Morgunblaðið - 20.03.1987, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 20.03.1987, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. MARZ 1987 Skoðanakönnun Evrópubandalagsins: Helmingur Evrópubúa vill sameinaða Evrópu FLESTIR Evrópubúar efast um að Evrópa verði orðin að risa- veldi árið 2000 samkvæmt skoðanakönnun, sem birt var á miðvikudag. Tveir af hveijum þremur, sem spurðir voru, kváð- ust aftur á móti hlynntir því að Evrópubandalagið yrði sterkara og stjómarhættir í Evrópu með sama hætti og í Bandaríkjunum. Brubeck til Sovét- ríkjanna Spurt var hvort leiðtogi Evrópu- stjórnar yrði, ef til þess kæmi, jafn valdamikill og leiðtogar Banda- ríkjanna og Sovétríkjanna. 44 prósent aðspurðra sögðu já, 35 pró- sent nei og 21 prósent svaraði ekki. Helmingur þeirra, sem rætt var við, kvaðst telja að um aldamótin myndu Evrópubúar nota Evrópu- myntina í viðskiptum í Vestur- Evrópu, 33 prósent töldu að svo vrði ekki og 17 prósent voru óviss. Helmingur aðspurðra sagðist telja að fyrir aldamótin yrði málum svo komið að gengið yrði til kosn- inga um forsætisráðherra Evrópu- bandalagsins, en 30 prósent voru ekki á því. 57 prósent lýstu sig reiðubúin til að greiða stjómmála- manni frá öðru landi atkvæði sitt, ef til þess kæmi. 47 prósent kváðust treysta Evr- ópustjóm til að ákvarða sameigin- lega stefnu Evrópubandalagsins í efnahags-, utanríkis- og vamarmál- um. Carlos Ripa di Meana, yfirmaður samskipta hjá Evrópubandalaginu, sagði um könnunina að greinilegt væri að evrópskir borgarar vildu fremur stuðla að sameinaðri Evrópu en stjómmálaleiðtogar í ríkjum Vestur-Evrópu. 11.920 menn voru spurðir í könn- uninni, sem gerð var af tilefni þess að 25. mars eru þijátíu ár liðin frá því að stofnsamningur Evrópu- bandalagsins var undirritaður í Róm. Bandaríkin: Reuter Michael Deaver, fyrrum aðstoðarstarfsmannastjóra Hvíta hússins. Washington, Reuter. KVARTETT Daves Brubeck heldur til Sovétríkjanna í hljómleikaferð síðar f þessum mánuði, að því er upplýsinga- stofnun Bandaríkjanna greindi frá í gær. Að sögn er ferðin hluti af samskiptum Banda- rikjamanna og Sovétmanna í menningarmálum. Jazzkvartettinn, sem kom hingað á listahátíð síðasta sum- ar, heldur fímm tónleika í Moskvu, þijá í Tallinn, höfuðborg Eistlands, og fímm í Leníngrad. „Þegar tillit er tekið til þess gífurlega áhuga, sem er á jazz- tónlist í Sovétríkjunum, ætti hljómleikaferð Daves Brubeck að jafnast á við það þegar Vladimir Horowitz [píanóleikari brottflutt- ur frá Sovétríkjunum] sneri aftur á síðasta ári við mikinn fógnuð,“ sagði Stephen Rhinesmith, sem er fulltrúi Bandarílqamanna í menningarsamskiptum við Sovét- menn. Stórveldin gerðu samning um slík samskipti árið 1985. Deaver ákærður fynr meinsæri o g siðblindu WaBhington, AP, Reuter. MICHAEL Deaver, fyrrum að- stoðarmaður Bandarlkjaforseta, hefur verið stefnt fyrir rétt. Deaver er gefið að sök að hafa logið að háttsettum bandarískum embættismönnum er hann rak erindi viðskiptavina sinna í Was- hington. Deaver, sem er gamall vinur bæði Ronalds Reagan Bandaríkja- forseta og Nancy konu hans, er sakaður um að hafa sagt ósatt er hann bar vitni fyrir þingi og kvið- dómi, sem rannsakaði viðskipti hans. Deaver gaf út tilkynningu þar sem hann neitaði að hafa gerst sek- ur um meinsæri og spáði því að hann yrði sýknaður í réttarhöldun- um. „Vitnisburður minn um öll þessi atriði var sannleikanum samkvæm- ur og réttur að því er ég best veit og man,“ sagði í tilkynningunni. „Eg hafði enga ástæðu til að ljúga því að ég hafði ekkert brotið af mér.