Morgunblaðið - 25.03.1987, Page 32
32
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. MARZ
Útgefandl
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Aöstoðarritstjóri
Fulitrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
Árvakur, Reykjavík
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Bjarnason.
Þorbjörn Guðmundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar:
Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033.
Áskriftargjald 500 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 50 kr. eintakiö.
Albert axlar
ábyrgðina
Akvörðun Alberts Guðmunds-
sonar um að biðjast lausnar
frá ráðherraembætti og sú niður-
staða stjórnar Fulltrúaráðs Sjálf-
stæðisfélaganna í Reykjavík að
taka skipan framboðslista sjálf-
stæðismanfta í höfuðborginni ekki
til endurskoðunar í kjölfar afsagnar
ráðherrans, ætti að leiða til viðun-
andi friðar í Sjálfstæðisflokknum.
Vissulega eru íjölmargir Sjálfstæð-
ismenn og kjósendur Sjálfstæðis-
flokksins ósáttir við þá ákvörðun,
að Albert Guðmundsson víki ekki
af framboðslistanum. Með sama
hætti fer ekki á milli mála, að fjöl-
margir stuðningsmenn Alberts
Guðmundssonar una því illa, að
hann skuli ekki hafa tekið ákvörðun
um að efna til sérframboðs í kom-
andi kosningum.
Þorsteinn Pálsson, formaður
Sjálfstæðisflokksins, stóð frammi
fýrir erfíðri ákvörðun, vegna þeirra
athugasemda sem skattrannsókn-
arstjóri hefur gert við skattframtal
fráfarandi iðnaðarráðherra og alveg
sérstaklega, þar sem þær snerta
ráðstafanir, sem hann hafði gert
meðan hann var fjármálaráðherra
og yfirmaður skattamála í landinu
þ.á m. skattrannsókna. Ef formað-
ur Sjálfstæðisflokksins hefði sem
fjármálaráðherra gefíð fyrirmæli
um, að mál Alberts Guðmundssonar
fengi ekki almenna meðferð, hefði
mátt saka hann um að hylma yfír
skattalagabrot. Hefði hann tekið
frumkvæði um að skýra opinberlega
frá athugasemdum skattyfírvalda,
þegar er honum urðu þær kunnar,
hefði hann verið sakaður um of-
sóknir á hendur Albert Guðmunds-
syni.
Fjármálaráðherra ræddi málið í
fyrstu einslega við Albert Guð-
mundsson og hvatti hann til þess
að taka frumkvæði um að skýra frá
athugasemdum skattrannsóknar-
stjóra opinberlega. Nokkrum vikum
eftir að málið kom upp var ljóst,
að óhjákvæmilegt væri að skýra
þingflokki Sjálfstæðisflokksins frá
því og var það gert 13. marz. Þeg-
ar vikublað birti upplýsingar um
málið 19. marz átti Þorsteinn Páls-
son ekki annarra kosta völ en að
staðfesta opinberlega, að mál þetta
hefði komið upp, þótt Albert Guð-
mundsson væri þá staddur erlendis.
Þjóðin hefði einfaldlega ekki sætt
sig við þriggja daga þögn, eftir að
málinu hafði verið hreyft opinber-
lega.
Menn getur greint á um, hversu
alvarlegt skattalagabrot hér er um
að ræða, ekki sízt í ljósi þess, að
undanskot frá skatti er nánast þjóð-
aríþrótt á íslandi. Hér er hins vegar
um að ræða skattframtal þáverandi
fjármálaráðherra landsins. Málið
varðar því annars vegar skyldur
opinbers embættismanns og hins
vegar trúnað stjómmálamanns og
stjómmálaflokks við umbjóðendur
sína. Stöðu sinnar vegna hlaut Þor-
steinn Pálsson því að taka af skarið,
sem hann og gerði.
Margir af stuðningsmönnum
Sjálfstæðisflokksins munu gagn-
rýna Þorstein Pálsson fyrir það, að
krefjast þess ekki, að Albert Guð-
mundsson víki af framboðslistanum
í Reykjavlk, en þar skipar hann
efsta sæti og er því oddviti sjálf-
stæðismanna í höfuðborginni í
kosningabaráttunni. Þeir munu
segja sem svo, að úr þvi', að ráð-
herrann hafí orðið að segja af sér
hinu háa embætti vegna þessa
máls, geti hann ekki frekar skipað
þetta sæti. Morgunblaðið varaði við
því sl. haust, að þessi skipan fram-
boðslistans ætti eftir að leiða af sér
vandamál, ekki sízt fyrir Albert
Guðmundsson sjálfan, vegna við-
kvæmrar stöðu hans í tengslum við
Hafskipsmálið. En eins og mál hafa
nú skipast er sú gagnrýni á for-
mann Sjálfstæðisflokksins hins
vegar ósanngjöm, að hann hefði
átt að ganga lengra en raun ber
vitni. Með því að segja af sér ráð-
herradómi hefur Albert tekið
óhjákvæmilega ábyrgð á eigin herð-
ar. Hann tekur afleiðingunum með
afsögn. Það er sjaldgæft í íslenzk-
um stjómmálum.
