Morgunblaðið - 08.04.1987, Side 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. APRÍL 1987
Að trúa á Albert
eftirJón Sigurðsson
Sé eitthvað að marka skoðana-
kannanir þessa dagana, eru undar-
leg tíðindi í vændum. Samkvæmt
þessum könnunum er fólk í stór-
hópum að fylkja liði, ekki um
málefni, heldur um persónu Alberts
Guðmundssonar.
Skrifari þessara orða hefur ekki
lagt í vana sinn að fást um stjorn-
mál. Honum þykir hins vegar
staðan, sem við blasir, of glæfraleg
til þess að leggja ekki skoðun sína
undir í umræðum um þetta mál.
Skrifarinn hefur lagt sig fram
um að reyna að skilja það fólk, sem
vill styðja Albert Guðmundsson til
trúnaðarstarfa í þágu samfélagsins,
eftir það, sem gerst hefur. Þetta
hefur honum gengið afar illa og
skulu hér á eftir raktar nokkrar
helstu ástæður til þess.
Viðhorf Alberts Guðmundssonar
til þeirra atburða, sem að lokum
leiddu til þess, að hann var þvingað-
ur til að hverfa úr ríkisstjóminni,
bera vott um furðulega blindu.
Hann virðist með engu móti geta
skilið, að ráðherra, hvað þá fjár-
málaráðherra, verður að vera
hafinn yfir allan grun um atferli
eins og skattsvik. Sé hann það ekki,
ber honum að víkja. Tilefnið til að
hann segði af sér var þess vegna
komið fram fyrir löngu. Albert þótti
þá og þykir enn sem „mistök" hans
séu ekki til að gera veður út af og
tók því ekki það frumkvæði, sem
honum bar skylda til. Þetta olli
því, að ekki var tekið á málinu fyrr
en í síðustu lög.
En málið er í rauninni verra en
þetta. Albert hefur í íjölmiðlum
fengið að ræða greiðslurnar frá
Hafskip eins og þær væru í sam-
ræmi við eðlilega og sjálfsagða
viðskiptahætti. Hér var um að ræða
afslætti í flutningsgjöldum, sem
Afengis- og tókbaksverslun ríkisins
hafði greitt. Séu afslættir veittir
af þjónustu eiga menn því að venj-
ast, að sá njóti afsláttarins, sem
greiddi fyrir þjónustuna. Hér var
ráðherrann þess vegna að helga sér
greiðslu, sem ÁTVR bar með réttu.
Greiðsluna fékk hann hljóðlega til
sín vegna þeirra alkunnu ítaka, sem
hann átti hjá stjórnendum Hafskips
og hún hefði hvorki komist til vit-
undar almennings né til skatts, ef
Hafskip hefði ekki farið á hausinn.
Um það atferli, að taka með leynd
fjármuni, sem menn eiga ekki, eru
almennt notuð önnur orð en afslætt-
ir og mistök.
Albert hefur skýrt þetta með
því, að hann hafi ráðstafað flutning-
unum til Hafskips og því bæri
honum greiðslan. Þar tekur ekki
betra við, því þá væri ráðherrann
að ráðstafa viðskiptum áfengis-
verslunarinnar til þóknanlegs
skipafélags og taka sérstök um-
boðslaun fyrir það — til viðbótar
umboðslaunum fyrir vínið, sem flutt
var.
Það er því sama frá hvaða horni
þetta mál er skoðað. Siðleysið skín
af því í allar áttir. Málið komst upp
fyrir einstaka tilviljun og máltækið
segir, að sjaldan sé ein báran stök.
Það er engin ný bóla, að Albert
Guðmundsson leggi sinn eigin mór-
alska mælikvarða á hvað forystu-
maður í stjórnmálum getur eða
getur ekki leyft sér. Sú var tíðin
að háttvirtur alþingismaður, Albert
Guðmundsson, lýsti því yfir opin-
berlega, að hann tæki ekki mark á
gjaldeyrislöggjöf landsíns. Sú yfir-
lýsing ein sér hefði átt að nægja
til að hann teldist óhæfur til setu
í ríkisstjórn, ef eðlilegs siðgæðis
hefði þá verið gætt.
