Morgunblaðið - 25.03.1987, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 25.03.1987, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. MARZ 31 Bandaríkin: Fundu kóka- ín fyrir 324 milljón- ir dollara Los Angeles. Reuter. LÖGREGLAN fann yfir 870 kíló af kókaíni, að verðmæti um 324 milljónir dollara, á mánudag og handtók tvo Kólumbíumenn og einn Kúbumann vegna málsins. Tveir mannanna voru handtekn- ir, þegar þeir voru að bera ferða- tösku með 30 kílóum af efninu í út úr bíl. í húsi, sem mennirnir höfðu ver- ið í, fundust 840 kíló af kókaíni til viðbótar, að því er talsmaður lög- reglunnar sagði. Þar var þriðji maðurinn handtekinn. Mennimir voru leystir úr haldi gegn 100.000 dollar tryggingu. Lögreglan ætlar að fara fram á að tryggingarféð verði hækkað í fimm milljónir dollara. Lögreglan í Los Angeles hefur fundið 1.670 kíló af kókaíni, að verðmæti um 628 milljónir dollara, • það sem af er þessu ári, næstum tvisvar sinnum meira en á sama tíma í fyrra. Menningarmálaráðherra Frakka: Mistðk að hefja herferð gegn klámritum París, Reuter. FRANCOIS Leotard, menn- ingarmálaráðherra Frakk- lands, sagði á mánudag að tilraunir stjórnarinnar til að banna viss klámrit væru „ótrúleg pólitísk mistök“. Leotard sagði í útvarpsviðtali að tilraunir Charles Pasqua inn- anríkisráðherra til að hreinsa til á blaðsölustöðum og í sjoppum væru neyðarlegar. Innanríkisráðuneytið hefur þegar bannað dreifingu og sölu fimm klámrita verði dreift og þau seld þar sem allur almenningur hefur aðgang að, samkvæmt umdeildum lögurn um barna- vernd frá árinu 1949. Fimm önnur rit, þ. á m. hið vinsæla hommablað Gai-Pied, franska útgáfan af Penthouse og ljósmyndablaðið Photo, eiga bann yfir höfði sér. Lög þessi eru venjulega aðeins notuð til að stöðva útgáfu svæsins kláms. „Það er rangt að halda að tímaritið Photo stríði gegn sam- visku nokkurs manns,“ sagði Leotard. Lögin frá 1949 kveða á um að yfirvöld megi banna sölu tímarita án þess að málið fari fyrir rétt. Þessi herför innanríkis- ráðherrans hefur verið hædd og hefur hún mætt andstöðu allra flokka. Bæði háttsettir hægri menn og sósíalistinn Francois Mitterrand forseti hafa mótmælt henni. En Pasqua hefur heitið að halda ótrauður áfram og sagði hann gaulistum á sunnudag að sér bæri skylda til að sjá til þess að farið væri eftir lögunum með- an þau væru í gildi. Reutcr Háskalegt nautaat Spánveijinn Juan Cuellar sótti ekki gull i greipar þessa 497 kg tarfs á Las Ventas leikvanginum í Madrid á sunnudag. Cuellar er að læra að verða nautabani, en ekkert skal sagt um hvort sveiflur af þessu tagi eru hluti af námi hans. Hann var færður á slysavarðdeild og var þar gert að sárum hans. Cuellar reyndist ekki mikið slasaður. Júgóslavía: Stjómvöld sýna vilja til að miðla málum Belgrad, Reuter. STJORNVÖLD í Júgóslavíu hyggjast milda nokkuð þær ráðstafanir sem gripið hafði verið til í því skyni að bæta efnahag landsins. Til- kynnt var í fyrrakvöld að gerðar yrðu breytingar á löggjöf um frystingu launa og komið til móts við starfsmenn þeirra fyrirtækja, sem verst hafa orðið úti. Verkamenn víða um land hafa gripið til skyndiverkfalla til að mót- mæla frystingu launa og hafa talsmenn þeirra sagt að í sumum tilfellum jafngildi þetta helmings- íækkun launa. Samkvæmt löggjöf- inni áttu laun verkamanna að haldast í hendur við framleiðni fyr- irtækja. Talsmenn verkamanna sögðu löggjöfina vera ósanngjama þar eð framleiðni_ fyrirtækja væri oft árstíðabundin.