Morgunblaðið - 27.03.1987, Qupperneq 62
62 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. MARZ
Verð varla spilandi þjálfari
Rætt við Helga Ragnarsson hefur undanfarin tvö ár starfað sem hansknattleiksþjálfari í Noregi
íslenskir handknattleiksmenn hafa löngum farið utan til að iftka
íþrótt sfna og gert það meft miklum ágœtum og góðum árangri. Á
hinn bóginn hefur ekki verið eins algengt aft íslenskir handknattleiks-
þjálfarar leggji leift sína út fyrir landssteinana. Þaft hefur þó komið
fyrir og menn skilað hlutverki sfnu með sóma. Einn þeirra er Hafnfirft-
ingurinn Helgi Ragnarsson sem hefur nú starfað sem þjálfari f Noregi
f tvö ár og er nú hjá norska 1. deildarliðinu Fredriksborg/SKI.
Heimþrá innst inni
Mér hefur alltaf liðið vel hér í
Noregi, enda er aðstaðan hér til
að þjálfa í handknattleik ákjósan-
leg. Svo hef ég verið heppin með
Helgi er flestum íþróttaáhuga-
mönnum kunnur, enda gerði hann
garöinn frægan með F.H. í knatt-
spyrnu á árum áður og hefur verið
handknattleiksþjálfari með athygl-
isverðum árangri, bæði á íslandi
erlendis.
Noregur er ekki fyrsta landið
sem Helgi þjálfar í fyrir utan fs-
land. Á árunum 1980 og 1981
þjálfaði hann færeyska liðið Stjern-
en frá Klaksvík og stjórnaði
færeyska landsliðinu á Norður-
landamóti í Noregi 1981. Sl. sumar
réöst hann svo sem þjálfari til S.l.
F. í Stavanger í Noregi. Með sér
hafði Helgi tvo leikmenn frá Is-
landi, þá Jakob Jónsson og Svein
Bragason, sem léku báðir vel meö
S.I.F. það keppnistímabil.
Frábær árangur
Það er skemmst frá því að segja
að tiltekið keppnistímabil var sann-
kölluð hátíð fyrir handknattleikinn
í Stavanger. Liðið byrjaði á að sigra
í bikarkeppninni og loks í deildar-
keppninni, þar sem það háði harða
baráttu við FSB/SKI, en þjálfari
þess var þá annar íslendingur og
Hafnfirðingur líka, Gunnar Einars-
son.
„Ég tel að hugarfarsbreyting
hafi fyrst og fremst átt sér stað
hjá leikmönnunum, bæði hvað
varðar metnað á æfingum og í
leikjum," segir Helgi, aðspurður
um hverju hann þakki góðan ár-
angur í Stavanger. „Með komu
okkar íslendinganna voru menn
viljugri við að leggja meira á sig
og ná lengra en áöur, en liðið haföi
í mörg ár þar á undan hafnað um
miöja deild.
Við jukum æfingar úr tveimur,
þremur á viku upp í sex og það
sannaðist heldur betur að æfingin
skapar meistarann."
- Hver er helsti munur á norsk-
um handknattleiksmönnum og
íslenskum?
„Á íslandi eru miklu betri ein-
staklingar, leikmenn sem eru
viljugri að leggja á sig mikla vinnu
til að verða góðir handknattleiks-
menn. Jákvætt hugsafar í þá veru
og keppnisskap er mikið ríkara í
íslenskum handboltastrákun en ég
finn hér hjá Norðmönnunum. Enda
stöndum við mun framar á alþjóða
mælikvarða."
Hjá höfuðandstæð-
ingunum
Svo áfram sé rakinn ferill Helga,
þá jókst hróður hans mjög innan
handknattleiks í Noregi og eftir árs
dvöl í Stavanger voru mörg lið sem
vildu fá kappann. Með góðri að-
stoð Gunnars Einarssonar, sem
hætti aö þjálfa vegna náms, tókst
FSB/SKI að fá Helga til sín. Hann
gerði eins árs samning við félagið
og tók þar með við þjálfun sinna
höfuöandstæöinga frá árinu á und-
an. Hjá FBI/SKI leika nú tveir
íslendingar, þeir Erlingur Kristj-
ánsson og Snorri Leifsson. Er
Helgi ánægður með árangur sinna
manna, norskra sem íslenskra?
„Til að ná árangri í íþróttum,
sérstaklega í boltaíþróttum, þurfa
menn að hafa með sér dálitla
keppni svona af og til. Slíka keppni
höfum við ekki haft í vetur. í upp-
hafi leiktímabilsins meiddust tveir
af máttarstólpum liðsins, landliðs-
mennirnir Tor E. Helland og Lars
T. Rongland. Meiðsli beggja eru
það alvarleg að hvorugur spilaði á
yfirstandandi tímabili. Við höfum
tapað sex leikjum með aöeins eins
marks mun, þannig að þaö eru
svosem ekki alltaf „jól“ í þessari
íþrótt. Hins vegar áttum við mögu-
leika á að komast í úrslitakeppni
fjögurra efstu liða en því miður
gekk það ekki, við enduðum í
fimmta sæti.
