Morgunblaðið - 02.06.1987, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 02.06.1987, Qupperneq 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚNÍ 1987 Björg Rafnar veimfræðingiir á Landspítala um blóðrannsóknir til leitar að alnæmi: Skyldumælingar og vott- orð leysa ekki allan vanda Liggja veröur fyrir, hvemig bregðast á viö ef jákvæður einstaklingur finnst í UM 2.200 blóðsýnum sem rann- sökuð hafa verið það sem af er árinu, eða frá áramótum tii 1. maí sl., hafa fundist tvö Alnæm- is-smit, þannig að nú hafa fundist Alnæmis-smitanir í 32 íslending- um, þar af eru tveir dánir. Samkvæmt ákvörðun landlækn- isembættisins hefur verið mælt með blóðrannsóknum ákveðinna hópa, t.d. á sjúklingum á kyn- sjúkdómadeild, þunguðum konum og konum sem fara í fóstureyðingu. Enn hefur ekki mælst mótefni i dreyrasjúkum né börnum hérlendis og að sögn Bjargar Rafnar veirufræðings á Landspitalanum megum við liklega þakka það þeirri stað- reynd að við höfum keypt blóðstorkuefni frá Finnlandi en ekki Bandarikjunum, en Alnæmi barst tiltölulega seint til Finn- lands eins og til íslands. í tengslum við fund í Blóðgjafa- félagi íslands, ræddum við nýverið við Björgu um rannsóknir á út- breiðslu Alnæmis-veirunnar hér- lendis. Hún sagði að samvinna væri á vegum landlæknisembættis- ins við Norðurlönd og Alþjóðheil- brigðisstofnunina í baráttunni gegn Alnæmi. Árið 1985 mælti landlækn- isembættið með skimun mótefna hjá blóðgjöfum og öllum áhættu- hópum. Arið 1986 hófst skipulögð skimun hjá fíkniefnasjúklingum og föngum og í ár er mælt með að einnig fari fram mótefnaskimun á sjúklingum, þunguðum konum og konum sem fara í fóstureyðingu. A Borgarspítalanum og Landspítalan- um hafa verið rannsökuð rúmlega 5.400 aðsend sýni á árinu 1986 og fram til 1. maí sl, en hjá Blóð- bankanum voru skimaðar blóðein- ingar árið 1985 7.269, árið 1986 12.744 einingar úr 11.011 einstak- lingum og það sem af er þessu ári, eða fram til 1. maí sl. hafa verið skimaðar 4.121 eining. Samtals eru þetta 24.134 blóðeiningar úr eitt- hvað færri einstaklingum, eins og tölumar árið 1986 bera með sér. Grunur um, að fólk leiti rannsókna með blóð- gjof Björg sagði að þeir sem stærstan þátt ættu í að kanna faraldsfræði Alnæmisveirunnar hérlendis væru dr. Haraldur Briem sérfræðingur á Borgarspítalanum og Guðjón Magnússon hjá landlæknisembætt- inu og byggðust þær tölur sem hér koma fram á samantektum þeirra auk Bjargar, en hún hefur annast rannsóknimar sem unnar hafa ver- ið hjá Blóðbankanum. Við spurðum Björgu, hvort hún hefði orðið vör við að fólk leitaði eftir Alnæmis- prófun með því að koma í blóðgjöf, en allir blóðgjafar eru nú athugaðir í öryggisskyni. Björg sagði að því miður hefði vaknað grunur um að fólk leitaði þessarar leiðar sem væri bæði hættulegt og benti til að margir áttuðu sig ekki á hvert þeir gætu farið til að láta mótefnamæla sig. Hættulegast við slíka blóðgjöf væri, ef fólk kæmi fljótlega eftir að það hefði hugsanlega smitast. Það tæki nokkum tíma frá því að fólk kæmist í tæri við veiruna þang- að til mótefni mældist í blóðinu en þrátt fyrir það væri það smitberar. Ef einhver vill láta mótefnamæla sig eru bæði á Landspítalanum og Borgarspítalanum sérfræðingar í ofnæmis- og smitsjúkdómum, sem hafa langa reynslu í að sinna þess- um málum. Auk þess er upplýsinga- síminn 62 22 80. Unnið er að því að ráða félagsráðgjafa á Landspít- alann til að vinna að þessu eingöngu og jafnframt stórauka göngudeild- arþjónustu þar. Heppni að börn og dreyrasjúkir hafa sloppið Okkur lék forvitni á að vita, hvort sú staðreynd að hvorki dreyrasjúkir né böm hafa mælst, a.m.k. enn sem komið er, með veiruna hérlendis sé merki þess