Morgunblaðið - 31.05.1987, Side 9
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 31. MAÍ 1987
9
HUGVEKJA
Söfnuður Krists
- eftir séra JÓN RAGNARSSON
Texti þessa sunnudags er tekinn úr
leiðbeiningum Jesú til lœrisveina sinna.
Leiðbeiningum ogforsögn hans um,
hvers þeir megi vœnta, þegar hann er
ekki lengurhjá þeim íþeirri manns-
mynd, sem hann hafði mœtt þeim í.
Hann talar um tvídræga af-
stöðu lærisveina hópsins, safnað-
ar síns. Þeir mega vænta sín ills
frá mönnum, en góðrar hjálpar
frá Drottni. Þeir munu þola marga
þraut, en líkn Guðs mun ekki linna
í erfiðleikunum.
Þær aðstæður, sem Jesús er
að lýsa, eru aðstæður allra krist-
inna manna. Allrar kristinnar
kirkju allra tíma.
Þær aðstæður eru: Kristur er
ekki hjá söfnuði sínum í holdlegri
mannsmynd. Hann er ekki áþreif-
anlegur — en samt raunverulegur.
Hann er viðmælandi án þess að
sjást, eða mál hans hafi tiltekinn
róm. Hann talar almennum orð-
um, en það eru engin tvímæli um,
að það er málflutningur lífs og
kærleika.
Kristur er með söfnuði sínum
í anda, eins og hann hét fyrstu
lærisveinum sínum. Andi hans er
Hjálparinn, sem hann talar um í
Guðspjalli dagsins. Hjálparinn er
návist Jesú. Samvistir hans við
mannfólkið — söfnuð sinn — hvar
á jörð, sem er.
Söfnuðurinn, sem biður, starfar
og sækir helgar tíðir, er heimilis-
fang þessa lífsþróttar. Söfnuður-
inn er í rauninni málgagn Krists
og mannshönd hans.
Sá söfnuður, sem hlýðir hjálp-
aranum og gengur erinda Krists,
hann sætir sömu viðtökum og
Kristur fékk.
Hann hlýtur aðdáun, hylli,
þakkir og samfylgd. Hann mætir
misskilningi, þröngsýni, þijósku,
flærð, hyskni, svikum og hatri.
Það er í slíkum aðstæðum, sem
við reynum trúna, og finnum, að
þrátt fyrir góðan vilja, þá er fylgd-
in við Krist ekki heil. Við sofnum,
þegar hann biður okkur að vaka
með sér. Við flýjum líka af hólmi,
þegar Kristi er sýnt ofbeldi og
yfírgangur. Við bregðumst þeim
Kristi, sem hvarvetna mætir okk-
ur í mönnum, sem búa við áþján.
Eins og lærisveinamir í gras-
garðinum forðum, þá óttumst við
um eigið skinn, og þá ekki bara
um líkamlegar skeinur og sárs-
auka.
Okkar eigið skinn er engu síður
sú hugmynd, sem við höfum um
okkur sjálf — og sem við viljum
hampa framan í fólk. Sú mynd
er oftar en ekki sjálfsblekking.
Pétur postuli hafði öðrum meira
ítrekað traust sitt á Kristi og lýst
yfír einlægum vilja sínum til að
fylgja honum. Hann var fljótur
að afneita öllum kynnum af þeim
manni á einni morgunstundu.
íslenskir söfnuðir búa við frið-
sæld og mara í lognmollu þess,
að vera taldir sjálfsagður þáttur
í lífi þjóðarinnar — þjóðkirkjan.
Fréttir úr umheiminum sýna okk-
ur þó, að víða er Kristur svikinn
og handtekinn, hæddur og kross-
festur. Honum bregst víða fylgd
þeirra, sem best hafa unað með
honum í velgengni.
Við sjáum líka, að Hjálparinn
er að verki í orðum manna og
athöfnum. Víða gefur hann trúnni
kraft og kjark, til að ganga fram
fyrir skjöldu og láta reyna á sig.
Gefur hverflyndum mönnum ein-
urð, til að kannast við Krist.
Ganga erinda hans og ljá orðum
hans róm.
Við biðjum þess ekki, að íslensk
kirkja þurfi að líða þjáningar og
ofsókn, en við hljótum að biðja
þess, að Guð sendi Hjálparann —
að Kristur verði í verki með okk-
ur, ef við þurfum að láta reyna á
heilindi játningar okkar.
Við búum við vinsamlegar að-
stæður. Vel búin kirkjuhús og
áhuga góðra manna á málum
kirkjunnar — og góða kirkjusókn
— stundum.
Guðsþjónustuhald með dýrð-
legri prakt og fögrum söng og
gripum, er samt ekki hið sama
og nálægð Guðs.
Andi Drottins — Andi sannleik-
ans getur gengið þvert á hefð-
bundnar trúariðkanir og helgi-
hald. Andinn er frjáls að því að
nota annað orðaval, en það sem
okkur þykir hæfa helgum stað og
tíðum, ef það rekur erindi Krists.
Sjávarlóð
á Stór-Reykjavikursvæðinu til sölu.
Listhafendur leggi inn nöfn sín og simanúmer fyrir 5.
júní merkt: „Lóð — 2412“.
Höfðar til
.fólks í öllum
starfsgreinum!
Selás eða Árbæjarhverfi
Einbýlishúsalóð, einbýlishús í byggingu eða fullbúið hús
220-300 fm í Selási eða Árbæjarhverfi óskast til kaups.
Tilboð sendist á auglýsingadeild Mbl. fyrir 6. júní nk.
merkt: „Einbýli — 916“.
Gengi: Kjarabréf 2,083 - Tekjubréf 1,165 - Markbréf 1,027 - Fjölþjóðabréf 1,030
Hjá Fjárfestingarfélaginu færðu þinn eigin
ráðgjafa til aðstoðar í fjármálum þínum
Heir, sem stofna fjármálareikning hjá Fjárfestingar-
félaginu, fá sinn einkaráðgjafa sér til aðstoðar í fjármál-
um, auk þess sem þeir fá fullan aðgang að allri þjónustu
verðbréfamarkaðs Fjárfestingarfélagsins.
Fjármálareikningurinn hentar sérstaklega vel fyrir
þá, sem vilja fjárfesta í hlutabréfum og verðbréfum, svo
og þeim sem eru að minnka við sig húsnæði og vilja fjár-
festa mismuninn í verðbréfum.
Heir sem stofna fjármálareikning hjá okkur njóta
þjónustu varðandi kaup, sölu og umsýslu hvers konar
verðbréfa, umsjón með innheimtu og greiðslum,
t.d. af skuldabréfum og kaupsamningum,
tekjur af verðbréfaeign sinni, - og síðast en ekki síst
aðstoð við reglulegan sparnað.
Njóttu ráðlegginga ráðgjafa Fjárfestingarfélagsins,
hafðu samband við skrifstofu okkar og fáðu upplýsingar
um nýja fjármálareikninginn.
FJÁRFESÍINGARFÉIAGÐ
Hafnarstræti 7 101 Reykjavík (91) 28566