Morgunblaðið - 27.03.1987, Blaðsíða 12
I *IP
12
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. MARZ
Samstarf Norðurlandaþjóða um rannsókn á hreyfíngu skipa í höfnum;
Niðurstöður notaðar
við hönnun hafna hér
á landi og erlendis
LOKIÐ er fimm ára samstarfi
þjóða á Norðurlöndum um rann-
sóknir á hreyfingum skipa í
höfnum og hefur nefnd, sem skip-
uð var af Norrænu embættis-
mannanefndinni fyrir samgöngu-
mál, skilað niðurstöðum sínum.
Markmið rannsóknarinnar var að
finna leyfileg mörk hreyfinga
skipa við hafnarbakka með tilliti
til lestunar, losunar og viðlegu.
íslendingar áttu frumkvæðið að
þessari rannsókn og hafa starfs-
menn á rannsóknardeild Hafna-
málastof nunar ríkisins, undir
stjórn Gísla Viggóssonar verk-
fræðings, séð um framkvæmd
hennar, en yfirstjórn verkefnisins
var í höndum stjórnarnefndar
skipaðri hafnamálastjórum á
Norðurlöndum. Verið er að þýða
skýrslu um niðurstöðu rannsókn-
arinnar á ensku, en þegar hafa
borist óskir um aðstoð við mæling-
ar i höfnum erlendis og ljóst er
að rannsóknin verður nýtt við
hönnun hafna hér á landi, á Norð-
urlöndum og víðar i framtíðinni.
Breytt f lutningatækni
í upphaflegri skilgreiningu á
markmiðum verkefnisins, sem lögð
var fyrir norrænu embættismanna-
nefndina, segir m.a.: „Nútíma sjó-
flutningar krefjast lágmarkstíma við
lestun og losun í höfnum. Oft er
þessi tími háður ókyrrð við bryggjur.
Of miklar hreyfingar skipa valda
einnig tjóni á skipum og hafnar-
mannvirlqum. Hin síðari ár hefur
orðið veruleg breyting á flutninga-
tækni, sem hefur leitt til breytinga
á gerð skipa og hafnarmannvirkja
með oft á tíðum miklum tilkostnaði.
Hér er einkum átt við gámavæðing-
una, meðhöndlun á stykkjavöru og
fiskikössum, ásamt löndun á loðnu
við dælingu, svo nokkur dæmi séu
nefnd. Til að draga sem mest úr
þessum tilkostnaði er nauðsynlegt
að geta haft þekkt viðmiðunarmörk
hreyfinga skipa þar sem þessi nýja
tækni er mun viðkvæmari fyrir
hreyfingum en eldri tækni.“
„Við settum okkur það þegar í
upphafi að kanna hvað gerðist raun-
verulega í náttúrunni og bera niður-
stöðumar saman við niðurstöður
mælinga á hafnarlíkönum," sagði
Gísli Viggósson þegar hann var beð-
inn um að segja frá rannsókninni.
„Það er svo margt í náttúrunni sem
við ekki skiljum og í raun vissi eng-
inn hvort menn væru á réttri leið
þegar framkallaðar eru mismunandi
aðstæður í höfnum á líkönum og
niðurstöðumar síðan lagðar til
gmndvallar við hafnarframkvæmdir.
Við þurfum að vita hvenær líkan er
gott og hvenær ekki. Af þeim eigum
við að geta séð hvað er góð höfn eða
hvaða bryggjukantur hentar hvetju
sinni. Þegar niðurstöður mælinga,
sem við gerðum í Sundahöfn, í Þor-
lákshöfn og á Akranesi, lágu fyrir
voru þær bomar saman við niður-
stöður líkantilrauna sem gerðar höfu
verið af þessum höfnum. Kom þá í
ljós að niðurstöðumar voru nánast
þær sömu. Þannig að okkur er óhætt
að treysta líkaninu."