En hvað er það þá, sem dregur
fólk til fýlgis við Albert Guðmunds-
son? Skrifarinn er á því, að höfuð-
ástæðumar séu tvær. Önnur er
samúð með honum, af því að honum
var ýtt tii hiiðar. Sú samúð getur
byggst á því, að menn hafa ekki
hugsað málið, sbr. það, sem hér að
framan er rakið. Einhveijir fyllast
samúð af því að þeir hafa sjálfir
brenglaða siðgæðiskennd, en varla
svona margir. Hin ástæðan er sú,
að Albert er góður og velviljaður
maður og hefur til að bera hvort
tveggja, næma tilfinningu fyrir
vandræðum manna, sem til hans
leita, og dugnað til að vasast í að
leysa þau. Hann hefur æðimörgum
manninum gert greiða af þessari
ástæðu, að vísu oftast á kostnað
ríkisins eða Reykjavíkurborgar. Svo
hefur hann gert það á kostnað
Hafskips, Eimskips eða annarra,
sem við ekki þekkjum til. Sérkenni
þessarar fyrirgreiðslustarfsemi Al-
berts er mikið dómgreindarleysi,
sem aftur jaðrar við siðleysi, um
hvað er hægt og hvað er ekki hægt
að leyfa sér. Það virðist t.d. sem
Albert skynji alls ekki óréttlætið,
sem í því er fólgið, þegar hann leys-
ir úr vandræðum eins manns, utan
við lög og rétt, án þess að skeyta
hætishót um hundruð eða þúsundir
annarra manna, sem eins stendur
á um, en ekki njóta sömu fyrir-
greiðslu.
Hún er grönn, línan milli fýrir-
greiðslu og spillingar, og óvíst, að
Albert hafi i góðsemi sinni nokkurn
tíma tekið eftir henni.
Nú er það svo, að stjórnmál snú-
ast um vandamál borgaranna allra
saman og í hópum og það er aðal
réttarríkisins að borgararnir séu
jafnir fyrir lögunum. Albert Guð-
mundsson hefur alla tíð fyrst og
fremst rekið sína pólitík með fyrir-
OG STAKIR
LEÐURSéPM
Fjölbreytt úrval — Gott verð
BÚSTOFN
Smiöjuveqi 6, Kópavogi símar 45670 — 44544.
LEÐURSÓFASETT
Jón Sigurðsson
„Vegna þessa hefur
fylgið í kringnm Albert
öll einkenni trúarhreyf-
ingar fremur en stjórn-
málasamtaka. Sjáifur
talar hann um vakn-
ingu. Það einkenni
samtakanna er hættu-
legt, þegar litið er til
pólitískrar sögu og
varnaðarmerki fyrir
alla hugsandi menn.“
greiðslu við einstaka menn. Af því
leiðir sjálfkrafa mismunun í með-
ferð á málum manna. Nafn Borg-
araflokksins er íhugunarefni í þessu
ljósi. Miðað við pólitík Alberts Guð-
mundssonar er þetta flokkur
borgaranna eins og eins en ekki
allra saman, hvað svo sem sagt er
um „flokk fólksins“. Kaldhæðnin í
stöðunni er hins vegar sú, að geta
Alberts til að stunda svo umfangs-
miklar fyrirgreiðslur fólst í tengsl-
um hans við Sjálfstæðisflokkinn.
Því skal ekki trúað, að neinn flokk-
ur semji við Albert um aðild að
ríkisstjórn, og þar með er hann
héðan í frá orðinn getulaus á því
eina sviði, þar sem hann hafði þann
vafasama heiður að bera af.
Að öllu samanlögðu felur stuðn-
ingur við Albert í sér stuðning við
það, að ráðherrar megi vera óheið-
arlegir í meðferð fjármuna sinna
og annarra. Það er stuðningur við
það, sem ekki fæst upplýst um
laumulega meðferð fjár, eins og
dæmið sannar um 20% umboðslaun-
in, sem virðist hafa verið tekin fyrir
að útvega Guðmundi jaka pening-
ana frá Eimskip og Hafskip. Það
er enn fremur stuðningur við spill-
ingu í þágu hinna útvöldu.
