Morgunblaðið - 07.04.1987, Qupperneq 43
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. APRIL 1987
43
Amarflug:
Fyrst A síðan B og
svo allt stafrófið
eftir Gísla Maack
Hörður Einarsson, sem ég hef
aldrei hitt svo ég viti til, fer eins
og köttur í kring um heitan graut
í grein sinni í Morgunblaðinu 24.
mars sl. Hann forðast að tala um
efnisatriði greinar minnar og reynir
að afgreiða skrif mín sem dylgjur
og heift.
Hvað varðar dylgjurnar, þá er
ég svo heppinn að grein mín fékk
nákvæma skoðun af sérfræðingum
Morgunblaðsins, sem óskuðu eftir
að ég fjarlægði allt, sem flokkast
gæti undir dylgjur. Ég er því vænt-
anlega með „siðferðisvottorð"
blaðsins í þeim efnum. Hins vegar
virðist Hörður Einarsson óbundinn
af slíku og eignar mér skoðanir og
tilfinningar í stað þess að fjalla
málefnalega um þau atriði, sem
koma fram í grein minni.
Afarkostirnir
Það sem kætti mig mest í grein
Harðar var þegar hann talað um
„að ég hafi sett félaginu afarkosti
og Agnar Friðriksson hafi neyðst
til að taka á mér“. Það sem Hörð-
ur á líklega við er að í byijun júlí
1986 setti ég forstöðumanni fjár-
máladeildar þá afarkosti að annað
hvort fengi ég greiddan hluta af
vangoldnum launum mínum eða að
ég myndi leita mér að vinnu annars
staðar. Þegar hér var komið var
ég búinn að vinna hjá Arnarflugi í
14 mánuði samfellt og aldrei feng-
ið greidd laun á réttum tíma. Það
verður að taka á svona mönnum,
sem heimta umsamin laun.
Hörður eignar mér þá skoðun að
ég telji að Arnarflug eigi ekki til-
verurétt, af því ég geti ekki lengur
haft gott af félaginu. Er það al-
menn skoðun stjómarformannsins
að starfsmenn hans séu að „hafa
gott af félaginu"? Ég var nú svo
einfaldur að halda að þetta væri
einföld sala á vinnuafli og að báðir
aðilar nytu góðs af. Ég minni líka
á, að það var mín eigin ákvörðun
að hætta hjá félaginu og því ekki
rétt að tala um þetta eins og ég
hafi misst af einhveiju góðgæti.
Blekkingarnar
Það eru kannski ekki ósannindi
að segja ekki allan sannleikann, en
það er vissulega blekking. Bæði
Hörður Einarsson og fleiri af nýju
hluthöfunum hafa sagt opinberlega,
að staða Arnarflugs hafi verið miklu
verri en þeim hafi verið sagt. Nú
verður maður að gefa sér það, að
fyrri stjómendur Amarflugs hafi
haft einhveija hugmynd um hvað
var að gerast og hafi þeir ekki sagt
nýju hluthöfunum frá því, þá er það
blekking. Það em orð Agnars Frið-
rikssonar sjálfs, að hann hafi ekki
vitað um væntanlegan bakreikning
frá Líbýumönnum vegna eldsneytis-
ins, þegar hann réð sig til félagsins
og því talið stöðu félagsins miklu
betri en hún var. Þarna hefur Agn-
ar verið blekktur.
Aætlunargerðin
Vorið 1986 hætti Qármálastjóri
Amarflugs störfum, en ekki var
talin ástæða til að ráða í stöðu
hans, þar sem nýju hluthafamir
skyldu hafa fijálsar hendur um
ráðningu fjármálastjóra. Sá maður,
sem gegndi þessari stöðu, var oft
eina raunsæja röddin í röðum
stjómenda Arnarflugs, og því eftir-
sjá af honum.