Illviðri eru góð
mælingaveður
- Hvemig var staðið að rann-
sókninni ?
„Mældar voru hreyfingar ein-
stakra skipa við réttar aðstæður og
um leið lagður spumingalisti fyrir
skipstjómarmenn og hafnarstarfs-
menn. Þar vom þeir beðnir um að
meta allar aðstæður og hreyfingar
skipsins við biyggju. Þessar mæling-
ar vom gerðar þegar hreyfing skipa
var mikil við bryggju og útilokað að
framkvæma þær öðmvísi en í nánu
samstarfi við viðkomandi skipstjóm-
armenn og hafnarstarfsmenn.
Mælingamar og mat á aðstæðum
tókust betur hér á landi en á hinum
Norðurlöndum og er það mikið að
þakka áhuga og samstarfsvilja þess-
ara manna og viljum við nota
tækifærið til að þakka þeim fyrir
samstarfið."
— Hvaða tæki vom notuð við
mælingamar?
„Tækjabúnaður til skipamælinga
var þróaður af Guðjóni Scheving
Tryggvasyni verkfræðingi og Gesti
Gunnarssyni tæknifræðingi en Fær-
eyingar sáu um hugbúnaðinn.
360 gráður
180f
renna nema undir skipið og setja upp
vindmæli á brú skipsins, var hægt
að mæla drátt skipsins við biyggju-
kantinn, slátt þess þvert á kantinn
og lyftingu; það er lóðréttar hreyf-
ingar, veltu, dýfu og „svans“. Allt í
allt em þetta 14 þættir sem við
mældum samtímis. Meðan á mæling-
um stóð lögðum við spumingalistann
fyrir skipstjómarmenn og leituðum
eftir mati þeirra á hreyfingu skips-
ins.“
Löndunar- og
viðlegumörk
- Hvað leiddu niðurstöðumar í
^ (\j p) 'f IO lO N 00 Oi vj ^ mi p) ^ iq
CM Oo x* U) «>
30
20
10
0-
VINDHRAÐI m/s
ÖLDUDUFL
>-
Y
ÞRÝSTINEMI
0.0 .ft/LVflfl -
VELTA
- m Á J n a, DRÁTTUR A /\ ■ , . A
Vv V\1 \l \J V v Vv/ vav/ Wa
-0.
-1.0L
2.0 ■
3,
0.5 -
0.0 -
0.5
0.0
SLÁTTUR
=>l
LYFTING
-0.51-
10r tonn
JLÍ A L-
±Jl
i L
l
ÁTAK f FRAMSPRING
A A Li
iortonn - n co 'í w <o «°>2~£!2 ÁTAK f AFTURBANO
iA íIíIaíIIáII Ia aaáUa aU~^1
/Al m HJlAI
Ai
JA ÍL
Mæliblað sem sýnir skráðar hreyfingar skips við bryggju í 17 mínútur.
Tækjunum var komið fyrrir í bif-
reið, sem Hafnamálastofnun á, og
em þau einu sinnar tegundar sem
til era. Þegar viðrar til mælinga, en
rétt er að taka fram að vont veður
er gott veður til mælinga, þá er bif-
reiðinni ekið að skipshlið og tækin
tengd við skipið. Þetta er mikil ná-
kvæmnisvinna og mjög erfíð. Við
emm fimm sem sjáum um mælingar
og er mælt i 17 mínútur í hvert sinn.
Þótt ótrúlegt megi virðast töfðust
mælingamar um eitt ár sökum
blíðviðris á norðurslóðum veturinn
1984 til 85. Þá vom einfaldlega eng-
in mælingaveður."
- Hvemig fóm mælingamar
fram ?
