Morgunblaðið - 08.04.1987, Síða 44

Morgunblaðið - 08.04.1987, Síða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. APRÍL 1987 Blóðbankinn sinnir aðeins bráðatilfellum vegna verk- falls náttúrufræðinga: Hjartasjúklingar sendir til útlanda í aðgerðir BYRJAÐ er að senda þá sjúklinga tíl útlanda, sem ekki er talið að þoli bið eftir hjartaaðgerðum. Um 30 manns bíða eftir að gangast undir slíkar aðgerðir en öll- um stærri aðgerðum hefur verið slegið á frest vegna uppsagna og verkfalls Félags íslenskra náttúruf ræðinga sem gerir það að verkum að Blóðbankinn getur ekki sinnt nema aðkallandi verkefnum. Þrír líffræðingar, þar af er einn til vara, vinna nú í blóð- bankanum á undanþágu frá verkfalli náttúrufræðinga en aðrir starfsmenn Blóðbankans í Félagi íslenskra náttúrufræð- inga sögðu upp 1. apríl síðast- liðinn um leið og verkfall félagsins tók gildi. Starf líffræðinganna felst aðallega í blóðhlutavinnslu og því að gera samræmingarpróf og blóð- flokkapróf. Mjög mikið álag er Morgunblaðið/Július Ólafur Jensson yfirlæknir á þessum starfsmönnum nú og til dæmis þurfti að kalla út næturvaktarmann klukkan 9 í gærmorgun en hann vann nótt- ina áður til klukkan 4. Bjöm Harðarson, annar líffræðinganna sem nú starfar hjá Blóðbankanum, sagði að þetta vinnuálag hlyti að koma niður á öryggismálum bankans því þótt líffræðingamir gætu í sjálfu sér staðið vaktir í 2-3 sólarhringa í einu, hlyti slíkt að lokum að enda með að þeir gætu ekki unnið sitt starf af fyllstu nákvæmni. Ólafur Jensson yfirlæknir Blóðbankans sagði í samtali við Morgunblaðið að upp á síðkast- ið hefðu komið inn aðkallandi tilfelli eins og óhjákvæmilegt væri, í viðbót við slys. Þannig þyngdist róðurinn á degi hveij- um og vandinn væri raunveru- lega orðinn illþolandi. Ólafur sagði það einnig kvíðvænlegt að á síðustu mán- uðum hefði enginn afrakstur verið af starfsauglýsingum Blóðbankans og erfítt að fá fólk til að ráða sig þar í vinnu. Þetta væri óvenjulegt því áður hefði fólk sótt eftir að vinna þar og sýnt staðnum mikla hollustu. Svo virtist að sú hollusta væri að minnka á síðustu mánuðum og væri þetta sjálfsagt bein afleiðing af launakjömm og því að keppt væri um sérþjálfaða háskólamenntaða starfskrafta á þessu sviði, til dæmis við físk- eldi. Blóðsöfnunardeild Blóðbank- ans starfar enn á eðlilegan hátt þótt minni þörf sé á blóðgjöfum þar sem minna er um aðgerðir. Mótefnamælingar fara fram eins og áður á blóði sem gefíð er og skimpróf vegna lifrar- bólguveiru. Morgunblaðið/Júlíu8 Björn Harðarson og Asa Karlsdóttir, líffræðingar hjá Blóðbankan- um, en þau vinna nú starf sem 14 manns sinntu áður. Happdrættisvinningar á ferðakaupstefnu Utsýnar SÍÐASTLIÐINN laugardag efndi Ferðaskrifstofan Útsýn hf. til ferðamarkaðar í Broadway í samvinnu við Flugleiðir hf., Arn- arflug hf. og Almennar trygg- ingar hf., auk þátttakenda frá Portúgal, Spáni og Ítalíu. Kynnt- ar voruferðir, gisting og áhuga- verðir staðir í um 20 Iöndum, bæði í leiguflugi og áætlunar- flugi, t.d. tíl sólarlanda og einnig á hinn nýja eftirsótta stað Titisee í Svartaskógi, sem mikla athygli vekur. Ferðamarkaðurinn var fjölsóttur og komu þangað á þriðja þúsund manns yfír daginn. Honum lauk með happdrætti, leikfangahapp- drætti fyrir böm og ferða- og farseðlahappdrætti fyrir fullorðna. Eftirtaldra vinninga má vitja á skrifstofu Útsýnar, Austurstræti 17:12525 — bangsi, 