Morgunblaðið - 31.05.1987, Síða 51

Morgunblaðið - 31.05.1987, Síða 51
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 31. MAÍ 1987 51 atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna Útgerðarstjóri Hraðfrystihús Keflavíkur hf., Keflavík, vill ráða útgerðarstjóra. Starfið er fólgið í að sjá um úthald og rekst- ur tveggja skuttogara. Útgerðarstjóri heyrir undir framkvæmdastjóra. Æskileg menntun er útgerðartæknir og reynsla í útgerð. Nánari upplýsingar gefur framkvæmdastjóri í símum 92-2095 og 92-4474 á kvöldin. Jirabfrystihús f^eflavíUur hf. 2. vélstjóra vantar á skuttogara frá Þorlákshöfn, til af- leysinga. Upplýsingar í símum 99-1283 og 99-3689. Kennarar Egilsstaðaskóla vantar fjóra góða kennara til að kenna m.a.: handmennt, raungreinar og stærðfræði, dönsku, íslensku og yngri börnum. Á staðnum er svo til allt sem hugurinn girnist, nema þjóðleikhús og sinfóníuhljómsveit. Útveg- um ódýrt húsnæði og veitum aðra fyrirgreiðslu. Upplýsingar veitir skólastjóri og yfirkennari í síma 97-1146, frá kl. 10.00 til kl. 12.00, virka daga og á kvöldin í síma 97-1632. Skólanefnd. íslenskt-franskt eldhús Óskum eftir að ráða hresst starfsfólk: 1. í pökkun. 2. Við alhliða skrifstofustörf hálfan daginn. Uppl. á staðnum milli kl. 13.00 og 17.00. Islenskt-franskt eldhús, Völvufelli 17. Lifandi starf Okkur vantar starfsmann, karl eða konu, á aldrinum 35-45 ára. Starfssviðið er: afgreiðsla og Ijósmyndastörf á skyndimyndastofu. Vinnutími er frá kl. 13.30 til kl. 18.00, alla virka daga. Við sækjumst eftir reglusemi, áreiðanleika og smekkvísi. Viðkomandi hlýtur þjálfun til starfsins í a.m.k. tvær vikur. Umsóknir er greini frá aldri og fyrri störfum þurfa að berast auglýsingadeild Mbl. eigi síðaren 5. júnínk. merkt: „Myndir —8227“. Sölumaður Sölumaður óskast. Þarf m.a. að ferðast á stórum bíl. Mikil aukavinna og góðir tekju- möguleikar. Framtíðarstarf. Verslunarmaður Óskum eftir afgreiðslumanni í vélaverslun. Þarf að hafa þekkingu á vélum og geta hafið störf strax. VETTVANGUR STARFSMIÐLUN Skólavörðustíg 12, sími 623088. Yfirverkstjóri Hraðfrystihús Keflavíkur hf., Keflavík, vill ráða yfirverkstjóra. Starfið er fólgið í framleiðslu- stjórnun og umsjón með fiskvinnslu fyrirtæk- isins. Yfirverkstjóri heyrir undir fram- kvæmdastjóra. Æskilegt er að viðkomandi hafi próf frá Fiskvinnsluskólanum og reynslu í verkstjórn og fiskvinnslu. Nánari upplýsingar gefur framkvæmdastjóri í símum 92-2095 og 92-4474 á kvöldin. Jirabfrysiihús f^cflavíUur hf• m LAUSAR STÖÐUR FUÁ 'Í' REYKJAVIKURBORG Heilsuverndarstöð Reykjavíkur óskar að ráða eftirtalið starfsfólk til sumarafleysinga. Hjúkrunarfræðing við heimahjúkrun. Ljósmóður við mæðradeild. Deildarmeinatækni á rannsóknarstofu Heilsuverndarstöðvarinnar. Upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri í síma 22400. Heilsugæslan í Álftamýri óskar að ráða hjúkrunarfræðing í hálft starf. Til sumarafleysinga: Hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða. Upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri heilsu- gæslunnar í síma 688550. Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds Reykjavíkurborgaar, Pósthússtræti 9, 5. hæð, á sérstökum eyðublöðum sem þarfást. Tónlistarskóli Miðneshrepps Staða skólastjóra við Tónlistarskóla Miðnes- hrepps er laus til umsóknar og staða kennara sem getur tekið að sér píanó- og forskóla- kennslu. Umsóknum sé skilað til skólanefndar Tónlist- arskólans, Tjarnargötu 4, Sandgerði, fyrir 5. júní. Skólanefnd. Skrifstofustjóri Hraðfrystihús Keflavíkur hf., Keflavík, vill ráða skrifstofustjóra. Starfið er fólgið í umsjón og færslu bókhalds fyrirtækisins og skrifstofu- stjórn. Skrifstofustjóri heyrir undir fram- kvæmdastjóra. Æskilegt er að viðkomandi hafi Verslunar- eða Samvinnuskólamenntun og reynslu í bókhalds- og skrifstofustörfum. Nauðsynleg reynsla í tölvuvinnslu. Nánari upplýsingar gefur framkvæmdastjóri í símum 92-2095 og 92-4474 á kvöldin. Jirabfrysiihús fccflavíUur hf. Skrifstofustörf Iðnfyrirtæki í Reykjavík óskar að ráða stúlku til almennra skrifstofustarfa. Hér er um framtíðarstarf að ræða. Starfið felur í sér m.a.: ★ Símavörslu ★ Vélritun/ritvinnslu ★ Sjóðsumsjón ★ Skráningu á tölvu ★ Ferðir í banka ★ Innheimtustörf ★ Ýmis tilfallandi verkefni Að öllu öðru jöfnu ganga þeir fyrir sem ekki reykja. Umsóknum skal skila á auglýsingadeild Mbl. fyrir 4. júní nk. merktar: „P — 4003“. Múrarar — múrarar óskast í stórt fjölbýlishús. Upplýsingar í símum 73442 og 685853. Einarog Stefán sf. Trésmiðir ath! Óskum eftir að ráða vana smiði sem fyrst á Stór-Reykjavíkursvæðinu. Mikil vinna. Rífandi tekjur. Nánari upplýsingar gefur Sigríður í síma 641488. HAMRAR SF. Vesturvör 9 — 200 Kópavogi Sími 91 -641488 Atvinnurekendur — fyrirtæki Hef opnað ráðningaþjónustu í Brautarholti 4. Opið mánudaga til fimmtudaga frá kl. 09.00 til kl. 17.00, föstudaga frá kl. 09.00 til kl. 16.00. Aðstoð — Ráðgjöf, Brautarholti 4, 105 Reykjavík. Sími91-623111. Kennarar í hressan kennara hóp Grunnskólans í Stykkis- hólmi vantar einn kennara til að vinna með yngri nemendum næsta vetur. Vinnuaðstaða er góð og ódýrt húsnæði er í boði. Ef þú hef- ur áhuga sakar ekki að hringja og fá nánari upplýsingar. Grunnskólinn f Stykkishólmi, símar93-8377 og 93-8468, Heimasímar93-8160 og 93-8376. Frá Grunnskólanum á Hellissandi Kennara vantar í eftirtaldar stöður: Einn kennara í yngri barna kennslu og einn kenn- ara við kennslu í tónmennt við Grunnskólann og við Tónlistarskólann. Boðið er uppá hús- næði gegn lágri leigu og mun flutningsstyrkur verða greiddur. Upplýsingar gefur skólastjóri í símum 93-6618 eða 93-6682 heima. Vélaverkfræðingar TRAUST hf. sem er nútíma fyrirtæki í véla- framleiðslu óskar eftir vélaverkfræðingum með góða starfsreynslu á sviði hönnunar, framleiðslu og sölu vélbúnaðar að mestu fyrir sjávarútveginn. Viðkomendur þurfa að hafa gott vald á Norð- urlandamálum og ensku og vera tilbúnir til ferðalaga innanlands og erlendis vegna starfsins. Boðið er upp á fjölbreytt og skapandi störf í skemmtilegu umhverfi í ört vaxandi og leið- andi fyrirtæki. Störfin varða skipulagningu vinnslufyrirtækja, hönnun nýrra véla og stjórnun framleiðslu. Góð laun í boði fyrir hæfa umsækjendur, sem komi til Trausta Eiríkssonar varðandi nánari upplýsingar um störfin. Fyrirtækið er til húsa í Knarrarvogi 4, Reykjavík, sími 83655. Þeir sem ekki koma því við að koma til við- tals sendi umsóknir með upplýsingum til TRAUST hf., box 4413, 124 Reykjavík. Því er heitið að fara með öll samtöl og umsókn- ir sem trúnaðarmál og svara öllum sem um sækja.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.