Morgunblaðið - 25.03.1987, Side 25

Morgunblaðið - 25.03.1987, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. MARZ 25 Ef starfsmenn Bifreiðaeftirlitsins gera athugasemd við ástand bifreiða og leita verður til verk- stæða sjá þau um að setja hvíta miðann í rúðuna að viðgerð lokinni. Verkstæði ljúka skoðun bifreiða eftir viðgerðir Bifreiðaeigendur, sem þurfa að fara með bifreiðar sínar á verkstæði vegna at- hugasemda bifreiðaeftirlits- ins, þurfa nú ekki að fara aftur á skoðunarstöðina, heldur fá þeir fullnaðarskoð- un á verkstæðinu að viðgerð lokinni. Jón Helgason dómsmálaráð- herra kynnti þessa nýju tilhögun á fundi með fréttamönnum. Hann sagði að bifreiðaeigendur á höfuð- borgarsvæðinu, á Suðurlandi og Vesturlandi ættu kost á þessari þjónustu frá og með deginum í dag, en Vestfirðir, Austur-Skafta- fellssýsla, Vestmannaeyjar og Suðurnes eru þar undanskilin. Þessi svæði auk annarra sem ekki eru hér nefnd munu einnig falla undir þetta kerfi, en tími hefur ekki unnist þar til undirbúnings enn. „Þetta hefur verið reynt á Akureyri í tvö ár og gefið góða raun þar,“ sagði ráðherra. „Við erum að reyna að létta á skoðun- arstöðvunum með þessu, auk þess sem það er mun þægilegra fyrir viðskiptavininn að þurfa ekki að fara á skoðunarstöðina aftur að lokinni viðgerð. Verkstæðin eru skoðuð af bifreiðaeftirlitsmönnum og þau ábyrgjast að bifreiðin sé í skoðunarhæfu ástandi þegar við- gerð er lokið." Guðni Karlsson, forstöðumaður Bifreiðaeftirlits ríksins, sagði að ef eftirlitsmenn gerðu athuga- semd við ástand bifreiðar þá yrði eigandinn að koma henni í við- gerð. Nú væri kerfið þannig að eigandinn þyrfti, að viðgerð lo- kinni, að koma afturtil eftirlitsins. „Með þessu nýja kerfi er sú aukaf- erð óþarfi, því viðgerðarmennirnir líma hvíta miðann í bílrúðuna og senda eftirlitinu upplýsingar um að viðgerð sé lokið,“ sagði Guðni. „Þær upplýsingar ei-u síðan færð- ar inn á tölvukerfi eftirlitsins. Bifreiðareigandinn greiðir verk- stæðinu ekkert aukagjald fyrir skoðunina, því skoðunargjald hef- ur hann þá þegar greitt hjá eftirlitinu. Þetta nýja kerfi nær yfír allar venjulegar fólksbifreið- ar, en ekki atvinnubifreiðar. Þá á þetta heldur ekki við ef bifreið er í svo Iélegu ástandi að hún fær rauðan miða í rúðuna, sem þýðir að henni má eingöngu aka beint á næsta verkstæði. Ef svo er þá verður að koma aftur með bifreið- ina til eftirlitsins, en sem betur fer er fátítt að bifreiðar séu svo illa farnar.“ Ef bifreiðaeftirlitsmenn gera athugasemdir við ástand bifreiða geta eigendur þeirra kynnt sér á staðnum hvaða verkstæði hafa fengið löggildingu til starfans. Staðarbakki: Fundu lamb við Amarvatn Staðarbakka. FELAGAR úr Flugbjörgunar- sveit Vestur-Húnavatnssýslu fundu síðastliðinn sunnudag lamb við Arnarvatn. Það var illa á sig komið og var bjargað til byggða. Það mun vera úr Sveins- staðahreppi. Björgunarsveitar- mennirnir voru á þessum slóðum í eins konar æfingarferð, en ekki til að leita fénaðar. Eins og annars staðar á landinu hefur verðrátta hér verið með ein- dæmum hagstæð á þessum vetri og oftast svo til auð jörð í sveitum en nokkur snjór á heiðum og háls- um. En nú um miðjan mánuðinn kólnaði nokkuð og þann 20. gerði stórhríð af norðri. Vonzkuveður var en stóð ekki lengi. Fór að birta aftur um kvöldið. Síðastliðinn sunnudag fóru félag- ar úr Flugbjörgunarsveit Vestur- Húnavatnssýslu á 6 snjósleðum í leiðangur fram