Morgunblaðið - 25.03.1987, Side 2

Morgunblaðið - 25.03.1987, Side 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. MARZ Morgunblaðið/RAX Danska flutningaskipið Arktis River á strandstað við Töskuvita utan við Rifshöfn í gærdag. Danskt flutningaskip strandaði við Rif í fyrrinótt: Göt komin á olíu- geyma í gærkvöldi Óðinn átti að reyna að ná skipinu á f lot í nótt VARÐSKIPIÐ Óðinn gerði í gær árangurslausar tilraunir til að ná danska flutningaskip- inu Arktis River af strandstað utan við Rif á Snæfellsnesi. í gærkvöldi gerðu varðskips- menn sér vonir um að ná skipinu á flot á flóðinu í nótt. Skipið strandaði á rifinu við Töskusker, utan við Rifshöfn, í fyrrinótt, en áhöfnin er ekki talin í hættu. Danska flutningaskipið er í flutningum fyrir Sölusamtök íslenskra fískframleiðenda. Und- anfama daga hefur það verið að lesta saltfisk á ýmsum höfnum og var á leiðinni til Rifshafnar í fyrrinótt til að taka meiri fisk þegar það strandaði. Skipið fór öfugu meginn við vitann á Tösku- skeri, sigldi inn til hafnar með hann á bakborða, en átti að hafa hann á stjómborða og lenti því upp á rifinu út af Tösku. Meira en hálft skipið var uppi á rifínu 1 gær. Eftir óhappið var björgunar- sveitin á Hellissandi kölluð út og síðan var vélbáturinn Hamar fenginn til að reyna að toga skip- ið á flot. Það tókst ekki. Tíu manns voru um borð, 8 manna dönsk áhöfn og tveir íslenskir hleðslumenn. Fimm úr áhöfninni vom fluttir í land eftir strandið í fyrrinótt, en þeir fóru aftur um borð í skipið síðdegis í gær. Varð- skipið Óðinn kom á strandstað í gærmorgun og könnuðu kafarar frá því aðstæður. Á flóðinu um miðjan dag í gær gerði Óðinn síðan tilraun til að ná danska flutningaskipinu á flot, en tókst ekki. Þó telja varðskipsmenn að þeir hafi náð að draga skipið um 20 metra og gerðu sér vonir um að ná skipinu á flot á flóðinu í nótt. Um 60 sentimetra hærra flóð var í nótt en í gærdag. Óðinn lá rétt utan við skipið í gær með víra tengda við danska skipið og beið eftir flóðinu. Arktis River er nýlegt skip, rúmlega 2 þúsund tonn að stærð. í skipinu eru 570 tonn af saltfiski sem fara á til Portúgals og er verðmæti farmsins um 80 milljón- ir króna. í gærkvöldi hafði ekki komist vatn í lestar skipsins eða vélarrúm, en göt voru komin á 2—3 olíugeyma og einhver olía lak í sjóinn. Ríkisstjórnm um vanda hitaveitnanna: Leggur til skuldbreytingu og tekur ákveðnar skuldir á sig Utanríkisráð- herrar Norð- uriandanna funda í dag FUNDUR utanríkisráðherra Norðurlandanna hefst í Reykjavík í dag. Ráðherramir fimm, Matthías Á. Mathiesen, Uffe Ellemann-Jensen frá Danmörku, Paavo Váyrynen frá Finnlandi, Thorvald Stoltenberg frá Noregi og Sten Andersson frá Svíþjóð, hittast í fundarsal ríkis- stjómarinnar að Borgartúni 6 kl. 16.15 í dag. Fundurinn stendur til kl. 18, en þá verður gert hlé. Matt- hías Á. Mathiesen býður síðan til kvöldverðar að Hótel Sögu í kvöld. Fundinum verður fram haldið í fyrramálið, kl. 9 og stendur þá í tvær klukkustundir. Að honum loknum verður blaðamannafundur og síðan býður forseti íslands, Vigdís Finnbogadóttir, til hádegis- verðar í Ráðherrabústaðnum í Tjamargötu. Borgaraflokk- urinn sækir um listabók- stafinn S HÓPUR manna, sem kallar sig Borgaraflokkinn, sótti í gær um listabókstafinn S í komandi kosningum. Á lista, sem Hreggviður Jónsson fram- kvæmdastjóri kom með í dómsmálaráðuneytið, er meðal annars að finna nöfn hans og Ásgeirs Hannesar Eiríkssonar verslunarmanns, en báðir til- heyra þeir hulduhernum svokallaða, stuðningsmanna- hópi Alberts Guðmundssonar. Á listanum, sem Hreggviður afhenti í dómsmálaráðuneytinu, eru nöfn 62 manna, en 50 manns þarf