Morgunblaðið - 27.03.1987, Síða 31

Morgunblaðið - 27.03.1987, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. MARZ 31 Rúmlega 50.000 íbúar Sao Reuter Paulo tóku þátt í atkvœða- Það dettur hvorki né drýpur greiðslu um hvort borgarstjór- af Janio Quadros, borgarstjóra inn ætti að snúa aftur úr Sao Paulo, þótt á móti blási. sumarfríi í Evrópu. I Sao Paulo taka stjórnmál á sig undarlegar myndir JANIO Quadros, borgarstjóri Sao Paulo, stærstu borgar á suður- hveli jarðar, og fyrrum forseti Brasilíu, hefur með stjórnarháttum sinum hvað eftir annað valdið ólgu og ýfingum. Deilumar um Quadros náðu há- marki í febrúar þegar hann skrifaði undir lög um að smíða bílageymslur undir nokkrum þeirra fáu gróður- vinja, sem leynast hér og þar milli óhreinna, grárra skýjakljúfa í stór- borginni. Fjóldi borgara fylltist bræði og yfirvöld i borginni eru í þeirri að- stöðu að þurfa að stefna borgarstjór- anum fyrir brot á umhverfisvemdar- lögum ef hann gerir útboð til að grafa út bílageymslumar. Fjrrr í borgarstjómartíð sinni ráð- gerði Quadros að reisa byggingu fyrir borgina. Sá galli var á gjöf Njarðar að 300 þúsund manns hefðu þurft að flytjast búferlum til þess að heija mætti framkvæmdir. Horfið var frá þessum ráðagerðum vegna andstöðu almennings. Menn eru ekki gætnir í orðavali þegar deilt er um hinn sjötuga borg- arstjóra, en Quadros sneri aftur á svið stjómmálanna með glæsilegum árangri þegar hann var kjörinn í embætti árið 1985. Hann var forseti Brasilíu í sjö mánuði árið 1961. Af- sögn hans hefur akdreu verið skýrð til fulls, en hún kom af stað öng- þveitinu, sem leiddi til valdatöku hersins árið 1964. Walter Feldman læknir situr í borgarstjóm Sao Paulo fyrir stjóm- arandstöðuna. Hann hefur tekið saman 570 blaðsíðna skýrslu um Quadros og krafist þess fyrir rétti að hann verði látinn sæta geðrann- sókn. „Ég er þess fullviss að maðurinn ætlar eyðileggja borgina," segir Feldman, félagi í Flokki lýð- ræðisfylkingarinnar. Krafa Feldmans hefur verið lögð fyrir félagsdóm. Quadros ypptir ein- faldlega öxlum þegar hann er minntur á aðgerðir Feldmans og eitt sinn svaraði hann fullum hálsi: „Það mætti athuga hvort borgarstjómar- fulltrúinn sé með alnæmi." Feldman var ekki lengi að bregð- ast við og sýndi skömmu síðar læknisvottorð um að hann væri ekki haldinn alnæmi á borgarstjómar- fundi. Feldman hefur gripið til annarra ráða til að beita borgarstjórann þrýstingi. í síðustu viku lét hann fara fram atkvæðagreiðslu um hvort íbúar Sao Paulo vildu að Quadros kæmi heim úr sumarfni í Evrópu, eða sneri aldrei aftur. í þessari viku var tilkynnt að 57.228 manns hefðu tekið þátt í atkvæðagreiðslunni og hefðu 53.341 verið þeirrar hyggju að Quadros ætti ekki að koma aftur. Þessi atkvæðagreiðsla hefur ekki lagalegt gildi, en að baki hennar stóðu ýmis stéttarfélög. Má þar nefna félag lögfræðinga, kennara, starfsmanna almenningsfarartækja og málmiðnaðarmenn. „Bílageymslumar eru bijálæðis- legasta hugmyndin hans,“ sagði miðaldra kona, sem greiddi at- kvæði. Önnur kona kvartaði undan strætisvagna- og lestafargjöldum, sem borgarstjórinn hefur hækkað um 233 prósent. Andstæðingar bílageymslanna kveðast þess fullvissir að aldrei verði hafist handa við að gera bílageymsl- umar og íbúar Sao Paulo, sem em sextán milljónir, geti áfram notið hinna fáu gróðurreita í borginni. „Hann gleymir væntanlega btla- geymslunum í fríi sínu — og kemur aftur með einhveijar nýjar hug- myndir," sagði lögfræðingurinn Marco Antonio de Barros, sem starf- ar í umhverfísráði borgarinnar. Quadros, sem meira að segja hef- ur sjálfur sektað menn fyrir að bijóta af sér í umferðinni, iðrast einskis. Og hann er sannfærður um að stjómartíð hans muni ljúka farsæl- lega. „Vinsældir og fylgi valda mér síður en svo hugarangri. Eftir fyrsta ár mitt í embætti verð ég grýttur, eftir annað árið mun fjöldinn hylla mig og eftir þriðja árið mun hann bera mig á öxlum sér,“ sagði Quad- ros í blaðaviðtali fyrr ( þessum mánuði. „Ég mun fara úr embætti með lárviðarsveig á höfði eins og sigursæll rómverskur hershöfðingi. Viðtalstími borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins verða til viðtals í Valhöll Háaleitis- braut 1, á laugardögum frá kl. 10-12. Er þar tekið á móti hvers kyns fyrir- spurnum og ábendingum og er öllum borgarbúum boðið að notfæra sér viðtalstíma þessa. Laugardaginn 28. mars verða til viðtals Magnús L. Sveinsson forseti borgar- stjórnar og formaður Innkaupastofnunar Reykjavíkur, Helga Jóhannsdóttir í stjórn umferðanefndar og SVR og Hulda Valtýsdóttir formaður menningarmála- nefndar. PILUKAST Pílur 3 stk. kr. 194-2.300. Allt til pílukasts fyrir byrjendur jafnt sem keppendur Pílusett 3 pílur og skífa kr. 484-852. Skífur kr. 666—2.600. Öryggispílusett kr. 630—839. Ármúla 40. ★ Sendum f pöstkröfu. ★ Kreditkortaþjónusta |Sími 35320. 414RI D NÚ ER ÓPARFIAÐ SLEPPA AÐ SMYRJA « * 1 ? ffy f1* T $ ). f . ' . ' • 1 AUK hf. 9.169/SlA

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.