Morgunblaðið - 02.06.1987, Side 38

Morgunblaðið - 02.06.1987, Side 38
Nokkrir nýstúdentar Verkmenntaskólans Morgunblaðið/Rúnar Antonsson V erkmenntaskólinn: Brautskráði 200 nemend- ur á þriðja starfsári sínu Landsþing Hjálparsveita skáta: Brýn þörf á eflingu slysavarna á hálendi ÞRIÐJA starfsári Verkmennta- skólans á Akureyri er nú lokið. Útskrifaðir voru alls 200 nem- endur, þar af 67 stúdentar. Nemendur voru 1.000 við upphaf haustannar, hartnær 900 í dagskóla og 100 í nýstofnaðri öldungadeild. „Já, við vorum öll full bjartsýni og víst hafa margir draumar ræst, það hefur víða verið vel unnið, mörgum nemandanum er sómi að árangri sínum, en nokkrir eiga þó um sárt að binda. Því er nefnilega ekki að neita að hópurinn þynntist nokkuð þegar á veturinn leið,“ sagði Bem- harð Haraldsson, skólastjóri, meðal annars þegar hann sleit skólanum í Akureyrarkirkju sl. laugardag. Skólinn hefur boðið upp á fimm námssvið frá upphafi. Af heilbrigð- issviði voru tíu stúdentar. Af hússtjómarsviði voru sjö sjókokkar útskrifaðir eftir eins árs nám og þrír matkokkar eftir þriggja ára TÆPLEGA fimmtug kona var hætt komin er hún lenti á bíl sínum í Eyjafjarðará laust eftir kl. 22.00 á sunnudagskvöld. Konan var á leið til Akureyrar og hafnaði í_ ánni norðan við fyrstu brúna þar. A þessum slóðum er áin tæpir tveir metrar á dýpt. Konan festist í bílnum, en það vildi henni til happs að hún náði upp úr vatn- inu. Hjálp barst fljótlega og var nám. Af tæknisviði voru sjö tækni- teiknarar brautskráðir, níu vélstjór- ar og 42 luku bóklegum hluta iðnnáms, það er tréiðn, málmiðn og rafvirkjun. Tíu luku raungreina- deildarprófi, ellefu luku meistara- skóla byggingamanna og átta luku bóklegum hluta rafsuðunáms. Af uppeldissviði voru fímmtán stúdent- ar útskrifaðir og 42 af viðskipta- sviði. Bestum árangri náðu þær Vilborg Höm Mar Jónsdóttir og Signe Viðarsdóttir, sem báðar komu af viðskiptasviði. Þá voru braut- skráðir 35 nemendur sl. föstudag sem lokið höfðu almennu verslunar- prófí eftir tveggja ára nám. Bemharð sagði í ræðu sinni að snemma hausts hefði verið gerð áætlun um framhald bygginga á Eyrarlandsholti, studda þeim rök- um að því fyrr sem skólinn kæmist undir eitt þak, þeim mun fyrr væri hægt að gefa skólanum festu. Það fór hinsvegar svo að óskin rættist konan flutt á sjúkrahúsið á Akur- eyri þar sem hún var yfír nóttina. Bíllinn er mikið skemmdur. Þrettán ökumenn voru teknir um helgina fyrir of hraðan akstur, þar af einn sem sviftur var ökuleyfínu. Hann ók á Ólafsfjarðarvegi á 135 km hraða. Þá var brotist inn í tvö fyrirtæki á Akureyri um helgina, í íspan og í Sjónvarpsbúðina, Lindargötu 2. ekki að sinni þrátt fyrir góðan vilja yfírvalda. „Fé það, sem okkur var úthlutað til bygginga á yfírstand- andi ári var um 30 milljónum minna en áætlun okkar gerði ráð fyrir. Það þýðir í reynd, að framkvæmd- um seinkar, og enn er lokadagurinn flarlægur draumur. Bóknámsálm- an, sem við tókum í notkun sl. haust, kostaði fullbúin um 34 millj- ónir.