til að bókstaf sé úthlutað. Aðrir sem sótt hafa um listabók- stafi hafa allir tilgreint fulltrúa sinn eða umboðsmann, en svo er ekki með Borgaraflokkinn. Á list- anum er ekki tilgreind nein niðurröðun manna, enda er hér ekki um framboðslista að ræða, heldur eingöngu umsókn um lista- bókstaf. Þá kemur ekki fram á umsókninni hvort Borgaraflokk- urinn hefur í hyggju að bjóða fram í einu kjördæmi eða fleiri. Frestur til að sækja um bókstaf og til- kynna framboð rennur út á föstudag. Hreggviður Jónsson vildi ekki segja neitt um þessa umsókn en sagði að það kæmi í ljós síðar hverjir ættu þarna hlut að máli og hvort framboð væri fyrirhugað í einu kjördæmi eða fleiri. Nafn Alberts Guðmundssonar, sem á þingflokksfundi Sjálfstæð- isflokksins í gær baðst lausnar frá ráðherraembætti, er ekki að finna á þessum lista Borgaraflokksins. Félagar í Hjúkrunarfélagi ís- lands eru um 2000 og þar af eru um 1500 starfandi. Félagið, sem er í Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja, hafði ekki boðað verkfall. I samtali við Morgunblaðið sagði Pálína Sigurjónsdóttir formaður fé- RÍKISSTJÓRNIN fjallaði á fundi sínum í gær um vanda hitaveitna og varð niðurstað- lagsins að samninganefnd þess hefði álitið rétt að ganga að tilboði ríkisins. Það yrði síðan að koma í ljós hvort aðrir fengju meira síðar. Félag háskólamenntaðra hjúkr- unarfræðinga, sem er í BHMR, er í verkfalli. Að sögn Magnúsar Ól- an sú að hitaveitur þær sem hér um ræðir fá aðstoð ríkis- sjóðs við að fá skuldbreytingu afssonar formanns félagsins er samninganefnd ríkisins að skoða tilboð sem FHH lagði fram og verð- ur nýr fundur boðaður þegar því er lokið. Magnús sagði að samningur Hjúkrunarfélags íslands myndi engu breyta um samningsstöðu Félags háskólamenntaðra hjúkr- unarfræðinga og sagðist hann fagna því ef Hjúkrunarfélagið hefði náð þeim samningum sem það teldi viðunandi. í langtímalán. Jafnframt er fyrirhugað að aðrar smærri hitaveitur fái samskonar fyr- irgreiðslu hjá ríkissjóði. Þetta leiðir til þess, að sögn Þorsteins Pálssonar, fjár- málaráðherra, að Hitaveita Akureyrar, Hitaveita Vest- mannaeyja og Hitaveita Akraness og Borgarfjarðar geta nú lækkað afnotagjöld sín um 20%, þannig að verð- skráin verði hin sama og útsöluverð hjá Rafmagnsveit- um ríkisins. „Það var rætt um þijár hita- veitur, Hitaveitu Akureyrar, Hitaveitu Vestmannaeyja og Hitaveitu Akraness og Borgar- §arðar,“ sagði Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra að afloknum ríkisstjómarfundi í gær. Hann sagði að það hefði komið fram tillaga um með hvaða hætti ríkisvaldið gæti komið þessum hitaveitum til að- stoðar og hún hefði verið samþykkt í ríkisstjóminni. Ríkissjóður mun aðstoða hita- veitumar við skuldbreytingu, þannig að lánstíminn lengist mjög mikið, að sögn forsætisráð- herra. Auk þess myndi ríkissjóð- ur taka á sig ákveðinn skuldabagga af Hitaveitu Akra- ness og Borgarfjarðar, þar sem skuldbreytingin dygði ekki til hjá því fyrirtæki. Það sagði hann að gæti kostað ríkissjóð allt að 175 milljónum króna. Fjármálaráðherra sagði að ljóst væri að heimamenn þyrftu að taka meirihluta vandans á sig sjálfír, en reynt yrði að útvega þeim hagstæð lán, til þess að þeir réðu við vandann. Ríkið myndi leggja fram á bilinu 125 til 175 milljónir króna. Hjúkrunarfélag Islands og ríkið gera kjarasamning HJÚKRUNARFÉLAG íslands og samninganefnd ríkins skrifuðu undir nýjan kjarasamning í fyrrinótt og verður hann kynntur á félagsfundi í Hjúkrunarfélaginu í kvöld. Að sögn formanns félagsins er samningurinn svipaður og gerður hefur verið við aðra ríkisstarfsmenn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.