Morgunblaðið - 25.03.1987, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 25.03.1987, Qupperneq 23
23 Bústjórinn á Sólarbæ, Mohamed Qu- areshi MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. MARZ Úr köldu gróðurhúsi búnir bjúghnífnum væna, sem í Óman kallast kenjar. Við reikuðum svo um um súkinn góða stund og svo var farið í sómahádegisverð á Hótel Sohar, sem er hið eina á þeim bæ. Þar réðst ég til atlögu við þjóð- arrétt Ómana, beryani. Það er hrísgijónaréttur, kryddaður með ýmsum framandlegum jurtum, sem ég kann varla að nefna. Og svo lengst inni í gríðarmiklu hrísgtjóna- fjallinum, fara að koma í ljós kjúklingabitar, kjötbollur og hvað- eina. Þetta var meiriháttar máltíð, en ekki treysti ég mér til að borða beryani oftar í ferðinni. Mohammed Ali Al-Riyami hjá upplýsingamálaráðuneytinu reynd- ist mér hollvinur meðan ég var í Óman. Hann fór með mér í skoðun- arferð fyrsta daginn í Múskat, seinna bauð hann á málverkasýn- ingu, og síðan í samkvæmi heim til sín ásamt með nokkrum kunn-. ingjum. Alltaf var hann boðinn og búinn til að aðstoða mig. Sama má segja um þær stöllur Rosemary og Jacqueline, sem voru elskulegar og pottþéttar öllu sem þær sögðu. En einhvern tíma höfðum við Mohamed verið að skrafa um bedúína og ég sagði honum, að ég héldi endilega að ég hefði verið hirðingi á ein- hveijum fyrri tilverustigum; lífsmáti þeirra orkaði afar sterkt á mig. Þá sagði hann mér frá hol- lenzkri stúlku Laile A1 Junaybi, eins og hún heitir eftir að bedúínafjöl- skylda ákvað að taka hana sem fósturdóttur sína. Hollenzka nafnið hennar er hins vegar Lilianne Dond- ers. Það endaði með því við Mohamed fórum í heimsókn til La- ile. Laile hefur verið búsett i Óman í sex ár, er gift hollenzkum verk- fræðingi og þau hjón eiga tvö börn. Hún sagði mér, að hún hefði farið að kynna sér lífsháttu bedúínanna Vatnslögnin kemur lengst ofan úr fjöllum Á leiðinni frá Sohar keyrðum við fram á þennan yndislega úlfalda á pikkupp Á slóðum Sindbaðs og svo var það fósturdóttir bedúínanna Eins og ég minntist á kom ég við á Sólarbæ á leið til Sohar, sem er indæll lítill bær í norðurhluta Ómans. Sohar var sjálfsagður við- komustaður sæfara og kaupahéðna til forna. Og þar gnæfir eitt portú- galska virkið enn yfir og er fallegt útsýni í áttina að hinu margum- rædda Hormutzsundi. Enn eru siglingakappar í Sohar og fyrir nokkrum árum gerðu þeir eftirlík- ingu af dhow- bát frá níundu öld Hún var að æfa sig á píanó í tónlistarstofu háskólans og sigldu frá Sohar, sex þúsund mílna leið til kínversku borgarinnar Kanton. Báturinn var kallaður eftir bænum og ferðin var farin í vísinda- skyni og vakti athygli þá. Tilgang- urinn með þessari ferð var að sýna fram á hvernig slíkar ferðir voru til forna. Stýrt var eftir stjörnum og tók ferðin sjö mánuði. I ferðalok var Kínveijum færður báturinn að gjöf. Óman var annað Persaflóarík- ið, skilst mér, til að viðurkenna Alþýðulýðveldið Kína. Gamlir menn „gæta“ virkisins, fyrir tilviljun, en fyllzt áhuga og væri að skrifa um það bók. Hún hreifst af hann yrðum þeirra og fatagerð, einkum vefnaði. Þetta æxlaðist svona hvert af öðru, hún fór að kaupa varning af bedúína- konum og síðan kom í ljós, að ýmsir vildu kaupa af henni. Nú hefur hún eiginlega í vinnu hjá sér tugi bedúínakvenna og alltaf öðru hveiju tekur hún sér ferð á hendur til þeirra, kaupir af þeim vörur og gerir pantanir. Heimili hennar ber þessa líka merki, þar er allt prýtt útsaumi, teppum og vefnaði bed- úínakvenna. Hún segist jafnan klæða sig eins og bedúíni, þegar hún er hjá þeim. Annað væri ókurt- eisi. Hún ber þá blæjuna líka og eftir að hafa átt í dálitlum brösum með að venjast henni, kunni hún því nú orðið ágætlega. Henni finnst blæjan ekki vera kúgunartákn. Miklu frekar að hún sé praktísk, segir hún. Það verndar fyrir brenn- heitri sólinni og gefur ákveðinn frið að vera hulinn bak við blæjuna. Hún segir að bedúínafjölskylda -ein hafi ákveðið „að taka sig í fóst- ur“ í fyrra og hún fékk þá að fara í moskuna. Laile segir, að bedúínar séu eins og þeim er lýst, gestrisnir öðlingar. En þeir eru seinteknir og sjálf segir hún, að það hafi tekið óratíma áður en hún fann að hún var viðurkennd af þeim. Upplýs- ingaráðuneytið hefur, að því er Mohamed segir mér, verið mjög ánægt með það starf sem Laile vinnur, enda beinist það umfram annað að ýta undir arfleifð, sem ekki má glatast, þótt mikið sé um að vera í Óman. Því er nú í bígerð, að Laile opni eins konar gallerí á heimili sínu og er raunar kominn vísir að því. Ymsir listamenn, er- lendir og innlendir hafa sent verk sín til hennar og nú er meiningin, að þetta gallerí verði að alvöru á næstunni, og hún segir að sér finn- ist það mjög spennandi. Hún sýndi mér aragrúa mynda sem hún hafði fengið að taka af bedúínunum. Þeg- ar þeir vinir hennar koma í bæinn, hringja þeir eða koma, og hún seg- ir það séu engin takmörk fyrir tryggð og alúð bedúínanna, hafi maður á annað borð öðlazt traust þeirra og vináttu. Það fannst mér geta komið vel him við hugmyndir mínar. Texti og myndir: JÓHANNA KRISTJÓNSDÓTTIR MENTHOLATUM. Hið náttúrulega öndunarbalsam með mentóli. Fáanlegt í krukkum, túpum og dósum. (Q)torenco Laugavegi 16, sími 24054. GÓÐAR FRÉTTIR!
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.