Morgunblaðið - 02.06.1987, Page 37
36
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚNÍ 1987
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚNÍ 1987
37
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Aöstoöarritstjóri
Fulltrúar ritstjóra
Fróttastjórar
Auglýsingastjóri
Árvakur, Reykjavík
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Bjarnason.
Þorbjörn Guömundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar:
Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, simi 83033.
Áskriftargjald 550 kr. á mánuöi innanlands. i lausasölu 50 kr. eintakiö.
Spenna magnast
á Persaflóa
Arás orrustuþotu frá Irak
á bandaríska herskipið
Stark á Persaflóa sunnudaginn
17. maí síðastliðinn, sem varð
37 bandarískum hermönnum
að bana, hefur dregið dilk á
eftir sér. Bandaríkjastjóm tók
strax þá skýringu yfírvalda
íraks gilda, að árásin hefðj
verið óviljaverk og slys. I
Persaflóastríðinu milli írana
og íraka hefur hvorki gengið
né rekið í langan tíma, en þessi
tvö nágrannaríki hafa tekist á
í sjö ár. Raunar hefur stríðið
lengst af vakið lítinn áhuga
annarra þjóða. Hefur Persafló-
inn þó löngum verið kenndur
við púðurtunnu og ýmsir talið,
að neisti þar kynni að valda
heimsbáli. í herfræðilegum
vangaveltum hafa menn meðal
annars bent á, að hæfust átök
með þátttöku risaveldanna í
Persaflóa, liði ekki á löngu þar
til þeirra yrði til að mynda
vart í nágrenni okkar hér á
Norður-Atlantshafí.
Ástæðuna fyrir herfræði-
legu aðdráttarafli Persaflóa er
að fínna í olíulindum landanna
við flóann. Þótt gildi lindanna
sem orkugjafa fyrir öll helstu
iðnríki heims sé ekki eins mik-
ið og áður, skipta þær þó
verulegu máli, einkum fyrir
Japani og Vestur-Evrópuþjóð-
ir. Bandaríkjamenn eiga ekki
eins mikið undir olíu frá Persa-
flóasvæðinu og áður. Þeir hafa
hins vegar lýst yfír því, að
þeir þoli ekki að frjálsum sigl-
ingum um flóann verði lokað.
Var herskipið Stark á Persa-
flóa sýnilegt tákn um að
frjálsum siglingum yrði haldið
uppi með valdi, ef það þætti
nauðsynlegt.
írakar hafa löngum staðið
í skjóli Sovétmanna og notið
stuðnings frá þeim. Sovét-
menn hafa ekki haft bein
afskipti af stríðinu. Þeir heyja
á hinn bóginn stríð við frelsis-
sveitir Afgana við norður-
landamæri Irans. Eftir að það
var upplýst, að Bandaríkja-
menn hefðu stundað leyni-
makk og vopnasölu til írans,
leitaði einn bandamanna Ir-
aka, stjórnin í Kuwait, til
Sovétmanna og samdi síðan
við þá um að þeir leigðu Kuw-
ait þrjú olíuskip sem sigla
undir sovésku flaggi með sov-
éskri áhöfn og undir sovéskri
vernd. Var gengið frá þessum
samningum í mars. Hefur eitt
þessara skipa orðið fyrir tjóni
vegna tundurdufls. í gær lagði
talsmaður Sovétstjórnarinnar
ríka áherslu á það, að Sovét-
menn myndu svara af fullri
hörku, ef íranir reyndu að ráð-
ast á sovésk skip á Persaflóa.
Áður en árásin var gerð á
Stark, hafði Bandaríkjastjóm
lagt blessun sína yfír það, að
11 olíuskip frá Kuwait yrðu
leigð og látin sigla undir
bandarískum fána. Þar með
fetuðu Bandaríkjamenn í fót-
spor Sovétmanna og tóku að
sér að tryggja öryggi olíuskipa
frá Kuwait á Persaflóa. Örlög
sjóliðanna 37 um borð í Stark
og þær ríku kröfur, sem
Bandaríkjamenn gera til að
tiyggja líf og limi bandarískra
borgara, valda því, að á banda-
ríska þinginu eru uppi miklar
efasemdir um hvort réttlætan-
legt sé að leigja olíuskipin 11
frá Kuwait og auka þannig
afskipti af málum á þessu við-
kvæma ófriðarsvæði. Ronald
Reagan sýnist staðráðinn í að
hrinda stefnu sinni í þessu efni
í framkvæmd, en árásin á
Stark veldur því að Banda-
ríkjamenn munu hafa uppi
mun meiri viðbúnað en ella í
öryggisskyni.
