Morgunblaðið - 25.03.1987, Page 4

Morgunblaðið - 25.03.1987, Page 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. MARZ 10 skip enn á loðnuveiðum LOÐNUVERTÍÐ er nú langt kom- in. X.040.000 lestir hafa veiðzt og Iíklegt er að um 10.000 lestir veið- ist til viðbótar. Aflakvóti var 1.015.000 lestir en vegna heimildar báta til að veiða upp í kvóta næsta árs, hefur veiðin farið yfir kvót- ann. Loðnan hefur undanfama daga veiðzt sunnan Reykjaness og tíu skip eru enn að veiðum. Auk þeirra skipa, sem áður hefur verið getið, tilkynntu eftirtalin skip um afla á fostudag: Guðmundur VE 880, Hilmir SU 1.050, Helga II RE 340 og Bergur VE 300 lestir. Á laugardag voru tvö skip með afla, Dagfari ÞH 500 og Sighvatur Bjama- son VE 670 lestir. Eftirtalin skip voru með afla á sunnudag: Sigurður RE 1.400, Bjami Ólafsson AK 850, Huginn VE 600, Hilmir SU 1.200, Guðmundur VE 850, Gullberg VE 600, Gígja VE 750, Pétur Jónsson 800 og Helga II RE 530 lestir. Á mánudag vom eftirtalin skip með afla: Víkingur AK 700, Jón Finnsson RE 1.200, Júpíter RE 550, Keflvíking- ur KE 510 og Dagfari ÞH 350 lestir. Síðdegis á þriðjudag hafði eitt skip tilkynnt um afla; Gullberg VE með 500 lestir. Opinber heimsókn utanríkisráðherra Noregs til íslands Morgunblaðið/Einar Falur Thorvald Stoltenberg utanríkisráðherra Noregs afhenti íslensku þjóðinni að gjöf drykkjarhom frá norsku þjóðinni, í Þjóðminjasafninu í gær. Matthias Á. Mathíesen utanríkisráðherra tók við gjöfinni og afhenti Þór Magnússyni þjóðminjaverði homið til varðveislu. I/EÐURHORFUR í DAG: YFIRLIT á hádegi í gœr: Á sunnanverðu Grænlandshafi er 982 millibara djúp sem þokast austsuðaustur. Yfir norðaustanverðu Grænlandi er 1035 millibara hæð. SPÁ: Austan- og norðaustanátt um land allt, víða stinningskaldi eða allhvasst (6-7 vindstig). Slydduél víða á annesjum norðanlands og við austur- og suðurströndina en úrkomulaust að mestu annars staðar. Hiti á bilinu 0 til 4 stig. 1/EÐURHORFUR NÆSTU DAGA: FIMMTUDAGUR og FÖSTUDAGUR: Norðaustanátt, víða allhvöss (7 vindstig), og hiti rétt undir frostmarki. Él við norður- og austur- ströndina en bjart veður suðvestanlands. Heiðskírt TÁKN: o \JmL Léttskýjað A m Hálfskýjað A_ •Mi Skýjað Wsmm Alskýjað x Norðan, 4 vindstig: ' Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. / / / / / / / Rigning / / / * / * / * / * Slydda / * / * * * * * * * Snjókoma * * * ■JO Hitastig: 10 gráður á Celsius ý Skúrir * V E' — Þoka = Þokumóða , ’, ’ Súld OO Mistur —J- Skafrenningur R Þrumuveður VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær að ísl. tíma Akureyri hitl 4 veður úrkomaígr. Reykjavik 3 skýjað Bergen 4 hálfskýjað Helsinki 1 komsnjór Jan Mayen -1 snjóól Kaupmannah. 2 þokumóða Narssarssuaq -7 alskýjað Nuuk -11 snjókoma Osló 2 snjókoma Stokkhólmur 2 þokumóða Þórshöfn 4 skýjað Algarve 17 skýjað Amsterdam 8 þoka Aþena 14 skýjað Barcelona Berlln 7 vantar þokumóða Chicago 9 skýjað Glasgow Feneyjar 12 vantar þokumóða Frankfurt 9 rigning Hamborg 8 þokumóða Las Palmas 21 hálfskýjað London 12 rigning Los Angeles 12 heiðskírt Lúxemborg 7 súld Madríd 14 skýjað Malaga 18 skýjað Mallorca 16 léttskýjað Miami 22 alskýjað Montreal 1 þokumóða NewYork 7 lóttskýjað Paris 12 alskýjað Róm 16 