Morgunblaðið - 25.03.1987, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 25.03.1987, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. MARZ Samtök um jafnrétti miili landshluta; Þórarinn Lárusson kosinn formaður FULLTRÚAR í fylkjunum fimm í Samtökum um jafnrétti milli landshluta komu saman til fundar um helgina. Þar var kjörin ný sljórn, rædd staða félagsins og fjármál og hvaða verkefni hefðu forgang fram að aðalfundi sem haldinn verð- ur í júní. Að sögn Þórarins Lárussonar á Skriðuklaustri, nýkjörins formanns samtakanna, var fundurinn haldinn til að fyrirbyggja allan miskilning um að samtökin, sem eru þver- pólitísk, séu tengd stjómmálaflokki. „Þeir sögðu af sér Pétur Valdimars- son, sem var formaður og Ámi Steinar Jóhannsson en þeir em í framboði fyrir Þjóðarflokkinn í Norðurlandskjördæmi eystra. Því vildum við taka af öll tvímæli og endurreisa stjómina," sagði Þóra- inn. í bráðabirgðastjórn félagsins, sem skipuð er fram að aðalfundi, eiga nú sæti auk Þórarins, þau Magnús B. Jónsson á Hvanneyri og Helga Eiðsdóttir á Akureyri. INNLENT Islandslax hf Islenska fóðrið reynist ágætlega Grindavík. HJÁ íslandslax hf. í Grindavík er elsta eldisfiskinum gefið nýja íslenska blautfóðrið sem Lýsi og mjöl hf. í Hafnarfirði hóf framleiðslu á síðastliðið haust. Að sögn Jóns Þórðarsonar framkvæmdastjóra íslandslax hf. Fóðrinu ausið út í kerið til elsta eldisfisksins. ... Morgunblaðið/Kr. Ben. >n fóðurkassann sem á að gefa úr. hófst þessi íslenska blautfóðurs- framleiðsla hjá Lýsi og mjöl hf. fýrir tilstuðlan þriggja fiskeldis- stöðva, Islandslax, Sjóeldis og Fiskeldis Grindavíkur. „Við gefum elsta fiskinum, eða þeim sem hefur náð 600 gramma þyngd, þetta fóður. Fiskurinn tek- ur fóðrið betur en norska þurrfóð- rið og þrífst mjög vel, þannig að hér heftir það reynst ágætlega. Við skráum mjög nákvæmlega alla fóðurgjöf, en endanleg niður- staða liggur ekki strax fyrir. Við höfum samt ástæðu til að vera bjartsýnir á framtíðina," sagði Jón. - Kr. Ben. Held að hægt sé að taka til á markaðnum - segir Haukur Gröndal, framkvæmda- stjóri Innkaupasambands bóksala „ÉG ætla að leggja málið fyrir stjórn Innkaupasambands bók- sala í lok vikunnar. Persónulega tel ég enga ástæðu til að hætta við alla þá blaðatitla, sem til umræðu eru hjá konunum, þar sem þessi blöð eru seld allt í kringum okkur. Þó geri ég ráð fyrir að hægt sé að taka til á markaðnum og henda sumum þessarra blaða út,“ sagði Haukur Gröndal, framkvæmdastjóri Inn- ' kaupasambands bóksala, í samtali við Morgunblaðið. Eins og fram hefur komið vinnur nú hópur kvenna sem kallar sig „Konur gegn klámi" að því að svo- kölluð klámblöð verði fjarlægð úr hillum bókaverslanna og telja þær að samkvæmt lögum sé innflutning- ur og sala slíkra rita ólögmæt. Haukur sagði að Innkaupasam- bandið hefði aldrei sóst sérstaklega eftir því að flytja blöð þessi til lands- ins heldur hefði þetta verið þróunin í gegnum árin. Bókaverslanir um land allt væru með fastar vikulegar pantanir og einnig pöntuðu sumar verslanimar blöðin sjálfar erlendis Morgunblaðið/Bjöm Blöndal Frá fundinum um fiskmarkað á Suðurnesjum í Keflavík. Frá vinstri: Logi Þormóðsson, Ágúst Einars- son, Grétar Már í ræðupúlti og Ellert Eiriksson fundarstjóri. Fiskmarkaður á Suðurnesjum: Keflavik. ALMENNUR fundur um fiskmarkað á Suðurnesjum var haldinn í Keflavík sl. sunnudag. Þar kom fram mikill áhugi meðal