Þótt Stark hafí orðið fyrir
árás flugvélar frá írak, eru
engar líkur til þess að Banda-
ríkjamenn __ muni Ieggjast á
sveif með írönum í Persaflóa-
stríðinu. Sovétmenn haga
seglum eftir vindi og Kreml-
verjum fínnst best að físka í
gruggugu vatni, hvort heldur
er í Persaflóa eða annars stað-
ar.
Öllum þjóðum ætti að vera
það mikið áhyggjuefni, ef
spenna magnast á Persaflóa
og risaveldin lenda þar beinlín-
is í útistöðum við stríðsaðila.
Menn geta rétt gert sér í hug-
arlund, hvernig Bandaríkja-
menn hefðu svarað, ef íranir
hefðu af ásetningi ráðist á
herskipið Stark. Neistinn er
fljótur að valda miklu tjóni í
púðurtunnu.
Mestu skiptir auðvitað að
reyna að binda enda á hið lang-
vinna stríð íraka og Irana. Það
kann að vera þrautin þyngri
vegna þess ástands, sem ríkir
í Iran, þar sem almenn skyn-
semi hefur orðið að víkja fyrir
trúarofstæki. Heilög stríð hafa
löngum verið mannskæð og
heiftarleg. Þegar þau eru háð
af miskunnarleysi og með full-
komnustu vopnum á einum
viðkvæmasta bletti veraldar
er mikið í húfí og ástæða til
að sýna mikla varúð og að-
gæslu.
Reykjavík:
Skýrsla um burð-
arþol tíu húsa
Morgunblaðið birtir hér í heild
rannsóknarskýrslu um könnun á
burðarþoli bygginga, sem unnin
var á vegum félagsmálaráðu-
neytisins.
Inngangnr
Nokkur brögð hafa verið að því
að burðarþoli húsa hafi verið áfátt
á undanfömum ámm. Af þeim sök-
um skipaði félagsmálaráðherra
nefnd til að kanna ástand þol-
hönnunar bygginga og koma með
tillögur til úrbóta. Nefndin skilaði
áliti til ráðherra þann 19. mars
1986.
í því áliti lagði nefndin m.a. til
að gerð yrði könnun á ástandi húsa
m.t.t. burðarþols. Með hliðsjón af
þessu fól félagsmálaráðherra Rann-
sóknastofnun byggingariðnaðarins
að gera könnun á nokkmm nýlegum
byggingum og kveðja sér til aðstoð-
ar sérfræðinga með langa starfs-
reynslu við hönnun burðarvirkja.
Hér á eftir verður gerð grein
fyrir þessari könnun.
Tilhögun
könnunarinnar
Eftirtaldir verkfræðingar vom
fengnir til að vinna að könnuninni:
Gunnar Torfason,_Níels Indriðason,
Pálmi Lámsson, Úlfar Haraldsson,
Vífíll Oddsson, Þór Aðalsteinsson.
Af hálfu Rannsóknastofnunar
byggingariðnaðarins hefur Haf-
steinn Pálsson annast könnunina.
Óskað var eftir teikningum af tíu
byggingum hjá viðkomandi bygg-
ingarfulltrúa. Þau gögn sem
fengust vom mjög mismunandi að
gæðum, allt frá því að engin gögn
vom til staðar og upp í vel gerð
og greinagóð teikningasett. Val á
þessum húsum fór þannig fram að
farið var um bæinn og valin hús
sem virtust vafasöm hvað burðarþol
varðar við fyrstu sýn. Að auki vom
valin nokkur hús sem vonast var
til að væm í lagi án frekari athug-
unar.
Ákveðið var að sannprófa burð-
arþol þriggja bygginga þar sem
gögn leyfðu. Sannprófunin fólst í
því að kanna stöðugleika bygging-
anna gegn jarðskjálftaálagi skv.