Á föstudag skýrði Branko Mikulic, forsætisráðherra Júgóslavíu, frá því að verðstöðvun á tilteknum vörum hefði verið leidd í lög til að vega á móti frystingu launa. Um síðustu helgi lýsti Mik- ulic frá því að valdhafar myndu ekki hika við að beita hervaldi til að koma í veg fyrir ólögleg verk- föll og andóf. Nú hafa stjórnvöld boðað að lög- gjöfín verði milduð gagnvart starfs- mönnum þeirra fyrirtækja, sem hafa með höndum árstíðabundna starfsemi og má þar nefna bygg- ingariðnað og ferðamannaþjónustu. Þá munu kjör þeirra sem starfa innan heilbrigðis- og menntakerfís- ins verða bætt. Hagfræðingur sem Reuters fréttastofan ræddi við sagði að erfítt væri að skilgreina hugtakið „árstíðabundinn rekstur“ og því bentu þessar tilslakanir til þess að stjórnvöld hefðu látið undan þiýstingi almennings. Vestrænir sendimenn í Júgóslavíu sögðu ráð- stafanir þessar í raun fela í sér viðurkenningu á því að „frysting launa“ hefði verið ósanngjörn og stjómvöld virtust reiðubúin til mála- miðlunar. Sovézkur tölvufræð- ingur biður um hæli Aþena, Reuter ÞRJÁTIU og tveggja ára gam- all sovézkur tölvufræðingur Alexei Rismenyi, sótti um að fá pólitískt hæli í Grikklandi skömmu eftir að hann kom til Aþenu frá Vínarborg á mánu- dagskvöld. Fréttin hefur verið staðfest af opinberum aðilum Heimildir Reuter fréttastofunn- ar segja að eiginkona Rismenyi, sem er búlgörsk hafí kennt við Tónlistarháskólann í Aþenu síðustu fjögur ár. Ekki hefur verið ákveðið, hvort tölvufræðingurinn fær hæli og rannsaka yfirvöld nú mál hans. il PÍ ? í:.' íííiíií i I Auglýsing um innlausn happdrættísskuldabréfa rödssjóðs J flokkur 1977 Hinn 1. apríl nk. hefst innlausn happdrættisskuldabréfa ríkissjóös í J flokki 1977, (litur: grænn). Hvert skuldabréf, sem upphaflega var að nafnverði gkr. 2.500,00, nú kr. 25,00, verður innleyst með verðbótum samkvæmt breytingum, sem orðið hafa á framfærsluvísitölu frá útgáfudegi á árinu 1977 til gjalddaga í ár. Innlausnarverð hvers skuldabréfs í greindum flokki er kr. 886,00 Til leiðbeiningar fyrir handhafa happdrættisskuldabréfanna viljum vér benda á, að bréfin eru eingöngu innlevst í afgreiðslu Seðlabanka íslands. Hafnarstræti 10, Revkjavfk. Þeir handhafar skuldabréfa, sem ekki geta sjálfir komið í afgreiðslu Seðlabankans, geta snúið sér til banka, bankaútibúa eða sparisjóða hvar sem er á landinu, sem sjá um innheimtu þeirra úr hendi Seðlabankans. Eftir gjalddaga greiðast engar verðbætur vegna hækkunar framfærsluvísitölu Skuldabréfin fyrnast á 10 árum, talið frá gjalddaga hinn 1. apríl 1987. Reykjavík, mars 1987 I í.-.v: i Íívl SEÐLABANKI ÍSLANDS
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.