Morgunblaðið - 02.06.1987, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 02.06.1987, Blaðsíða 13
sr 13 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚNÍ 1987 Leir og gler Myndlist Bragi Ásgeirsson Það er dálítið skondið með ís- lendinga, að fari þeir í einhveija námsgrein listiðnaðar þá er stefn- an tekin á sjálfstæða listiðkun í nær öllum tilvikum. Það gildir einu hvort viðkom- andi leggi stund á leirlist (keramik), textíl eða almenna vef- jarlist, markmiðið er sjálfstæð listsköpun fyrr eða síðar og helst strax. Ekki er ég beinlínis að agnúast yfir þessu, heldur öðru fremur að vísa til þess hve við erum hér sér á báti, því að yfirgnæfandi meiri- hluti þeirra er leggja út á svipaðar námsbrautir ytra, gera það út af faginu einu, og hafa ekki hærra markmið en að verða góðir og gildir fagmenn á hveiju sviði fyr- ir sig. Slíkir hafa ekki metnað sem listamenn en hins vegar gríðarm- ikinn faglegan metnað. Flestir fara strax eftir nám að vinna í verksmiðjum, en af þeim er nóg, en aðrir gerast aðstoðar- menn listamanna og eru ómetan- legir sem slíkir. Þessi sérstaða okkar gerir það að verkum, að við íslendingar eig- um bókstaflega enga hreinrækt- aða fagmenn í listiðnaði en mýgrút af listamönnum með misjafnlega mikla faglega kunn- áttu, sem þeir og oftast liggja á eins og hemaðarleyndarmáli í stað þess að miðla því öðrum svo sem fagmennimir gera . . . Að sjálfsögðu kemur þessi for- máli ekki nema að litlum hluta til við sýningu leirlistamannsins Borghildar Öskarsdóttur í Gal- leríi Svörtu á hvítu við. Hins vegar renna á mann tvær grímur er hver leirlistamaðurinn (konan) á fætur öðrum treður upp með skúlptúrsýningu. Sagan segir okkur, merkilegt nokk, að margir fremstu listiðnað- armenn aldarinnar, er umbyltu sviðinu með nýjum og ferskum hugmyndum, höfðu nám í skúlpt- úr eða málaralist að baki! Keramikskúlptúrar Borghildar Óskarsdóttur eru frá mínum bæj- ardyrum séð í hæsta máta áhugaverðir í viðkynningu, formið einfalt og sviphreint og áherslan lögð á samanþjappaða fyrirferð- ina. Þetta á einkum við þegar hún vinnur hreint og beint í leirinn og leggur áherslu á þá einu efnislegu vídd, sem hún hefur handa á milli hveiju sinni. Glerið, sem hún bræðir og sandblæs og notar sem viðbót við leirformið, virkar að mínu mati einungis sem aðskota- hlutur — í öllu falli sé ég ekki beint samræmi þar á milli enn sem komið er. Skúlptúramir virka nokkuð þungir við fyrstu kynni en yfir þeim er rammur og uppmnalegur seiður þegar best lætur og sem ber ríkri formrænni tilfinningu vitni. Minnisstæður er mér ormur- inn, sem makráður breiðir úr sér á hillu inni á skrifstofunni svo og ýmsir hreinir og klárir skúlptúrar .svo sem þeir sem prýða hina fal- legu og eigulegu sýningarskrá. Borghildur Óskarsdóttir SIEMENS Fjölhæf hrærivél frá StOtnCnS Blandari, grænmetiskvörn og hakkavél fylgja með! •Allt á einum armi. • Hrærir, hnoðar, þeytir, blandar, brytjar, rífur, hakkar og sker — bæði fljótt og vel. • ítarlegur leiðarvísir á íslensku. S i Smith & Norland Nóatúni 4 — s. 28300 4. h. ráðstöfuð. 3. h. ráðstöfuð. Ífrh. 300 + 350 fm. ■:*!*: .1 1. h. ráðstöfuð nema 200 fm. erstakt tækifæri! er verslunar- oa skrifstofuhúsnæði vönduðu í Skipholti hér um í eftirfarandi stærðum: 1. hæð 200 fm verslunarhúsnæði m/inn- 2. hæð 325 fm + 325fm =650 fm skrifstofu- keyrsludyrum. Húsnæðið hentar sérlega vel húsnæði. Afhending 1. október 1987. fyrir heildverslun og verslun. Afhending 31. júlí 1987. Húsnæðið verður afhent f eftirfarandi ástandi: Tilbúið að innan til innréttinga og málningar. Með fullfrágenginni sameign og vönduðum frágangi eftir hönnun Sturlu Más Jónssonar innanhússarkitekts. Húsið verður fullfrágengið að utan með vönduðum frá- gangi á lóð eftir hönnun Guðmundar Sigurðssonar landslagsarkitekts. Hér er um sérstakt tækifæri að ræða m.a. vegna þess, hve staðurinn er góður og allur frá gangur sérlega vandaður. Nánari upplýsingar í síma 82300.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.