Morgunblaðið - 07.04.1987, Side 29

Morgunblaðið - 07.04.1987, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. APRÍL 1987 29 Jón Árni Halldórsson skákmeist- ari Taflfélags Seltjarnarness. Taflfélag' Selt- jarnarness: Jón Arni meistari JÓN Árni Halldórsson varð skák- meistari Taflfélags Seltjarnarness annað árið í röð á meistamód fé- lagins sem lauk í mars. Átta skákmenn kepptu í A-flokki og fékk Þröstur Arnason flesta vinn- inga eða 6 en Jón fékk 5 vinninga. Þar sem Þröstur er ekki félagi í TS hlaut Jón meistaratignina. Einnig var keppt í B-flokki á meistaramóti TS og varð Pétur Matt- híasson sigurvegari mneð 6 vinninga af 7. Ómar Egilsson varð í 2. sæti með 5,5 vinninga. Á helgarmóti félagsins um síðustu mánaðamót varð Tómas Bjömsson efstur með 7,5 vinninga af 9. í öðru sæti varð Snorri Bergsson með 7 vinninga. RYÐFRIAR HÁ-OG LflGÞRÝSTI ÞREPADÆLUR 1 OG 3JA FASA = HÉÐINN = VÉLAVERSUUN, SÍMI 24260 SÉRFRÆÐIÞJÓNUSTA-LAGER Pólýf ónkórinn: í flokki beztu kóra í heimi eftirBjörgu Jakobsdóttur í tilefni þijátíu ára afmælis Pólýfónkórsins langar mig til að skrifa nokkur orð. Um jólaleytið heyrði ég flutning kórsins á Messíasi eftir Hándel. Það vakti athygli mína og hrifningu hvað kórinn hefur sérstaklega skíran og hreinan tón og nákvæman framburð. Svo fágaður var flutn- ingur kórsins, að erfitt var að trúa, að hér væri kór áhuga- manna að syngja. Sem stendur stunda ég tónlist- arnám ásamt öðru námi við Columbia-háskólann í New York. Ég hef sungið með góðum kórum, bæði í London (The London Chor- ale Society) og í New York (m.a. The Collegiate Chorale og The Julliard School Opera), og undan- farin þijú ár hef ég sungið með New York Grand Opera. Einnig hef ég fylgst með hvaða kórar eru taldir fremstir í helstu tónlist- Björg Jakobsdóttir arborgum Bandaríkjanna og Evrópu. Ég er ákaflega stolt af því, sem íslendingur erlendis, að geta kynnt slíkan kór, sem kór okkar litla lands. Ég hef kynnt upptök- ur Pólýfónkórsins á Messíasi fyrir nokkrum helstu kórstjórum hér- lendis, m.a. Richard Westenburg stjómanda Musica Sacra, kór fagmanna, sem tvímælalaust er talinn fremsti kór heims. Þessir stjómendur hafa hælt Pólýfón- kómum ákaflega, og það hefur vakið undmn þeirra, að okkar fámenna land skuli eiga slíkan kór. Þeir hafa einnig staðfest gmn minn á því, að Pólýfónkór- inn sé í flokki bestu kóra heims og að Ingólfur Guðbrandsson,- kórstjóri Pólýfónkórsins, sé líklegast einn af fimm bestu kór- stjómm heims. Raddir hafa verið uppi um að Pólýfónkórinn muni láta af störf- um. Getur það hugsast, að eftir 30 ár hafi Islendingar, sem álíta sig menningarþjóð, enn ekki gert sér grein fyrir frábærri snilld Pólýfónkórsins. Höfundurstundar tónlistamám við Columbia-háskóla íNew York. ölvuvæðing jafngildir giftingu. Vandið því valið.fifi DAVlÐ SCHEVING THORSTEINSSON ÍSLENSKI PÝRAMlDINN/Ljósm.: Ragnar Th.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.