“ Við blaðamenn sagði hann: „Fyr- ir tíu mánuðum var skipuð sjálfstæð nefnd til að rannsaka ásakanir um að ég hefði brotið lög um hags- munaárekstra," sagði Deaver. „í stefnunni, sem lögð var fram í dag er hvergi ákæra um að lög um 'nagsmunaárekstra hafí verið brotin Ein á hundasleða til Norðurpólsins Ward Hunteyja, Kanada, Reuter. SMÁVAlXIN, bandarísk kona, Pam Flowers, fertug að aldri, sem ætlar sér að verða fyrst kvenna til að komast ein landleiðina til Norðurpólsins, er lögð af stað á sleða dregnum af 8 hundum. Hún lagði af stað fyrir tveimur vikum frá Ward Hunteyju i Kanada og reiknar með að verða tvo mánuði í þessari hættuför. í allan þann tíma verður eina samband hennar við mannfólk, í gegn um senditæki daglega, ef aðstæður leyfa. Flowers þarf að ljúka ferðinni fyrir miðjan maí því þá verður ísinn orðinn þunnur og erfiður yfírferðar. Fjarlægðin frá Ward Hunteyju til Norðurpólsins er í beinni línu 765 km. en Flow- ers segist gera ráð fyrir að ferðast a.m. k. 1.600 km. vegna króka sem hún þurfí að taka. Sprungur geta myndast í ísinn fyrirvaralítið og geta þær orðið geysistórar. Einnig þarf hún að krækja fyrir hæðir því sleðinn, sem er gerður eftir gömlum Eskimóasleðum, er lítill (4,25m á lengd og 86cm á breidd) og kemst ekki fullhlaðinn (2770 kg) yfír háar hæðir. Til að villast ekki af leið hefur Flowers meðferðis helstu hjálpar- tæki ferðamanna, áttavita og sextant, en er auk þess með stefnuvita er gerir henni kleift að komast í samband við tvö gerfi- tungl. Sagði hún áður en hún lagði af stað að stefnuvitinn myndi vísa henni á rétta leið og einnig sanna að hún væri þar sem hún segðist vera. Fimbulkuldi getur ríkt á þess- um slóðum og þegar sleðinn er á ferð og vindhraðans gætir, getur frostið orðið allt 100 gráður á celsíus. Hin smávaxna Flowers, sem er 152cm á hæð og 43 kg að þyngd, verður því að laga at- hafnir sínar að kuldanum eins og öðrum ytri aðstæðum í þessari ferð. Fæðan er hún neytir í ferð- inni er valin með tilliti til þessa og er sérstaklega hitaeiningarík. Gefa þarf hundunum, sem eru af síberískum uppruna, mat og vökva fjórum sinnum á dag og þar sem ekki var hægt að koma miklum birgðum fyrir á sleðanum verður 14-17' daga vistum fyrir ferðalanganna varpað niður á fyr- irfram ákveðnum stöðum á leið- inni, ef veður leyfír! Aðeins einn maður hefur áður farið eins síns liðs til Norðurpóls- ins, Japaninn Naomi Uemura, er fórst árið 1984 er hann var að klífa hið rúmlega 6.000 metra háa Kinleyfjall f Aiaska, og er förin farin í minningu hans. Flowers segir að er hún las um hina ævin- týralegu sleðaferð Uemura, hafí kviknað hjá henni óslökkvandi áhugi á heimskautaferðum. Hún hafí selt eigur sínar og flutt til Alaska og farið að þjálfa sjálfa sig fyrir ferðina á Norðurpólinn. Á undanfömum átta árum hafí hún ferðast rúmlega 22.500 km á hundasleða og yfírleitt verið ein á ferð. í fyrra tók hún þátt í hinni erfíðu 1.770 km hundasleða- keppni þvert yfír Alaska. Þegar heim kemur ætlar Flow- ers að dekra svoiítið við sjálfa sig áður en hún tekur til við að skrifa bók um ferðina. Hún var meira að segja svo bjartsýn á að allt gengi vel að hún var búin að ákveða að næst ætlaði hún að komast ein síns liðs til Suðurpóls- ins! og er það staðfesting á að engin fótur var fyrir þessum