Morgunblaðið - 07.04.1987, Blaðsíða 67
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. APRÍL 1987
67
Ekki aftur þriggja flokka stjórn
S.L. skrifar:
Kæri Velvakandi.
Mér er mikill uggur í bijósti
yfir þróun þjóðmálanna síðustu
daga og vikur. Getur verið að við
séum að stefna aftur inn í þriggja
flokka stjórn með tilheyrandi
glundroða og verðbólgu, sem ger-
ir húsbyggjendur gjaldþrota og
þrengir að atvinnulífinu? Ég var
satt að segja að vona að við vær-
um að fara inn í tímabil stöðug-
leika og festu, þar sem Sjálfstæð-
Skrifið eða hringið til
Velvakanda
Velvakandi hvetur lesendur til
ad skrifa þættinura um hvaðeina,
sem hugur þeirra stendur til —
eða hringja miili kl. 13 og 14,
mánudaga til föstudaga, ef þeir
koma því ekki við að skrifa. Með-
al efnis, sem vel er þegið, eru
ábendingar og orðaskiptingar,
fyrirspurnir og frásagnir, auk
pistla og stuttra greina. Bréf
þurfa ekki að vera vélrituð, en
nöfn, nafnnúmer og heimilisföng
verða að fylgja öllu efni til þáttar-
ins, þó að höfundur óski nafn-
leyndar.
Sérstaklega þykir ástæða til að
beina þvi til lesenda blaðsins utan
höfuðborgarsvæðisins, að þeir láti
sinn hlut ekki eftir liggja hér í
dálkunum.
isflokkurinn stjórnaði landinu í
samvinnu við annaðhvort Alþýðu-
flokkinn eða Framsóknarflokkinn.
Ég skora á þá sjálfstæðismenn
sem ætla að veita Albertsflokkn-
um brautargengi að athuga,
hvaða afleiðingar það hefði fyrir
þjóðina að hafa hér til frambúðar
þriggja flokka kerfi með glund-
roða og verðbólgu og eilífu
samningamakki einhverra pólitík-
usa.
„Góður og traustur fulltrúi“
Til Velvakanda.
Þar sem að Helgi Seljan er að
hætta á Alþingi langar mig að
senda honum fáein kveðjuorð, enda
veit ég að það verður margur sem
saknar hans, bæði í hans kjördæmi
og einnig af Alþingi, vegna þess
að þar er áferðirini mikill mann-
vinur sem hvergi hefur komið fram
öðruvísi en iáta gott af sér leiða.
Hann hefur verið góður og traustur
fulltrúi þjóðar sinnar, hans verður
áreiðanlega mikið saknað í Austur-
landskjördæmi og víðar. Helgi er
einn af þeim mönnum sem geta
allt er þeim dettur í hug. Hann er
góður hagyrðingur, leikari og söng-
maður góður, ritfær og svo mætti
lengi telja. Þegar Helgi var ungur
maður sagði Lúðvík1 Jósefsson mér
að hann ætlaði að gera Helga að
eftirmanni sínum og Lúðvík varð
ekki fyrir vonbrigðum með arftaka
sinn. Helgi hefur reynst foreldrum
sínurii dásamlega vel, sem þau
kunna vel að meta, margt fleira
mætti segja um vin minn Helga,
en ég bið hann að taka viljann fyr-
Helgi Seljan
ir verkið. Jakob, sem var 50 ár í
þingvörslu, sagði mér að það væri
enginn þingmaður eins vel kynntur
á Alþingi og Helgi.
Jóhann Þórólfsson
Þessir hringdu . .
Ljós frakki
Ljós frakki var tekinn í mis-
gripum í Langholtskirkju fyrir
nokkru síðan. Eigandi frakkans
er beðinn að hringja í síma 3 33
65.
Gullúr -
fundarlaun
Gullúr (Seiko Lessli) tapað-
ist við Hótel Sögu eða í Broadway
fyrir nokkru. Sá sem hefur fundið
úrið er beðinn að hringja í síma
667192. Fundarlaun.
Hvíturjakki
Hvítur jakki var tekinn í mis-
gripum í Skíðaskálanum Hverad-
ölum hinn 14. mars. Sá sem tók
jakkann er beðinn að hafa sam-
band í síma 666370.
Svartur
leðurjakki
Sá sem tók í svartan leðuijakka
í misgripum í fatageymslunni í
Þórskaffi, laugardagskvöld 28.
mars, er vinsamlegast beðinn að
hafa samband í síma 68 81 63
eða 4 61 78 og spyija eftir Guð-
björgu.
Gamlar
hljómplötur
Sigurður Bogi Sævarsson hringdi:
Hann sagðist safana gömlum
hljómplötum frá tímabilinu 1950
til 1970 og vill kaupa notaðar
plötur frá þessu tímabili. Síminn
hjá Sigurði er 99- 1638.