lóttskýjað Vln 8 rigning Washington 7 mistur Winnipeg -1 alskýjað Rætt um afstöðu þjóðanna til Evr- ópubandalagsins „UMRÆÐURNAR snérust um sameiginleg áhugamál íslands og Noregs," sagði Matthías Á. Mathiesen utanríkisráðherra að loknum fundi með Thorvald Stoltenberg utanríkisráðherra Noregs í gær, en hann kom í opinbera heimsókn hingað til lands. Að sögn Matthíasar var rætt um Evrópubandalagið og afstöðu þjóð- anna til þess. Thorvald Stoltenberg ræddi sérstaklega hvaða skoðun hann hefði á viðhorfi Norðmanna á næstunni til Evrópubandalagsins. „Ég vék að því sem við höfum ver- ið að gera til að ná góðu sambandi og samstarfi við Evrópubandalag- ið,“ sagði Matthías. „Þá ræddum við um loðnumálin en fundur verður á Grænlandi 6. apríl þar sem Noregur, Færeyjar og Grænland koma saman og ég lagði áherslu á að hægt yrði að ganga frá skiptingu loðnunnar milli þessara landa á þeim fundi," sagði Matthías. „Við ræddum síðan um öryggis- og varnarmál og samstarf innan Atlantshafsbandalagsins og ég gerði grein fyrir því sem helst hefur verið að gerast í þessu kjörtímabili sem er að ljúka og vék utanríkisráðherra Noregs að svip- uðum málefnum hjá Norðmönnum.“ Utanríkisráðherramir ræddu dagskrá fundar utanríkisráðherra Norðurlanda sem hefst í dag og þá bar á góma hugmyndina um kjam- orkuvopnalaus Norðurlönd. Ákveð- ið var að vísa þeirri umræðu til fundar utanríkisráðherranna fimm. Thorvald Stoltenberg heimsótti fyrir fundinn með Matthíasi í gær Þjóðminjasafnið og Ámastofnun og sat í gærkvöldi kvöldverðarboð Matthíasar Á Mathiesen í Ráð- herrabústaðnum. Árdegis í dag ræðir Stoltenberg við Þorstein Pálsson, formann Sjálf- stæðisflokksins, Steingrím Her- mannsson, forsætisráðherra og forseta Islands, frú Vigdísi Finn- bogadóttur. Að þessum viðræðum loknum heimsækir hann Granda hf., heldur síðan blaðamannafund og að honum loknum býður hann getsgjöfum sínum til hádegsverðar í norska sendiráðinu. Stóriðjunefnd: Viðræðunefnd Rio Tinto Zink skoðaði álvenð VIÐRÆÐUNEFND Rio Tinto Zink samsteypunnar fundaði með stóriðjunefnd í Reykjavíká mánudag. Að sögn Birgis Isleifs Gunnarssonar formanns nefndarinnar voru engar ákvarðanir teknar á þessum fundi. Unnið er að endur- hönnun kísilmálmverksmiðju sem ætlaður er staður á Reyðarfirði og munu aðilar mitt ár, að hans sögn. Fulltrúar Rio Tinto Zink skoðuðu að þessu sinni álverk- smiðjuna í Straumsvík, en áður hafa þeir skoðað Jámblendi- verksmiðjuna á Grundartanga. Var þeim gerð grein fyrir að frumkvæði um stækkun verk- smiðjunnar væri nú í hendi íslendinga. Rio Tinto Zink á hluti í álverksmiðjum þar á meðal á Bretlandi. Fram kom að viðræður um þáttöku sam- steypunnar í þessari stækkun koma vel til greina. Birgir sagði að Jóhannes Norðdal formaður nefndar um stækkun taka afstöðu til hennar um álversins hefði tekið þátt í heimsókninni. Samsteypan væri aðeins einn fjölmargra erlendra aðila sem nefndin hyggðist kynna álverið með samstarf um stækkun þess í huga. Endurhönnun kísilmálverk- smiðjunnar tekur mið af því að lækka stofnkostnað hennar þannig að hann nemi ekki meira en 3485 milljónum króna. Miðað við þá fjárfest- ingu þyrfti verksmiðjan að skila 10% arðsemi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.