Morgunblaðið - 25.03.1987, Side 51

Morgunblaðið - 25.03.1987, Side 51
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. MARZ 51 Anna Kristjáns- dóttir — Minning Anna Kristjánsdóttir, tengda- móðir mín, lést 13. mars sl., sjötíu og sjö ára að aldri. Úr tilverunni er horfinn litríkur tónn. Anna var Eskfírðingur að ætt. Hún ólst upp á fátæku myndar- heimili, dóttir hjónanna Lukku Friðriksdóttur og Kristjáns Indriða- sonar. Faðir Onnu missti heilsuna á unga aldri og í þá daga var ekki sótt í sjóð samneyslunnar, heldur skyldi hver standa sig. Og Anna ólst upp við harða vinnu, elst sex systkina og eina dóttirin. Sextán ára gömul réðst hún í vist til Bjarna Jónssonar og Önnu Tómasdóttur á Svalbarði í Vest- mannaeyjum og giftist seinna syni þeirra, Haraldi. Fyrstu kynni okkar Önnu voru ekki hnökralaus. Síðan höfum við lengst af deilt kjörum, oftast vinir, stöku sinnum óvinir. Anna var ekki kona lítilla sanda og sæva og hún setti mark sitt á þá sem hún kynnt- ist. Hún var geðrík kona sem sagði umbúðalaust meiningu sína hverj- um sem hlut átti að máli, skeleggur vinur þeirra sem henni fannst órétti beittir og lét lífið í kringum sig koma sér við. Það kvað að Önnu við hvaðeina sem hún tók sér fyrir hendur og kunni hún aldrei að lifa sjálfri sér. Gekk hún löngum til hinna erfið- ustu verka, vann við fískþvott, spyrðingu, sá um mötuneyti, hafði kostgangara — sami forkurinn að hveiju sem hún gekk. Uppruna sínum trú var hún talsmaður hinna vinnandi stétta og tók á yngri árum virkan þátt í pólitískri verkalýðs- baráttu ásamt manni sínum. Hégómalausari konu en Önnu hefí ég varla kynnst. Á mannfund- um var hún jafnan hrókur alls fagnaðar. Á unga aldri átti hún kannski einn sparikjól árum saman, en var drottning samkvæma og skemmti sér best af öllum, þótt vin- konur hennar mættu í nýjum kjól hveiju sinni. Persóna hennar bar þá reisn sem ekki þurfti á pijáli að halda. Og ekki sóttist hún eftir mannvirðingum. Metnaður hennar var heiðarleiki og stolt sitt lagði hún í það að vinna hvert það verk vel sem hún tók að sér og gæta að smáu sem stóru af stakri sam- viskusemi. „Hún má eiga það hún Anna að hún virðir eignarréttinn þótt hún sé helvítis kommúnisti,“ varð einum nágranna hennar eitt sinn að orði — því hún stytti sér aldrei leið (í strætó) með því að ganga yfír tún- ið hans eins og aðrir gerðu. Hún gekk ekki á rétt annarra hún Anna, og ekki safnaði hún veraldarauði. Hún gaf það sem hún aflaði og var höfðingi gagnvart þeim sem henni komu við. Sjálfri sér veitti hún varla það sem öðrum fínnst sjálfsagðir hlutir og hafði jafnvel á síðustu árum vissar áhyggjur af því, að hún ætti ekki fýrir útför sinni. Mann sinn missti Anna árið 1955 og einkasonur hennar, Sverrir Har- aldsson listmálari, lést fyrir tveim árum. Gagnvart harmleik lífsins stóð Anna upprétt, bognaði ekki, en hlúði áfram að lífinu. Vildi ekki lifa engum til gagns og auðnaðist að halda reisn sinni til hinstu stundar. Fáar manneskjur hafa reitt mig oftar til reiði, en fáum manneskjum er ég þakklátari. Steinunn Marteinsdóttir MEÐEINUSÍmU er hægt að breyta innheimtuað- ferðinni. Eftir það verða áskrift- argjöldin skuldfærð á viðkomandí greiðslukortareikn- SÍMINNER 691140 691141 ISergtmblaíiiíi Nú er líf í tuskunum og við erum í hátíðarskapi þessa dagana, því við erum að taka upp nýju vor- og sumar- línuna í álnavöru. Dustið nú rykið af saumavélunum eða lítið við hjá Pfaff hf. eða Gunnari Ásgeirssyni hf. og nýtið ykkur tilboð þeirra. Húsmæður góðar, hafið þið hugleitt, að þið getið saumað ykkur þrjár flíkur fyrir eina tilbúna? Q Hvað með börnin og bónd ann? Og allar hátíðirnar y' framundan? Öll getum við orðið okkar eigin tískuhönn uðir. Sníðapakkarnir okkar (jQ eru svo aðgengilegir og holl ensku blöðin full af nýjungum^Q] Nú er í tísku að hanna og sauma fötin sín sjálfur. (tilefni af því bjóðum við undirritaðar ykkur hjartanlega velkomnar í sértilboðin okkar um land allt. Hlökkum til að sjá ykkur. Kveðja, §amadagar23.símts Útsölustaðir: Vefta, Reykjavík Inga, Kópavogi Nýja línan, Akranesi Thelma, Seltjarnarnesi Hjá Sigriði, Reykjavik Horn, Kópavogi Frístund, Hafnartirði Nafnlausa búðin, Reykjavík og Hafnarfirði Dömu- og herrabúðin, Reykjavik Zikk-zakk, Garðabæ Álnabúðin, Mosfellssveit Nanó, Kópavogi Metra, Reykjavik Álnabær, Keflavík Hannyrðaverslunin íris, Selfossi Teko, Reykjavík Enoss, Akureyri Palóma, Grindavík Egill Jacobsen, Reykjavik Amaro, Akureyri Skemman, Akureyri Virka, Reykjavík Rún, Griridavik Klemma, Húsavik Pálina, Akureyri Ðaðstofan, Isafirði Vogue, Reykjavik og Hafnarfirði Bjólfsbær, Seyðisfirði Mósart, Vestmannaeyjum Femlna, Keflavik Þóra, ólafsvík Hólmkjör, Stykkishólmi Efnaval, Vestmannaeyjum Pöntunarfélag Eskfirðinga. Eskifirði SKUTBÍLL 1500 Höfum þennan frábæra farkost til greiðslu á mjög stuttum tíma. Verð aðeins 216.000.- Góð greiðslukjör. Opið virka daga frá kl. 9—18 og laugardaga frá kl. 10—16. Beinn sími í söludeild 31236. Verið velkomin BIFREIÐAR & LANDBUNAÐARVELAR < Suðurlandsbraut 14 107 Reykjavík, sími 38600 10 línur jTjMRn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.