Morgunblaðið - 27.03.1987, Page 25

Morgunblaðið - 27.03.1987, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. MARZ 25 Gömul mynd frá félagsfundi í Óðni. Stétt með stétt! eftir Sólveigu Pétursdóttur Sumir menn eru fljótir að gleyma — einkum ef það, sem gleyma skal, er eitthvað óþægilegt eða vand- ræðalegt. Þannig eru það hreint ótrúlega margir alþýðubandalags- menn, sem virðast vera búnir að gleyma, eða þykjast vera búnir að gleyma, viðskilnaði vinstri stjórnar- innar árið 1983. Verðbólga mældist í þriggja stafa tölu, kaupmáttur launa í lágmarki, húsnæðismála- stefna stjómvalda undir forystu húsnæðisráðherra, Svavars Gests- sonar, var í molum. Eftir stjórnar- setu Alþýðubandalagsins, frá 1978 til 1983, hafði verðbólga færst frá 35 prósentustigum í 130 prósentu- stig. Verður það met vonandi aldrei eða mjög seint slegið. Svo var kom- ið málum, að Alþýðubandalagið, undir forystu Svavars Gestssonar, setti fram neyðaráætlun til fjögurra ára gegn kreppu og atvinnuleysi. Með þessar staðreyndir í huga gengu kjósendur að kjörborðinu í kosningunum árið 1983 og höfnuðu á eftirminnilegan hátt frekari af- skiptum Alþýðubandalagsins af stjómun íslands, a.m.k. næstu fjög- ur árin. Og þessum staðreyndum halda nú forystumenn Alþýðubandalags- ins að kjósendur séu búnir að gleyma. Það er svo sem ekkert skrýtið, því þeir eru nefnilega alveg búnir að gleyma því sjálfir. Rétt eins og óvitarnir, sem aðspurðir eru löngu búnir að gleyma því af hveiju buxurnar eu blautar — og hvort það sé þeim að kenna eða einhveijum öðmm! Nú getum við aftur Og nú eru alþýðubandalagsmenn komnir á kreik á ný — fjórum árum síðar. Líkt og ekkert hafi í skorist ganga þeir nú fram fyrir háttvirta kjósendur og bjóða þeim þjónustu sína. í leiðinni gera þeir lítið úr því, sem áunnist hefur á undan- fömu kjörtímabili og segja næstum að þetta sé bara tómur grís! Það hafi árað svo vel til lands og sjávar að það hafi verið ómögulegt annað en standa sig vel. í nýlegu kosn- ingablaði Þjóðviljans er grein eftir höfund, sem katlar sig AS. Ef að líkum lætur er hér um að ræða Ásmund Stefánsson, forseta ASÍ og frambjóðanda Alþýðubandalags- ins í Reykjavík. Greinin er rituð undir fýrirsögninni: „Frelsi ein- staklingsins eða fijálshyggja.“ Greinin hefst á þessum orðum: „Fé- lagsleg viðhorf verkalýðs- og vinstrihreyfingar, krafan um sam- stöðu og gagnkvæma ábyrgð eru í skarpri andstöðu við mannfyrirlitn- ingu þeirrar fijálshyggju, sem nú veður uppi hjá hægri öflunum. Sum- ir kunna á tímabili að hafa ruglast á hugtökunum hægri og vinstri en grimmdaráróður fijálshyggju- manna hefur að nýju dregið and- stæðurnar skýrt fram.