Morgunblaðið - 27.03.1987, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 27.03.1987, Qupperneq 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. MARZ Er aðförin að Albert Guðmundssyni samsæri? eftir Erling B. Thoroddsen Skrif Helgarpóstsins um afslátt- argreiðslur Hafskips til Alberts Guðmundssonar hafa óneitanlega vakið upp ýmsar spumingar hjá einum og ýtt óþyrmilega við öðrum og hafa jafnframt skapað mikla spennu í röðum sjálfstæðismanna. Fjölmiðlar hafa tekið þessari frétt fegins hendi. Formaður Sjálfstæðis- flokksins kom fram fyrir alþjóð og sagði næsta lítið, annað en það að hann hefði þegar rætt þessi mál við Albert og að hann ætlaði að ræða þetta mál við hann aftur þeg- ar hann kæmi heim. Pólitísk aftaka Alberts er yfirvof- andi. Óvægnir andstæðingar hans úr röðum Sjálfstæðisflokksins eru reiðubúnir að sparka honum. Rýmk- ast þá fyrir pólitískum framagosum, sem aldrei hafa viljað hann, og gamlar erjur ætla að fá óvænt enda- lok. Andstæðingar Sjálfstæðis- •-flokksins kíma, og eru tilbúnir að hremma til sín þau atkvæði, sem skipta um skoðun vegna þessa máls? Og forysta annarra flokka er ekki búin að láta frá sér heyra, er þetta er fest á blað. Þar má ekki láta óvænt úr hendi rakna. En er þetta mál eins slétt og fellt og virðist í framsetningu Helg- arpóstsins? Er þessi áhrifaríka tímasetning á birtingu fréttarinnar tilviljun? Eða er þetta spil úthugs- að, svo að andstæðingar Alberts nái að veita honum banahöggið? Mér, leikmanninum, er það undr- unarefni hversu allt ætlar að ganga upp. Þá eru mér efst í huga nokkur eftirfarandi atriði: 1. Landsþingi Sjálfstæðisflokksins er nýlega lokið. Ekki rekur mig minni til að þessi mál hafi borið á góma þar. Hvers vegna ekki? Voru bræðralagið og samheldnin þar svo mikil, að svona „smá“- mál gleymdust? Eða, það sem ég álít öllu sennilegra, hefði þetta „stór“mál splundrað sam- einingunni og skipt flokknum upp í hin stríðandi öfl, sem hann hefur verið undanfarin ár? 2. Þinglausnir fóru fram daginn sem fréttin var birt. Var það til- viljun? Var það samsæri við Albert? Ef svo, þá samsæri hverra? 3. Albert var erlendis. Var það til- viljun? Eða máttum við eiga von á því, að hann kæmi heim með sama glæsibrag og fjármálaráð- herra, þegar hann kom heim frá París fyrr í vetur? Eða var til þess ætlast að hann kæmi heim eins og sneyptur hundur, tilbú- inn að sleikja hönd húsbónda síns? Tilbúinn að hlýða honum í einu og öllu. 4. Fréttafundur fjármálaráðherra. Var til hans stofnað af tauga- veiklun, eða var hann að reyna að firra sig því að hafa rætt þessi mál við Albert en ekkert aðhafst? Eða var hann aðeins að segja alþjóð að hann gæti ekki tjáð sig um málið. Fjár- málaráðherra veit ekkert í sinn haus, eða hvað? 5. Framboðsfrestur er að renna út. Verði Albert sparkað, þá er tímasetningin hámákvæm. Hon- um vinnst þó lítill tími til að taka ákvörðun um sérframboð. Hann gæti lent í tímahraki. Með þessi ofantalin atriði í huga kemst ég ekki hjá því að líta svo á, að þessi tímasetning sé ekki til- viljun og að fréttin sjálf sé sett fram með því hugarfari að koma höggi á Albert. Og ef hún hefur verið sett fram og tímasett með vitneskju einhverra forkólfa innan Sjálfstæð- isflokksins er það að mínu mati öllu alvarlegra mál en það sem Al- bert er í. Eg ætla ekki að verja skattamál Alberts. Skiptir mig engu hvort hann var fjármálaráðherra eða ekki þegar afsláttargreiðslumar bárust honum. Hafí honum eða fyrirtæki hans láðst að telja þessa peninga fram hefur hann tækifæri til að gera leiðréttingu á sínu framtali eins og aðrir þegnar þessa lands. í mínum augum verður hann sá sami. En fyrst þessi umfjöllun er nú komin af stað og aftaka Alberts yfirvofandi væri þá ekki tilvalið að gefa fleiri þingmönnum og þing- mannsefnum Sjálfstæðisflokksins tækifæri til þess að upplýsa alþjóð um hvort þeir hafi einhvem tímann fengið bankað upp á hjá sér frá skattrannsókn, eða fengið bréf með fyrirspumum sem hafa svo leitt til þess, að einhver aukaskattur hafi verið lagður á þá vegna einhvers smáræðis, sem hafði ekki komið fram í bókhaldinu, ellegar gleymst. Að þessum upplýsingum fengnum mætti spyrja þá sem ekki gæfu sig fram, hvort þeir hefðu nokkru gleymt og hvort þeir vildu þá ekki senda skattrannsóknarstjóra línu og gera leiðréttingu á framtölum sínum ef svo væri. Hinum, sem hafa engu að leyna fyrir skattrann- sóknarstjóra, ætti þá einum að vera treystandi fyrir máli Alberts. Slíkir menn