ÍST 13 eins og skylt er skv. bygg-
ingarreglugerð nr. 292 frá 1979
með áorðnum breytingum. I öllum
tilvikum var miðað við meðaltal
álagsgilda fyrir áhættusvæði 2 og
3 skv. ÍST 13. Þegar ljóst var að
engin af byggingunum þremur
stóðst settar kröfur var ákveðið að
kanna fleiri til að athuga ástandið
nánar. /
Sannprófun
á burðarþoli
Hér á eftir fara stuttar saman-
tektir á athugunum fyrir hvert hús.
Sem dæmi um hvemig þessar at-
huganir fóm fram er ein athugun
sýnd í heild í Viðauka A.
Hús A (Eldshöfði 18)
Lýsing:
Þriggja hæða steinsteypt iðnað-
arhúsnæði. Húsið er 990 m að
gmnnfleti og 10.700 m.
Teikningar:
Burðarþolsteikningar vantar af
stóram hluta hússins.
Athugun:
Ekki var gerð athugun á burðar-
þoli hússins vegna skorts ágögnum.
Þó er rétt að geta þess að festing
stálbita í þaki við vegg er röng eins
og hún er sýnd á teikningu.
Hús B (Eldshöfði 16)
Lýsing:
Steinsteypt iðnaðarhúsnæði.
Teikningar:
Engar teikningar vom sagðar til
hjá byggingarfulltrúa.
Athugun:
Ekkert var gert til að meta
ástand hússins vegna skorts á
gögnum.
Niðurstaða:
Engar teikningar og því engin
athugun a.m.k. á þessu stigi.
Hús C (Skipholt 50c)
Lýsing:
Fjögurra hæða steinsteypt versl-
unarhús. Húsið er 890 m að
gmnnfleti og um 9.300 m.
Teikningar:
Allar burðarþolsteikningar, sem
eðlilegt er að fylgi hönnun hússins
em til staðar og em þær bæði vand-
aðar og skilmerkilegar.
Athugun:
Athugunin sýndi að bending
umhverfis dyraop í A—V liggjandi
veggjum kjama er ófullnægjandi.
Ekki varð séð að stöðugleiki þess-
ara veggja sé nægur og undirstöður
þeirra em ótengdar sem dregur úr
getu þeirra til að yfirfæra krafta
niður í gmnn. Þá kom einnig í ljós
að stuttar súlur á vesturhlið þola
ekki skerkrafta vegna jarðskjálfta
skv. ÍST-13.
Að síðustu er tenging límtrésbita
í þaki við steyptar súlur í útveggjum
óheppileg. Gerð og lögun festinga
er ekki talin góð.
Niðurstaða:
Teikningar em að flestu leyti vel
gerðar.
Stöðugleiki veggja í A-V stefnu
og bending umhverfís dyraop er
ófullnægjandi. Þá er skerþol stuttra
súlna á 1. hæð of lítið.
Hús D (Foldaskóli)
Lýsing:
Tveggja hæða skólabygging
byggð úr steinsteyptum einingum.
Styrking var gerð á húsinu á bygg-
ingartíma með því að steypa kjama
í húsið.
Húsið er 870 m að grunnfleti og
um 7.600 m.
Teikningar:
Teikningar em almennt greina-
góðar. Við vettvangsskoðun kom í
ljós að stigi er steyptur á staðnum
en það er ekki í samræmi við teikn-
ingar.
Athugun:
Athugun á stöðugleika hússins
gegn jarðskjálfta sýndi að festingar
forsteyptra útveggjaeininga
skemmast og því yfírfærist meira
álag á kjama hússins.
I ÍST 13 er bent á að auka skuli
lárétt álag á byggingar sem teljast
mikilvægar í neyðarástandi. Eðli-
legt er því að auka álagið fyrir
þetta hús þar sem um skólabygg-
ingu er að ræða og Almannavamir
ríkisins beina fólki í skólabyggingar
ef það þarf að yfírgefa heimili sín
í náttúmhamfömm. Þetta er ekki
gert í þessari athugun þar sem
ekki er um skýlausa kroíu að ræða
í staðlinum.
Niðurstaða:
Teikningar em almennt greinar-
góðar en ekki er að öllu leyti byggt
samkvæmt teikningum.
