Morgunblaðið - 02.06.1987, Qupperneq 25
> Q
25
T f f » T 7 T r
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚNÍ 1987
Kór Neander-kirkjunnar S DUsseldorf. Myndin er tekin áður en
kórinn lagði upp í ferðina til íslands.
Kirkjulistahátíð í Hallgrímskirkju:
Neander-kórinn frá Dtissel-
dorf með fyrstu tónleikana
KOMINN er til landsins kór
Neander-kirkjunnar f Diissel-
dorf, en hann tekur þátt í
kirkjulistahátíð í Hallgrfms-
kirkju f Reykjavík um hvíta-
sunnuna. Kórinn er nú á ferð
um Norðurland og heldur tón-
leika f Akureyrarkirkju annað
kvöld, miðvikudag, en kemur til
Reykjavikur á fimmtudaginn.
Stjórnandi kórsins er tónskáldið
Oskar Gottlieb Blarr, en hann
hefur samið Jesúpassiu sem
flutt verður á setningartónleik-
um kirkjulistahátíðarinnar en
miðasala stendur nú yfir f
Hallgrímskirkju.
Neander-kórinn skipa um 80
manns. Jesúpassían sem kórinn
flytur á laugardag í Hallgríms-
kirkju er í þremur þáttum og var
verkið frumflutt á kirkjuhátíð í
Dusseldorf 1985 og hlaut afburða
góðar viðtökur. Hefur passían ver-
ið flutt í þremur öðrum borgum
Þýskalands en er nú í fyrsta sinn
flutt erlendis. Á næsta ári er ráð-
gert að flytja hana í Israel. Flytj-
endur Jesúpassíunnar hér auk
Neander-kórsins eru Skólakór
Kársness, málmblásarar úr Lúðra-
sveitinni Svani, Sinfóníuhljómsveit
íslands og einsöngvarar bæði
þýskir og íslenskir, alls um 200
manns.
Þessa viku fer fram lokaundir-
búningur fyrir kirkjulistahátíðina.
Æfíngar eru í Hallgrímskirkju hjá
þeim fjölmörgu sem þar eiga að
koma fram alla vikuna. Miðasala
fer fram í kirkjunni daglega kl.
10 til 18, einnig í bókaverslun Sig-
fúsar Eymundssonar. Afsláttar-
miðar á alla tónleikana fímm kosta
kr. 1.500.
*
Islenskuprófið í 9. bekk í Reykjavík:
Hæsta meðaleínkunnin
í Álftamýrarskóla
NEMENDUR Álftamýrarskóla,
Tjarnarskóla og Æfinga- og til-
raunaskóla Kennaraháskólans
voru með hæstu meðaleinkunnir
á samræmda prófinu í fslensku
í 9. bekk grunnskólans í
Reykjavík samkvæmt upplýs-
ingum sem Morgunblaðið hefur
aflað sér.
Meðaleinkunnin í Álftamýrar-
skóla var hæst, 59,2 stig af 100
mögulegum. Tjarnarskóli var í
öðru sæti með 58,8 stig og í þriðja
sæti var Æfíngaskólinn með 58.0
stig.
Meðaleinkunnin á landinu öllu
var 48,0 stig, en 50,1 í Reykjavík.
Lægsta meðaleinkunn í skóla í
Reykjavík var 44,6 stig.
byggingarmeistari. „Aðilar þurfa
að skila inn teikningum, samkvæmt
reglugerð og skoða ég sjálfur teikn-
ingamar og fylgist með að eftir
þeim sé farið. Ég þori að fullyrða
að hér sé ekki byggt undir burðar-
getu, enda eru hér vandaðir verk-
takar." Sjálfur sagðist Sigurður
ekki standa í byggingum, enda
væri reynt að komast hjá því alls
staðar, að byggingarfulltrúi væri
að dæma í eigin sök.
„Auðvitað væri æskilegast, að
tæknimenntaður maður sinnti
þessu eftirlitsstarfí, en ekki er fjár-
hagslegur grundvöllur fyrir því af
hálfu sveitarfélagsins. Ef breyta á
eftirlitinu, yrði rfkið að koma inn í
myndina."
Eyrabakki
„Hér reynir iítið á burðarþolseft-
irlitið, enda lítið verið byggt síðast-
liðin tvö ár“ sagði Jón Karl
Ragnarsson byggingarfulltrúi
Eyrabakkahrepps. „Það er gengið
hart eftir teikningum, en maður
veit nokkurn veginn hvort hús
standast kröfur, enda farið eftir
stöðlum. Hér er gott ástand á nýrri
byggingum, enda hús með tvöfaldri
jámabindingu. Ég er hins vegar
hræddur um að pottur sé víða brot-
inn í gömlum húsum," sagði Jón
Karl, en minnti jafnframt á að áhrif
jarðskjálfta væru mjög takmörkuð
á Eyrabakka.
