Morgunblaðið - 07.04.1987, Side 59

Morgunblaðið - 07.04.1987, Side 59
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. APRÍL 1987 59 Minning: SigurðurJ. Jónasson pípulagningameistari Fæddur 10. september 1896 \ Dáinn 28. mars 1987 ' \ í dag er kvaddur Sigurður Jónas Jónasson, pípulagningameistari. Hann var fæddur í Reykjavík, sonur hjónanna Sigríðar Sigurðardóttur og Jónasar Jónassonar, snikkara frá Stokkseyri. Hann ólst upp hjá foreld- rum sínum þar til móðir hans lést af barnsförum árið 1902, þá fór hann í fóstur á Vorsabæjarhjáleigu í Flóa og dvaldi þar til unglingsára. Hann eignaðist tvær systur, Agústu f. 1898 er lifir bróður sinn og Sigríði er lést á síðasta ári. Til Reykjavíkur fluttist hann ungur að árum og vann þar við ýmis störf en 1920 hélt hann til Noregs og starf- aði þar við bústörf, skógarhögg og við fjárgæslu, þar sem hann dvaldi einn í íjallakofa með hund með sér við gæsluna, þess tíma minntist hann oft með ánægju. Hann var við nám í lýðháskólan- um í Voss í Noregi, 1922—23, sem einnig var honum minnisstæður tími. Heim til íslands var haldið 1925 og hóf hann þá að vinna í Vélsmiðjunni Héðni, síðan lærði hann pípulagnir og lauk prófi í þeirri iðngrein. Hann starfaði mikið í sínu stéttarfélagi, sat í stjórn þess mörg ár og var síðustu árin heiðursfélagi þess. Árið 1930 kvæntist hann Rann- veigu Eyjólfsdóttur. Þau bjuggu nær öll sín búskaparár á Ásvallagötu 53, böm þeirra urðu Qögur; Jónas, lést ársgamall, hin eru Sigríður Þórdís, gift Hjálmari Pálssyni, búsett á Blönduósi, Eyjólfur Jónas, kvæntur Sigríði í. ísleifsdóttur, búsettur í Reykjavík, Agða Sigrún, gift Gesti Guðmundssyni, búsett á Blönduósi, einnig ólst upp hjá þeim dóttursonur þeirra, Eyþór Ingi. Barnabörain eru 12 og hópur bamabamabama. Sigurður var alla tíð hraustur og var vel ern síðustu árin, fylgdist vel með þjóðmálum, las dagblöðin og fylgdist vel með fréttum. Hann var °g dyggur stuðningsmaður Alþýðu- flokksins. Síðustu árin fékk hann sér dag- lega gönguferð, venjulega niður að Tjöm, þar sem síðasta gönguferðin endaði þ. 28. nóvember sl., en þá féll hann á hálku og lærbrotnaði og var lagður inn á Landspítalann. Þá fylgdi annar sjúkleiki í kjölfarið, hann gekkst undir erfíða aðgerð og lést þann 28. mars, eftir rétta 4 mánaða legu. Hann er kvaddur með söknuði, fari hann í friði, Guðsblessun fylgi honum. Eyþór og Ingþór * sem fylgir þér hvert semer Olympia Carrera, þýska ritvélin sem fékk verðlaun fyrir hðnnun, er ritvélin fyrir hina fjölhæfu. Ferðaritvél í sérflokki, einungis 6,5 kíló og með innbyggðum alspennubreyti. Lyklaborðið er aðlagað að fingrunum og auðveldar hraða og villulausa vélritun við hvernig borð sem er. Getur allt sem þær stóru gera, dregur lóðréttar línur, og hefur mismunandi leturgerðir, 24 stafa leiðréttingaminni, síendurtekningu á öllum stöfum og sérstakan ásláttarjafnara (buffer) - þannig nærðu góðum frágangi án fyrirhafnar. Olympia Carrera er tengjanleg við allar tölvur. ...hún hefurþað allt og meiratil. Ca.i'itira. OLYMPtAO / Vi' • I I I. I.i 1.1 . .. I » t » I 1 \ \ \ \ \ i i i i i i i ii i m m 5 m /* | I I I i | | | | | 1 I | : . te Ekjaran ÁRMÚLA 22, SÍMI (91) 8 30 22, 108 REYKJAVÍK Þvottheldni og styrkleiki í hámarki • Kópal innimálningin fæst nú í fjórum gljástigum. • Nú velur þú þann gljáa sem hentar þér best og málningin er tilbúin beint úr dósinni. • Nú heyrir það fortíðinni til að þurfa að blanda málninguna með herði og öðrum gljáefnum. VELDU KÓPAL í FJÓRUM GLJÁSTIGUM: 'málning'if nuilningl/ má/ning'if málning'i i«oalHURom, ASTEIN, TRÉ, ¥ÍU •WVMíTWALNINO, A STEIN, TRt. WG, VATMSTVI VftopLHunom, .ÖLJAS TlQi .glJastvg, GjUAST/q ,<3\_JAST/q

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.