Morgunblaðið - 27.03.1987, Síða 54

Morgunblaðið - 27.03.1987, Síða 54
54 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. MARZ Karpov á sigur- inn svo til vísan Skák Margeir Pétursson Það eru yfirgnæfandi líkur á því að Anatoly Karpov, fyrrum heimsmeistari, fái enn eitt tækifæri til þess að leggja Gary Kasparov að velli í einvígi. Reynsla Karpovs hefur reynst honum þung á metunum í ein- víginu við 24 ára gamlan landa hans, Andrei Sokolov, í Linares á Spáni. Að loknum tíu skákum af fjórtán hefur Karpov hlotið sex og hálfan vinning, en So- kolov aðeins þrjá og hálfan. Karpov þarf þvi aðeins einn sigur til viðbótar til að tryggja sér sigurinn. Það er í endatöflunum, sem Karpov hefur reynst algjör ofjarl hins unga andstæðings síns, og eftir því sem liðið hefur á einvígið hafa yfirburðir hans aukist. Það var bara í fyrstu skákinni sem Karpov átti í erfiðleikum, síðan hefur hann unnið aðra, sjöttu og nú síðast tíundu skákina. I níundu skákinni var hann nálægt því að vinna með svörtu. Er skákin fór í bið hafði hann peði meira í enda- tafli, en með frækilegri vöm tókst Sokolov að halda jafntefli. Eftir það fannst Sokolov kominn tími til að taka frídag, en tíunda skák- in var síðan tefld á sunnudaginn var. Þá náði Sokolov ekki að jafna taflið með drottningar-indverskri vöm frekar en fyrri daginn og strax eftir 22 leiki hafði Karpov tekist að knýja fram þægilegt endatafl, þar sem hann gat í ró- legheitunum sótt að stöku peði Sokolovs á miðborðinu. Það hall- aði síðan jafnt og þétt á Sokolov og er skákin fór í bið spáðu flest- ir Karpov sigri. Það kom nokkuð á óvart að strax eftir að tekið var til við taflið að nýju á mánudaginn lagði Karpov til atlögu. Eftir mikl- ar sviptingar kom síðan upp einföld staða þar sem Sokolov virtist í fljótu bragði eiga góða jafnteflismöguleika þó hann væri peði undir. En Karpov Ieiðrétti allan slíkan misskilning með glæsilegri riddarafóm í 58. leik og eftir það varð ljóst að hann yrði fyrri til að koma upp nýrri drottningu. Einn aðstoðarmanna Karpovs, alþjóðlegi meistarinn Elizbar Ubilava, sagði að Karpov hefði fundið riddarafómina klukkan þijú aðfaranótt mánudagins. Er Sokolov hafði gefíð skákina kom hann fréttaritara AP-fréttastof- unnar fyrir sjónir sem vonsvikinn og þreytulegur. Hann tók sér síðan frest á þriðjudaginn J>egar tefla átti elleftu skákina. I dag, fimmtudag, mun hann vafalaust gera úrslitatilraun til að rétta hlut sinn, en þá hefur hann hvítt. Tíunda einvígisskákin: Hvitt: Anatoly Karpov Svart: Andrei Sokolov Drottningarindversk vörn 1. d4 - RfG 2. c4 - eG 3. Rf3 - b6 4. g3 - Ba6 5. b3 - Bb4+ 6. Bd2 - Be7 7. Rc3 - 0-0 í annarri, flórðu og sjöttu skák- unum lék Sokolov hér 7. — d5 8. cxd5 — Rxd5 en fékk aðeins hálfan vinning út úr þeim skákum. 