Sú höfuðskylda hvílir á hveijum
þeim, sem gegnir formennsku í
Sjálfstæðisflokknum, að halda
flokknum saman. Með þessari nið-
urstöðu tryggir Þorsteinn Pálsson
viðunandi frið í flokknum. Sjálf-
stæðismenn hefðu átt erfítt með
að sætta sig við nýjan klofning eft-
ir erfíðleika fyrri ára.
Albert Guðmundsson hefur af
sinni hálfu lagt fram skerf til þess
að tryggja þennan frið. Sá hljóm-
grunnur, sem hann hefur hlotið
síðustu daga, gefur til kynna, að
sérframboð Alberts hefði notið
öflugs stuðnings fólks úr öllum átt-
um. Sú afstaða hans að fara ekki
þá leið, sýnir, að honum er í mun
að varðveita einingu Sjálfstæðis-
manna. Þeir, sem kunna lítt að
meta þennan umdeilda stjómmála-
mann, eiga að virða við hann, að
sjálfur tekur hann á sig veruleg
skakkafoll í hópi stuðningsmanna
sinna með því að hlíta ekki kalli
þeirra um sérframboð í komandi
þingkosningum.
Stjómmálabaráttan hér á íslandi
er orðin afar miskunnarlaus. Því
veldur ekki sízt það mikla návígi,
sem fjölmiðlamir skapa. Þeir, sem
taka þátt í stjómmálum, þurfa að
hafa býsna hreint borð. Annars eiga
þeir á hættu að kalla yfír sig og
fjölskyldur sínar mikil óþægindi.
Það er alltaf þungbært að horfa
upp á mál af þessu tagi. Enginn
veit hver verður næst fyrir skakka-
föllum. Þess vegna skyldu menn
varast að gera vandamál sem þessi
að pólitísku bitbeini. Það skiptir
máli fyrir þjóðarheildina að menn
komist sæmilega ósárir frá stjóm-
málabaráttunni. Því miður er það
fremur sjaldgæft.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur gert
upp sín mál í augsýn alþjóðar.
Margir verða ósammála niðurstöð-
unni en þeir hinir sömu gera engum
greiða með því að neita að slíðra
sverðin.
Albert Guðmundsson lagði fram lausnarbeiðni sína í gær:
Þingflokkurinn féllst
á lausnarbeiðni hans
„ÞINGFLOKKSFUNDI var að
ljúka. Á þessum fundi var ein-
ungis eitt mál á dagskrá: Það var
lausnarbeiðni Alberts Guð-
mundssonar," sagði Ólafur G.
Einarsson, formaður þingflokks
Sjálfstæðisflokksins, i upphafi
blaðamannafundar sem hann,
ásamt Albert Guðmundssyni og
Þorsteini Pálssyni, hélt í húsa-
kynnum Alþingis að afloknum
þingflokksfundi síðdegis í gær.
Ólafur sagði að þingflokkurinn
hefði fallist á lausnarbeiðnina,
jafnframt því sem þingflokkur-
inn hefði falið formanni flokks-
ins, Þorsteini Pálssyni að gegna
embætti iðnaðarráðherra á með-
an þessi ríkisstjórn situr, auk
embættis fjármálaráðherra.
Albert kvaðst hafa orðið fyrir
miklum vonbrigðum í þessu máli
og hann sagðist ekki sjá neina
ástæðu fyrir því að málum væri nú
komið eins og raun bæri vitni. Hann
kvaðst bæði vera særður og þreytt-
ur. Hann var spurður hvort þetta
hefði verið erfið ákvörðun og vísaði
hann á formann þingflokksins, til
svara við þeirri spumingu: „Fyrir
þingflokkinn var þetta erfið ákvörð-
un, því svara ég játandi," sagði
Ólafur.
