Morgunblaðið - 02.06.1987, Síða 16

Morgunblaðið - 02.06.1987, Síða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚNÍ 1987 Tvíburasystur á uppleið: Eru ofstjóm og óstjóm komnar fram í nýjum felubúningi? eftir Þór Sigfússon Upp á síðkastið hafa átt sér stað fróðlegar umræður hér í Morgun- blaðinu um hvemig fjármagna megi halla á ríkissjóði og þau áhrif sem af þeirri fjármögnun leiða. Kallaðir hafa verið til kunnir hagfræðingar og hafa vangaveltur þeirra aðailega snúist um það hvort innlend fjár- mögnun á halla ríkissjóðs með skuldabréfaútgáfu leiði til hækkun- ar vaxta. Ekki efa ég gagnsemi þessarar umræðu en vil þó vara við því að halli á ríkissjóði sé einungis skoðaður út frá hagfræðilegu sjón- armiði. Stjómmálalega hliðin á þessu máli er að mínu mati mun mikilvægari en menn virðast telja og mun ég færa rök fyrir því hér á eftir. „Slökunarstefna“ Eykons Eyjólfur Konráð Jónsson alþing- ismaður hefur um langt skeið barist fyrir því að minnka afskipti hins opinbera af ijármagnsmarkaðnum. Hann hefur skrifað nokkuð um hugmyndir sínar um að ríkissjóður sé rekinn með halla og að ríkið fjár- magni hallann með innlendri skuldabréfaútgáfu. Með því að ríkið ávísi þannig á eignir sínar verði best losað um þá fjötra sem almenn- ingur og fjármagnsmarkaðurinn hafa búið við. Meðal annars má fínna greinar eftir Eyjólf um þessi efni í greinasafni, sem Heimdallur gaf út árið 1982 og nefnist Út úr vítahringnum. Þrátt fyrir að þakká megi að hluta þann árangur, sem náðst hef- ur í efnahagsmálum þjóðarinnar með „slökunarstefnu" Eyjólfs Kon- ráðs, þá vil ég vara við henni sem langtímalausn og yfírleitt sem lausn. í fyrsta lagi er líklegt að „slökunarstefnan" leiði til þess að stjómmálamenn hafí ekki eins mik- inn áhuga á ráðdeild og hagræðingu í ríkisrekstrinum heldur en ella væri. Það má benda á í þessu sam- bandi að ríkisstjómin, sem nú situr sem starfsstjóm, hafði í upphafi kjörtímabilisins mun meiri áhuga á sölu ríkisfyrirtækja heldur en þegar líða tók á tímabilið. Þ.e.a.s. þegar „slökunarstefnan" komst í hámæli virðist sem áhugi ráðamanna á markvissum aðgerðum til spamað- ar í ríkisrekstrinum hafi dvínað. Hér má vissulega benda á að um dæmigerð vinnubrögð ríkisstjómar sé að ræða, þ.e. þegar líða tekur á kjörtímabilið dregur úr áhuga kjör- inna fulltrúa til þess að eiga við vandasöm mál. Ég held þó að fyrri rökin eigi mun betur við nú. „Slök- unarstefnan" er því í raun búin að snúast upp í andhverfu sína, þ.e. hún er hvati til aukinna ríkisaf- skipta. Nú er ég þess fullviss, að stór em þessi orð gagnvart „slökun- arstefnu“ Eyjólfs Konráðs, sem einna harðast hefur barist gegn tvíburasystmnum ofstjóm og óstjóm og á sannarlega skilið við- umefnið einn mesti sjálfstæðismað- ur vorra tíma. En óttann mun ég ekki byrgja með mér, því mér sýn- ist á öllu sem hér komi þær systum- ar fram í nýjum felubúningi. Enn ein staðfesting um meinbugi „slökunarstefnunnar" er fyrirsjáan- leg hætta, ef ekki rísa upp sterkar VORBOÐINN LJÚFISÁÁ Vorhappdrætti SÁÁ DREGIÐ 10. JÚNÍ tjpplagmiða 100.000 Þór Sigfússon „Það er ekki ný stað- reynd að ríkisafskipti leiða af sér meiri ríkis- afskipti ef ekki koma til kjarkmiklir stjórn- málamenn, sem vilja kljást við vandann og hjálpa þar með kom- andi kynslóðum til þess að lifa við eðlileg ríkis- afskipti. Umframeyðsl- an og staekkun ríkis- jötunnar er líklega tryggasta leiðin til þess að veðsetja endanlega framtíð ungs fólks hjá innlendum skattstjór- um.