8. e4 — d5 9. cxd5 — Bxfl 10. Kxfl - exd5 11. e5 - Re4 12. De2 í áttundu skákinni reyndi Karpov hér nýjan leik, 12. Hcl!?, en eftir 12. — c5 13. Kg2 — Rc6 14. Hel - Rxc3 15. Bxc3 - Dd7 16. Dd3 - Hac8 17. Bd2 - h6 var staðan u.þ.b. í jafnvægi og eftir 18. Db5? - Df5! náði So- kolov frumkvæðinu þó það dygði aðeins til jafnteflis. 12. - Rxc3 13. Bxc3 - Dd7 14. Kg2 - Rc6?! I þessari stöðu hefur langoftast verið leikið 14. — c5 15. Hhdl — Rc6, en Sokolov vill bíða með að setja þrýsting á miðborðið. Karpov hefur svar á reiðum hönd- um. 15. Hhel - Rd8 16. Rgl! Karpov ætlar að svara 16. — Re6 með 17. f4 og riddarinn hrekst fljótlega á brott. 16. - c5 17. f4 - cxd4 18. Bxd4 - Df5 19. Hadl - Bb4 20. Hf 1 - Re6 21. Dd3! Tryggir hvíti þægilegt enda- tafl. Aætlun Sokolovs sem hófst með 14. — Rd8 hefur því ekki reynst sérlega vel. 21. - Dxd3 22. Hxd3 - Hac8 23. Rf3 - Hc2+?! Hér var líklega vænlegra að leika 23. — Hfd8 með hugmynd- inni 24. — Rc5. 24. Hf2 - Hfc8 25. f5 - Rxd4 26. Rxd4 - Hxf2+ 27. Kxf2 27. - Hcl 28. g4 - Kf8 29. Kf3 - Hfl+ 30. Kg3 - Hcl 31. Kf4 - h6 32. h4 - Ke8 33. Rf3 - Hc2 34. a4 - Hb2 35. Rd4 - Be7 36. h5 - a6 37. Kf3 - Bc5 38. Re2 - d4 39. Rf4 - Kd7 40. e6+! - Ke8 41. Ke4 - a5 I þessari stöðu lék Karpov bið- leik. Þar sem hann hefur alla þá stöðulegu yfírburði sem hægt er að hugsa sér kom engum á óvart þó honum tækist að innbyrða vinninginn daginn eftir. 42. Hf3 — Hbl 43. Rd5 - Hgl 44. Kd3 - Hxg4 45. f6 - Bd6 46. Rxb6 - Hg5 47. fxg7 - Hxg7 48. Rc4 - Bb4 49. exf7+ - Hxf7 50. Hxf7 - Kxf7 51. Re5+! - Kf6 52. Rc6 - Bel 53. Rxd4 - Bb4 54. Rc6 - Bel 55. Ke2 - Bc3 56. Kd3 - Bel 57. Kc4 - Kg5 58. Rxa5!! - Bxa5 59. b4 - Bd8 Eða 59. - Bc7 60. Kc5 - Kxh5 61. b5 - Kg4 62. b6 - Bxb6+ 63. Kxb6 - h5 64. a5 og hvíta peðið verður á undan upp í borð. 60. a5 - Kxh5 61. Kb5 - Bg5 62. a6 — Be3 63. Kb6 og svart- ur gafst upp. Kosninga- skrifstofa Sjálfstæð- ismanna í Eyjum OPNUÐ hefur verið kosninga- skrifstofa Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum og er hún í Eyveijasalnum við Vestmanna- braut. Kosningastjórar eru Geir Jón Þórisson og Guðjón Hjör- leifsson. Kosningaskrifstofan er opin alla daga vikunnar kl. 13.00-23.00 og er ávallt heitt á könnunni. Kosn- ingasímar eru 1648 og 1006. 1927 1987 Við eigum 60 ára afmæli í dag í tilefni dagsins bjóðum við viðskiptavinum okkar upp á kaffi og meðlæti. Ath.: Við lokum kl. 17.00. G.J. Fossberg vélaverzlun hf. Skúlagötu 63 - Reykjavík- Símar 18560- 13027 Morgunblaðið/SigurgJónasson Fremst frá vinstri: Ómar Garðarsson, Guðrún Jóhannsdóttir, Bragi I. Ólafsson, Erna Jónsdóttir, Sigurður Einarsson, Sigurbjörg Axels- dóttir, Sigurður Jónsson. Aftari röð frá vinstri: Stefán Agnarsson, Magnús Þór Jónasson, Guðjón Hjörleifsson kosningastjóri, Ólafur Lárusson, Geir Jón Þórisson kosningastjóri, Ingvar Siguijónsson, Inga Jóna Jónsdóttir, Ingibjörg Johnsen, Svanhildur Gísladóttir og Siguijón Birgisson. BRIPS Arnór Ragnarsson 14. mars sl. var haldið í Borgar- nesi Vesturlandsmót í tvímenningi. 