Morgunblaðið - 07.04.1987, Page 71

Morgunblaðið - 07.04.1987, Page 71
MORGUNBLADIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. APRÍL 1987 í Mjóddinni og innan nokkurra ára væri ráðgert að almenningsvag- namiðstöð rísi í miðborginni í samræmi við það sem Miðbæjar- skipulagið gerði ráð fyrir. Hverfaskipulag- merk- asta nýmælið Vilhjálmur sagði ýmis nýmæli koma fram í Aðalskipulaginu og nefndi m.a. sem dæmi að gert væri ráð fyrir s.k. borgarvernd. Borgarvernduð svæði væru þau kölluð sem borgarstjórn hefði sam- þykkt að friða vegna sérstæðrar náttúru, landslags, söguminja, umhverfis eða útivistargildis. Sem dæmi mætti nefna Elliðaárdalinn. Þessum svæðum myndu borgar- yfirvöld leitast við að halda ósnortnum frá náttúrunnar hendi. I einstaka tilfellum væri þó gert ráð fyrir því að borgarstjóm gæti heimilað vissa starfsemi eða fram- kvæmdir, sem hún telur tengjast eðli og hlutverki svæðanna. Merkasta nýmælið að hans mati væri tillaga um gerð sk. hverfa- skipulags sem yrði millistig aðal- skipulags og deiliskipulags í einstökum hverfum borgainnar. Borginni hefði þannig verið skipt niður í níu borgarhluta. Megin- hlutverk hverfaskipulags yrði að veita íbúum einstakra hverfa upp- lýsingar um skipulag og áætlaðar framkvæmdir í sínu nánasta um- hverfi og vera leiðbeinandi fýrir deiliskipulag, þar sem þess væri þörf. Mikilvægur tilgangur með fram- kvæmd hverfaskipulagsins væri að gefa borgarbúum kost á að taka þátt í því að móta sitt eigið um- hverfi. Því væri gert ráð fyrir að drög að hverfaskipulagi yrðu kynnt íbúum viðkomandi hverfa með ábendingar í huga. Þegar unnið hefði verið úr þeim yrði gengið frá hverfisskipulaginu til samþykktar í skipulagsnefnd og borgarstjórn. Síðan væri ætlunin að gefa út hverfaskipulagskort með fyrr- greindum upplýsingum og dreifa því til íbúa viðkomandi hverfa. Sigurjón Pétursson (Abl) sagði fá verkefni mikilvægari en að flalla um aðalskipulag. Það fjallaði ekki einungis um skiptingu á milli íbúð- ar- og atvinnuhúsnæðis í borginni heldur líka hversu langt ætti að þurfa að sækja ýmsa þjónustu og hvaða markmið borgin ætti að setja sér á sviði félagslegra mála. Þegar svona þýðingarmikið stjórn- tæki væri til umræðu ætti að kappkosta að ná sem víðtækastri samstöðu. Ekki nóg fjallað um málið Sigurjón sagði það hafa skort á að nógu margir hefðu fengið að fjalla nógu ítarlega um málið. Gamla móttóið „fljótt og flausturs- lega" væri í fulíu gildi. Tímamörk væru mikilvæg en víkjandi þegar jafn þýðingarmikill hlutur ætti í hlut. Það hefði verið eðlilegt að þegar málið var komið á lokastig hefðu ýmsir aðilar fengið að íjalla um það á nýjan leik. Alþýðubanda- lagið hefði gert tillögu um þetta en henni hefði verið hafnað. Sigutjón gagnrýndi að í kaflan- um um byggingu leiguíbúða væri hvergi minnst á ný form á eignar- haldi. Það væri rangt sem sumir héldu fram að þetta atriði skipti ekki máli varðandi aðalskipulag. Það skipti máli þar sem það segði til um hverjir gætu búið á viðkom- andi svæði. Sigutjón minntist á þá stefnu- mörkun sem kemur fram í Aðal- skipulaginu