Morgunblaðið - 27.03.1987, Qupperneq 41

Morgunblaðið - 27.03.1987, Qupperneq 41
JúU .': :l Jív-Tr?3" ■ MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. MARZ Samningar og prósentur eftirHafþór Guðjónsson Prósenta merkir „af hundraði". Svo einfalt. Engu að síður hefur þetta hugtak orðið að hrollvekju. Fólk kippist við, fölnar, fyllist óró- leika, verður óttaslegið þegar það heyrir talað um prósentur. Og at- vinnurekendur fagna að leikslokum þegar þeir sjá að launþegar hafa gleypt möglunarlaust við prósent- unum. Samningar eru orðnir að reikningskúnstum sérfræðinga. Við sem stöndum utan við þetta þorum ekki að opna kjaftinn af ótta við að fara með rangt mál, vitleysu. Við þekkjum ekki hugtökin, við skiljum ekki. Þess vegna þegjum við. Ég hef átt þess kost að fylgjast nokkuð grannt með samningavið- ræðum HÍK og fjármálaráðuneytis- ins undanfamar vikur. í upphafi þessa mánaðar skildi ég lítið og sagði margt heimskulegt. Nú er ég að byija að læra. Ég hef fundið fyrir því að mörgum félögum mínum líður hálfilla þegar verið er að fjalla um samninga og prósent- „I umræðunni um kröf- ur og tilboð eru notuð orð eins og hækkun, meðalhækkun, veg’in meðalhækkun, nettó- hækkun, brúttóhækk- un, hækkun án verðbóta og hækkun með verðbótum.“ ur. Sú tilfinning læðist að mér að fólk sé smám saman að loka skiln- ingarvitunum í þeirri orrahríð talna og prósenta sem geysar milli HÍK og fjármálaráðuneytisins. Þetta er slæmt. Forsenda þess að geta tekið ábyrga afstöðu er að skilja. Þess vegna ætla ég að reyna að útskýra. I umræðunni um kröfur og tilboð eru notuð orð eins og hækkun, meðalhækkun, vegin meðalhækk- un, nettóhækkun, brúttóhækkun, hækkun án verðbóta og hækkun með verðbótum. í mörgum tilfellum er skellt fram prósentutölum án þess að þær séu skilgreindar. Gildir þetta bæði um okkar menn og Ind- riða og Þorstein. Skoðum tilboð samninganefndar ríkisins (hér eftir skammstafað SNR) frá 16. mars sl. SNR sagði: Þetta tilboð þýðir rúmlega 30% hækkun á byijunarlaun og rúmlega 20% hækkun meðallauna. Alveg rétt! Þessar tölur fékk fólk inn í stofu til sín. Og fólkið sagði: Þessir kennarar. Meiri heimtufrekjan! SNR bauð 20,36% hækkun meðal- launa á samningstímabilinu, þ.e. frá 1. mars 1987 til 31. desember 1988. Hér var sem sé um 2 ára samningstilboð að ræða. Inn í stærðinni 20,36% eru verðbætur á laun, samtals 10,27% á samnings- tímabilinu. Ef við drögum verð- bæturnar frá fáum við nettóhækk- unina á samningstímabilinu: 20,36 - 10,27 = 10,09%. Nettó- hækkunin fæst með því að leggja saman allar raunverulegar pró- sentuhækkanir (þe. verðbætur ekki með) á tímabilinu. Samkvæmt til- boði SNR áttu meðallaun að hækka um 4,5% 1. mars, um 1% 1. sept- ember, um 2,2% 1. maí á næsta ári óg 2,0% 1. september sama ár. Nettóhækkunin merkir því það sama og uppsöfnuð prósenta eða lokaprósenta. Skyldi nú ekki þetta vera nóg. O, sei, sei, nei. Það er nú eiginlega ekkert að marka svona tölu segja reiknimeistarar. Það skiptir auðvit- að meginmáli hvenær launþegi fær umsamdar hækkanir í vasann sinn. Þess vegna er hugtakið vegin með- alhækkun afskaplega mikilvægt. Segjum að meðalmaðurinn okkar í HÍK hefði fengið alla hækkunina, sem Indriði bauð honum, hinn fyrsta dag samningstímabilsins. Þá hefði vegin meðalhækkun til félaga okkar orðið 10,09%. Ef Indriði hefði á hinn bóginn platað okkur til að taka alla prósentuhækkunina hinn síðasta dag samningstímabilsins hefði vegin meðalhækkun orðið mjög nálægt núllinu! Ef öll pró- sentuhækkunin hefði skilað sér á miðju samningstímabilinu hefði vegin meðalhækkun orðið 10,09 : 2 = 5,045%. Hvað bauð Indriði meðalmannin- um okkar ef við notum mælikvarð- ann vegin meðalhækkun? Samkvæmt útreikningum og miðað við samningstímabilið 1.03. ’87 — 31.12. ’88: 6,57%. Niðurstaða: Meðalmaðurinn okk- ar hefði fengið 20,36% hækkun eða 10,09% hækkun eða 6,57% hækk- un. Byijandi í kennslu hefði í sama skilningsramma (nú bjó ég til nýtt orð eða hvað?) fengið 31,44% eða 20,22% eða 16,38%. Maður með 9 ára prófaldur hefði fengið 16,14% eða 7,03% eða 3,60%. Veldu! Höfundur er kennari við Mennta■ skólann við Sund. Fulltrúar Rotaryklúbbs Ólafsvíkur afhentu forseta íslands, frú Vigdísi Finnbogadóttur, fyrstu eintökin af minnispeningum sem gerðir hafa verið í tilefni 300 ára verslunarafmæli