Albert var mikið spurður um það
hvort hann teldi að stjórn fulltrúa-
ráðs Sjálfstæðisfélaganna í
Reykjavík myndi taka ákvörðun um
að kalla saman fulltrúaráðsfund,
með það í huga að víkja honum úr
efsta sæti framboðslistans í
Reykjavík. Albert svaraði spurning-
um þess efnis á þann veg að vera
hans í ríkisstjórn hefði verið eina
tilefni þess þingflokksfundar sem
var tilefni fundarins með frétta-
mönnum. Taldi hann af og frá að
reynt yrði að víkja honum af lista
Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Albert var spurður hvort hann
myndi ekki gera kröfu um ráð-
herraembætti í næstu ríkisstjórn,
sem efsti maður á lista Sjálfstæðis-
flokksins: „Það getur vel verið, en
ég veit ekkert hvort það verður
Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæðisflokksins:
„ A ekki að höggva tvisvar
í sama knérunn sama dag“
ÞORSTEINN Pálsson formað-
ur Sjálfstæðisflokksins mætti á
fund stjórnar fulltrúarráðs
Sjálfstæðisfélaganna í
Reykjavik i gær og gerði stjórn-
inni grein fyrir atburðum þeim
sem átt höfðu sér stað fyrr um
daginn, þegar Albert Guð-
mundsson baðst lausnar frá
embætti iðnaðarráðherra og
þingflokkurinn féllst á þá
beiðni hans. Þorsteinn vék af
fundi ráðsins, við svo búið, og
beið niðurstöðu ráðsins á skrif-
stofu sinni í Valhöll.
Þorsteinn sagði í samtali við
Morgunblaðið, eftir að fulltrúa-
ráðsfundinum var lokið: „Albert
Guðmundsson hefur í dag axlað
pólitíska ábyrgð með því að taka
sjálfur ákvörðun um að segja af
sér ráðherraembætti af þessum
sökum. Ég gerði stjórn fulltrúa-
ráðsins grein fyrir þróun þessa
máls og niðurstöðunni,“ sagði
Þorsteinn, „en nú finnst mér vera
kominn tími til að menn snúi sér
að mikilvægari málum. Ég hef
það ekki á tilfinningunni að Sjálf-
stæðisflokkurinn eigi að höggva
tvisvar í sama knérunn á þessum
degi.“
Þorsteinn var spurður hvort
þetta mál hefði ekki komið upp á
yfírborðið, ef ekki hefðu komið til
blaðaskrif í síðustu viku: „Ég var
búinn að gera Albert Guðmunds-
syni grein fyrir minni afstöðu og
að ég teldi að hann ætti að segja
af sér eftir að hann hafði sent
skattrannsóknarstjóra skýringar
sínar. Þetta mat mitt kynnti ég
síðan í þingflokki Sjálfstæðis-
flokksins á fundi, áður en Albert
Guðmundsson fór til Kaupmanna-
hafnar. Honum var því fullljós
afstaða mín, áður en hann hélt
utan,“ sagði Þorsteinn.
Þorsteinn sagði þegar hann var
spurður hvort það kæmi til greina
að Albert yrði ráðherra í næstu
ríkisstjóm: „Albert verður ekki
ráðherra aftur."
Steingrímur Hermannsson:
Þykir þetta mjög leitt
„ÉG HEFÐI kosið, að þessi ríkis-
stjórn hefði getað setið óbreytt
út kjörtímabilið. Það er ekki
langt eftir,“ sagði Steingrímur
Hermannsson, forsætisráðherra,
þegar Morgunblaðið leitaði álits
hans á afsögn Alberts Guð-
mundssonar.
„Mér þykir mjög leitt að fá þetta
svona á seinasta mánuðinum. En
„MÉR finnst þetta ekki koma
Kvennalistanum nokkurn skap-
aðan hlut við. Þetta er mjög
augljóslega innanflokksmál
Sjálfstæðisflokksins og tímasetn-
ingin fáránleg, þar sem hún
byggist ekki á neinu nýju atriði
í málinu. Þetta er hundgamalt
vandamál og ef þetta er spurning
um siðgæðisvitund ráðherranna
átti Albert auðvitað að vera bú-
inn að segja af sér fyrir löngu,“
sagði Kristín Halldórsdóttir,
þingmaður Kvennalistans, þegar
ég ítreka það sem ég hef áður sagt,
að á þessu stigi málsins er þetta
ákvörðunaratriði viðkomandi
flokks. Ég vil því ekki leggja mat
á þessa afsögn."
Forsætisráðherra sagði, að af-
sögn iðnaðarráðherra hefði ekki í
för með sér nein eftirmál í ríkis-
stjóminni.
Morgunblaðið leitaði álits hennar
á afsögn Alberts Guðmundsson-
ar.
„Það fer einstaklega í taugamar
á mér, að þetta persónuvandamál
Sjálfstæðisflokksins skuli yfír-
skyggja alla umræðu í fjölmiðlum
og taka m.a. athyglina frá baráttu
kennara og heilbrigðisstétta fyrir
bættum kjömm. Fjármálaráðherra
ætti að beina orku sinni og tíma
frekar að lausn þeirrar deilu,“ sagði
Kristín Halldórsdóttir ennfremur.
Stjómarfundur fulltrúaráðsins stó
flokksins, vék af fundi stjórnarini
Kristín Halldórsdóttir:
Skyggir á baráttu kenn-
ara og heilbrigðisstétta
fyrir bættum kjörum