niður leiki sína. Jón tók sér nú góðan um- hugsunarfrest og fann öruggan vinning.) 47. - Hxd7 48. Hxd7 - Dc2+ 49. Bc3 - b5+ 50. Kd4 - Bxe5+ 51. Kxe5 — Hxgl 52. Bd4 — De4+ 53. Kf6 - Dg6+ 54. Ke7+ — Hxdl 55. Rxd4 — g2 og Korchnoi gafst upp. Endasprettur Jóns var sérlega glæsilegur á mótinu. Hann lagði stórmeistarana Ljubojevic og Korchnoi í síðustu tveimur um- ferðunum og stóð sig best hinna íslensku stórmeistara.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.