Morgunblaðið - 25.03.1987, Síða 62
62
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. MARZ
Ítalía:
Juve og Milan
halda áfram
baráttunni
• Steinar Birgisson var markakóngur norsku 1. deilarinnar í handknattleik. Hann skoraði 166 mörk í
22 leikjum.
Noregur:
Steinar Birgisson
markakóngur
Frá Bjarna Jóhannssyni í Noregi.
STEINAR Birgisson handknatt-
leiksmaður sem leikur með
Kristjansand varð markakóngur í
norsku 1. deildinni. Hann skoraði
166 mörk í 22 leikjum. Lið hans
tryggði sér um helgina sseti í
4-liða úrslitakeppni um norska
meistaratitilinn með þvi að vinna
stórsigur á Kolbotn á útivelli,
25:16.
Steinar var óstöðvandi í leiknum
gegn Kolbotn á laugardaginn og
skoraði 12 mörk og tryggði sér
markakóngstitilinn í 1. deild. Hann
hefur verið besti leikmaður liðsins
í vetur. Björgvin Björgvinsson er
þjálfari Kristjansand og hefur liðið
undir stjórn hans komið mjög á
óvart því enginn hafði reiknað með
áð liðið kæmi til með að leika um
meistaratitilinn.
Kristjansand hafnaði í 4. sæti með
28 stig, Stavanger varð efst með
38 stig, Urædd í öðru með 31 stig
Bækkelaged í þriðja með 28 stig
og lið Helga Ragnarssonar og Erl-
ings Kristjánssonar, Fredriks-
borg/ski, varð í fimmta sæti með
26 stig og komst því ekki í úrslita-
keppnina sem hefst í kvöld. Kristj-
ansand mætir þá Stavanger og
verður leikið heima og heiman.
Athyglisvert er að fjögur af fimm
efstu liðum deildarinnar hafa er-
lenda þjálfara. Daninn, Mortin Stig
LEIKIRNIR í átta liða úrslitum bik-
arkeppni karla í handbolta fara
fram á þremur stöðum í kvöld.
Þrír byrja klukkan 20 og einn
klukkan 21.30.
Bikarmeistarar Víkings leika
gegn ÍBV í Eyjum. Auðveldur leikur
samkvæmt bókinni fyrir meistar-
ana, en Víkingar hafa áður leikið í
Eyjum og lent í mestu vandræðum.
Eyjamenn hafa staðið sig vel í 2.
deildinni í vetur og með sigri gegn
Þór á Akureyri um næstu helgi
leika þeir í 1. deild næsta keppnis-
tímabil.
Stórleikur verður í Digranesi.
Þar keppa UBK og Valur, en liðin
Christjansen, þjálfar Stavanger,
Björgvin er meö Kristjansand,
Helgi Ragnarsson með Fredriks-
borg /ski og svo er sænskur
þjálfari með Urædd.
eru í 2.-3. sæti í 1. deild með 22
stig. Valur vann fyrri leik liðanna í
1. deild 29:17, en gera má ráð
fyrir jafnari viðureign í kvöld.
Fram og FH leika í Höllinni klukk-
an 20 og Fylkir og Stjarnan klukkan
21.30. Framarar töpuðu fyrir
Haukum um síðustu helgi, en FH
sigraði Víking, og verða Hafnfirð-
ingarnir að teljast mun sigur-
stranglegri í kvöld.
Fylkir er í næst neðsta sæti 2.
deildar, en Stjarnan um miðja 1.
deild. Stjörnunni var spáð íslands-
meistaratitlinum í haust, en hann
er fyrir bí og leggja Garðbæingar
því allt í bikarinn.
Frá Brynju Tomer á Ítalíu.
YFIRMENN ítölsku knattspyrnu-
liðana Juventus og Milan sætta
sig ekki við þá málalyktun að
aðeins tveir erlendir leikmenn
verði leyfðir í hverju fyrstu deildar
liði. Margir segja að það hefði
ekki verið Juve líkt að samþykkja
svo mikilvægt mál þegjandi og
hljóðalaust, enda hafi Juventus-
menn með eindæmum ákveðnar
skoðanir á hlutunum.
Boniperti, forseti Juve, hefur um
nokkurn tíma barist fyrir því að fá
þrjá erlenda leikmenn í ítölsk fyrstu
deildar lið og nú hefur hann ákveð-
ið að leita til aðalstöðva Evrópu-
bandalagsins í Lúxemborg til að
fá skorið úr um hvort ítalska knatt-
spyrnusambandið hefur lagalegan
rétt til að takmarka fjölda erlendra
leikmanna á Ítalíu. Boniperti segir
að knattspyrnumenn sóu eins og
hver annar maður sem stundar
sína vinnu og hann sjái ekki annað
með þessari takmörkun en verið
sé að brjóta í bága við lög Evrópu-
bandalagsins sem kveða á um að
meðlimir þess geti starfað í öðru
landi jafn réttháir íbúum viðkom-
andi lands.