Byggingin stenst jarðskjálfta-
álag skv. ÍST 13 en fram koma
skemmdir á festingum útveggjaein-
inga.
Hús F (Suðurlandsbraut 24)
Lýsing:
Sex hæða skrifstofu- og verslun-
arhúsnæði með fjögurra hæða
bakhúsi tengt með stigahúsi sem
er sambyggt framhúsinu.
Húsið er 820 m að gmnnfleti og
um 14.400 m.
Teikningar:
Undirstöðuteikningar vantar af
framhúsinu.
Athugun:
Einungis var gerð nálgun á burð-
nrbnli f N—S stefnu á framhúsiu.
Ekki liggja fyrir teikningar af und-
irstöðum framhúss og því gert ráð
fyrir samskonar undirstöðum og í
bakhúsi. Að auki var gert ráð fyrir
að húsið væri „symmetrískt", þ.e.
áhrifum vegna stigahúss var sleppt.
Niðurstaðan varð sú að álag á jörð
fór langt yfír mörk sem tilgreind
em á teikningum og álag á súlur
á 1. hæð varð of hátt.
Niðurstaða:
Teikningar vantar af undirstöð-
um framhúss.
Nálgunarreikningar á stöðug-
leika framhússins í N—S stefnu
sýna að líklegt er að álag á jörð
fari vemlega yfir leyfíleg mörk og
álag á súlur á 1. hæð verði of mikið.
Ekki er unnt að fá rétt mat á
ástandi hússins vegna þess að
teikningar vantar.
Hús F (Réttarháls 2)
Lýsing:
Tveggja hæða steinsteypt iðnað-
arhúsnæði.
Húsið er um 4.000 m að grann-
fleti og um 34.600 m.
Teikningar:
Almennt má segja að teikningum
sé vemlega áfátt.
Athugun:
Gerð var athugun á stöðugleika
hússins í heild vegna jarðskjálfta-
álags skv. ÍST-13. Þegar láréttur
kraftur virkar í N—S stefnu fer
álag á austustu veggi aðeins yfír
leyfíleg mörk og álag á tengingu
byggingaráfanga í plötu yfír 1. hæð
fer langt yfír leyfíleg mörk.
Ef litið er á byggingaráfangana
sem tvær sjálfstæðar byggingar er
annar áfanginn of veikburða til að
standast lárétta jarðskjálftakrafta.
Niðurstaða:
Teikningum er vemlega áfátt.
Stöðugleika hússins gegn láréttu
álagi er áfátt hvort sem litið er á
húsið sem eina heild eða litið er á
það sem tvær sjálfstæðar bygging-
Hús G (Eldshöfði 14)
Lýsing:
Tveggja hæða steinsteypt iðnað-
arhúsnæði.
Húsið er 280 m að gmnnfleti og
um 1.800 m.
Teikningar:
Teikningar em all greinagóðar
en þó vantar að gera grein fyrir
afstífingu hússins. Ekki er gerð
nein grein fyrir þakklæðningu á
teikningum en það hefði þurft að
gera ef hún á að gegna því hlut-
verki að stífa af húsið. Að auki
vantar að gera nánari grein fyrir
tengingu stálsperm við steypu.
Athugun:
Stöðugleikaathugun leiddi í ljós
að veggir em hvorki nægilega jám-
bentir né undirstöður nógu öflugar
til þess að yfirfæra lárétt álag nið-
ur í gmnn án stuðnings frá þaki.
Til þess að sá stuðningur sé fyrir
hendi þarf stífingarkerfí í þaki og
öflugri tengingu þakása við veggi
en fram kemur á teikningum.
Athugun á þaki yfir opnanlegu
rými sýndi að bæði þakásar og stál-
sperra em langt frá því að standast
vindálag skv. ÍST 12.3. Þak yfír
lokuðu rými stenst hins vegar
vindálag.
Niðurstaða:
Ekki er gerð grein fyrir afstíf-
ingu hússins á teikningum.
Stöðugleiki hússins gagnvart lá-
réttum kröftum er ófullnægjandi
og þak yfir opnanlegu rými stenst
ekki vindálag skv. ÍST 12.3.