ásökunum." Deaver sagði starfi aðstoðar- starfsmannastjóra í Hvíta húsinu lausu í maí 1985 til þess að hefja rekstur fyrirtækis, sem rekur mál þrýstihópa á þingi. Hann á yfír höfði sér allt að 25 ára fangelsi verði hann sekur fundinn. Reagan gaf út yfírlýsingu þegar tilkynnt var um ákæruna: „Mike Deaver hefur verið vinur okkar í 20 ár. Nancy og ég mun ætíð minnast hans með hlýhug á þessum erfíðu tímum. Við óskum hans alls góðs,“ sagði Reagan. Þetta er fyrsta ákæran á hendur háttsettum aðstoðarmanni Reag- ans. Rannsókn hefur lengi staðið yfír á máli Deavers. Whitney North Seymour var skipaður sjálfstæður saksóknari og hefur hann kannað hvort Deaver hafí brotið lög um hagsmunaárekstra með því að nota sambönd sín í Hvíta húsinu til að auka veg fyrirtækis síns. Deaver er einnig fyrsti embættis- maðurinn, sem ákærður er sam- kvæmt endurbótalögum, sem sett voru eftir Watergate-hneykslið. Þar er saksóknurum veitt vald til að rannsaka ef grunur leikur á að embættismaður hafí brotið af sér og gildir þá einu hvort hann gegnir embætti eða gerði það. Ákæran er upp á 18 síður og er Deaver þar sakaður um að hafa logið um sambönd sín í Hvíta hús- inu og við undirmenn ráðherra til þess að ausa vatni á myllu við- skiptavina sinna, þ. á m. erlendar ríkisstjómir og stór fyrirtæki. Deaver er gefíð að sök að hafa logið um sambönd sín er hann reyndi að hjálpa Kanadamönnum að ná samkomulagi við Bandaríkja- menn um súrt regn og flugfélaginu Trans World Airlines að komast hjá þvi að verða keypt. í ákærunni segir að Deaver hafí logið að þinginu um beiðni sína til Johns Poindexter, fyrrum öryggisr- áðgjafa, um að koma á fundi milli Reagans og háttsetts suður-kóresks embættismanns. Hann er einnig sakaður um að hafa látið undir höfuð leggjast að segja kviðdómara frá samböndum sínum við George Shultz utanríkisráðherra og Robert McFarlane, fyrrum öryggisráð- gjafa, er hann reyndi að knýja fram skattaívilnanir fyrir hönd Puerto Rico. Deaver hefur undanfarnar vikur reynt að koma í veg fyrir ákæru á þeirri forsendu að saksóknarinn í málinu, sem er sérstaklega skipaður af réttinum, væri ekki í samræmi við stjómarskrá. Hann áfrýjaði málinu til hæstaréttar, en William Rehnquist dómari hafnaði beiðni Deavers um að gefín yrði út neyðar- skipun til að koma í veg fyrir stefnu. Fyrirtæki Deavers var orðið mik- ið að vöxtum og velti milljónum dollara árlega. En hann hefur nú misst nærri alla viðskiptavini sína vegna umfjöllunar fjölmiðla um rannsóknina og gæti þurft að greiða allt að hálfa milljón dollara fyrir lögfræðiaðstoð. Suður-Afríka: Sjö ungmenni myrt í nágrenni Durban Jóhannesarborg. AP. Reuter. LÍK sjö svartra ungmenna, sem höfðu verið skotin og stungin með hnífum, fundust á þriðju- dagsmorgun á hliðarvegi í bænum Kwamashu í nágrenni Durban. Ungmennin voru á aldr- inum 15 — 17 ára. Talsmaður upplýsingaþjónustu ríkisstjómarinnar sagði, að líkin hefðu öll fundist á sama stað. „Það er eins og þama hafi farið fram fjöldaaftaka," sagði hann. Átök hafa oftsinnis orðið í bænum á und- anfömum árum og hafa þar ást við herská ungmenni og hófsamir stuðningsmenn Zuluhöfðingjans Mangosuthu Buthelezi. Talsmaðurinn vildi ekki láta nán- ari upplýsingar í té og sagði, að lögreglan hefði rannsókn málsins með höndum. Þó sagði hann, að öryggisverðir væru á vakt á þessum slóðum og hefðu þyrlu sér til full- tingis.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.