Þrem vikum áður en pílagríma-
flugið átti að byija, varð mér ljóst
að stjórnendur Arnarflugs gerðu sér
enga grein fyrir hversu mikið fjár-
magn þyrfti til að halda stöðvunum
fimm gangandi og standa við um-
samin laun á umsömdum tíma. Ég
tók mig því til ótilkvaddur og gerði
áætlun um útgjöld á þessum stöðv-
um, og til að fá heildarupplýsingar
um fjárstreymi bætti ég við upplýs-
ingum, fengnum frá skrifstofu-
stjóra Arnarflugs, um viðhalds-
kostnað og flugvélaleigu. Þannig
mátti fá heildarmynd af fjárþörf í
verkefnið. Þetta var gert 3 vikum
áður en pílagrímaflugið átti að heíj-
ast og var því alls ekki grundvöllur
fyrir ákvörðunartöku um þetta flug,
þar sem verð og samningar voru
ákveðnir u.þ.b. 3 mánuðum áður.
Þessi greiðsluáætlun leiddi berlega
í lós, að Amarflug þurfti að útvega
verulegt fjármagn til að geta rekið
þetta flug. Þessar upplýsingar
komu flatt upp á Agnar Friðriksson
framkvæmdastjóra og vora tilefni
ferðar hans til Alsír til að reyna
að fá greiðslur fyrr en samningar
sögðu til um. Alsírmenn gáfu hon-
um munnlegt loforð þar um, sem
síðar reyndist haldlítið, eins og við
mátti búast.
Ég hef fengið það staðfest síðar,
að þessi áætlun stóðst mjög vel, ef
frá eru taldar þær upplýsingar, sem
vora fengnar frá skrifstofustjóra
Arnarflugs. Síðan hafa fallið til
margs konar útgjöld, sem rekja má
beint til slæmrar fjárhagsstöðu fyr-
irtækisins, eins og t.d. dagsektir á
flugvélum o.fl. Einnig vora einstak-
ir launaliðir hækkaðir eftir að ég
lét af störfum og fleira mætti telja.
Þegar ég var stöðvarstjóri Amar-
flugs í Keflavík, tókst mér að lækka
stöðvarkostnað um u.þ.b. 25% með
því að fara yfir bókfærðan stöðvar-
kostnað og láta færa kostnað af
stöðinni sem ekki tilheyrði þeim
rekstri. Það væri fróðlegt að fá
tækifæri til að skoða hvað pfla-
grímaflugið þarf að bera af kostn-
aði, sem uppranninn .er í öðrum
rekstri fyrirtækisins.
Ég tel það rétta ákvörðun, að
Arnarflug hætti erlendu leigu-
flugi, því félagið hefur ekki
stjórnunarlega getu til að annast
svo flókinn rekstur. Hins vegar
þætti mér miður ef þessi útflutn-
ingur á þekkingu og reynslu frá
íslandi legðist af, því þetta er
arðbær starfsemi, ef vel er að
rnálum staðið.
Innanlandsflugið
Það gleður mig ósegjanlega mik-
ið að sveitarstjórnarmenn á Islandi
hafa ekki látið glepjast, á sama
hátt og ríkisstjómin, til ábyrgðar á
rekstri Arnarflugs. Það var þó
sannanlega reynt að fá þá til
samstarfs i nýja hlutafélaginu.
Því langar mig að spyija stjóm-
arformann Arnarflugs eftirfarandi
spuminga:
1. Hveijir era hluthafar í Amar-
flug, innanlandsflug hf. — eða hvað
það nú heitir?
2. Hvert er hlutafé þessa félags,
og hvernig greiðist það?
3. Leigir móðurfélagið dótturfélag-
inu flugvélar og aðstöðu, og þá á
hvaða verði?
4. Verður sameiginlegur starfsald-
urslisti fyrir flugmenn móður- og
dótturfélagsins?
5. Hvaða spamaður næst með því
að skilja þennan rekstur frá aðal-
starfseminni?
Með tilliti til landsfrægrar
„hreinskilni" stjómarformannsins,
er ég ekki í vafa um að hann mun
upplýsa þegna þessa lands um ofan-
greind atriði.