Hús H (Bíldshöfði 16)
Lýsing:
Fjögurra hæða verslunarhúsnæði
sem er súlnabygging með sker-
veggjum við stiga í miðju húsi, í
göflum og í langvegg 1. hæðar.
Húsið er 770 m að gmnnfleti og
um 9.500 .
Teikningar:
Burðarþolsteikningar vantar af
stómm hluta hússins og mikilvæg
atriði vantar á þær teikningar sem
til em. Jafnframt leiddi vettvangs-
skoðun í ljós að ekki hafði verið
byggt að öllu leyti samkvæmt þeim
teikningum sem liggja fyrir. Teikn-
ingar em ekki undirritaðar.
Athugun:
Athugun á burðarþoli hússins
með hliðsjón af þeim teikningum
sem em fyrir hendi sýndi að líklegt
verður að telja að stöðugleiki gagn-
vart láréttum kröftum sé nálægt
eðlilegum mörkum, þótt veikir
punktar séu til staðar. Hér geta
breytingar við byggingu hússins þó
haft einhver áhrif sem ekki hafa
verið könnuð.
Að auki leiddi athugunin í ljós
að burðargeta súlna á 1. hæð er
of lítil.
Niðurstaða:
Teikningum er það ábótavant að
erfítt er að meta raunvemlegt
ástand hússins, bæði vantar teikn-
ingar og ekki er byggt samkvæmt
þeim sem til em.
Athugun á þeim teikningum sem
til staðar em bendir þó til að stöðug-
leiki hússins gagnvart láréttum
kröftum sé nálægt eðlilegum mörk-
um, en burðargeta súlna á 1. hæð
er of lítil.
Hús I (Bíldshöfði 18)
Lýsing:
Þriggja hæða steinsteypt versl-
unarhúsnæði sem er súlnabygging
með skerveggjum í öðmm gaflinum
og við stiga á 2. og 3. hæð.
Húsið er 890 m að gmnnfleti og
um 10.500 m.
Teikningar:
Engar burðarþolsteikningar vom
sagðar til hjá byggingarfulltrúa, en
styrking var gerð á húsinu í kjölfar
athugasemda um burðarþol þess,
því strax á byggingarstigi kom
fram brot í gaflsúlum í kjallara.
Ljósrit af hluta af upprunalegum
teikningum vom því til hjá Rb
vegna áðumefndrar athugunar.
Þessi ljósrit em bæði ódagsett og
óundirrituð. Veigamikil atriði vant-
ar á áðumefnd ljósrit.
Athugun:
Athugun á burðarþoli hússins
með hliðsjón af uppmnalegum
teikningum og vettvangsskoðun á
áorðnum breytingum sýndi að súla
í kjallara undir stigahúsvegg stenst
ekki álag skv. ÍST 13. Ekkert ligg-
ur fyrir um tengingu stigahúsveggs
við aðliggjandi burðarhluta. Lóðrétt
álag á súlur í kjallara er yfír leyfí-
legum mörkum.
Niðurstaða:
Engar teikningar em til af húsinu
með áorðnum breytingum og því
erfitt að meta raunvemlegt ástand
hússins.
Athugun á þeim gögnum sem til
em sýnir að stöðugleika hússins
gagnvart jarðskjálftaálagi er áfátt
og burðargeta súlna í kjallara er
of lítil.
Hús J (Suðurlandsbraut 22)
Lýsing:
Fimm hæða steinsteypt verslun-
ar- og skrifstofuhúsnæði með
einnar til tveggja hæða bakhúsi.
Húsið er 1.560 m að grunnfleti
og um 11.700 m.
Teikningar:
Teikningum er vemlega áfátt og
mikilvæg atriði vantar á teikning-
araar.
Athugun:
Athugun á stöðugleika hússins
gegn jarðskjálftaálagi í N—S stefnu
sýnir að gaflskífur framhússins em
ekki færar um að flytja til jarðar
þá krafta, sem á þær koma.
Ef dæma á eftir burðarvirlqa-
teikningum em undirstöður van-
reiknaðar og sumar á mörkunum
að þola lóðrétt álag eingöngu.
Vettvangsskoðun sýndi að stórt
op hafði verið sagað í vegg í A—V
stefnu á jarðhæð en það rýrir mjög
getu veggjarins og undirstaða hans
til þess að taka upp lárétta krafta.