í stjórnmálasögu hlýtur ferill
Alberts Guðmundssonar að teljast
merkilegt fyrirbrigði. Hann hefur
hlotið mikið kjörfylgi og hefur í
kring um sig hirð aðdáenda og njót-
enda þeirrar fyrirgreiðslu, sem
hann hefur stundað. Hann hefur
aldrei, svo þessum skrifara sé kunn-
ugt, látið frá sér neitt á prenti um
stjórnmálastefnu, en það virðist
ekki skipta fylgismenn hans neinu
máli. Hann kemur fyrir í fjölmiðlum
sem mikið göfugmenni og sá mann-
vinur, sem hann er. Honum virðist
því fyrirgefast mikið, svo mikið, að
hann sýnist jafnvel vinna fylgi á
því að reka manni kjaftshögg og
bijóta úr honum tönn, bara af því
að hann sér svo mikið eftir því.
Vegna þessa hefur fylgið í kringum
Albert öll einkenni trúarhreyfingar
fremur en stjórnmálasamtaka.
Sjálfur talar hann um vakningu.
Það einkenni samtakanna er hættu-
legt, þegar litið er til pólitískrar
sögu og varnaðarmerki fyrir alla
hugsandi menn. í því sambandi er
Albert sjálfur ekki hættulegur, en
reynsla sögunnar kennir okkur, að
í forystu hreyfingar af þessu tagi
sækja hættulegir menn.
Niðurstaðan af þessum skrifum
er einföld.
Albert Guðmundsson stóðst ekki
þær siðgæðiskröfur, sem gera verð-
ur til ráðherra, í því réttarsamfé-
lagi, sem við viljum búa í. Þess
vegna varð hann að víkja, amk. úr
fremstu röð forystumanna sam-
félagsins.
Albert hefur sýnt að hann skilur
hvorki upp né niður í þessu siðgæð-
ishjali. Honum verður einna helst
líkt við mann, sem er villtur, en
veit það ekki. Á mælikvarða hinna,
sem hafa haldið áttum, er Albert
haldinn siðblindu, sem ekki er un-
andi við í hópi fremstu forystu-
manna. Á alþýðlegra máli, sem
Albert kann eflaust betur að meta,
heitir þetta að kunna ekki að
skammast sín.
Vilji menn kjósa sér mann af
þessu tagi til forystu, er það að
sjálfsögðu mál hvers og eins. Það
var einhvern tíma sagt, að lýðræðið
færði hverri þjóð þá forystu sem
henni hæfði. En það ber að viður-
kenna, að mér, sem þetta skrifar,
þykir gæfulegri forysta en forysta
Alberts Guðmundssonar hæfa þess-
ari þjóð.
Höfundur er lögfræðingur og
fyrrverandi ráðnneyt iss tjóri.
Mýrdalssandur:
Reiknað með að nýi veg--
urínn verði mun snjóléttari
Selfossi.
NÝTT vegarstæði hefur í grófum
dráttum verið ákveðið yfir Mýr-
dalssand. Vegurinn verður mun
neðar á sandinum og er hæð hans
yfir sjávarmáli 25 til 40 metrar.
Hæð núverandi vegar er mest 104
metrar yfir sjávarmáli. Gert er
ráð fyrir að nýi vegurinn verði
mun snjóléttari auk þess sem auð-
veldara er að græða upp nánasta
umhverfi hans og minnka sandfok
til muna.
Nýi vegurinn byijar austan við
Múlakvísl, fer rétt ofan við Hjörleifs-
höfða, yfir Blautukvísl í átt að
Þykkvabæjarklaustri og tengist
væntanlega Suðurlandsvegi hjá nú-
verandi brú yfir Skálm. Óveruleg
stytting verður á vegalengdinni yfir
sandinn en helstu kostir þessarar
nýju leiðar er að þarna má vænta.
minna sandfoks og mun auðveldara
er að græða upp með melgresi með-
fram veginum.
Reiknað er með að vegurinn verði
lagður bundnu slitlagi 1990 og hverf-
ur þá einn versti og leiðinlegasti
vegarkaflinn í Vestur-Skaftafells-
sýslu. Meðfylgjandi kort sýnir legu
nýja vegarins yfir Mýrdalssand.
— Sig. Jóns.