á Tvídægru og Arn- arvatnsheiði. Var ferðin aðallega farin til að reyna tæki og útbúnað sveitarinnar og þó einnig til að líta eftir leitarmannaskýlum á afréttin- um. En alltaf má gera ráð fyrir að eitthvað fari þar úrskeiðis á vet- urna. Færi var gott en veður var ekki vel bjart en stillt. Öll húsin, sem voru ein 7, sem þeir komu í, voru í sæmilegu standi. Þó ekki væri gert ráð fyrir að fénaður fyndist í þessari ferð, fór þó svo að eitt lamb fannst við Arn- arvatn, utan leitarsvæðis Miðfirð- inga. Lambið mun vera úr Sveinsstaðahreppi og var illa farið, sem ekki er að undra. Félagarnir munu hafa farið um 100 kílómetra leið á sleðunum og kom ekkert óhapp fyrir og láta þeir vel af ferð- inni. Benedikt BYGGINGA vðrnr Það er gott að geta gripið með sér málninguna, pensla, rúllu og spartl um leið og þú kaupir í matinn. Líttu við í byggingavöru- deildinni og kynntu þér Þér verður vel tekið heima. HAGKAUP Skeifunni Til enskukennara og nem- enda á grunnskólastigi í Morgunblaðinu, sunnudaginn 22. mars, birtist auglýsing frá Bókaforlaginu Erni og Örlygi, þar sem vitnað er til orða, sem ég á að hafa viðhaft þannig, að ekki verður öðruvísi skilið en ég sé að mæla með „Enskri skólaorðabók“ þessa forlags. Þetta eru vísvitandi ragnfærslur. Ég hef aldrei mælt með þessari tilteknu orðabók né nokkurri annarri. Til þess skortir mig í fyrsta lagi þekkingu og í öðru lagi hef ég sem starfsmaður við menntamálaráðuneytið enga heim- ild til að mæla með eingtökum bókum í nafni þess. Þegar fyrrnefnt bókaforlag fór þess á leit við mig, að ég mælti með umræddri orða- bók, sagði ég þeim, að þeir mættu bera mig fyrir því að áreiðanlega væri notkun ensk-íslenskrar orða- bókar til gagns. Lengra hafa þau meðmæli aldrei náð. Ég er þó síður en svo að lasta útkomu þessarar orðabókar, en hvort hún er betri en aðrar íslensk-enskar orðabækur á tíminn eftir að leiða í ljós. Reykjavík, 23. mars 1987. Jacqueline Friðriksdóttir Mývatnssveit: Fjölmenni á samkomu eldri borgara Björk í Mývatnssveit. KIWANISKLÚBBURINN Herðu- breið í Mývatnssveit bauð eldri borgurum í sveitinni til mann- fagnaðar í Hótel Reynihlíð síðastliðinn laugardag. Fjöl- menni var. Til skemmtunar var upplestur, myndasýning, samspil og söngur. Þá var kvöldverður og siðast dans. Samkoma þessi tókst mjög vel. Það er vissulega ánægjulegt að geta glatt eldra fólk með slíkum hætti, ekki síst það sem kemur afar sjaldan á mannamót. Virtust allir viðstaddir skemmta sér hið besta. Ástæða er til að þakka kiwanis- klúbbnum þetta framtak við eldri Mývetninga. Kristján Krýsuvíkursamtökin Þverholti 20 minna á átak til hjálpar gegn vímu- efnum. ATAK TILHJÁLPAR - 9»nn vinwfnum - Hægt er að greiða framlög inn á gíróreikning 621005 eða hringja í síma 621005 og láta bóka framlög sem síðan er hægt að greiða með heimsendum gíróseðli sem greið- ist í næsta banka, sparisjóði eða pósthúsi. Einnig má greiða framlög gegnum innheimtukerfi VISA. Hljómplatan/hljómsnældan „MIRRORED IMAGE“ er til sölu á skrifstofu Krýsuvíkursamtakanna í Þverholti 20 og kostar kr. 1000.- 4f VERTU ÁHYGGJUIAUS MEÐAN BÖRNIN BAÐA SIG! Danfoss baöblöndunartækin eru hitastillt. Þú ákveður hitastigiö og skrúfar frá - Danfoss held- ur hitanum stöðugum. Öryggishnappur kemur í veg fyrir að börnin stilli á hærri hita en 38°C. = HÉÐINN = SELJAVEGI 2,SlMI 24260 LAGER-SÉRPANTANIR-ÞJÓNUSTA

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.