Morgunblaðið - 27.03.1987, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. MARZ
37
Mjólkursamlag KEA:
Smjörvasalan orðín
svipuð og smjörsalan
- segir Þórarinn E. Sveinsson, mjólkursamlagssljóri,
en samlagið sér öllu landinu fyrir smjörva
SALA á smjörva hefur aukist
jafnt og þétt frá því framleiðslan
hófst fyrir um 5 árum. Á móti
hefur sala á smjöri minnkað og
er nú svo komið að smjörvasalan
er orðin svipuð og smjörsalan.
Þetta kom fram i samtali við
Þórarin E. Sveinsson, mjólkur-
samlagsstjóra á Akureyri, en
Mjólkursamlag KEA sér öllu
landinu fyrir smjörva.
Neyslubreyting
Þórarinn sagði að þessi breyting
væri hluti af þeirri neyslubreytingu
sem ætti sér stað í þjóðfélaginu,
fólk teldi smjörvann hollari, en einn-
Sjónvarp
Akureyri
FÖSTUDAGUR
27. mars
18.00 Ástarævintýri (Falling in
Love). Bandarísk kvikmynd með
Robert de Niro og Meryl Streep
í aðalhlutverkum. Molly og
Frank rekast hvort á annað í
jólaösinni á Manhattan. Fliss-
andi fara þau hvort í sína áttina.
Um vorið hittast þau aftur af til-
viljun og þá byrjar ævintýriö.
19.50 Viðkvæma vofan. Teikni-
mynd.
20.15 Benny Hill. Breskur gaman-
þáttur.
20.50 Klassapiur.
21.20 Geimálfurinn.
21.50 Elsku skaltu nágranna þinn
(Love Thy Neighbour). Tvenn
hjón hafa verið nágrannar um
árabil og börn þeirra leikfélagar.
Málin flækjast verulega þegar
eiginmaðurinn og eiginkonan
úr sitt hvoru húsinu stinga af
saman.
23.30 Hættustörf í lögreglunni
(Muggable Mary). Bandarísk
sjónvarpsmynd með Karen Va-
lentine, John Getz og Anne
DeSalvo. Einstæð móðir fær
stad í sérsveitum lögreglunnar,
til að sjá sér og sínum farborða.
Henni reynist erfitt að sam-
ræma spennandi starf uppeldi
sonar sins.
1.10 Alcatraz. Seinni hluti banda-
rískrar sjónvarpsmyndar um
flótta úr einu rammgerðasta
fangelsi í Bandaríkjunum á eyj-
unni Alcatraz. Aöalhlutverk:
Telly Savalas, Michael Beck,
Art Carney og James Macrthur.
ig kæmi það til að smureiginleikar
hans væru betri en smjörsins.
Smjörvinn kæmi alltaf mjúkur úr
ísskápnum. Annað dæmi um þessa
neyslubreytingu er samdráttur í
sölu á nýmjólk en aukning í létt-
mjólk og undanrennu. Aftur á móti
hefur sala á ijóma aukist.
Heimamarkaður Mjólkursamlags
KEA breytist á svipaðan hátt og
heildarmjólkurmarkaðurinn, að
sögn Þórarins. Um mitt síðasta ár
fór salan að aukast og hefur aukn-
ingin haldið áfram. Þórarinn sagðist
ekki vita skýringarnar á þessu, en
sagði að auglýsingar mjólkurdags-
nefndar og skólamjólkin ættu
örugglega einhvern hlut að máli.
500 tonn á ostalager
Um 30% af innveginni mjólk hjá
Mjólkursamlagi KEA fer sem dag-
vörusala, það er mjólk, léttmjólk,
undanrenna, ijómi, súrmjólk, jógúrt
og kotasæla, en um 70% framleiðsl-
unnar er ostar og smjör. Samlagið
er annað stærsta mjólkursamlag
landsins og eru framleiðsluvörur
þess nærri helmingur af þeim vör-
um sem Osta- og smjörsalan í
Reykjavík sér um sölu á. Samlagið
er eina mjólkursamlagið á landinu
sem framleiðir smjörva, eins og
áður segir, en það er líka eina sam-
lagið sem framleiðir óðalsost og
kotasælu. Þórarinn sagði að óðals-
osturinn væri sú ostategund sem
gæfí lang skásta verðið í útflutn-
ingi, en hann er svo til eingöngu
fluttur til Bandaríkjanna. Miklar
birgðir af osti eru nú í landinu og
Síðasta
sýningar-
helgin hjá
Bjarna
SÝNINGU Bjarna Einarssonar í
Dynheimum lýkur um helgina.