Ólafsvíkur og^ 100 ára afmælis barnafræðslu i Ólafsvík. + Rotaryklúbbur Olafsvíkur: Fé kvennaathvarfs a Norður- landi afhent kvennaathvarfi í Rvík Frá aðalfundi Samtaka um kvennaathvarf, 25. febrúar sl. Helga Steinunn Guðmundsdóttir (t.v), afhendir Álfheiði Ingadóttur (t.h.), gjaldkera samtakanna, féð fyrir hönd norðankvenna. Minnispening- ar afhentir for seta Islands SAMTÖK um kvennaathvarf á Norðurlandi voru lögð niður sl. haust og samþykkt að fjármunir þeirra rynnu til Kvennaathvarfs- ins í Reykjavík. Var féð, tæplega 600 þúsund krónur, afhent nýlega með eftirfarandi skilyrðum: Að allar konur frá Norðurlandi eigi rétt á greiðslu ferðakostnaðar til að komast í Kvennaathvarfið i Reykjavík og til þess verði 100 þúsund krónur bundnar í sérstök- um sjóði og að féð renni að öðru leyti til viðhalds á húsnæði Kvennaathvarfsins í Reykjavík. Samtök um kvennaathvarf á Norðuriandi voru stofnuð 15. janúar 1984. Samtökin opnuðu athvarf á Akureyri 1. ágúst sama ár ogstarf- ræktu það í rúmlega eitt ár. A þeim tíma dvöldu fáar konur í athvarfinu en fleiri notfærðu sér símaþjón- ustuna. Því var ákveðið að loka sjálfu athvarfinu en símaþjónustan, sem haldið var áfram um nokkurra mánaða skeið, var lítt notuð. A aðalfundi, sem haldinn var 25. októ- ber sl., var samþykkt að leggja Samtök um kvennaathvarf á Norð- urlandi niður og að fjármunir þeirra rynnu til Kvennaathvarfsins í Reykjavík með áðurnefndum skil- yrðum. Það var svo á aðalfundi Samtaka um kvennaathvarf, 25. febrúar sl., að þær Amheiður Eyþórsdóttir, Helga Steinunn Guðmundsdóttir og Þóra Sigurbjömsdóttir afhentu féð og skýrðu jafnframt frá starfsem- inni norðanlands. Meðan athvarfið var starfrækt þar leituðu konur frá Norðurlandi í Kvennaathvarfið í Reykjavík, en það þjónar sem kunn- ugt er öllu landinu. í fyrra komu t.a.m. konur og böm frá 23 sveitar- félögum í athvarfið, 62% úr Reykjavík, 15% úr öðrum sveitarfé- lögum á höfuðborgarsvæðinu og 23% frá öðrum á landinu. Á fundinum var ákveðið að veija fénu til þess að endurnýja eldhús kvennaathvarfsins, stækka það og setja nýjar innréttingar og kaupa þvottavél. Þá vom reikningar síðasta árs samþykktir en eins og áður hefur verið skýrt frá bámst Kvennaathvarfinu í Reykjavík, rausnarlegar gjafir frá einstakling- um, félagasamtökum og fyrirtækj- um á árinu 1986. Námu gjafirnar tæplega 2,5 milljónum króna og verður þeim varið í endurbyggingu á húsnæði athvarfsins. Fjárframlög frá ríki og sveitarfélögum námu samtals um 3,7 milljónum króna og mnnu þau óskipt í rekstur at- hvarfsins. Samtök um kvennaat- hvarf vilja nota tækifærið og þakka öllum velunnumm athvarfsins veitt- an stuðning og geta þess að lokum að í fyrra komu 135 konur og 143 börn til dvalar í kvennaathvarfinu um lengri eða skemmri tíma. (Fréttatilkynning) FÉLAGAR úr Rotaryklúbb Ól- afsvíkur gengu á fund forseta Islands, frú Vigdísar Finnboga- dóttur, miðvikudaginn 25. mars sl. og afhentu henni fyrstu ein- tökin af minnispeningum sem þeir Rotaryfélagar í Ólafsvík hafa látið gera í tilefni af 300 ára verslunarafmæli Ólafsvíkur 26. mars og 100 ára afmæli barnafræðslu í Ólafsvík, sem er í októbermánuði á þessu ári. Rotaryfélagar í Olafsvík vilja með þessu móti minnast þessa merkisatburðar í sögu staðarins en þeir gengust einnig fyrir undirbún- ingi og útgáfu á sérstöku frímerki í samráði við Póst- og símamála- stofnun í tilefni verslunarafmælis- ins. Frímerkið hefur þegar verið gefið út. Rotaryfélagar hafa einnig afhent forseta bæjarstjórnar Ólafsvíkur, Kristófer Þorleifssyni, eintök númer tvö af sömu minnispeningum. Þá hafa Rotaryfélagar hafíð sölu á þessum minnispeningum í Ólafs- vík, en alls voru gerð 500 eintök af hvorum peningi um sig, öll núm- eruð. Ágóðanum af sölu þessara minnispeninga hyggjast Rotaiyfé- lagar veija til kaupa á búnaði til menningarstarfsemi í hinu nýja fé- lagsheimili Ólafsvíkinga. Fermingargjöfin í ár Alvöru skólaritvél sVlfM fVV BROTHER AX-10 er alvöruritvél, sem skil- ar afritum, hefur leið- réttingaminni, dálka- stilli, gleiðritun, endurstaðsetningu, hrað til baka og síbylju á öllum stöfum. Vegur 4,9 kg. AX-10 AX-10 er alvöruskóla- ritvél, sem er nægilega hraðgeng til þess að læra vélritun. Borgarfell hf.T Skólavörðustíg 23, sími 11372.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.