Morgunblaðið - 27.03.1987, Síða 30

Morgunblaðið - 27.03.1987, Síða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. MARZ Bandaríkjamenn af sér spikið Regluleg ganga er átakaminni og jafnvel heilsusamlegri en skokk New York. Reuter. NÚ geta menn faríð að leggja á hilluna leikfimigallann og hlaupaskóna, önnur og átaka- minni aðferð við að ná af sér ístrunni og aukakilóunum er að komast i tísku. Hér er átt við venjulega göngu, nýjasta heilsu- ræktaræðið í Bandaríkjunum. Gangan er ekki síðri en skokkið við að brenna óþarfa hitaeiningum og hún hefur jafnvel betri áhrif á likamann og hjartað. Á síðasta ári stunduðu um 30 milljónir Banda- ríkjamanna göngu reglulega og nærri tvær milljónir lögðu a.m.k. 48 km að baki á viku hverri. Göngu- mennimir, sem margir hveijir hafa aldrei iðkað neins konar líkams- Káre Willoch tekur við embætti forseta Alþjóðasamtaka hægrí- flokka. rækt, eru nú miklu fleiri en þeir, sem stunda aðrar íþróttir sér til heilsubótar. „Gangan er nú á sama stigi og skokkið var snemma á síðasta ára- tug,“ sagði Harvey Lauer, starfs- maður fyrirtækis í New York, sem annast skoðanakannanir um íþróttaiðkan. „Sumir hafa stundað hana árum saman án þess, að nokk- ur hafi tekið eftir því. Skokkarinn fer ekki framhjá neinum en fáir taka eftir göngumönnunum." Langt er um liðið síðan læknar tóku að ráðleggja fólki, sem þjáðist af hjarta- eða lungnasjúkdómum, offítu eða öðrum krankleika, að ganga sér til hressingar. Rösk ganga er mjög góð fyrir æðakerfíð, lækkar blóðþrýsting og minnkar Iíkamsfítuna. í samanburði við hlaup er lítil hætta á meiðslum. Þegar gengið er leggst hálf önnur líkamsþyngdin á fótinn en á hlaup- um rúmlega þrefaldur líkamsþung- inn. Gönguáhuginn hefur alið af sér alls konar starfsemi og þjónustu, t.d. hafa gönguklúbbar skotið upp kollinum um land allt og í nýju tíma- riti, sem gefíð er út í hálfrí milljón eintaka, er fyallað um göngu frá öllum hliðum. í öllum stærri borgum eru nú komnar verslanir, sem ein- göngu hafa á boðstólum gönguskó og annan búnað fyrir göngumenn. Sovétríkin: John Fleming (í miðjunni á milli lögreglumanna) við komuna til Heathrow í gær. Menn frá Scotland Yard gengu þegar um borð í vélina, handjárnuðu Fleming og fluttu hann á brott til yfirheyrslu. Hann er grunaður um að vera höfuðpaurínn í ran- inu mikla á Heathrow-flugvelli í nóvember 1983. Bretland: John Fleming loksá valdi rétt- vísinnar London, Reuter. BRETINN John Fleming, sem framseldur var frá Bandaríkjun- um á miðvikudag, var i gær yf irheyrður vegna meintrar þátt- töku hans i mesta ráni, sem nokkru sinni hefur veríð framið í Bretlandi. Gerðist það á Heat- hrow-flugvelli í nóvember 1983, er sex vopnaðir menn helltu bensíni yfir varðmenn í vöru- geymslu þar og hótuðu að bera eld að þeim, ef þeir afhentu ekki lyklana að öryggisgeymslunum. Talið er, að ræningjamir hafi haft á brott með sér gull og gim- steina að værðmæti 40 millj. dollara (um 1,600 millj. ísl. kr.) Fleming, sem er 45 ára gamall, var settur um borð í flugvél í Miami í Bandaríkjunum á miðvikudags- kvöld. Er flugvélin lenti í Heathrow, gengu lögreglumenn þegar um borð í vélina, handjámuðu Fleming og fluttu hann á burt með sér til yfír- heyrslu. Hann hefur hins vegar ekki verið ákærður enn. Á meðan Fleming dvaldist í Bandaríkjunum, reyndi hann hvað eftir annað að fá leyfi dómsyfir- valda til að fá að fara til Panama, Dóminíkanska lýðveldisins, Perú, Venésúela og Nicaragua en árang- urslaust. Lögfræðingar hans hafa jafnan haldið því fram, að hann sé saklaus af ráninu í Heathrow. Tveir af ræn- ingjunum og einn úr hópi öryggi- svarðanna hafa verið’ dæmdir í fangelsi vegna ránsins. Káre Willoch forseti IDU KÁRE Willoch, fyrrum forsætis- ráðherra Noregs og núverandi formaður utanríkismálanefndar Stórþingsins, verður kjörinn for- seti Alþjóðasambands hægri- flokka, IDU, í september, og mun hann taka við af Alois Mock, ut- anríkisráðherra Austurríkis. Willoch verður kjörinn forseti IDU, þegar fulltrúar hægriflokk- anna koma saman til fundar í Vestur-Berlín í september. Meðal þátttakenda verða Helmut Kohl, kanslari Vestur-Þýskalands, Marg- aret Thatcher, forsætisráðherra Bretlands, George Bush, varafor- seti Bandaríkjanna, Jacques Chirac, forsætisráðherra Frakklands og Susumu Nikaido, varaformaður Fijálslynda lýðræðisflokksins í Japan. -Þetta er í fyrsta sinn sem norr- ænn hægrileiðtogi tekur við for- ystustarfí innan IDU, sagði Svein Grönnem, aðalritari norska Hægri- flokksins í viðtali við Aftenposten. -Það var ánægjulegt, hversu góðar viðtökur framboð Willochs fékk, og hann hefur þar nú mjög sterka stöðu innan samtakanna. 