Morgunblaðið - 04.03.1987, Page 44

Morgunblaðið - 04.03.1987, Page 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. MARZ 1987 4 Að þeytast um í þremur þýskum borgum ÍSLENDINGAR hafa löngum sótt mikið til annarra landa og láta ekkert tækifæri ónotað til að bregða sér út fyrir landstein- ana. Þannig var einnig með blaðamann, sem þáði boð um tæplega vikulanga ferð til Þýska- lands á vegum Norðurlanda- deildar þýska ferðamálaráðsins. Á þessum dögum skyldu þrjár þýskar borgir skoðaðar og þætti ferðavönustu íslendingum sjálf- sagt nóg um. Það var ekki þrautalaust fyrir svefnþunga að hefja ferðina, því skylt var að mæta við Hótel Loft- leiði klukkan fimm að morgni, eða nóttu. Þegar þessir bytjunarörðug- leikar voru hjá reyndist framhaldið leikur einn. Flogið var með Flugleið- um til Luxemburg og þaðan var ekið til Trier, sem var fyrsta borgin af þremur sem heimsótt skyldi. Trier er hvorki meira né minna en 2000 ára gömul borg, eða sú elsta í Þýskalandi. Rómveijar sett- ust þar fyrstir að 16 árum fyrir Krist og nefndu borgina Augusta Treverorum. Blaðamanni varð hugsað til hátíðarhalda í Reykjavík vegna 200 ára afmælis þeirrar ágætu borgar og lá við að heima- borgin bliknaði dálítið við saman- burðinn. En Islendingar hafa nú skorið núll aftan af krónunni sinni og kippa sér varla neitt upp við það þó núllin séu ekki eins mörg í af- mælisárunum og hjá þýskum. Rómverjar og Marx Trier er um margt merkileg borg, enda hefur ýmislegt skeð á tveimur árþúsundum. Einkenni borgarinnar er borgarhliðið, Porta Negra, sem nú á tímum er að vísu inni í miðri borg. Hlið þetta reistu Rómvetjar, en því miður voru þeir orðnir einum of öruggir með sig svo þeir höfðu aldrei fyrir því að fullgera það. Þessi sjálfsánægja kom þeim auð- vitað í koll síðar meir, því hálfkarað borgarhlið kemur að litlu gagni á ófriðartímum. Það virðist vera einkenni á þeirri ágætu borg Trier að menn hafa með ærinni fyrirhöfn reist myndar- legt steinhús á einum stað, rifið það, byggt upp aftur á öðrum st.að, rifíð það, gefíð steinhrúguna ein- hvetjum öðrum sem notaði hana til að byggja öðruvísi hús, sem var riftð og hrúgan notuð til að byggja upprunalega húsið á þeim stað þar sem það var fyrst! Þetta er e.t.v. Borgarhliðið í Trier, Porta Negra. í Freiburg má víða sjá skemmtilegar, þröngar götur. Hérna gefur að líta sannkallaða „Lækjargötu“. eitthvað orðum aukið, en iðni Tri- erbúa við gijótflutninga hefur samt verið með ólíkindum, ef marka má orð leiðsögumanns. Þó er ótrúlega mikið til af vel varðveittum húsum í borginni og þar er meðal annars að finna leifar af rómversku baði. Þá er einnig fróðlegt að líta við í húsinu sem Karl Marx fæddist í, en það hefur nú verið gert að safni þar sem er að finna ýmsan fróðleik um manninn. Rómantskur háskóla- bær Heidelberg heitir önnur þýsk borg, ekki ófrægari en Trier. Borg- in er þekktust fyrir háskólann sem þar er og er sá elsti í Þýskalandi, stofnaður fyrir rúmum 600 árum. Elsti hluti borgarinnar er mjög fal- legur og yfir henni gnæfir stór og mikill kastali. Kastalann er fróðlegt að heimsækja, þó ekki sé nema til að fræðast um dverginn Perkeo. Dvergur þessi gætti vínbirgða kast- alans, meðal annars vínámu sem tekur hvorki meira né minna en tæpa 222 þúsund lítra. Slíkur forði mundi eflaust nægja á allnokkur þorrablót, en kastalabúar drukku yfirleitt 2000 lítra af víni á dag Perkeo var sjálfur mikill drykkju- bolti og lést eftir að hafa dreypt af misgáningi á vatnsglasi. Ferðalöngum er hér með eindreg- ið ráðlagt að fara eftir „heimspek- Fræðslufund- ur um gæða- stjórnun Gæðastjórnunarfélag íslands heldur fræðslufund um stjórnun gæða að Hótel Esju fimmtudag- inn 5. mars og hefst hann kl. 15.00. Gunnar H. Guðmundsson frá Ráðgarði og Haukur Alfreðsson frá Iðntæknistofnun, segja frá hug- myndum og aðferðum við stjórnun gæða. Lýst verður helstu þróunar- leiðum fyrirtækja og kynnt m.a. gæðakerfum og gæðahandbók. Jafnframt verður sagt frá fræðslu sem í boði er á þessu sviði. Eiríkur Þorsteinsson frá Iðn- tæknistofnun mun fjalla sérstak- lega um þær aðferðir sem notaðar hafa verið í tréiðnaðarfyrirtækjum. Fundurinn er öllum opinn. Höföar til .fólks í öllum starfsgreinum! 4 fc

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.