Morgunblaðið - 27.03.1987, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 27.03.1987, Qupperneq 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. MARZ • í SJÚKRAÞJÓNUSTU ER AÐEINS FENGIST VIÐ LÍTINN HLUTA JAKANS. SJÚKDÓMS UPPSPRETTURNAR ERU UTAN SJÓNMÁLS. • BESTA LEIÐIN ER AÐ VINNA AÐ MINNKAÐRI ÍSMYNDUN , MEÐ ÞVÍ AÐ BÆTA UMHVERFI JAKANS. • ÞANNIG MINNKAR JAKINN ALLUR. Mynd 6: Hvað er að gerast í heilsufars- málum? eftirSkúla G. Johnsen 1 grein hér í Morgunblaðinu 4. júlí sl., „Ný viðhorf í heilbrigðismál- um“, var rætt um stöðu heilsufars- mála hér á landi. Þar var bent á, að rannsóknum á heilsufari þjóðar- innar væri svo lítið sinnt, að ekki væri unnt að segja til um hvert stefndi í þeim efnum. Þar var greint frá nokkrum vís- bendingum um að heilsufarið versni þrátt fyrir að dánartölur lækki. Ýmsar tilgátur hafa verið settar fram um almenna heilsufarsþróun í öðrum löndum. Mönnum er m.a. ljóst, að sam- band er milli efnalegrar velmegunar annars vegar og sjúkdómstíðni hins vegar. Mynd 1. (lína A) sýnir heildar- sjúkdómatíðni og hvernig hún minnkar í aukinni efnalegri velmeg- un en eykst svo að nýju eftir að velmegun er komin yfir ákveðið stig. Lína B sýnir sjúkdómatíðni, sem tengist efnalegri framþróun. Mynd 2. sýnir hvemig þróun sjúkdóma annars vegar og sjúkra- húskostnaðar hins vegar hefur verið frá aldamótum. Smit- og hörgul- sjúkdómar hafa minnkað en hjarta- og æðasjúkdómar, krabbamein, geðrænir kvillar og slys hafa vaxið á sama tíma. Á mynd 3 sést, að smitsjúkdómar minnka frá aldamótum. Upp úr árinu 1950 taka svokallaðir menn- ingarsjúkdómar að vaxa en minnka svo aftur. Þá koma fram nýir sjúk- dómar, sem tengjast helstu þjóð- félagsbreytingum samtímans. Hraði nútímans, tækni, sérhæfing, sjálfvirkni, umferð, samkeppni, lífsgæðakröfur, vímu- og fíkniefni og fæðuval tákna meiri breytingar á högum mannsins en áður hafa þekkst. Að þessu leyti lifir stór hluti mannkyns í nýjum, gjörbreyttum heimi. Margar þessar breytingar raska vistkerfí mannsins, sjálfu fjöreggi hans. Allir vita það nú, að truflist vistkerfi lífverunnar (manns, dýrs, plöntu) eru afleiðing- araar alvarlegar. Mestu máli skiptir hvort truflanimar halda áfram að aukast eða hvort dregið verður úr þeim. Því ræður maðurinn einn. Hvað ræður heilsufarinu? Upplýsingamar um aukna að- sókn að læknum, auknar sjúkrahús- innlagnir, lyfjanotkun, rannsóknir o.fl. sýna hve verkefni sjúkraþjón- ustu hafa á undanfömum áratug- um. Aukning verkefnanna ræðst Skúli G. Johnsen að sjálfsögðu fýrst og fremst af vaxandi eftirspum eftir þjónustu. Þótt framfarir læknavísinda hafi gert kleift að bæta framboð ýmiss konar sjúkraþjónustu, þá er ekki unnt að skýra margfaldan vöxt verkefnanna með því eingöngu. Þess vegna má álykta, að níföldun útgjalda til heilbrigðismála hér á landi frá árinu 1950 standi að ein- hveiju leyti í sambandi við vaxandi sjúkleika í þjóðfélaginu þ.e. versn- andi heilsufar. Til að útskýra þetta atriði er notuð samlíking við ísjaka. Jakinn er tákn veikinda og van- heilsu, sem fellur til í samfélags- djúpinu. Stærstur hluti hans marar í kafí. Það sem upp úr stendur eru veikindi og sjúkdómar, sem komnir em fram. Undir yfirborðinu eru duldir kvillar og sjúkleikamerki oft- ast svo væg, að þeim er ekki veitt athygli. Þessi einkenni hafa samt sín áhrif svo sem með því að menn geta ekki notið sín, afköst minnka, ýmiss konar vansæld gerir vart við sig og þess háttar. Margir bera „sár“ sín í hljóði árum saman. Mynd 4 sýnir ísjaka veikinda og vanheilsu sem marar í djúpi þeirra mörgu þjóðfélagsþátta, sem hér koma við sögu. Flestir standa í þeirri trú, að heilsufarið ráðist fyrst og fremst af umsvifum heilbrigðis- og sjúkraþjónustu. Þama er heil- brigðiskerfínu ætlaður of stór hlutur. Eftir því, sem best verður séð, taka hefðbundin viðfangsefni heilbrigðiskerfísins ekki til nema hluta þeirra þátta, sem ákvarða heilsufarið. Aaron Wildavsky, rekt- or við Kalifomíuháskóla, orðaði þetta á eftirfarandi hátt: 1. ALDUR 2. FJÖLSKYLDUHÆTTIR 3. UMHVERFI 4. LIFSHÆTTIR 5. BÚSETA 6. ATVINNUHÆTTIR 7. HEILBRIGÐISÞJÓNUSTA í HVERJU SAMFÉLAGI MARAR ÍSJAKI VEIKINDA OG VANHEILSU. ÁSTANDIÐ UMHVERFIS JAKANN RÆÐUR ÍSMYNDUNINNI, Þ.E. HEILSUFARINU Mynd 5: Vaxandi vanheilsa hlýst af neikvæðum áhrifum