Meintar dylgjur
um viðhaldsmál
Hvar í grein minni stendur að
stjómendur Amarflugs beiti flug-
menn og flugvirkja þrýstingi í
viðhaldsmálum? Hvergi.
Gísli Maack
„Þeir, sem hafa fjárfest
eða gengið í ábyrgð
fyrir Arnarflug, eru nú
fastir í netinu og geta
ekki snúið við. Þeir
hljóta því að þylja allt
stafrófið, eftir geð-
þótta stjórnar Arnar-
flugs.“
Ég hvet menn hins vegar til að
láta ekki undan þrýstingi í við-
haldsmálum. Með þessum orðum á
ég við þann þrýsting, sem fjár-
hagsstaða Amarflugs, og þar með
varahlutaskortur, veldur þeim
mönnum, sem eiga að sjá um þessi
mál. Ég á einnig við þá baráttu,
sem forráðamenn tæknidefldar
heyja daglega við fjármáladeildina
til að tryggja eðlileg aðföng vara-
hluta. Snemma árs 1986 hætti einn
af forsvarsmönnum tæknideildar,
með þeim orðum, að félagið gæti
þá notað launin hans til varahluta-
kaupa. Það vora oft ekki stærri
upphæðir sem illa gekk að fá yfir-
færðar.
Fyrir menn, sem vinna að örygg-
ismálum, verður að skapa heilbrigt
umhverfi og það má alls ekki vera
þeirra hlutverk að þurfa að taka
tillit til fjárhagsstöðu félagsins.
Afskiptin, sem
vissulega voru
Stjómarformaðurinn neitar allri
aðild að ákvörðunartöku um yfir-
töku hans á félaginu. Þetta er ekki
rétt. Hann var spurður álits á öllum
meiriháttar ákvörðunum, allt frá
samningagerð við Air Algerie til
samnings um leigu flugvéla af UAS
í pílagrímaflugið, sem hann samdi
um ásamt Agnari Friðrikssyni í lok
júní 1986. Auðvitað var gamla
stjómin opinberlega með ákvörð-
unartökuna, en gætti þess af
kostgæfni að taka engar ákvarðan-
ir í blóra við nýju hluthafana.
Hugleiðingar um
starfrófið
Stjómarformaðurinn segir orð-
rétt í grein sinni í Morgunblaðinu
24. mars sl: „Einkaaðilar og ríkis-
vald hafa sagt A í ákvörðun sinni
að endurreisa Amarflug og hljóta
því einnig að segja B.“
Þetta er einmitt mergur málsins
og tilefni fyrirsagnarinnar hér að
ofan. Þeir, sem hafa fjárfest eða
gengið í ábyrgð fyrir Amarflug, era
nú fastir í netinu og geta ekki snú-
ið við. Þeir hljóta því að þylja allt
stafrófið, eftir geðþótta stjómar
Arnarflugs. Eins og ég tíunda ítar-
lega í grein minni í Morgunblaðinu
þá era ýmis atriði vægast sagt
ótrygg í framtíð Amarflugs. Þessi
atriði þóttu þó ekki svaraverð og
afgreidd sem dylgjur.
Nýjustu hlutaíjárauglýsingar
Amarflugs lofa 160 millj. kr. hagn-
aði af kaupum á Boeing 737-vélinni.
Er stjórn Arnarflugs tilbúin að
taka á sig lagalega ábyrgð á
þessari fullyrðingu?
Höfundurerfyrrverandi verk■
efndsíjóri Amarflugs í Saudi-
Arabíu.
Ford Scorpio ’86
Bfll ársins 1986. Ekinn 45 þ. km. Með lituðu gleri, ABS
bremsukerfi, veltistýri, fullkomnum steríógræjum o.fl.
Skipti á nýl. ódýrari bfl.
Upplýsingar í símum 23393 og 16700.
KENWOOD