“ Það virðast fleiri en Alþýðuflokk- urinn ætla að róa á atkvæðamið Sjálfstæðisflokksins, eða hvenær hefur Alþýðubandalagið stutt frelsi einstaklingsins í orði eða á borði? Er það ekki ÁS sjálfur, sem hér ruglar saman hugtökunum hægri og vinstri? Það væri að vísu ósköp gaman, ef frambjóðandinn væri með þessu að boða stefnubreytingu hjá Álþýðubandalaginu og þar með stefnu, sem tryggði frelsi einstakl- inga í fijálsu landi. Stefnu, þar sem sóst er eftir samstöðu stétta og gagnkvæmri ábyrgð, en á slíkri stefnu byggir Sjálfstæðisflokkurinn tilveru sína. En við nánari lestur á grein ÁS læðist að manni sá sann- leikur, að hér sé ekki verið að boða nýtt fagnaðarerindi. Frekar virðist hér vera um örvæntingarfullan kosningaáróður að ræða. Talað er um grimmdaráróður og mann- fyrirlitningu hægri aflanna. Þessi fullyrðing er í sjálfu sér ekki svara- hæf, en segir sitt um það svart- nætti, er nú ræður ríkjum í búðum Alþýðubandalagsins. Til slíkra full- yrðinga grípa menn í flokki, þar sem málefnafátækt er yfirþyrmandi og tilvistarvandi staðreynd. Óðinn — félag launþega í Sjálfstæðisflokknum Eitt af kjörorðum Sjálfstæðis- flokksins er: „Stétt með stétt.“ Það á rætur að rekja til Málfundafélags- ins Óðins, sem er félag sjálfstæðis- manna í verkalýðshreyfingunni og var stofnað árið 1938. Hið mikla fylgi Sjálfstæðisflokksins meðal verkamanna og launþega hefur frá stofnun Óðins verið dugmiklu starfi Óðinsmanna að þakka. Enn benda nýjar skoðanakannanir til þess, að fylgi Sjálfstæðisflokksins sé mjög mikið meðal þessara hópa, en af fáu öfunda andstæðingar sjálfstæðis- manna þá meir en þessu fylgi. Óðinsmenn, sem eru vafalaust með dyggustu stuðningsmönnum Sjálfstæðisflokksins, hafa beitt sér fyrir mörgum góðum málum. lfyrsta stórverkefni félagsins var að vinna að því, að leysa verkalýðs- samtökin skipulega úr þeim flokks- viðjum, sem þau voru þá reyrð í. Verkamenn máttu ekki kjósa í trún- aðarstöður innan sinna samtaka eða á alþýðusambandsþingum, nema þeir fylgdu Alþýðuflokknum að málum. Þeirþurftu jafnvel að undir- rita stefnuskrá hans. í öðru stórmáli létu Óðinsmenn einnig mikið til sín taka. Það voru húsnæðismál verka- manna. Þeir lögðu á það áherslu, að mönnum væri gefínn kostur á DÓMNEFND í ljóða- og smá- sagnasamkeppni á vegum Útgáfufélags framhaldsskól- anna, ÚFF, hefur lokið störfum og verðlaunað sex verk. Verkin sem dómnefndin hefur valið er þessi: í ljóðaflokki: Sólveig Pétursdóttir „Það virðast fleiri en Alþýðuflokkurinn ætla að róa á atkvæðamið Sjálf stæðisf lokksins, eða hvenær hefur Al- þýðubandalagið stutt frelsi einstaklingsins í orði eða á borði?“ að vinna sem mest sjálfir við bygg- ingu eigin íbúðar og komu því til leiðar, að su vinna yrði skattfijáls. Stefna Óðins var og er að tryggja verkamönnum stöðuga atvinnu og auka skilning og samstarf verka- manna og vinnuveitenda. Þessi stefna helst mæta vel í hendur við verk sjálfstæðismanna á síðasta kjörtímabili. I tíð núverandi ríkis- stjórnar hefur skapast gagn- kvæmt traust á milli ríkisstjórn- arinnar og aðila vinnumarkaðar- ins. Þessu trausti hefur ekki verið fyrir að fara í ríkisstjórnum með þátttöku Alþýðubandalagsins á undanfömum árum. Það er því von, að ÁS biðli til verkalýðshreyfingar- innar nú fyrir þessar kosningar. 1. Stjömur eftir Steinar Guð- mundsson. 2. 39 dagar eftir Þómnni Bjöms- dóttur. 