Morgunblaðið - 07.04.1987, Qupperneq 31
f;l
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. APRÍL 1987
31
Hádegisverður á hálendinu.
Þrívegis affelgaðist i miklum
hliðarhalla.
í lokaáfangann yfir Sprengisand og
Hofsjökul.
Við lögðum af stað snemma á
fimmtudagsmorgun yfir Sprengi-
sand. Fljótlega settust tveir skógar-
þrestir á bílana hjá okkur þrátt
fyrir fulla ferð og fengu þeir auðvit-
að í svanginn. Við héldum áfram
upp að Miklafelli, en sunnan við það
Útsýnið skoðað. Fjærst sést yfir í Kerlingafjöll og i Loðmund. Næst
bilunum er Kjalfell.
er fjalltindurinn Klakkur. Þar er
jökull er góð uppleið á Hofsjökul.
Við fórum upp á jökulinn í um 1.400
metra hæð og eftir að halla tók
undan keyrðum við í gegnum mikið
snjóhaf eins og keyrt væri í gegnum
50 til 60 metra þykkan hveitihaug
sem náði vel yfir stuðara bílana.
Við fórum niður jökulinn eftir lor-
an, hæðarmæli og áttavita á 20 til
30 km hraða og komum niður norð-
an við íjallið Sátu, sem er á
norðvestanverðum Hofsjökli.
Stefnt á Hveravelli
Þaðan var stefnan tekin beint
á Hveravelli og vorum við komnir
þangað kl. 22.00. Við héldum þar
til í skála Ferðafélagsins sem stend-
ur við laugina Guðlaugu. Þar er
upphitað hús árið um kring með
hveravatni. Föstudagurinn fór í að
hvíla sig og njóta útsýnisins. Við
fórum ofan í Guðlaugu enda ekki
vanþörf á. Birta fór seinnihluta
dagsins og þegar við vöknuðum um
kl. 5.00 um morguninn var orðið
heiðskírt og fallegt veður svo við
drifum okkur af stað. Við fórum
upp á Langjökul í norðri og stefnd-
um á hvíld við Fjallkirkju, sem er
í austurbrún Langjökuls. Þar er
skáli Jöklarannsóknafélagsins sem
fjórir okkar tóku þátt í að smíða.
Við Fjallkirkjuna hvíldum við okkur
Klakabrynjaður í frosthörkum.
vel, nutum lífsins og fórum í sól-
bað. Síðan var stefnan tekin á
Þursaborgir, sem eru drangar sem
standa upp úr jöklinum. Þar mætt-
um við fyrsta vélsleðahópnum af
þremur sem var að keyra inn á
hálendið S þessu glæsilega veðri.
Þar voru gamlir félagar okkar á
ferð, Vilhelm Andersen og félagar
úr Jöklarannsóknafélaginu. Síðar
mættum við hópi, sem kom sérstak-
lega til að taka á móti okkur.
Við komum niður af Langjökli
kl. 17.00 á laugardeginum og vor-
um við þá búnir að ná takmarkinu,
að fara yfir jöklana þijá á jeppun-
um. Við ókum sem leið lá í Húsafell
þar sem dælt var aftur í dekkinn
og haldið til Reykjavíkur í einum
áfanga."
Meö FIAT UN0 sanna ítalskir hönnuöir rækilega hæíni sína. Hér fara
saman glæsilegt útlit og framtíðar tækni, mikil hagkvæmni og hámarks
notagildi.
Þaö er ekki aö ástæðulausu aö FIATUN0 er einn mest seldi bíll-
inn í Evrópu. Hann er einfaldlega einstakur, þegar tekiö er tillit til
aksturseiginleika, útlits, öryggis, þæginda, og sföast en ekki síst, hvaö
þú færö mikið fyrir peningana.
Skelltu þér strax í reynsluakstur. Eftir þaö veistu nákvæmlega hvaö
veriö er aö tala um.
i
essemm sía a