22 pör frá 5 félögum á Vesturlandi tóku þátt í mótinu. Spilaður var Barómeter-tvímenningur og sá Ás- geir Kristjánsson um útreikning og keppnisstjóm. Efstu pör urðu þessi: Alfreð Viktorsson — Guðmundur Siguijónsson 171 Ellert Kristinsson — Marinó Kristinsson 93 Jón Þ. Bjömsson — NíelsGuðmundsson 56 Jón Á Guðmundsson — Guðjón I. Stefánsson 50 Rúnar Ragnarsson — Unnsteinn Arason 46 Þorvaldur Pálmason — Þórður Þórðarson 44 Halldór Haligrímsson — Karl Ó. Alfreðsson 35 Bjöm Þorvaldsson — Jóhann Gestsson 34 Þá var dregið í undanúrslitum Bikarkeppni sveita á Vesturlandi og eigast eftirtaldar sveitir við: Sv. Alfreðs Viktorssonar, Akranesi gegn sv. Ragnars Haraldssonar, Gmndarfirði og sv. Inga Steinars Gunnlaugssonar eða sv. Böðvars Bjömssonar, báðar frá Akranesi gegn sv. Þóris Leifssonar, Borgar- fírði. Frá Hjónaklúbbnum Þegar sex umferðum af átta er lokið í Monrad-sveitakeppninni er staða efstu sveita þannig: Steinuimar Snorradóttur 120 ElínarÁmadóttur 111 Ólafar Jónsdóttur 108 yalgerðar Eiriksdóttur 104 Ásthildar Sigurgísladóttur 101 Dóru Friðleifsdóttur 99 DrafnarGuðmundsdóttur 97 Svövu Ásgeirsdóttur 93 Bridsdeild Barð- strending’afélag-sins Mánudaginn 23. mars lauk baró- meterkeppni félagsins með sigri Þórðar Möller og Rögnvalds Möller. Staða efstu para að lokinni keppni: Þórður Möller - Rögnvaldur Möller Þórarinn Ámason — 344 Ragnar Bjömsson 277 Sigurður ísaksson — Isak Sigurðsson 239 Amór Ólafsson — Viðar Guðmundsson 211 Friðjón Margeirsson — Valdimar Sveinsson 196 Ragnar Þorsteinsson — Helgi Einarsson 170 Jóhann Guðbjartsson — Garðar Ólafsson 138 Þorsteinn Þorsteinsson - Sveinbjöm Axelsson 128 Jónas Jóhannsson - Hafsteinn Björgvinsson 126 Mánudaginn 30. mars hefst fírmakeppni félagsins. Spilað er í Armúla 40 og hefst keppni stund- víslega kl. 19.30. Bridsdeild Sjálf sbjargar Þriggja kvölda tvímenningi lauk með sigri Péturs Þorsteinssonar og Páls Siguijónssonar, sem hlutu 551 stig. Röð næstu para: Sigríður Sigurðardóttir — Þórarinn Ámason 521 Rafn Benediktsson - Magnús Sigtryggsson 497 Guðmundur Þorbjömsson — Þorbjöm Magnússon 494 Gísli Guðmundsson — Karl Karlsson 477 Meyvant Meyvantsson — Ragnar Þorvaldsson 476 Georg Kristjánsson - . Steindór Berg 476 Síðasta keppni vetrarins verður tveggja kvölda einmenningur. Spil- að er á mánudögum kl. 19. Bridsdeild Rang- æingafélagsins Eftir 3 umferðir í tvímenningnum er staðan þessi: Lilja Halldórsdóttir — Páll Vilhjálmsson 202 Sigurleifur Guðjónsson — Óskar Karlsson 199 Helgi Straumfjörð — Thorvald Imsland 186 Daníel Halldórsson — Guðlaugur Nielsen 111 Hjördís Eyþórsdóttir — Sigurður Jónsson 104 Kristinn Sölvason — Stefán Gunnarsson 103 Baldur Guðmundsson — Ámi Hjaltason 102 Næsta umferð verður spiluð 1. apríl í Ármúla 40.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.