Morgunblaðið - 07.04.1987, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 07.04.1987, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. APRÍL 1987 13 var spurt, hvort draumurinn væri ekki jafn raunverulegur og það sem menn búa sér til sem sinn raunveruleika. Víst er að nú ger- ist það mjög áberandi, hversu leitað er sterkt eftir túlkun tilfínn- inga og um leið lögð áhersla á ákafa höfnun hvers konar „perfectionisma". Tilfínningin er sú andstæða vélmennskunnar, sem nú er að verða friðarvin mannsins og því eru söngvar Schuberts að ná enn meiri vin- sældum en nokkum tíma fyrr. William Parker og Dalton Baldwin eru listamenn, sem kunna sitt en eiga einnig til þau blæbrigði, sem snerta við tilfínningum manna. í lagaflokknum Malarastúlkan fagra voru nokkrir söngvar sem William Parker söng snilldarlega vel, sérstaklega söngvamir Die liebe Farbe og Des Baches Wieg- enlied. Á undan Malarastúlkunni fluttu listamennimir fímm söngva og þrjá þeirra við ljóð eftir Goethe, Ganymed, „An Schwager Kronos“ og Prometheus, sem þeir fluttu með mikium tilþrifíim. Þrátt fyrir að William Parker sé frábær söngvari hafði hann ekki Schubert svo á val|ffr sínu að óumdeilanlegt sé og svo virðist sem hann njóti sín best í viðkvæmum söngvum hans, eins og undir það síðasta í Malarast&lkunni, en hafí síður tök á opnari og einföldum söngvum, þó hann vissulega syngi allt vel. Um undirhiikarann þarf ekki mörg orð, hann er frábær listamaður og fínnur að ekki má ofleika með fallegt tónmál Schuberts. Strengleikar Strengjakvartett, er kennir sig við Síbelíusar-akademiuna, lék um helgina í Norræna húsinu. Á efnis- skránni voru strengjakvartettar eftir Haydn, Beethoven og Síbelíus. Haydn-kvartettinn er ópus 76 nr. 1 og í flokki sex kvartetta er bera tileinkunina „Erdödy", þar með eru „Keisarakvartettinn“ og tveir aðrir, sá fyrri kenndur við „fímmundir“ og sá síðari við „sólaruppkomu". Þessi tónverk þykja einhver bestu verk Haydns, enda er það jafnvel leiknum tónlistarmönnum, eins og kvartett Síbelíusar-akademíunnar, alls ekki vandalaust verk að flytja þessa elskulegu tónlist með öllu án hnökra. Annað verkið var ópus 59 nr. 3, sá þriðji af þeim er voru til- einkaðir Razumovsky. Sá þriðji þykir vera þeirra dramatískastur og því stundum verið kallaður hetju- kvartettinn og er hann ekki síst frægur fyrir kraftmikla fúgu í loka- kaflanum. Túlkunin á þessum kvartett var víða mjög glæsileg, einkum þó lokakaflanum. Tónleik- unum lauk með ópus 56 eftir Síbelíus. Þetta er eini strengja- kvartettinn sem Síbelíus samdi (1909) og þótti mörgum hann bera þess merki að vera frekar saminn fyrir sinfóníska strengjasveit en kvartett. Verkið er mjög persónu- legj; og síðasti þátturinn einkum sérkennilegur og vel saminn. Þama var leikur Finnanna frábær, enda valinn maður í hvetju rúmi og með- al annars sá frægi Arto Noras, sem margir telja einn af bestu sellóleik- urum heimsins. Auk hans léku þrír aðrir kennarar við Síbelíusar-aka- demíuna, Seppo Tukiainen, er lék fyrstu fíðlu, Erkki Kantola, aðra fíðlu, og Veikko Kosonen á lágfíðlu. Hvanneyri: Innbrota- faraldur upplýstur Hvannatúni í Andakíl. INNBROTIÐ í Hvítárskóla og á annan tug annarra innbrota á síðustu vikum upplýstust nú fyrir skömmu. Frá því var sagt í Morg- unblaðinu að brotist hafði verið inn í Hvitárskála hér í sveit. í raun var þetta aðeins annað af tveimur innbrotum umrædda nótt. Lögreglunni á Akranesi hefur nú í samvinnu við lögregluna í Borgar- nesi tekist að hafa uppi á þremur 17—18 ára piltum, sem hafa framið þessi innbrot. í framhaldi af þeirri rannsókn kom í ljós, að umræddir piltar höfðu á samvisku sinni á annan tug annarra afbrota, flest á Akranesi en einnig í Reykjavík og víðar. Að sögn Viðars Stefánssonar, rannsóknarlögreglumanns á Akra- nesi, sannaðist sekt þjófanna eftir ábendingu forráðamanns á seinni innbrotsstaðnum hér í sveit. Hluti þýfísins fannst falinn undir brú á leiðinni yfir Geldingadraga. - D.J. V^terkurog k./ hagkvæmur auglýsingamióill! Umboðs- og módelskrifstofa, Hverfisgötu 46, Reykjavík, símar46219,621088 NY NAMSKEIÐ AÐ HEFJAST. _ Auglýsingaskrifstofur! Vanti ykkur módel, leitið þá til Módelmyndar. Við höfum módel frá 4ra ára aldri Stigl Byrjendur, sett upp sýning, tekið próf. Stig II Snyrtisérfræðingur og hárgreiðslumeistari. Stig III Lokastig, tískuljósmyndari vinnur með módelum Þessi |y I J módel .I!,pJ W eru búin Jlif] W h II § Arl að taka sín próf 11 I!r J á tískusýningarnámskeiði Kennari Kolbrún og gekk mjög vel. Aðalsteinsdóttir Tökum að okkur uppsetningar á tískusýningum, s smáum fyrir fyrirtæki og verslanir Ný andlit. Nýtt fólk tii nlWlf TgBÍBi W / m Ms' H99H >*víj§||S| máy 'jGBSli mg' m %S I ' T '• JC*. _ s ' | Afhending skírteina hjá Módelmynd verður á Hverfisgötu 46, miðvikudag 15. apríl kl. 15-21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.