Morgunblaðið - 31.05.1987, Side 1

Morgunblaðið - 31.05.1987, Side 1
96 SIÐUR B STOFNAÐ 1913 121. tbl. 75. árg. SUNNUDAGUR 31. MAI 1987 Prentsmiðja Morgnnblaðsins Nóregur: Nýr ban- vænn sjúk- dómur í eldislaxi Ósló. Frá Áslaugu Þormóðsdóttur, frétta- ritara Morgunblaðsins. BREMNES-sýkin nefnist nýjasti kvillinn, sem fundist hefur i eld- islaxi í Noregi, og hefur sjúk- dómur þessi mörg sömu einkenni og Hitra-sýkin svonefnda, en lyfjagjöf virðist enn ekki koma að neinu haldi. Að sögn Aften- posten hefur sjúkdómurinn komið upp i eldisstöðvum með- fram ströndinni allt norður til Harstad. Tore Hástein prófessor, sem starfar við dýralækningastofnunina í Ósló, segir, að Bremnes-sýkin lýsi sér í blæðingum og vöðvabreyting- um í fiskinum, á sama hátt og Hitra-sýkin, en hingað til hefur ekki orðið vart við vibrio-salmo- icidæbakteríu. Áhyggjur margra framleiðenda af offramleiðslu á seiðum hafa nú snúist upp í ótta við gjöreyðingu, því sumir þeirra hafa tapað öllu sínu. Margs konar sjúkdómar hafa heijað á eldisstöðvarnar og tapið nemur allt að 200 milljónum norskra króna (1100 milljónum ísl. kr.). Dýralækningastofnunin í Ósló tekur daglega á móti heilu kössun- um af eldislaxi, sem fengið hefur á sig sár og önnur einkenni sjúkdóma og umhverfisskaða. Tore Hástein segir þetta ekki nema eðlilegt, því alltaf megi búast við sjúkdómum í dýraeldi. Suma þeirra sé unnt að koma í veg fyrir með bólusetningu, aðra verði eldisstöðvamar að búa við og aðlagast þeim, svo að þeir leggist sem léttast á fiskinn. Há- stein telur einnig nauðsynlegt að bæta umhverfi eldisstöðvanna og styrkja mótstöðuafl físksins til þess að draga svo sem verða má úr hættu á sjúkdómum. Hitra-sýki lagðist á um 20% eld- isstöðva í Norður-Noregi í mars og um 35% í apríl, samkvæmt rann- sóknaniðurstöðum úr þeim lands- hluta, en sumar stöðvanna sluppu þó miklu betur en aðrar. Búist er við, að heldur dragi úr framsókn sjúkdómsins í maí og júní. í flestum tilfellum eru það seiði af árgangin- um 1986, sem smitast hafa. Grænland: Motzfeldt vikið úr leiðtogæmbættínu Kaupmannahöfn. Frá Nils Jörgen Bruun, JONATHAN Motzfeldt, formaður grænlensku landstjórnarinnar, var settur af sem pólitískur leið- togi Grænlands á föstudagskvöld. Meirihluti flokksráðs Siumut- flokksins tók þessa ákvörðun eftir fréttaritara Morgunblaðsins. tveggja klukkustunda langan fund, þar sem samþykkt var van- traust á formanninn fyrir að hafa bæði fyrir og eftir nýafstaðnar kosningar leitað eftir samvinnu við stjórnarandstöðuflokk Otto Garri Kasparov: „Skrípaleikur“ hjá FIDE NÝJAR deilur hafa nú risið vegna þeirrar ákvörðunar FIDE, alþjóðaskáksambandsins, að heimsmeistaraeinvígið í skák milli þeirra Karpovs og Kasp- arovs skuli fara fram í Sevilla á Spáni. Segir í breska blaðinu Observer, að Kasparov hafi neit- að að taka þátt í „skrípaleikn- um“ í kringum staðarvalið. Kasparov segir, að með nýjum reglum FIDE hafí hann í raun ver- ið sviptur réttinum til að nefna einn stað öðrum fremur en samkvæmt þeim má hvor keppandi aðeins kjósa eina borg af þeim, sem til greina koma — Seattle, Dubai, Leningrad, Sochi, Madrid og Se- villa. Ef þeir eru ekki sammála velur FIDE þá borgina, sem best býður. Karpov valdi Dubai þar sem hann og Campomanes eiga hauka í homi en Kasparov kvaðst aldrei mundu tefla þar. Sevilla hlaut því að vera sjálfkjörin með hæsta boð, 2,8 millj. doliara. Af þessum sökum ákvað Kasparov að nefna enga borg og sagðist ekki taka þátt í þessum „skrípaleik". Margt bendir nú til, að Karpov, sem var í miklum metum hjá Brez- hnev heitnum, sé ekki lengur í sama uppáhaldi hjá ráðamönnun- um í Kreml. Nýlega missti hann sæti sitt í miðstjóm Komsomol, æskulýðssamtökum flokksins, og við því tók enginn annar en Kasp- arov. Steenholdt, Atassut, án þess að hafa til þess pólitískt umboð. Motzfeldt hefur sagt, að aðeins hafi verið um að ræða óformlegar könnunarviðræður. Jonathan Motzfeldt hefur verið leiðtogi Siumut og grænlensku land- stjórnarinnar frá því að heimastjóm var komið á í Grænlandi 1979. Hann sat ekki flokksráðsfundinn i Nuuk (Godtháb) á föstudagskvöld, heldur var þá staddur í Julianeháb á Suður- Grænlandi. Búist er við, að nýr leiðtogi taki við hinn 9. júní, þegar landsþing Grænlendinga kemur saman til fyrsta fundar eftir kosn- ingar. Siumut mun tilnefna þing- manninn Lars Emil Johansen sem eftirmann Motzfeldts. Lars Emil Johansen hafði með höndum yfírstjórn atvinnumála, þar á meðal sjávarútvegsmála, í Græn- landi fram að kosningunum. Þá kaus hann að gegna starfi sem óbreyttur þingmaður, auk þess sem tók við embætti skólastjóra verkmennta- skólans í Julianeháb. Johansen lét mikið að sér kveða, Lars Emil Johansen þegar hann var yfírmaður sjávarút- vegsmála Grænlands, og var m.a. fremstur í flokki landstjómarmanna, þegar Grænlendingar sögðu sig úr Evrópubandalaginu. Eftir að Jonathan Motzfeldt hefur verið settur af sem formaður Sium- ut, hafa stjómmálalegar línur í Grænlandi skýrst að miklum mun. Nú er óhugsandi, að um neins konar samstarf geti orðið að ræða milli Siumut og Atassut, sem er borgar- legur flokkur. Með Lars Emil Johansen í leiðtogasætinu er þess að vænta, að Siumut færist skrefínu lengra til vinstri og muni leita eftir áframhaldandi samstarfi við vinstriflokkinn Inuit Ataqatigiit. Ættu vandkvæðin, sem að samstarf- inu steðjuðu vegna persónu Jonat- hans Motzfeldts, nú að vera úr sögunni. Inuit Ataqatigiit bætti við sig fylgi í kosningunum og hefur lagt til, að landstjómarmönnum verði fjölgað úr sjö í átta, þannig að flokkurinn fái nú þijú sæti í stað tveggja á móti fímm sætum Siumut.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.