• Helgi (t.h.) og Erlingur Kristjánsson, en þeir tveir deila nú fbúð. Erlingur hefur verift mikill styrkur
fyrir FSB/SKI, auk þess sem Helgi kveður hann kunnáttumann í bakstrí.
• Ekki óalgeng sjón f Stavangerhöllinni, þegar Helgi þjálfaði S.I.F.
liðin, Stavanger og FSB/SKI eru
að mínum dómi best skipulögöu
handknattleiksfélögin í Noregi.
Hins vegar er því ekki að leyna að
ég fæ heimþrá og hef hana sjálf-
sagt alltaf innst inni. Sakna þess
að vera ekki með í baráttunni
heima á íslandi. Samningurinn
minn rennur út í vor og ég hef
ákveðið að flytjast heim á nýjan
leik og taka að mér þjálfun 2. deild-
arliðs ísfirðinga í knattspyrnu í
sumar."
- Eftir að hafa gert garðinn fræg-
ann sem knattspyrnumaður,
langar þig aldrei að breyta til í
þjálfuninni og taka knattspyrn-
una alfarið fyrir?
„Ekki neita ég því. Knattspyrnu-
þjálfun hefur alltaf verið ofarlega
í huga mér og ég hef nú reyndar
fengist lítillega við hana. Þjálfaði
meistaraflokk kvenna í FH á gull-
aldarárum þeirra, þjálfaði líka Þrótt
frá Neskaupsað í 2. deild 1978 og
var aðstoðarþjálfari meistara-
flokks FH 1984. Svo hef ég þjálfað
marga yngri flokka í knattspyrnu.
Ég hef verið handknattleiksþjálfari
í tólf ár og neita því ekki að ég hef
mikinn hug núna á að breyta til
og snúa mór aöallega að knatt-
spyrnuþjálfun. Hvort verður ofan
á, handknattleikur eða knatt-
spyrna verður tíminn hins vegar
að leiða í Ijós. Hins vegar er það
Ijóst að snúi óg mér að knatt-
spyrnuþjálfun verð ég ekki spilandi
þjálfari."
viðtal:
Bjarni Jóhannsson
Mótun íþróttastefnu til ársins 2000
DAGANA 21. og 22. mars gekkst
íþróttasamband íslands fyrír ráð-
stefnu um mótun íþróttastefnu
til ársins 2000. Ráftstefnan var
haldin f húsakynnum sambands-
ins f Laugardal og voru þátttak-
endur 80 frá sérsamböndum,
héraðssamböndum, fþrótta-
bandalögum, stjórn ÍSÍ, stjóm
UMFÍ og Ólympfunefnd.
Sverrir Hermannsson mennta-
málaráðherra setti ráðstefnuna,
en ráðstefnustjóri var Hannes Þ.
Sigurðsson, varaforseti ÍSÍ.
Sex vinnuhópar störfuöu á ráð-
stefnunni og tóku til meðferðar
alla helstu þætti íþróttastarfsins,
ásamt skipulagi samtakanna.
Ýmsar athyglisverðar tillögur,
hugmyndir og ábendingar komu
fram varðandi æskilega þróun á
næstu árum.
Meðal þeirra má nefna:
• að kannaðir verði möguleikar á
aö íþróttasambandið komi upp
sjónvarpsstöð á eigin spýtur eða
í samráði við aðra, þar sem sýna
má t.d. kappleiki og aðra íþrótta-
viðburði, fræðsluefni og kynningu
á heilsurækt ásamt viðtölum við
íþróttafólk.
• að kannað verði hvort ráölegt
sé að koma á fót fyrirtæki til fram-
leiðslu á myndböndum til sýninga
í sjónvarpi og til notkunar við
kennslu.
• að efla verði almenningsíþróttir
með öllum ráðum.
• Að mótun grunnþjálfunar
barna fari fram í grunnskólunum
með áherslu á almenna heilsu-
rækt, andlega og líkamlega
uppbyggingu með tilliti til aldurs.
• Að íþróttaháskóli verði stofn-
aður og rekinn á Laugarvatni.
• Að gerð verði áætlun um bygg-
ingu íþróttamannvirkja til alda-
móta með endurmati á 4ra ára
fresti.
• Að hvetja sveitarstjórnir til
samstarfs um byggingu stærstu
íþróttamannvirkjanna, sem vart er
á færi einstakra sveitarfélaga að
byggja.
• Að vinna að samræmingu á
bókhaldskerfum deilda, félaga,
sérsambanda og íþróttafélaga
með tilliti til upplýsingagjafar og
samanburöarmöguleika milli ára.
• Kannaðir voru og ræddir fjár-
mögnunarmöguleikar hreyfingar-
innar.
• Áhersla var lögð á samræm-
ingu félagsgjalda einstakra félaga.
Niðurstöður ráðstefnunnar fara
til frekari úrvinnslu til nefndar, sem
nú er starfandi á vegum sam-
bandsins að mótun íþróttastefnu
til næstu aldamóta.