3. Hugannir eftir Ugga Jónsson. Í smásagnaflokki: 1. Minningar spámanns eftir Garð- ar Amarson. 2. Skeljar eftir Ugga Jónsson. En eru menn og konur þar jafn fljót að gleyma og forystumenn Ál- þýðubandalagsins? Tæplega. Hvað gerði Alþýðu- bandalagið fyrir verka- lýðshreyfinguna? Undir forystu Sjálfstæðisflokks- ins hefur markvisst verið unnið að því undangengin fjögur ár að reisa við efnahagslíf þjóðarinnar og bæta kjör almennings. Jafnhliða hefur verið losað um hömlur og höft á ýmsum sviðum og grunnur lagður að alhliða framförum. Þegar Al- þýðubandalagið fór frá árið 1983, eftir 5 ára stjómarsetu, blasti við rekstrarstöðvun fjölda fyrirtækja og víðtækt atvinnuleysi í frámhaldi af þeirri verðbólguþróun, sem minnst var á í upphafí þessarar greinar. Þegar Alþýðubandalagið fór frá völdum árið 1983 námu erlendar skuldir landsins 60% af þjóðarfram- leiðslu og stefndu mun hærra. Efnahagslegu sjálfstæði þjóðarinn- ar var stefnt í voða. Á valdaferli Alþýðubandalags- ins 1978—83 voru verðbætur á iaun skertar 14 sinnum og geng- islækkanir voru fleiri en nokkru sinni fyrr. Um samráð við verkalýðshreyf- inguna á þessum árum sagði Ásmundur Stefánsson, forseti ASI, í Þjóðviljanum 24. ágúst 1982: „Því er fljótsvarað. Það hefur ekkert verið og vegna ummæla einstakra ráðherra verður að taka skýrt fram, að formlegt samráð við ASÍ hefur ekki átt sér stað.“ Óðinsmenn hafa mótað þjóðholla og ábyrga stefnu í verkalýðsmálum. Sú stefna sameinar það tvennt, að bæta svo sem verða má lífskjör verkamanna og annarra launþega og stuðla um leið að eflingu fram- leiðslu og heilbrigðari efnahags- þróun í landinu. Þeir hafa hafnað stéttasundrungarstefnu Alþýðu- bandalagsins og fylkt sér undir merki Sjálfstæðisflokksins undir kjörorðinu „Stétt með stétt". Varla verða þeir sakaðir um mannfyrirlitningu fyrir vikið! Höfundur er lögfrædingur og skipar 8. sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins við komandi kosningar. 3. Þegar ég opnaði... eftir Elsu Valsdóttur. í fréttatilkynningu frá Útgáfufé- lagi framhaldsskólanna segir að þau ljóð og sögur sem bárust verði gefín út í bókaformi og að fyrir- hugað sé að bókin komi út fyrir skólaslit í vor. Úrslit 1 ljóða- og smásagna- keppni framhaldsskólanema ALBERT Hver er'ann? Hvað gerð'ann? Hverjir styðj'ann? Sagð'ann ósatt I þingflokknum? Er Þorsteinn Pálsson að missa tökin i Sjálf- staeðisflokknum? ÁLAFOSS Fram- kvæmdasjóður á Álafoss. Fyrir- tækiö skuldar 1000 milljónir. Samningar um að SÍS yfirtaki Álafoss? Það er spurning. TOMAS Helgason geðlæknir ! opnuviðtali. Hann er bróðir Ragnhildar Helgadótt- ur ráðherra, sonur Helga Tómassonar og fer á sklði á sumardaginn fyrsta! NÚ eru tannlæknar farnir að lakka tennur skólabarna I Reykjavik. Eru Karíusog Baktus að verða húsnæðislausir? Eða gamli tannburstinn að verða óþarfur? 13 ARA leikhús- stjóri Magnús Geir Þórðarson ( viðtali... H> FRAMDRIF ÍSLENSKRA FJÖLMIÐLA

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.