að 70% bama eigi í lok þess að eiga rétt a'dagvistunar- rými. Sagðist hann vilja að á tímabilinu yrðu dagvistunarstofn- anir gerðar að forskólum og að jafn skylt og sjálfsagt yrði að böm gengju í þá og í skólana í dag. Sigutjón gagnrýndi að Foss- vogsbraut-Hlíðarfæti væri stillt upp sem valkosti við að breikka Miklubraut í 6-8 akreinar með mislægum gatnamótum. í vaxandi borg væru góð útivistarsvæði verð- mæti sem erfitt væri að bæta ef þau glötuðust. Sigutjón sagði það hafa vakið athygli sína að Höfðabakka ætti að framlengja að Breiðholtsbraut, þar væm líka góð útivistarsvæði, og að gert væri ráð fyrir því að fresta Ofanbyggðarvegi. Það væri óheppilegt. Ofanbyggðarvegi væri ætlað að létta af borginni þeirri umferð sem kæmi frá Reykjanesi og hann væri ósammála því að það væri markmið að fresta henni um 20 ára skeið. í tillögunni væri gert ráð fyrir því að flugvöllurinn yrði óhreyfður á skipulagstímabilinu en það væri sjónarmið Alþýðubandalagsins að hann bæri að flytja burt. Sigutjón sagði að við gerð Aðal- skipulagsins hefði verið búið til nýtt hugtak, borgarvemd. Þetta væri orðaleikur einn. Þeir staðir sem taldir væm upp hefðu enga vörn umfram það sem ákveðið væri á hvetjum tíma. Engin vemd væri fólgin í þessu. Mikilvæg nátt- úmvemdarsvæði ætti alltaf að friðlýsa. Sigutjón sagðist þó ekki vera mótfallinn aðalskipulaginu. Gagn- rýni hans beindist fremur að skorti á stefnumótun en rangri stefnu- mótun. Að mati Alþýðubandalags- ins væri gallað aðalskipulag betra en ekkert. Margt gott væri í grein- argerðinni og það sem ágreiningur væri um og það sem skorti á væri allt hægt að draga fram til sérs- taks og sjálfstæðs ágreinings þegar til þess kæmi. Áhersla á Suður-Mjódd Alfreð Þorsteinsson (F) sagði Framsóknarflokkin í síðustu borg- arstjómarkosningum hafa lagt áherslu á svæði í Suður-Mjódd. Meginmarkmiðið væri að auka þjónustu í austurhverfum borgar- innar og tjúfa eingangrun þeirra. Aðalskipulagið kæmi til móts við þessar tillögur. Nærliggjandi sveitarfélög hefðu líka sýnt þessu máli skilning og væri Kópavogur nú að undirbúa samkeppni við Reykjavík á þessu svæði. Þar væri að rísa stórmark- aður í uppmnalega Hagkaups- forminu sem myndi soga til sín verslun og einnig sagðist hann vita af fjölmörgum atvinnufyrirtækjum í Reykjavík sem væm að færa sig yfir á þetta svæði. Sagði Alfreð Kópavog vera að taka frumkvacðið og skjóta Reykjavík ref fyrir rass. Varðandi Fossvogsbrautina sagði hann togast þar á hrein umferðarsjónarmið og umhverfis- sjónarmið. Best væri ef hægt væri að hafa Fossvogsbrautina niður- grafna svo nýta mætti Fossvogs- dalinn. Þetta væri mjög dýr kostur en nauðsynlegt væri að skoða hann betur. Fossvogsbrautin yrði aldrei lögð nema þessi sjónarmið yrðu sameinuð. Öflugt hverfi í Mjódd- inni myndi einnig draga úr mikil- vægi Fossvogsbrautarinnar. Alfreð sagði það skort á framtí- ðarsýn að ætla að starfrækja Reykjavíkurflugvöll áfram á tíma- bilinu. Hann bæri að flytja og mætti nýta svæðið undir íbúðar- og atvinnuhúsnæði. Þetta.mynda styrkja stoðir undir miðbæ Reykjavíkur. Honum