“ mótbárur, á eyðslustefnu hjá kom- andi ríkisstjóm. í henni munu m.a. sitja einhverjir þeirra vinstri flokka, sem lögðu ofurkapp á það fyrir kosningar að birta loforðalista um aukin ríkisútgjöld. Það virðist því, sem sú auðvelda leið fyrir stjóm- málamennina, að reka ríkissjóð með halla þegar útgjöld virðast stefna hærra en tekjur, sé að verða ofan á og að þeir ætli síðan okkar ágætu hagfræðingum um að leysa sín á milli ágreininginn um hvort inn- lenda skuldabréfaútgáfan leiði til vaxtahækkunar eður ei. Veðsetning ungs fólks Heimdallur stóð fyrir kynningu á erlendum lántökum á árinu 1985, þar sem bent var á að verið væri að veðsetja framtíð ungs fólks hjá erlendum bankastjórum. Tvenns konar rök vom fyrir kynningu sem þessari. í fyrsta lagi var auðvitað sjálfstæði komandi kynslóða stefnt í voða með óhóflegum lántökum erlendis til þess að fjármagna um- frameyðsluna. Hins vegar var um að ræða það að með baráttu sem þesari væri stjómmálamönnum veitt visst aðhald. Inntakið var því að nú skyldi tekið í taumana og leitað leiða til ráðdeildar og hagræð- ingar í ríkisrekstrinum. Svar stjóm- málamanna við þessari gagnrýni og annarri af svipuðum toga var á þá leið að fjármagna ætti halla ríkissjóðs — umframeyðsluna — innanlands. í grein í Morgunblaðinu þann 19. maí sl. um lántökurnar innanlands spurði Eyjólfur Konráð réttilega um innlendu lánin. Hver væri skuldarinn og hver skuldareig- andinn í framtíðinni. Það var jú sama fólkið — íslendingar framtíð- arinnar. Þrátt fyrir þessa staðreynd stendur eftir sem áður áhyggjuefni mjög margra og ekki sízt þeirra sem erfa eiga landið, að ef slakað er á aðhaldi gagnvart fjárveitingavald- inu með „slökunarstefnunni“ þá leiði það til þess að afskipti ríkisins af málefnum þegnanna aukist til muna. Einstaklingamir verði þann- ig háðari ríkisvaldinu. Það er ekki ný staðreynd að ríkisafskipti leiða af sér meiri ríkisafskipti ef ekki koma til kjarkmiklir stjómmála- menn, sem vilja kljást við vandann og hjálpa þar með komandi kynslóð- um til þess að lifa við eðlileg ríkisafskipti. Umframeyðslan og stækkun ríkisjötunnar er líklega tryggasta leiðin til þess að veðsetja endanlega framtíð ungs fólks hjá innlendum skattstjómm. Breiðum ekki yfir vandann Verkefni komandi ríkisstjómar em að sjálfsögðu fjölmörg. Úpp úr stendur að mínu mati að skilgreina hlutverk ríkisins að nýju. Hlutverk ríkisins er að tryggja m.a. elli- og örorkulífeyrisþegum mannsæmandi afkomu. Hlutverk ríkisins er hins vegar ekki það að reka hin ólíkustu fyrirtæki. Það þarf því að grynnka á erlendum skuldum með sölu ríkis- fyrirtækja og ráðdeild og hagræð- ingu. Skilaboðin til stjómmála- mannanna nú em því þau að láta ekki skammtímasjónarmiðin ráða ferðinni. Skammtímalausnirnar em vissulega auðeldari en við höfum öll skyldum að gegna gagnvart komandi kynslóðum. Lýðurinn í lýð- ræðinu er ekki einungis sú kynslóð sem nú er við lýði heidur einnig komandi kynslóðir. Aukin ríkisaf- skipti em skerðing á réttindum og möguleikum þessa fólks. Langtíma- lausnimar em erfíðari viðfangs en um leið mikilvægari út frá þeim sjónarmiðum er ég hef nú rætt. Höfundur er formaður Heimdallar. Morgunblaðið/Bjöm Blöndal Framkvæmdir standa nú yfir við að tengja aðalgötuna í Keflavík við nýja flugvallarveginn og miðar verkinu vel áfram. Aðalgata Kef lavíkur tengd við flugstöðvarveginn Keflavík. TENGING Aðalgötunnar í Keflavík við nýja flugstöðvar- veginn er mikið kappsmál Keflvíkinga. Vilhjálmur Ketils- son, bæjarstjóri, sagði að mikill áhugi væri að fá ferðamenn sem leið ættu um veginn til og frá flugstöð Leifs Eirikssonar til að koma við í Keflavík. Framkvæmdir hófust fyrir nokkm og búist er við að þeim verði lokið í júnímánuði. Göng verða undir veginn fyrir hesta- menn og reiðskjóta þeirra og er áætlað að þessi vegarspotti kosti um 5 milljónir. _ BB

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.