eru heilagir og ósnertanlegir. Efa ég að þeir fínnist margir innan raða Sjálfstæðisflokksforystunnar svo fullkomnir. Viðbrögð almúgans eru misjöfn. Þó held ég að fæstir þeirra, sem sjónvarpsfréttamenn spurðu á förn- um vegi í dag og töldu að Albert ætti að sitja áfram, hafí verið stuðn- ingsmenn Sjálfstæðisflokksins. Glæpurinn er í þeirra augum ekki stærri en það. Fólkið lét ekki blekkj- ast af þessu sjónarspili. Forystumönnum Sjálfstæðis- flokksins er vandi á höndum, sem stafar aðallega af þeirra eigin klaufaskap. Svo barnalega hafa þeir hlaupið til og tekið óhöndug- lega á einföldu máli, að þeir eru að klúðra því. Þetta er ekki í fyrsta og eina skiptið, sem þeir klúðra einföldum málum vegna harðsvír- aðra eija um völd og stóla. Er ekki kominn tími til að bera klæði á „bakstunguhnífana" og fara að vinna heilir að málum flokksins og einbeita sér að væntanlegum kosn- ingum. Látið andstæðinga flokksins um róginn og tortryggnina. Reynið að vinna traust þeirra kjósenda, sem ennþá trúa á frelsi til athafna. Sjálfstæðisflokkurinn er eini stjóm- málaflokkurinn sem höfðar til mín og margra annarra, á meðan flokk- ur hægra megin við hann hefur ekki verið stofnaður. Stefnan er nokkuð rétt, þó framkvæmd hennar sé það ekki alltaf. Flokkurinn hefur verið alltof eftirgefanlegur í brýn- um málum. Og samheldnin orðin tóm. Togstreitan um völdin hefur kostað flokkinn alltof mikið. Ef Sjálfstæðisflokkurinn klofnar nú út af þessu máli og Albert fer í sér- framboð var betur heima setið og étið súrt. Höfundur er skrifstofumaður. Erlingur B. Thoroddsen „En fyrst þessi umfjöll- un er nú komin af stað og aftaka AJberts yf ir- vofandi væri þá ekki tilvalið að gefa fleiri þingfmönnum og þing-- mannsefnum Sjálfstæð- isflokksins tækifæri til þess að upplýsa alþjóð um hvort þeir hafi ein- hvern tímann fengið bankað upp á hjá sér frá skattrannsókn, eða fengið bréf með fyrir- spurnum sem hafa svo leitt til þess, að einhver aukaskattur hafi verið lagður á þá, vegna ein- hvers smáræðis, sem hafði ekki komið fram í bókhaldinu, ellegar gleymst.“ raðauglýsingar — raöauglýsingar — raðauglýsingar Kópavogur — Kópavogur Bæjarmálaflokkurinn og Týr, fólag ungra sjálfstæðismanna i Kópa- vogi, býður öllum velunnurum Sjálfstæðisflokksins i opið hús laugardaginn 28. mars kl. 21.00. Veitingar og skemmtiatriði. Húsvíkingar á réttri leið Opið hús aö Árgötu 14 kl. 16.00 laugardaginn 28. mars. Efstu menn listans mæta. Sjálfstæðisfélagið. Vestur-Húnvetningar Efstu menn D-listans verða á kosningaskrifstofu Sjálfstæðisflokks- ins, Brekkugötu 2 (gamla V.S.P.), Hvammstanga föstudaginn 27. mars 1987 kl. 17.00-19.00. Komið og fáið ykkur kaffi með frambjóð- endum. Allir velkomnir. D-listinn. Sjálfstæðismenn Langholtshverfi —-Opiðhús — Opið hús i kosningaskrifstofunni á Langholtsvegi 124, laugardaginn 28. mar8 kl. 14.00-17.00. Frambjóðendur og forustumenn Sjálfstæð- isflokksins I Reykjavík mæta. Kaffiveitingar. Stjórnin. Þjóðmálafundur í Aratungu Boðað er til almenns stjórnmálafundar í Aratungu föstudagskvöldið 27. mars kl. 21.00. Rædd veröur staða og stefna þjóömála, hvað hefur áunnist og hvar úrbóta sé þörf. Framsögu flytja þingmennirn- ir Árni Johnsen, Eggert Haukdal og Arndis Jónsdóttir kennari. Siöan verða almennar umræður. Fólk er hvatt til þess að mæta og leggja hönd á plóginn. Sjáifstæðisféiagið Huginn. Mosfellssveit — Kjalarnes — Kjós Almennur stjórnmálafundur verður haldinn I Hlégarði mánudaginn 30. mars 1987 kl. 20.30. Fundarefni: Stjórnmálaéstandið og kosningabaráttan framundan. Frambjóðendurnir Matthlas, Salome og Víglundur mæta á fundínn. Allir velkomnir. Á réttri leiö. Fulltrúaráð sjéifstæðisféiaganna i Kjósarsýsiu. Kópavogur — kosningaskrifstofa Kosningaskrifstofa Sjálfstæðisflokksins i Kópavogi er i Sjálfstæðis- húsinu, Hamraborg 1, 3. hæð. Skrifstofan verður opin alla virka daga frá kl. 9.00-19.00. Simsvari er opinn allan sólarhringinn, simi 40708, kosningasimar 44017 og 44018. Sjálfstæðisflokkurinn. Mývetningar á réttri leið Almennur stjórnmálafundur i Myllunni hótel Reynihlíö laugardaginn 28. mars kl. 13.30. Frummælendur Halldór Blöndal, Björn Dagbjartsson og Vigfús B. Jónsson. Sjólfstæðisfélagið. Grenvíkingar og nær- sveitamenn á réttri leið Almennur stjórn- málafundur I félagsheimilinu sunnudaginn 29. mars kl. 20.30. Frummælendur: Halldór Blöndal og Tómas Ingi Olrich. Sjélfstæðisfélagið.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.