Morgunblaðið - 27.03.1987, Page 61

Morgunblaðið - 27.03.1987, Page 61
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. MARZ 61 Tryggingafélögin taki á þess- um málum af meira raunsæi Kæri Velvakandi. í Morgunblaðinu laugardaginn 14. mars sl. birtist frétt undir fyrir- sögninni „Slysakönnun Samvinnu- trygginga" en þar segir að starfsmenn tryggingafélagsins hafi komist að þeirri niðurstöðu eftir að hafa kannað slysaskýrslur félagsins undanfarin 7 ár, gáleysi ökumanna sé helsta orsök umferðarslysa og ætla ég ekki að vefengja það. En síðar kemur, að mér finnst sú hæpna fullyrðing að of hraður akst- ur og ölvunarakstur eigi minnstan þátt í slysum og vísa til eigin skýrslna undanfarinna ára. Ég vil leyfa mér að gagnrýna tryggingafélagið fyrir þennan fréttaflutning og í því sambandi ættu forráðamenn tryggingafélaga að varast að byggja um of á göml- um skýrslum en leita heldur nýrra og haldbetri upplýsinga, t.d. á slysadeildum spítalanna svo og í lögregluskýrslum um þessi mál, áður en farið er að alhæfa hver Svar við fyrirspurn Ó.P. í Morg- unblaðinu 21. mars sl. Þær kröfur sem gerðar eru til að fá útgefin skírteini atvinnuflug- manna er að finna í Reglum um loftferðir, nánar tiltekið í Reglugerð um skírteini gefin út af flugmála- stjóm. Þar stendur m.a. í kaflanum atvinnuflugmaður III. flokks/flug- vél: „Hann skal hafa lokið: a.m.k. eins árs almennu námi að loknum grunnskóla, með fullnægjandi árangri að mati skólans eða öðru hliðstæðu námi og hafa gott vald á íslenzku máli.“ í kaflanum atvinnuflugmaður II. flokks/flugvél og atvinnuflugmaður I. flokks/flugvél stendur auk þess: ,,b) stúdentspróf í ensku, stærð- fræði og eðlisfræði eða öðru hlið- stæðu námi að mati flugmálastjórn- ar.“ Undanfarið hefur bóklegt at- vinnuflumannsnám farið fram við flugliðabraut Pjölbrautaskóla Suð- umesja. Frá síðustu áramótum hefur flugliða'orautin ekki starfað vegna þess að verið er að athuga og endur- skipuleggja bóklega atvinnuflug- mannsnámið. I dag er því ekki ljóst hvaða kröf- ur verða gerðar til þess að fá að Könnumst ekki við fólkið Velvakandi góður, Okkur fjölskylduna langar til þess að vita hvort að þú gætir ekki komið á framfæri fyrirspurn um jólakveðjur sem við höfum fengið þijú síðastliðin jól frá fólki sem við áttum okkur ekki á hvert er. Fyrst kom jólakort með mynd af lítilli telpu með jólasveinahúfu, u.þ.b. 1-2 tveggja ára. Því miður er það kort týnt og ekki hægt að sýna myndina af þeim sökum, en hún var tekin á einkaheimili í stofu. Póststimpillinn er Reykjavík. Betsý, Halli, Randí, Elías og Guðbjörg, Vopnafirði. mesti eða minnsti slysavaldurinn í umferðinni sé og byggja þá einung- is á eigin könnun, en tryggingafé- lögin í landinu eru á milli 15 og 20 talsins. Það er meira en vafasamt og beinlínis óvarlegt að gera of lítið úr áhættuþáttum eins og áfengis- neyslu og of hröðum akstri og að óþarft sé að vara við þeim. Nú eru tryggingafélögin undir „slagorðinu" „Fararheill ’87, átak bifreiðatryggingafélaganna í um- ferð“ að gera sameiginlegt átak með mikilli áróðursherferð til að reyna að fækka slysum í umferð- inni og er það vel og ber sannarlega að þakka félögunum fyrir það nauð- synlega framtak. í dagblöðum og öðrum fjölmiðlum hafa birst hvatn- ingaorð til ökumanna að láta af sofandahætti og kæruleysi í um- ferðinni, en eitt hefur gleymst. Það fer lítið fyrir þessum áróðri að vara við ölvunarakstri en vitað er að áfengið, sem einmitt oft á tíðum he§a bóklegt atvinnuflugmanns- nám. Reykjavík 23. mars 1987, Ingveldur Dagbjartsdóttir, skírteinadeild flugmálastjórnar. leiðir af sér gáleysi, kæruleysi og stundum of hraðan akstur, er einn slysavaldurinn hvað umferðina snertir eins og víða annars staðar í þjóðfélaginu. Ég held að tryggingafélögin öll ættu að taka á þessum málum af meiri raunsæi og alvöru og gera sér betur grein fyrir ástandinu og hvemig bregðast eigi við vandanum og í áróðri sínum vara við hættun- um, því ef það er ekki gert næst minni árangur og getur þá skaðað allt þjóðfélagið og ég fæ ekki betur séð en það sé ekki síður slæmt fyr- ir tryggingafélögin sjálf, en oft kvarta þau undan því að trygginga- iðgjöldin nægi ekki til að mæta auknum útgjöldum vegna sífellt aukinna tjóna og það kemur sann- arlega niður á tryggingatakanum líka. Það ætti því líka að vera hag- ur félaganna að vel sé á málum haldið og að markvisst sé unnið með að tryggja sem best öryggi ökumanna og vegfarenda og stuðla að bættri umferðarmenningu og fækkun umferðaróhappa og slysa. Megi tryggingafélögin og allur almenningur bera gæfu til að vinna saman með heill allrar þjóðarinnar að markmiði, og að lokum: Gleymið ekki í næstu áróðursherferð vamar- orðunum „forðist of hraðan akstur" og „áfengi og akstur fara ekki sam- an“, með því ætti áróðurinn fyrir bættri og betri umferðarmenningu að vera markvissari og miða að „Fararheill ’87“. Áhugamaður um umferðaröryggi HEILRÆÐI Til sjómanna: Á neyðarstundu er ekki tími til lesninga. Kynnið ykkur því í tíma hvar neyðarmerki og björgunartæki eru geymd. Lærið meðferð þeirra. Þurfa atvinnuflug- menn stúdentspróf V 0OSr\o-reen\nýL !" ást er... .. . ástarjáíning í Vaglaskógi. TM Reg. U.S. Pat Off.—all nghts reserved ° 1987 Los Angeles Times Syndicate HÖGNI HREKKVÍSI , |?eTlA EK f’VOTTABJÖRM AV \>VO (VIATINN SINN."

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.