Þorlákshöfn
„Ég hef daglegt eftirlit með
byggingu húsa á mínu svæði,“ sagði
Sverrir Sigurjónsson byggingarfull-
trúi Ölfushrepps. „Byggingar hér
em hins vegar ekki sambærilegar
við það sem gerist í Reykjavík;
mest er byggt af einbýlishúsum og
landbúnaðarbyggingum. Tvílyft
hús hafa ekki verið hér byggð í
mörg ár.
Sverrir gat þess, að nú væri ver-
ið að byggja tveggja hæða skóla-
byggingu. „Sú bygging er hönnuð
af viðurkenndum hönnuði og hefur
teikningum verið skilað til mín,
enda er það forsenda fyrir því að
ég samþykki byggingar."
Sverrir taldi ástand nýbygginga
viðunandi; „það voru veikir punktar
í einingarhúsunum, en þau hafa
verið tekin í gegn og lagfærð. Um
gamlar byggingar veit maður ekki
og em ömgglega einhverjar bygg-
ingar, sem byggðar vom fyrir 1979,
sem ekki standast kröfur dagsins í
dag.“
Vestmannaeyjar
„Við sinnum okkar starfi eftir
bestu getu og er allt tekið út sam-
kvæmt reglugerð," sagði Valtýr
Sæmundsson byggingarfulltrúi í
Vestmannaeyjum og vildi ekki tjá
sig frekar um málið.
Björgunarsveitir — Bændur
Verktakar — Veiðimenn
HONDA kynnir fjórhjóla-
farartækið með drifi á öllum hjólum, sem
ferallt.
★ Vél, 25 hestöfl
★ Sprengirúm 350 cc
★ 4-gengis benzínvél
★ 5-gírar, 1 afturábak
★ Rafstart
★ Vökvafjöðrun
★ Vökvabremsur
★ Hjólbarðar 24x9-11
★ Benzíntankur 10,5 I
★ Tengill fyrir 12 volt
15A
★ Hæð frá jörðu 16 sm
★ Þyngd 259 kg
Síðast en ekki
síst driföxlar
og hjöruliðir
vandlega lokaðir.
Kr.
226.000.-
stgr.
Eigum nú þessi frábæru fjórhjól fyrirliggjandi.
Honda á íslandi — Vatnagörðum 24, sími 689900.
Ert þú ein(n) af þeim sem vita að hvítlaukur er mjög
hollur, en þolir ekki lyktina?
Veist þú að nú í fyrsta sinn á íslandi getur þú fengið
alla hollustuna sem hvítlaukur býður upp á, án
þess að hafa áhyggjur af elskunni þinni.
20 mánaðar kaldgeymsluaðferð KYOLIC
hráhvítlauksins fjarlægir alla lykt en við-
heldur öllum hinum frábæru eiginleikum.
KYOLIC ereini lífrænt ræktaði hvítlaukur-
inn í heimi, án tilbúns áburðar eða
úðunar skordýraeiturs. KYOLIC er rækt-
aður á nyrstu eyju Japans, þar sem jörð,
vatn og loft er ómengað. Jarðvegur er ein-
ungis blandaður laufi, jurtarrótum og
öðrum lífrænum efnum.
KYOLIC inniheldur margfalt meira af
virkum frumefnum og efnasamböndum
hráu hvítlauksjurtarinnar í fullu jafnvægi,
en nokkkur önnur framleiðsla í veröld-
inni.
Það er sameiginlegt öllum öðrum hvítlauks framleiðendum að nota mjög háan hita við fjarlægingu lyktar og
þurrkun, eða þá að innihald er mestmegnis jurtaolíur annarrra jurta. (Mjúk hylki og perlur). Hita meðferð
eyðileggur hvata og önnur mikilvæg efnasambönd.
KYOLIC hefur nýlega verið bætt við hið sérstaka heilsufæði, sem íþróttamenn í Bandaríkj-
unum borða meðan þeir æfa fyrir Ólympíuleikana.
Ókeypis bæklingar fást á sölustöðum. Þeir fjalla m.a. umnýjustu vísindarannsóknir, undra-
verða lækninga- og heilsustyrkjandi eiginleika hvítlauks og einstæð áhrif KYOLIC hvít-
lauksins. Lesið sjálf hvað læknarit segja.
Helstu úfsölustaðir eru heilsuvöruverslanir, lyfjaverslanir og fleiri.
Sendum í póstkröfu.
Fæst í töflum, hylkjum og fljótandi.
Heildsölubirgðir:
Logaland, heildverslun
símar 12804 og 29015
Njótið lífsgleði, orku oghreysti, komið í veg fyrir sjúkdóma, notið þess vegna KYOLIC daglega.