þætti það lakast í tillögunni að ekki væri tekið á flugvellinum öðm vísi en að hann yrði áfram miðstöð innan- landsflugs. Þessi ákvörðun væri ekki tekin út frá hagsmunum Reykvíkinga. Innanlandsflug ætti að flytja til Keflavíkur og leggja þangað nýja hraðbraut eða einteinung. Miðstöð fyrir flug í Reykjavík ætti að vera í Suður-Mjódd ef að einteinungur yrði lagður. Taldi Alfreð að augu manna myndu opnast fyrir þessu máli þegar nýja flugstöðin á Keflavíkurflugvelli yrði tekin í gagnið. Meginmarkmið óljós Ingibjörg Sólrún Gísladóttir (Kvl) sagði þetta vera tímabæra endurskoðun sem gera hefði mátt fyrir löngu. Margt í greinargerð- inni væri til lofs og lasts en það væri hlutverk minnihlutans að gagnrýna og meirihlutans að vera með hólið. Það að hún gagnrýndi aðalskipulagið þýddi ekki að í því sæji hún ekki margt gott. Meginmarkmið skipulagsins sagði hún vera óljós. Víða hefði mátt þrengja og skilgreina mark- mið betur. Einnig þyrfti að gera framkvæmda- og ijármögnunará- ætlanir til skemmri tíma. Ingibjörg Sólrún sagði bams- fæðingar vera pólítískt mál. Skapa þyrfti fólki aðstöðu til þess að eign- ast böm. Til að bömum myndi fjölga þyrfti að bæta félagslega aðstöðu foreldra. Þenslan í þjóð- félaginu væri svo mikil að við mættum ekki missa konur út af vinnumarkaði vegna bamseigna. Stefnumótunin í félags- og menningarmálum væri of almenn og óljós. Ekki væri sagt hvemig ætti að gera hlutina og hvar taka ætti frá land. Þessum mannvirkj- um þyrfti að fínna stað og taka frá pláss í aðalskipulagi. Samgöngumálin væm megin- mál. Þar væri ákveðin stefnumörk- un en hún væri ósátt við þær forsendur sem menn gæfu sér. Umferð einkabílsins sæti í fyrirr- úmi og haft að leiðarljósi að hún gengi sem best fyrir sig. Ingibjörg Sólrún sagði að það ætti að vera meginmarkmið að draga úr um- ferðarslysum. Stór liður í því væri að bæta hlut almenningssam- gangna. Sagðist hún sakna þess að ekki væri bent á leiðir til þess að draga úr umferð einkabfla, gera þyrfti átak í því, einkabflar væra orðnir „eins og menningarsjúk- dómur". „Bíllinn er eins og skrímsli sem stækkar og kæfir okkur". Eftir að hafa metið báða þá kosti sem í boði væra hvað varðar stofnbrautir hefði hún komist að þeirri niðurstöðu að þeir væra báð- ir vondir því þeir gengju báðir út frá því að greiða fyrir umferð einkabíla. Ekki væri nægileg áhersla lögð á strætisvagna. Ingi- björg Sólrún sagði að það þyrfti m.a. að skipuleggja sérstakar ak- greinar fyrir SVR og tengja samgöngur betur atvinnusvæðum. Borgarvemdun væri nýtt hug- tak sem kæmi henni spánskt fyrir sjónir og ætti ekki að koma í stað friðlýsingar. Heimamenn ættu ekki að ráða algjörlega hvað varðar vemdun heldur ættu utanaðkom- andi aðilar líka að vera með í ráðum, annars væri hætta á að stundarhagsmunir myndu ráða ferðinni. „Safn nytsamra upplýsinga" Óssur Skarphéðinsson (Abl) fagnaði því að tekið yrði upp hverfaskipulag og sagði það gera borgarbúum kleyft að ráða sínu eigin umhverfi í auknu mæli. Það væri þó ýmislegt annað sem hann væri ekki jafn ánægður með. Allt kapp hefði verið lagt á