samfélagsþátta — því meiru sem hleður á ja- kann því hærra rís hann úr „sjó“. Sjúkraþjónustan hefur ekki undan. „Flestir hafa þann skilning, að læknisþjónusta jafngildi bættri heilsu. Þessi skilningur er rangur. Aukin sjúkraþjónusta leiðir ekki til bætts almenns heilsufars. Eftir því, sem best verður séð, hefur sjúkra- þjónustan (læknar, lyf, sjúkrahús) aðeins áhrif á Vio hluta þeirra við- miða, sem venjulega eru notuð til að mæla heilsu (fjarvistardagar vegna veikinda) og hve lengi þú lif- ir (dánartala fullorðinna). Afgang- urinn, eða 9/io þeirra þátta sem ákvarða heilsufarið, eru utan seil- ingar lækna og sjúkraþjónustu. þessir þættir eru lífshættir fólks (reykingar, kyrrseta, álag, streita), félagslegar aðstæður (telq'ur, fæðu- val, uppeldi) og umhverfíð (sýklar, veirur, mengun). Það skaðlega, sem hendir fólk, er að langmestu leyti utan heilbrigðismálanna." ísjakinn, sem sýndur er á mynd 4, marar í samfélagsdjúpinu, sem er m.a. myndað af eftirfarandi þátt- um: 1. Aldurssamsetning, 2. búsetuform (þéttbýli, dreifbýli), 3. atvinnuhættir, 4. umhverfí, 5. fjölskylduhættir, 6. lífshættir, 7. heilbrigðis- og sjúkraþjónusta. Á sama hátt og í náttúrunni er það ástandið, sem ríkir umhverfis jakann, sem ræður ísmynduninni þ.e. heilsufarinu. Af þeim þáttum, sem hér eru nefndir og valda aukn- um sjúkleika, munar eflaust mest um hlutfallslega fjölgun aldraðra, breytta fjölskylduhætti og breytta lífshætti eða lífsstíl. Á mynd 5 er lýst því ástandi sem ætla má að ríki um þessi mál nú á dögum. Hinn sýnilegi hluti ísjakans er viðfangsefni þess hluta heil- brigðiskerfisins, sem fæst við afleiðingar sjúkdóma og slysa. Þar er öllu afli beitt í að höggva skarð í jakann, leitast er við að eyða hon- um. Þegar sjúkir deyja hverfur nokkur hluti hans með öllu. Á sama tíma er stöðugt ný ísmyndun undir yfírborðinu. Ástand hinna ýmsu þjóðfélagsþátta um- hverfís jakann er þannig, að nýjum ís (vanheilsu) hleður stöðugt á hann. Afleiðingin er sú, að jakinn lyftist. Þannig vex hinn sýnilegi hluti hans hraðar en takast á að bijóta hann niður. Þetta skýrir hvort tveggja, meiri sjúkleika í þjóð- félaginu og aukningu verkefna sjúkraþjónustunnar. Af þessum líkingum er ekki unnt að draga nema eina ályktun (mynd 6). Ef menn vilja vinna að því að bæta heilsufar, þá þarf að bæta þá þjóðfélagsþætti, sem leitt hafa af stökkbreytingum, sem nútímaþjóð- félög hafa gengið í gegnum á þessari öld. Hér á landi hafa þessar byltingar tekið skemmri tíma en víðast hver annars staðar. Þeim mun verri eru afleiðingamar fyrir heilsufarið. Staða heilsufarsmála er ekki einkamál heilbrigðiskerfisins eins og margir kunna að halda. Heil- brigðiskerfíð fæst fyrst og fremst við afleiðingar veikinda og hefur lítil afskipti af forsendum heilbrigðs lífs. Heilsufarið er öllum öðrum frem- ur almennt þjóðfélagsmál og allir eru sammála um, að heilsa fólksins er eitt helsta þjóðmálið. Nú þarf að hefjast handa við að móta þá þjóðfélagsþætti, sem áður vom nefndir, á þann veg, að þeir rækti mannlífið í stað þess að valda skaða. Það dugar ekki lengur að vaða blint áfram. Þróun samfélagsins á þrátt fyrir allt að þjóna manninum, heill hans og hamingju. Hvar stöndum við? Mynd 7 sýnir þróun meðalævinn- ar á tímabilinu 1850—1978. Þar sést, að ævilíkur nýfædds svein- bams vom orðnar 40 ámm hærri 1978 eií 1850. Ævilíkur karla, sem náðu að verða fertugir árið 1950, hafa hins vegar aðeins aukist um 12 ár. Sé sá ferill athugaður nánar kemur í ljós, að ævilíkur fertugra karla jukust mest á tímabilinu 1900—1950. Það er þó athyglis- verðast, að árin 30 fyrir 1950 jukust ævilíkur fertugra karla um 8 ár, en 28 árin eftir 1950 aðeins um 2 ár. Það er hefðbundin túlkun þess- ara upplýsinga að þrátt fyrir mikla uppbyggingu heilbrigðismálanna frá 1950 með níföldun útgjalda á föstu verðlagi hafa ævilíkur fer- tugra karla aðeins aukist um fjórðung þess, sem var tímabilið 1920—1950, þ.e. áður en sjúkra- þjónustan tók að vaxa svo mjög. Heilbrigðiskerfið hefur sem sé ekki staðið sig nógu vel, segja flestir. Þessi túlkun er röng að mínu mati. Það sem hér er að gerast er að áhrif þeirra þjóðfélagsþátta, sem helst ákvarða kvilla og sjúkdóma- far, hafa verið meiri á tímabilinu
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.