Hún er opin frá kl. 17.00 til 21.00
í kvöld, á morgun og á sunnudag-
inn. Bjarni sýnir þarna olíumál-
verk og sáldþrykksmyndir unnar
á síðustu árum. Sýningin hefur
staðið yfir í hálfan mánuð.
er stór hluti þeirra geymdur í kæli-
geymslum Mjólkursamlags KEA,
líklega um 500 tonn, að sögn Þórar-
ins.
20% af mjólkurfram-
leiðslu landsins
Á svæði Mjólkursamlags KEA
eru 250 mjólkurframleiðendur í
Eyjafjarðarsýslu og vestustu hrepp-
um Suður-Þingeyjarsýslu. Innvegin
mjólk hjá samlaginu var 21,7 millj-
ónir lítra á síðastliðnu ári, en það
er svipuð framleiðsla og mörg und-
anfarin ár, eða tæp 20% af mjólkur-
framleiðslunni í landinu. Er það
næststærsta mjólkursamlag lands-
ins, næst á eftir Mjólkurbúi
Flóamanna á Selfossi.
Kúabúin í Eyjafírði eru tiltölu-
lega stór. Heildarmjólkurinnleggið
var að meðaltali 87 þúsund lítrar á
hvem framleiðanda á síðásta ári,
en landsmeðaltalið er undir 60 þús-
und lítrum. Flestir mjólkurframleið-
endur í Eyjafírði eru með 90—110
þúsund lítra framleiðslu á ári, en
nokkrir eru með framleiðslu á bilinu
250—280 þúsund lítra á ári.
Mjólkurframleiðsla samlagsins
var 24—25 milljónir lítra á ámnum
1978-79, þegar framleiðslan náði
hámarki, en framleiðslugeta stöðv-
arinnar er enn meiri, eða um 30
milljónir lítra. Getur samlagið bætt
við sig allri framleiðslu mjólkursam-
lagsins á Húsavík, svo dæmi sé
tekið, án þess að þurfa að leggja í
viðbótarfjárfestingu.
„Mjólkursamsala
Norðurlands“
Mjólkursamlögin á Norðurlandi
hafa átt í viðræðum um samvinnu,
eða jafnvel sameiningu. Þórarinn
vinnur með nefnd samlaganna sem
fjallað hefur um þessi mál í heilt
ár. Hann sagði að nefndin gengi
út frá því að öll samlögin verði til
áfram, en vinnsla þeirra verði sér-
hæfð. Samlögin myndu þá einbeita
sér að framleiðslu ákveðinnar vöru
og ætti það að geta gert framleiðsl-
una ódýrari, en mjólkin yrði þá að
einhveiju leyti flutt á milli samlag-
anna á tankbílum. Öll samlögin
yrðu sett undir eina stjóm. Þá
þyrfti að reyna að finna önnur verk-
efni fyrir samlögin til að vinna að,
en ef það tækist ekki gæti komið
til þess að éinstaka samlög legðust
alveg niður, nema mjólkurfram-
leiðslan ykist aftur.
Morgunblaðið/Helgi Bjamason
Þórarinn E. Sveinsson, mjólkursamlagsstjóri, grípur i pökkun nýrr-
ar súrmjólkurtegundar, svokallaðrar ab-mjólkur.
Ostafjallið á Akureyri. í kæligeymslu Mjólkursamlags KEA eru nú
um 500 tonn af ostum.
Oli G. Jóhannsson
sýnir í Gamla Lundi
ÓLI G. Jóhannsson, Iistmálari,
heldur málverkasýningu í Gamla
Lundi um helgina. Óli opnar sýn-
inguna á morgun, laugardag, kl.
15.00, og verður hún einungis
opin á morgun og sunnudag.
Báða dagana verður opið frá kl.
15.00-22.00. Að sögn Óla verða á
sýningunni bæði myndir gerðar
með akrýl á pappir og oliumál-
verk.
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Óli að leggja siðustu hönd á eitt verkanna í vinnustofu sinni.
Styðjum Þór til sigurs
Strákarnir komu úr 3. deild í fyrra — fara þeir beint upp í 1. deild?
Um leið og handknattleiksdeild Þórs þakkar Akureyrint/um frábæran stuðning í iret-
ur, hvetur hún alla til að mæta á úrslitaleikinn gegn IBV í kvöld kl. 20.
látið AFRAM Þ0R hljóma
í HÖLLINNI í KVÖLD,
ÞAÐ GETUR SKIPT SKÖPUM.
Handknattleiksdeild Þórs.
jw
HERRADEILD
'sBrti SíÆkk tfkvöR?
'REmíwua y y BATASMiajA