að keyra skipulagið í gegn á réttum tíma og hefði það ekki fengið nóga umræðu í nefndum borgarinnar. Aðalskipulagið sagði hann vera „safn nytsamra upplýsinga" en í það vantaði stefnufestu og stefnu- mörkun. Hann gæti ekki séð örla mikið fyrir framkvæmdaáætlun og fannst það vera um skammsýni að ræða. Össur gagnrýndi sér í lagið at- vinnumálakaflann og taldi að þar bæri að marka mun skarpari stefnu sér í lagi á sviði hátækniðn- aðar, þar mætti engan tíma missa. Það versta sem kæmi fram í greinargerðinni væra vegafram- kvæmdimar og sagðist hann vona að tollar á bflum og bensínverð myndu hækku svo af þessari framtíðarþróun yrði ekki. Hversu margar konur unnu að skipulaginu? Kristín Ólafsdóttir (Abl) gagn- rýndi misvægi í vinnu hinna ýmsu kafla greinargerðarinnar. Sumir kaflar væra mjög ítarlegir, eins og umferðarkaflinn, en aðrir alveg stefnulausir. Beindi hún þeirrar spumingar til Vilhjálms Þ. Vilhjáímssonar, formanns skipulagsnefndar hversu margar konur hefðu eiginlega unn- ið við skipulagið. Henni findist vinnan því marki brennd að „hinn frægi reynsluheimur kvenna“ hefði ekki verið leiðarljósið. Þama væri lítið um hugmyndaflug og „ákveð- in reynsluheimur" sem setti mark sitt á þetta en vantaði annan, bama og kvenna. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson (S) sagði það hafa verið tíu manna hóp sem hefði unnið við gerð Aðal- skipulagsins á vegum Borgar- skipulags. I þessum hóp hefðu verið fjórir karlmenn og sex kven- menn Hann sagði það vera vilja meiri- hlutans að ná góðri einingu í meginatriðum um þetta mál. Meiri- hlutinn legði þann skilning í aðalskipulag að það ætti að vera þrennt. Ákvörðun um byggðaþró- un, ákvörðun um landnotkun og loks hvemig taka ætti á umferðar- og gatnaskipulagi. í þessum anda hefði verið unnið án þess að um það hefði verið ágreiningur fyrr en á síðustu stigum málsins. Það þyrfti að ræða það betur í framtí- ðinni hvemig ætlunin væri að haga vinnu við gerð aðalskipulags. Vilhjálmur vék einnig að Reykjavíkurflugvelli og sagðist geta verið sammála því að það mál yrði skoðað nánar. Fyrir nokkra hefði verið samþykkt deili- skipulag að flugvallarsvæðinu sem festi hann í sessi til tuttugu ára en þetta yrði þó endurskoðað á fimm ára fresti. Varðandi umferðarmálin væri það ekki svo að meirihlutinn væri „heillaður“ af einkabflnum. Við stæðum aftur á móti frarnmi fyrir gríðarlegu vandamáli og það væri verið að reyna að gera umferð bæði greiðari og öraggari. Með þessum áætlunum væri ni.a. verið að reyna að draga umferð út úr íbúðarhverfúm. Ef Reykjavíkur- flugvöllur yrði einhveintímann fluttur og þar myndi rísa allt að 6000 manna byggð yrði Fossvogs- braut-Hlíðarfótur líka enn mikil- vægari. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, formaður skipulagsnefndar, gerir grein fyrir skipulagstillögunni en ásamt honum á myndinni eru þeir Davíð Oddsson, borgarstjóri, og Magnús L. Sveinsson, forseti borgarstjórn- ar. FAE kú/u- og rúllulegur KlNG PJÓN US^ pEK' FÁLKINN SUÐURLANDSBRAUT 8 SÍMI 84670

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.