heima- manna og virtust menn vera spenntir fyrir fjarskiptamarkaði þar sem afli bátanna yrði seldur í gegnum fjarskiptanet. Með því mætti bæði spara tíma og fyrirhöfn. Kosnir voru fímm menn í fram- kvæmdanefnd til undirbúnings stofnunar fiskmarkaðar á Suður- nesjum eftir nokkrar umræður um þessi mái þar sem Logi Þormóðsson fiskútflytjandi og Ágúst Einarsson frá fiskmarkaðsnefnd höfðu fram- sögu. Þar kom fram að mönnum leist ekki á að keyra með flskinn á markað til Hafnarfjarðar þar sem hann yrði seldur og síðan jafnvel að koma með hann aftur til vinnslu á svæðinu. Einnig var upplýst að um 200 þúsund tonnum af bolfíski er landað á Suðumesjum sem væri yflrgnæfandi meirihluti af bolfísks- afla landsmanna. í framkvæmdanefndina voru Menn spenntir fyrir fj arskiptamarkaði kosnir Logi Þormóðsson fiskútflytj- andi, Grétar Már, skipstjóri, Krist- ján Ingibergsson skipstjóri, Sigurður Garðarsson útgerðarmað- ur og Jón Gunnarsson fram- kvæmdastjóri. Logi Þormóðsson var kosinn formaður nefndarinnar og sagði að ekki væri eftir neinu að bíða í þessum málum og þegar yrði hafíst handa í þessu máli. Heppileg- asti tíminn til að koma fiskmarkaði sem þessum á laggirnar yrði trúlega að hausti í byijun vertíðar og yrði miðað við þann tíma. — BB frá í stað þess að panta þau hjá Innkaupasambandinu. Þetta gerðu til dæmis Bókaverslunin Eymunds- son, Bókabúð Braga og Bókahúsið. Bókaverslun Máls og menningar hefði hinsvegar nýverið hætt inn- flutningi og sölu á klámblöðum í kjölfar umræðu um lögmæti slíks innflutnings. Bæklingur um kosn- ingalögin ÞORKELL Helgason, pró- fessor við raunvísindadeild Háskóla íslands, hefur sent frá sér bækling, Nokkrar greinar um ný kosningalög, þar sem er að finna grein- argerðir hans og nýlega blaðagrein um kosninga- iögin. I bæklingnum er að fínna ýfirlit yfírnýju kosningalögin, -sern' Þorkell átti þátt í að semja; rakinn er annáll kosn- ingalagamálsins veturinn 1982-1983 og fjallað um mis- munanidi aðferðir við úthlutun bingsæta. Þá greinir Þorkell frá eigin sjónarmiðum um efnið. Seyðisfjörður: Reyklaus dag- ur 27. mars Seyðwfirði. REYKLAUS dagur um land allt verður næstkomandi föstudag og er það Reykingavarnarnefnd sem að því stendur. Af þessu til- efni mun heilsugæslustöðin á Seyðisfirði bjóða fólki í reyklaust kaffisamsæti á Hótel Snæfelli. Allar verslanir sem selja tóbak á Seyðisfirði munu taka það úr hillum sínum og verða ekki með neitt tóbak til sölu þennan dag, en þetta eru: Kjörbúðin Brattahlíð, Kaupfélag Héraðs- búa, Söluskáli Shell, Félags- heimilið Herðubreið, Verslunin Lollípopp, Verslun Filipusar Sig- urðssonar og Söluskáli Esso. Á vegum heilsugæslustöðvarinn- ar hefur að undanförnu staðið yfir námskeið fýrir fólk sem vill hætta að reykja. Atli Ámason læknir hef- ur séð um fræðsluefni fyrir námskeiðin og flutt erindi um skað- semi reykinga. 19 manns hafa sótt þetta námskeið, auk þess hefur þetta fólk að einhvetju leyti haft áhrif á annað reykingafólk í sínu umhverfi, s.s. í sínum fjölskyldum og á vinnustað og er talið að ná- lægt 40 manns hafí hætt reykingum vegna þessa námskeiðs og hafa þeir sem selja tóbak á Seyðisfirði orðið áþreifanlega varir við minnk- un á sölu tóbaks._ Að sögn Atla Ámasonar læknis er fyrirhugað að halda samskonar námskeið seinna í vetur þar sem árangur af þessu hefur verið þetta góður. - Garðar Rúnar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.