12609 — brúða og brúðurúm, 12578 — símasett, 13025 — 2ja daga kynnisferð til Lissabon fyrir tvo — 12786 — Gist- ing fyrir 2 í 2 vikur á Benal Beach, Costa del Sol, 12816 — Flugfarseð- ill á áætlunarleið Amarflugs. Eftirspum í hópferðir Útsýnar hefur aldrei verið slík. Að meðal- tali hefur verið selt í sem svarar eina flugvél daglega undanfamar vikur. Til að anna eftirspuminni hefur Útsýn aukið framboðið til Portúgal og Spánar um 800 sæti. Fólk sem var á biðlista er beðið að hafa samband hið fyrsta. (Fréttatilkynning frá Útsýn. Vinningsnúmer birt án ábyrgðar)). Þær (talið frá vinstri) íris Gústafsdóttir, Margrét Albertsdóttir og Jóna Alla Axelsdóttir kynna sér ferðamöguleika Útsýnar i sumar. Fyrsta þotan keyrir inn á flughlaðið á ísafjarðarflugvelli eftir tveggja tíma flug frá Nuuk á Grænlandi. ísafjarðarflugvöllur er að mestu malarvöllur og virðist það ekki hafa valdið neinum vandræðum í þetta sinn. ísafjörður: Þotuöldin er loksíns hafin ísafirði. ÞOTA lenti í fyrsta sinn á ísa- fjarðarflugvelli sl. laugardags- kvöld. Flugvélin, sem er í eigu Þotuflugs hf., var að koma frá Nuuk í Grænlandi með 9 sjómenn sem áttu að fara um borð i skip þeirra hér á ísafirði. Flugtíminn frá Nuuk til ísafjarð- ar var um 2 klukkustundir og að sögn Guðbjöms Charlessonar um- dæmisstjóra flugmálastjórnar á Vestíjörðum, sem var flugumferð- arstjóri þegar vélin lenti, gengu lending og flugtak tíðindalaust. Hann sagði að aðflug að ísafjarðar- flugvelli ætti ekki að vera neitt vandamál fyrir álíka flugvélar en malarbraut eins og hér er væri frek- ar það sem kæmi í veg fyrir að smærri þotur notuðu völlinn að staðaldri. Flugstjóri í þessari fyrstu þotu- ferð til IsaQarðar var Stefán Sæmundsson. Hann hafði stuttan stans á Isafjarðarflugvelli enda komið kvöld. Flaug hann héðan beint til Reykjavíkur og mun flug- ferðin þangað hafa tekið um 20 mínútur. — Úlfar ísafirði: Utför Olafs Rósinkarssonar ^ ísafirði. ÚTFÖR Ólafs Rósinkarssonar sjómanns frá Snæfjöllum á Snæ- fjallaströnd var gerð frá ísafirði miðvikudaginn 1. apríl, þrátt fyr- ir stórviðri sem hér geisaði. Ólafur hóf sjómennsku um 16 ára gamall og stundaði hana fram á sjötugsaldur, lengst af með þekkt- ustu aflamönnum ísfirðinga, þeim Páli Pálssyni á togaranum Sólborgu og Ásgeiri Guðbjartssyni á Guð- björgu. ísafjarðarkirkja var þéttset- in, en vegna veðurs var kirkjugest- um bannað að fylgja kistunni að gröfmni í kirkjugarði Ísfirðinga i Engidal. Aðeins nánustu aðstand- endur fylgdu og varð snjómoksturs- tæki að fara fyrir bílunum hluta leiðarinnar. Rækjuverksmiðja O.N. Olsen bauð til erfisdrykkju að athöfninni lokinni, en Ólafur Rósinkarsson starfaði þar síðustu árin. - Úlfar Flugleiðir: Fljúga til Færeyja og áfram til Glasgow FLUGLEIÐIR hófu flug til Fær- eyja með áframhaldandi flugi til Glasgow sl. mánudag, en félagið flaug á þessari flugleið fyrst í fyrrasumar við góðar undirtekt- ir, að sögn Sveins Sæmundssonar deiidarstjóra hjá Flugleiðum. í vetur hefur verið flogið tvisvar í viku til Færeyja, en flug til Glasgow þaðan hefur legið niðri yfir vetrartímann. Famar verða tvær ferðir í viku frá Reykjavík, á mánudögum og föstudögum, og síðan verður þriðju Færeyjarferðinni bætt við frá og með 18. maí nk. og þá með áfram- haldandi flugi til Bergen í Noregi. Sú ferð verður farin frá Reykjavík á laugardögum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.