að við höfum náð tökum á útbreiðslu sjúkdómsins. Hún svar- aði: „Ég er efast stórlega um að við höfum náð tökum á þessu. Mér finnst sennileg skýring á að þessir hópar hafa sloppið hér vera að við höfum einfaldlega verið svo heppin að hafa keypt okkar storkuþætti frá Finnlandi en ekki Bandaríkjunum þar sem smitunin hefur verið hröð- ust og mest. Ég tel að fræðslan sé hér sem annars staðar mikilvægust og þá fyrst og fremst um hvernig eyðni smitast og líka hvemig hún smitast ekki. Ég veit það best af því að hafa svarað í síma um sjúk- dóminn, hversu þekking er almennt þokukennd um hvemig smit berst ekki. Þá hefur fræðslan einnig mik- il áhrif á líf þeirra sem smitast hafa. Meðan vanþekking er almenn er fólk hrætt um, að ef það sé smitað muni vinir, almenningur, jafnvel einhvetjir í fjölskyldunni snúa við þeim baki. Alls staðar í heiminum hafa líka sést dæmi um svona óraunhæf viðbrögð. Þessi afgreiðsla þjóðfélagsins, sem bygg- ist á vanþekkingu og hræðslu, gæti síðan orðið til þess að þeir sem mælst hafa smitaðir þegðu yfir því í lengstu lög og það sem verra er, að þeir sem hefðu ástæðu til að ætla að þeir gætu verið smitaðir, hafa til dæmis lifað þannig lífi, fara ekki í mælingu." Hverja á að mæla og hve oft? Til eru þeir staðir í heiminum þar sem krafist er vottorðs um að við- komandi sé ekki smitaður af Alnæmi, er hann sækir um landvist- arleyfí. Björg sagði í þessu sam- bandi að skyldumælingar og vottorð leystu ekki allan vandann. Synjun um ákveðin réttindi ef einstaklingur hefur mótefni gæti stangast á við lög um önnur almenn mannréttindi og sá sem er mótefnalaus í dag getur smitast stuttu siðar. Hveija á að mæla og hve oft? Þegar mælt er með skimun hópa fólks verður að liggja fyrir hvernig á að bregð- ast við ef fínnst jákvæður einstak- lingur. Sem dasmi má líta á þungaðar konur. í dag virðist sem um 60%-70% líkur séu á að bamið smitist og því yrði í flestum tilvikum ráðlögð fóstureyðing, en hvert til- Frá fundinum í Blóðgjafafélaginu nýverið. Guðjón Magnússon aðstoðarlandlæknir í ræðustól en Björg Rafnar veirufræðingur næst honum, önnur til hægri á myndinni. Falleg hönnun #g ótal miiguln ívrir aóeins kr. 7.946,- Beocom síminn er hannaður af hinu heims- þekkta fyrirtæki Bang og Olufsen og uppfyllir þvi' ströngustu kröfur um útlit og gæði. Beocom er léttur og meðfærilegur, hefur 11 númera minni, átta mismunandi hringingar; háar, lágar, hraðar og„hægar. Hann hefur einnig sjálfvirkt endurval, hentuga minnisplötu, skrá yfir númer í minni og fjölda annarra góðra kosta. Beocom er sími sem nútíma- fólk kann vel að meta; hönnunin er glæsileg, möguleikarnir ótalmargir og svo kostar hann aðeins kr. 7.946.- Pú færð nýja Beocom símann í Söludeildinni í Kirkju- stræti og póst- og símstöðvum um land allt. PÓSTUR OG SIMI SÖLUDEILD REYKJAVlK, SÍMI 26000 OG PÓST- OG SlMSTÖÐVAR UM LAND ALLT TnOMHAVK. BÓKAVARDAN — GAMLAR BÆKUR OC NYJAR — VATNSSTlG 4 - REYKJAVlK - SlMI 29720 ÍSLAND Bókavarð- an flutt Gefur út bóksölu- skrá BÓKAVARDAN er flutt á Vatnsstíg 4 í Reykjavík. Bókavarð- an selur bæði gamlar og nýjar bækur. { versluninni má fá gömul amerísk blöð frá stríðsárunum, skáldsögur, vasabrotsbækur, gamlar og fágætar bækur, safn af heimsbókmenntum eldri höfunda og listaverkabækur frá þessari öld ásamt fleiri bókmenntum. Gefín hefur verið út 44. bóksölu- skrá Bókavörðunnar. Inniheldur skráin á þrettánhundruð titla bóka og ritverka úr mörgum greinum, m.a. íslensk fræði og norræn, saga lands og heims og menningar, bundið mál, rímur, atómkveðskapur, nátt- úrufræði, tímarit og blöð, héraða- og byggðasaga, ættfræði og þjóðlegt efni. 4
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.