200.000 embættísmenn sakaðir um spillingu Moskvu, AP. 200.000 sovéskir embættismenn voru sakaðir um spillingu og tóku út viðeigandi refsingu á síðasta ári, að því er skýrt var frá í Prövdu, málgagni sovéska kommúnistaflokkins, í gær. Alexander Rekunkov yfírsak- sóknari ritaði langa grein í mál- gagnið um herferð stjómvalda gegn spillingu. Rekunkov gat þess ekki í hveiju refsing embættismannanna hefði verið fólgin en bætti við að enn væru menn að störfum sem gerst hefðu sekir um spillingu. Rek- unkov gagnrýndi einnig þá sem hann sagði standa í vegi fyrir um- bótaherferð Mikhails S. Gorbachev Sovétleiðtoga. í greininni var harðlega vegið að þeirri spillingu og pukri sem ein- kenndi valdaskeið Brezhnevs fyirum Sovétleiðtoga þó svo að nafns hans væri hvergi getið. Þá var landslýður hvattur til þess að tilkynna um embættisglöp opin- berra starfsmanna. Rekunkov sagði að spilling hefði náð að festa rætur innan dómskerfísins en unnið væri að því að uppræta hana. Háttsettum embættismönnum hefði verið vikið frá en enn væri dug- og ábyrgðar- leysi of áberandi. Greinarhöfundur gat þess ekki hversu margir þeirra sem fengu að kenna á refísvendi umbótanna hefðu starfað innan dómskerfísins eða á vegum öryggislögreglunnar (KGB). Á síðasta ári vom 60.000 ólögmætar ákæmr embættismanna bomar til baka og 11.000 verka- menn, sem reknir höfðu verið úr starfí fyrir rangar sakir, fengu upp- reisn æm, að því er sagði í Prövdu. í lok greinar sinnar hvatti Rek- unkov til þess að lögleidd yrðu hert refsiákvæði við spillingu. Sagði hann að afglöp og ósvífni embættis- manna hefðu kostað Sovétríkin milljónir rúblna og nefndi því til sannindamerkis víðtæka spillingu sem uppvíst varð um í Sovétlýðveld- inu Uzbekistan á síðasta ári. Sendiherra Eþíópíu biðst hælis í Bandaríkjunum. Tókló, Reuter, AP. SENDHIHERRA Eþíópíu f Tókió, Abebe Kebede, hefur beðið um pólitískt hæli í Banda- ríkjunum, að þv í er starfsmenn japanska utanríkisráðuneytisins sögðu í dag. Reuter-fréttastofan Framtíð Macau kínversk eftir 1999 Peking, Reuter. FULLTRÚAR Kínveija og Portúgala gengu loks endan- lega frá samningi sínum varðandi smánýlenduna Macau á ströndum Kfna. Portúgalar hafa ráðið þessu svæði í fjögur hundruð ár. Eins og við hafði veríð búizt var samið um, að Kínveijar tækju við stjórn Mac- au áríð 1999, nánar tiltekið þann 20.desember. Eins og fram hefur komið í fréttaskýringu í Morgunblaðinu nýlega, var í reynd enginn telj- andi ágreiningur um það, hvort Kínveijar tækju við stjóm Macau, heldur, hvenær það yrði, og þó fyrst og fremst, hvemig hags- munir þeirra 40-60 þúsund manna í Macau sem hafa bæði portú- galskt og kínverskt vegabréf yrðu bezt tryggðir. Nú hefur verið um það samið, að þeir haldi þessum tvíþætta ríkisborgararétti, en héð- an af tjói ekki fyrir fleiri að sækja um slíkt og að engin diplómatisk vemd verði veitt þeim sem hafa tvöfaldan ríkisborgararétt um- fram aðra eftir 1999. Aðalfulltrúi Portúgala í Ioka- viðræðunum við Kínveija var Rui Medina. Hann skálaði í kampavíni við aðalsamningamann Kínveija , Zhou Nan, í Peking í dag. Báðir fögnuðu, að samkomulag hefði náðzt og væri það til merkis um vináttu Kína og Portúgals og beggja tveggja sveigjanleika. Zhou sagði, að Taiwan væri nú eina kínverska svæðið, sem væri utan yfírráða eða væntanlegra yfírráða Alþýðulýðveldisins, en nú hlyti röðin að koma að Taiwan, væntanlega fyrir árið 2000. Kínveijar munu ekki breyta efnahagskerfi Macau, né heldur hrófla við spilavítunum, sem eru ein helzta tekjulind Macau. hefúr það eftir heimildum innan sendiráðsins, að sendiherrann, kona hans og fimm börn hafi ekki sézt síðustu tvær vikur. Mál manna er að sendiherrafjöl- skyldan haldi til í bandaríska sendiráðinu í Tókíó, en það hefur ekki fengizt staðfest. Abebe er rúmlega fertugur að aldri og tók við embættinu í júlí 1985. Sendi- ráðswmaður í Japan hefur ekki leitað eftir að fá pólitískt hæli síðan pólski wsendiherrann í Japan leit- aði hælis árið 1981, einnig í Bandaríkjunum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.