Niðurstaða:
Teikningum er vemlega áfátt.
Stöðugleika hússins gagnvart
láréttum kröftum er áfátt.
Niðurstöður:
Athugun úrtaksins staðfestir á
ótvíræðan hátt að burðarþoli
margra húsa er áfátt. Hitt vekur
þó sérstaka athygli að ekkert hús-
anna stenst að öllu leyti settar
kröfur þótt nokkur húsanna hafí
verið valin í þeirri von að þau stæð-
ust kröfur. Auk þess er undmnar-
efni sá skortur á gögnum hjá
byggingarfulltrúanum í Reykjavík
sem fram kom við þessa athugun.
Helstu niðurstöður athugunar-
innar em dregnar saman í töflu 1.
Könnunin undirstrikar að frekari
athuganir þurfa að fara fram. Til-
högun frekari athugana gæti verið
á þann veg að byija á öllum stærri
húsum, sem em í byggingu til að
unnt verði að leiðrétta (lagfæra)
burðarþol þeirra þegar á byggingar-
stigi ef nauðsyn krefur. Síðan þarf
á kerfísbundinn hátt að kanna
ástand húsa, sem þegar hafa verið
tekin í notkun.
Til þess að bæta núverandi
ástand í þessum málum er þörf
á að herða til muna þær reglur
sem gilda um löggildingu hönn-
uða og auka verulega eftirlit
bæði með hönnuðum og fram-
kvæmdum. Jafnframt er brýnt
að gera verulegt átak i staðla-
málum á sviði þolhönnunar, þ.e.
endurskoða núgildandi staðía og
gefa út þolhönnunarstaðla sem
ekki eru til.
Hús Lýsingá
tffikningum
A Vantar að miklum
B Engar
C Vel gerðar
D Vel gerðar
E Vantar aðhluta
F Aíátt
G Vel gerðar
H Áf&tt
I Áfátt
J Áfátt
Mat á burðarþoli
Ekki athugað
Ekki athugað
Ekki fullnægjandi
Fulinægjandi en fest-
ingar útveggjaein-
inga skemmast við
staðalálag
Gögn vantar
Áfátt
Áfátt
Áfátt
Áfátt
Áfátt
Viðauki A
Dæmi um athugun
Hús H
Athugun á burðarþoli
Inngangur
Húsið er fjögurra hæða, 770
m að gmnnfleti og 9.500 m.
Jámateikningar vom athugaðar
og útreikningar gerðir til að meta
stöðugleika byggingarinnar gegn
láréttum kröftum og burðargeta
einstakra byggingarhluta var könn-
uð.
Teikningar
Teikningar, sem fengust afhent-
ar við upphaf verksins, vom eftir-
farandi:
a) Byggingamefndarteikningar
b) Loft jrfír 1. hæð, austur- og
vesturhluti (jámateikn.)
c) Loft jrfir 2. hæð, austur- og
vesturhluti (jámateikn.)
Til þess að hægt sé að byggja
húsið þurfa eftirtaldar burðarþols-
teikningar að liggja fyrir auk
ofannefndra teikninga:
Undirstöðuteikningar
Teikningar af lofti yfír 3. hæð,
austur- og vesturhluta ásamt
súlum og veggjum á 3. hæð
Gmnnmynd af þakhæð er sýnir
þaksperrur
Sérmynd af spermfestingum
Afrit af þessum teikningum vom
ekki til hjá byggingarfulltrúa
Reykj avíkurborgar.
Ástand teikninga er þannig að
þær virðast miðaðar við það að
jámamenn leggi sitt af mörkum við
hönnunina.
Eftirtalin atriði er talið að vanti
á þær teikningar, sem fyrir hendi
em:
1) Snið er sýna tengingar milli lofta
og allra veggja.
2) Hliðarmjmdir vantar af súlum,
þar sem fram kemur hvemig
haga skal niðurröðun lykkja og
langjáma, sérstaklega á mótum
randbita og súlna í útveggjum.
3) Hliðarmyndir vantar af rand-
bitum er sýna hvemig haga á
skejdingu jáma. Sömuleiðis
vantar mynd af tengingu rand-
bita og gaflveggja.