Kommúnista-
þvættingur
Skúli hringdi:
„Ég er orðinn ansi þreyttur á
þessum kommúnistaþvætting sem
lesa má í Morgunblaðinu dag eft-
ir dag. 1. apn'l voru t.d. langar
greinar eftir Álfheiði Ingadóttur
og Jón Baldvin. Hvers vegna get-
ur þetta fólk ekki geta skrifað í
sín blöð, Þjóðviljann og Alþýðu-
blaðið? Þar að auki var lítið
málefnalegt í þessum greinum,
þær voru fyrst og fremst skítkast
og aftur skítkast."
Hjörtur var
ekki höfund-
urinn
Af gefnu tilefni vill Hjörtur 0.
Aðalsteinsson, dómarafulltrúi í
Sakadómi, láta koma fram að
hann er ekki höfundur greinar
sem birtist í Velvakanda 2. apríl
og alnafni hans er höfundur að.
Afmæli
ökukennara-
félagsins
Ökukennari hringdi: „Ég hef
ekki séð neitt minnst á 40 ára
afmæli Ökukennarafélagsins í
blöðunum en það var síðastliðið
haust. Hefur stjóm félagsins
kannski alveg gleymt afmælinu?"
Góð saga
Þakklát móðir hringdi:
„Ég vil þakka fyrir góða sögu,
söguna um Mola litla sem að As-
gerður Helgadóttir las á Útrás
fyrir skömmu. Þetta var mjög góð
saga og vel lesin."
Gullhringur
Stór gullhtingur með rauðum
steini tapaðis í Hraunbæ við Fé-
lagsheimiliFáks hinn 24. febrúar.
Finnandi vinsamlegast hringi í
síma 67 31 17 eftir kl. 18.
Hvernig er
bænin rétt?
Gamall prestur hringdi:
Sagðist hann hafa lært eftirfar-
andi kvöldbæn af móður sinni en
spyr hver sé höfundur bænarinnar
og hvernig fyrra erindið sé rétt.
Ég aumur bið nú þig
bænheyr þú Jesú mig.
Bjargi mér blóð þitt rauða
frá bráðum andardauða.
Síðasta svefndúrinn
svæf þú mig, Jesú minn.
Veit mér hann verði hægur
vertu mér þá nálægur.
Svört
leðurtaska
S.T. hringdi:
„Ég varð fyrir því óhappi að
svartri leðurtösku sem í voru per-
sónuskilríki, peningar o. fl. var
tekin á vinnustað mínum. Ef ein-
hver finnur svarta leðutösku með
persónudkilríkjum bið ég hann
vinsamlegast að hringja í síma 2
25 47.
Svörttaska
Svört taska var tekin í mis-
gripum Fjölbrautarskólanum í
Breiðholti meðan á verkfalli kenn-
ara stóð. Sá sem tók töskuna er
beðinn að hafa samband í síma 2
37 02.
Góð grein
9131 -4509 hringdi: „Ég er sam-
mála því sem fram kemur í grein
sem birtist í Velvakanda hin 1.
apríl og bar fyrirsögnina: Þýðir
ekkert að fela sig bak við grunn-
laun byijandans. Vil ég hvetja
lesendur Morgunblaðsins til að
lesa þessa grein.“
Kanelbrún
dúfa
Fyrir nokkrum dögum kom
dúfa sem hefur villst í hús að
Borgarholtsbraut 1 í Kópavogi.
Dúfan er kanelbrún á höfði og
stéli. Eigandi dúfunar getur
hringt í síma 4 16 12.
Ekkert
er auðveldara en að finna fermingar-
gjöfina í ár því það er svefnsófi í
frískum “stæl“ litum.
Mllo-sófinn
Stærð 150 sm á breidd, þægilegt sæti og notalegt
rúm.
Verð kr. 18.860.- Útborgun 6.000.- Rest á 6 mán.
Litir: Blár/svartur og rauður svartur.
Aphrodlte-sófinn
er reglulegur stálsófi sem kostar kr. 27.680.-
Útborgun kr. 6.000.- Rest á 7 mán.
Við bjóðum yður stœrstu húsgagnaútstillingu landsins.
Geysilegt úrval á hagstœðu verði meft góðum afborgun-
arkjörum.
Viðtökum greiðslukortin sem útborgun og staðgreiðslu.
hiisqagna-höllin B
REYKJAVÍK
Pax-sófinn
er 190 sm á lengd og 160 sm breiður útsleginn. Pax
er þægilegur að sitja í með 2 pullum.
Verð kr. 29.980.- Útborgun 6.980.- Rest á 8 mán.
Litir: Ijósgrátt, Ijósbrúnt, Ijósblátt.