Talsmenn Juventus og Milan
hafa verið sérstaklega áberandi í
umræðum um þetta mál og nú
nýtur Boniberti stuðnings virtustu
lögfræðinga Ítalíu til að fá máli sinu
framgengt. Bræðurnir og lögfræð-
ingarnir Gianni og Umberto
Agnelli, eigendur Juventus og
Fíat-verksmiðjanna, eru dyggir
stuðningsmenn Bonipertis og
einnig hefur Chiusano, opinber
lögfræðingur félagsins, lagt sitt af
mörkum til að þriðji erlendi leik-
maðurinn verði leyfður í ítölskum
liðum.
„Það er rétt hjá Boniperti að
gefast ekki upp, heldur halda
áfram baráttunni," sagði Gianni
Agnelli við fréttamenn í gær.
Michael Platini hefur enn ekki
gefið út opinbera yfirlýsingu um
hvað hann hyggst gera að loknu
þessu keppnistímabili, en heyrst
hefur að hann hafi þegar tilkynnt
Boniperti að hann muni yfirgefa
knattspyrnuna og þar með Juvent-
us. Laudrup hefur valdið töluverð-
um vonbrigðum, því frammistaða
hans til þessa hefur ekki verið jafn
góð og menn vonuðust til. Þó er
talið líklegt að hann verði áfram í
liðinu. lan Rush er væntanlegur til
Torino í sumar og mun honum
vera ætlaður staður Platinis á vell-
inum. Belginn Scifo og Vestur-
Þjóðverjinn Matthaeus hafa verið
nefndir sem líklegir leikmenn liðs-
ins á næstunni, jafnvel á næsta
leikári, með þeim skilyrðum þó að
Laudrup verði látinn fara og Boni-
perti vinni málið um þriðja erlenda
leikmanninn.
Bikarkeppni HSÍ:
Leikið í kvöld
Keila:
Þröstur sigraði
SENDIBÍLASTÖÐIN Þröstur sigraði í miðsvetrarmóti fyrirtækja i
keitu. Sextán fyrirtæki tóku þátt og var leikið eftir monradkerfi.
Keppnin var mjög spennandi og að lokinni 5. umferð var Vega-
gerð ríkisins, sem keppti í fyrsta skipti í keilu, í 2. sæti. Það sæti
hreppti hins vegar Teppaland, þegar upp var staðið. B.B. smiðjan
hafnaði í 3. sæti, Fógetinn í því fjórða og Sólning 1 f fimmta sæti.
Sigurvegararnir eru frá vinstri: Gunnar Hersir, Haildór sigurðsson,
Björn baldursson og Stefán Þorvarðarson.
1X2 •O o £ c 3 S 2 > O Tíminn c ^c 1 'a Dagur a e (0 1 « 5 oc Bylgjan Sunday Mirror Sunday People Newi of the World Sunday Expreas Sunday Telegraph SAMTALS
1 2 4
Arsenal — Everton 2 1 X 2 X i 2 X X 1 X X 3 6 3
A. Villa — Coventry 2 1 2 X 1 1 2 2 1 2 X 2 4 2 6
Chartton — Chelsea 2 2 2 1 1 1 1 4 0 3
Leicester — Man. Clty 1 1 1 X 1 1 1 1 1 X 1 X 9 3 0
Luton — Tottenham X 1 1 2 2 1 1 1 1 X 1 X 7 3 2
Man. Utd. — Nott. For. 1 1 X 1 X 1 1 1 2 1 X X 7 4 1
Newcastle - South’ton 1 1 1 X 1 1 1 1 X 1 1 1 10 2 0
Oxford — Sheff. Wed. 1 X X 1 2 2 1 X X 1 X X 4 6 2
OPR — Nonwich 1 1 1 1 1 1 1 X 2 1 1 X 9 2 1
9 1 1 1 X 1 1 9 1 9 1 Y 2 9 3
OIHham UVRA 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1? o n
Portammifh — Sundarl. 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 12 JL. 0_
Getraunir:
Einn með tólf
rétta leiki
Fékk rúmlega sjö hundruð þúsund krónur
EINN seðill með tólf réttum leikj-
um kom fram hjá ísienskum
getraunum um helgina. Tólfan
gaf 571.470 krónur, en á seðlin-
um voru einnig níu raðir með 11
réttum leikjum, sem hver gaf
15.307 krónur, þannig að sá
heppni fékk 709.233 krónur í sinn
hlut.
Mikið var um óvænt úrslit í
ensku deildarkeppninni um helgina
og fyrir bragðið urðu vinningarnir
í Getraununum hærri, en aðeins
16 raðir voru með 11 leikjum rétt-
um.
Tólfan kom á opinn kerfisseðil
með 162 röðum, sem kostaði 810
krónur, og er full ástæða til að
vekja athygli á þessum seðlum.
Þeir eru grænir, án leikja, en í stað-
inn eru tölurnar 1-12, sem tákna
númer leikjanna. Minnst er hægt
að tippa á 81 röð á hvern seöil,
en að öðru leyti eru fjölmargir
möguleikar fyrir hendi.
Þessir opnu kerfisseðlar voru
teknir í notkun síðastliðiö haust,
en fjölmargir tipparar hafa ekki enn
áttað sig á möguleikunum, sem
þeir bjóða upp á, fyrir utan tímann,
sem sparast við útfyllinguna.