„Mælidufi vestur af Garðskaga
gaf okkur mat á úthafsöldum á með-
an á mælingum stóð á Akranesi, í
Sundahöfn og f Þorlákshöfn auk
öldumælisdufla sem staðsett vom
fyrir utan þessar hafnir. Með því að
festa tækin úr bifreiðinni við skipið,
tengja átaksmæla við bryggjubönd,
Ljósmynd/Geatur Gunnarsson
Mælitæki sem skráir hreyfingar skipsins við bryggju er fest á hlið
skipsins og þrýstínema rennt undir það.
ljós ?
„Löndun er háð þeirri tækni sem
notuð er í viðkomandi höfnum við
lestun og losun. Við höfum tíma-
mælt afköstin við lestun og losun
og borið saman niðurstöður mæling-
Morgunblaflið/Bjami
Gísli Viggósson verkfræðingur.
anna við líkantiiraunir, sem gerðar
hafa verið í viðkomandi höfnum, og
reynt að leggja mat á fengna reynslu.
Á gmndvelli þessara gagnasöfnunar
hefur verið leitast við að setja lönd-
unar- og viðlegumörk fyrir opna
báta, dekkbáta, minni fískibáta, tog-
ara og loðnubáta, feijur, flutninga-
skip og gámaskip. Viðlegumörk
skipa era skilgreind, sem stærstu
hreyfingar sem bundin skip við
bryggju (sem er klædd góðum þybb-
um) þola án þess að tjón verði á
skipi eða biyggju. Tíðni þessara
stærstu hreyfinga skal vera innan
við einu sinni á ári til að bryggjan
teljist viðunandi viðlega.
Hvað smábáta varðar sýna gæði
viðlegu þeirra að hún er einkum háð
vindbám þar sem smábátahafnir em
yfirleitt í skjóli fyrir haföldu. Vind-
bára er tiltölulega stutt en kröpp og
sveiflutími öldunnar nærri eigin tíðni
bátanna. Fyrir opna báta þýða öldur
með kennihæð yfir 20 sm samfara
vindi, að skvetta yfir borðstokkinn
getur valdið því að báturinn fyliist
og sekkur. Litlir dekkbátar þola ekki
miklu meira en um 30 sm öldu í við-
legu. í veðurhæð, sem svarar til 11
vindstiga, myndast þessar öldur þeg-
ar stærð bátahafnarinnar er á milli
80 til 120 metrar háð því hvemig
frákastið er í höfninni.
Hvað stærri skip varðar hafa nið-
urstöður mælinga á áhrifum hreyf-
inga gámaflutningaskipa við
Kleppsbakka á afköst gámakrana
verið notaðar til viðmiðunar í öðmm
höfnum.
- Hver hefur borið kostnaðinn af
rannsókninni?
„Þetta er samnorrænt verkefni
fyármagnað að hálfu leyti af norrænu
embættismannanefndinni og hálfu
leyti af þátttökulöndunum. Finnland
hefur veitt um 100.000 krónum
norskum til verkefnisins, en þeir
hyggjast nýta sér niðurstöðumar í
verkefni á þeirra vegum í þróunarl-
öndunum. Aætlaður heildarkostnað-
ur við verkefnið frá upphafi er um
4,1 milljón norskar og er það sú
upphæð sem áætluð var til verksins
árið 1981.
Hafnamálastofnunin hefur fengið
styrk úr vísindasjóði til verkefnisins,
500.000 krónur, en kostnaður, sem
stofnunin hefur borið, er um 1 millj-
ón. Á móti koma rannsóknartækin í
eigu stofnunarinnar sem metin em
á sömu upphæð."
- Hvaða verkefni em framundan?
„Tækin em núna á Ólafsfirði og
öldumælingar standa yfir á Sauðár-
króki, Siglufirði, í Grímsey, á Ólafs-
firði, í Hrísey, á Árskógssandi og
Grímseyjarsundi. Þá hefur borist
beiðni um skipamælingar í Colombo-
höfn á Siri Lanka sumarið 1988. Það
hentar okkur ágætlega að senda
tækin þangað yfir sumartímann þeg-
ar ekki er hægt að mæla hér á
norðurelóðum.
KG