4) Ekki er gerð grein fyrir hvemig
ganga á frá 0,25 mm bitajámum
við ásetur á gaflveggjum.
5) Lykkjubending í miðbita er ekki
samkvæmt viðurkenndum venj-
um þar sem lykkjur beygjast
ekki alls staðar um langjám bit-
ans.
6) Efri brúnar bending við gafl-
veggi er ófullnægjandi.
7) Snið vantar í stigahúsveggi og
stiga.
8) Snið vantar í skyggni.
9) Teikningar em óundirritaðar.
Athugnn á stöðugleika
Við skoðun á stöðugleika bygg-
ingarinriar gegn láréttum kröftum
var staðall IST 13 notaður.
Eftirtalin gildi vom notuð við
útreikninga á láréttu álagi:
Z = 0,75
K= 1,33 V = ZKCW
C(N-S) = 0,0965 V(N-S) = 0,096xW
C(A-V) = 0,1 V(A-V) = 0, lxW
Tekið var tillit til jarðþrýstings á
þann hátt að 30% af eiginþunga
jarðvegsins var notaður sem álag
að viðbættum 15% vegna áhrifa
jarðskjálfta.
Samkvæmt meðfylgjandi reikn-
ingum kemur eftirfarandi í ljós.
Styrkleiki afstífandi veggja virð-
ist vera fulinægjandi en stöðugleiki
þeirra gagnvart N-S álagi er á
mörkunum. A:V álagið er ekki
vandamál.
Steyptar plötur byggingarinnar
nýtast sem láréttir bitar og eiga
að dreifa álaginu til afstífandi
veggja. Ekki er að sjá að sérstakri
bendingu í plötujöðrum hafi verið
ætlað að yfirfæra þetta álag. Bend-
ing í randbitum er rétt hæfileg til
nota fyrir bitana eina.
Stigahúsið skerðir plötumar á
versta stað mitt á milli gaflveggja.
Lóörétt álag
Athugun var gerð á burðargetu
súlna á 1. hæð og platna og bita
gagnvart lóðréttu álagi.
Eins og meðfylgjandi útreikning-
ar sýna, er burðargeta súlna á 1.
hæð of lítil, bæði útveggjasúlna og
miðsúlna.
Lóðrétt álag á útveggjasúlur er
37% hærra og á miðsúlur 28%
hærra en leyfílegt er skv. NS3473.
Plötur og bitar virðast í lagi nema
tenging bita við ásetur í gaflveggj-
um eins og áður hefur komið fram.
Niðurstöður
Burðarþolsteikningar vantar af
stómm hluta hússins svo sem af
undirstöðum, 3. hæð og þaki og því
er ekki unnt að meta burðarþol
þessara hluta.
Teikningar sem liggja fyrir em
ófullnægjandi, þar vantar að gera
grein fyrir atriðum, sem hafa áhrif
á burðargetu mannvirkisins.
Líklegt verður þó að telja að stöð-
ugleiki mannvirkisins sé nálægt
þeim mörkum er eðlilegt er að miða
við þótt veikir punktar séu í heildar-
uppbyggingunni.
Burðargeta súlna á 1. hæð er of
lítil og getur heildarálag á þær orð-
ið allt að 37% hærra en leyfílegt
álag skv. NS3473.
Þegar ofangreindri athugun var
að mestu lejrti lokið var farið á stað-
inn til þess að athuga hvort byggt
hefði verið eftir fyrirliggjandi teikn-
ingum.
í ljós kom að nokkrar veigamikl-
ar brejdingar höfðu verið gerðar.
1) Afstífandi útveggur á 2. og 3.
hæð suðurhliðar er alls ekki fyr-
ir hendi. Aðeins er um grannar
súlur og randbita að ræða.
2) Steyptur veggur tengir miðsúlur
í stigahúsi á 2. hæð (virtist áður
vera aðeins á 1. hæðinni).
3) Hliðarveggir í stigahúsi á 4.
hæðinni em stejrptir upp undir
þak.
4) Miðbitar em skertir á öllum
hæðum, þar sem þeir ganga í
gegnum stigahúsið.
Þessar brejitingar hafa einhver
áhrif á ofangreindar niðurstöður.
Þau áhrif hafa ekki verið könnuð.