“ Bemharð sagði í samtali við Morgunblaðið að upphaflega hefði verið áætlað að ljúka við byggingu skólans á sex árum. Nú væri sá tími liðinn en skólinn ekki hálfnaður að flytja. Bemharð sagði að við upphaf næsta skólaárs yrði námsframboð að mestu hið sama og verið hefur, engin ný námsbraut sér dagsins ljós, en þijár verða lengdar nokkuð. Fyrir skemmstu heimilaði mennta- málaráðuneytið lengingu á vél- stjómamámi um eitt stig, það er um þijár annir, og verður því starf- ræktur þriggja stiga vélskóli í framtíðinni. A hússtjórnarsviði bæt- ist við þriðja ár matartækna, bóklegt nám þeirra, sem hyggja á stúdentspróf. Auk þess verður öld- ungadeildin, sem stofnuð var sl. haust, lengt um eitt ár, og verður því boðið upp á þriggja ára nám á viðskiptasviði þar. Þá hefur skólinn eignast nýja reglugerð, sem tók gildi í gær og ný námsskrá fyrir framhaldsskóla tekur gildi næsta haust. Helstu breytingar eru þær að námslýsingar verða nú samræmdar fyrir allt landið. Sú breyting verður jafn- framt gerð að lágmarkseinkunn verður hækkuð úr 4,0 í 5,0. Margar góðar gjafir bámst skól- anum á árinu. Þtjú fyrirtæki gáfu sína PC/XT-tölvuna hvert, Raf- virkjafélag Norðurlands gaf iðn- tölvu, Útgerðarfélag Akureyringa hf. gaf ljósavél með fylgibúnaði og peningagjöf barst frá skagfirskum hjónum til uppbyggjngar vélstjóm- amámi. FJÓRTÁNDA landsþing Hjálpar- sveita skáta var haldið á Akur- eyri dagana 29. og 30. maí síðastliðinn. Þingið fer með æðsta vald í málefnum sam- bandsins og er haldið annað hvert ár. Á þinginu voru þijár nýjar sveitir samþykktar sem fullgildir aðilar að sambandinu, Hjálparsveitin Lómafell á Barða- strönd, Hjálparsveit skáta á Eskifirði og Hjálparsveitin Tontron í Grímsnesi og eru þá aðildarsveitir landssambandsins orðnar 23 talsins. I stjóm Landssambands hjálpar- sveita skáta vom kjömir til næstu tveggja ára: Tryggvi Páll Friðriks- son formaður sem verið hefur formaður síðan 1973, Amfínnur Jónsson varaformaður, Ögmundur Knútsson ritari, Páll Ámason gjald- keri og Þorvaldur Hallgrímsson meðstjómandi. Þau mál sem rædd vom helst á þinginu vom staða hjálparsveitanna og verkefni í nútíð og framtíð, eftir- lit og öryggi á hálendi landsins, kynningarstarfsemi, hlutverk LHS og framtíðartækjabúnaður. í um- ræðum um niðurstöður hópanna var meðal annarra eftirfarandi ályktun samþykkt: „Landsþing LHS telur að biýn þörf sé á aðgerðum til efl- ingar slysavama á hálendi íslands. Landsþingið beinir þeim tilmælum til stjómar LHS að hún skipi nú þegar nefnd til að kanna hvort og með hvaða hætti LHS geti stórauk- ið hverskonar fyrirbyggjandi aðgerðir til slysavarna á hálendi íslands." I upphafí þings vom margir þing- fulltrúa viðstaddir þegar fyrsta skóflustungan var tekin fyrir bygg- ingu nýs húsnæðis Hjálparsveitar skáta á Dalvík. Sérstök dagskrá var til kynningar á ýmsum vömm sem LHS flytur inn, svo sem slöngubát- um fyrir björgunarsveitir, sjúkra- töskum og sjúkrapúðum í bíla, neyðarvörum ýmiskonar og hlífðar- fatnaði fyrir björgunarsveitarmenn. Á þinginu var greint frá næstu samæfíngu LHS sem fer fram á Hólsfjöllum í september nk. og verður öllum björgunarsveitum á landinu boðið til hennar. Mikill ein- hugur ríkti á þinginu um hjálpar- sveitastarfíð og ræddu þingfulltrúar um fjölmörg sameiginleg áhuga- og hagsmunamál. Næsta þing LHS verður haldið í Reykjavík vorið 1989. Jarðskjálftasveit innan LHS Á þinginu kom fram tillagá um að komið verði á fót sérstakri jarð- skjálftasveit innan LHS. í greinar- gerð með henni segir að alkunna sé að ísland sé jarðskjálftasvæði og það sé álit vísindamanna að stór- ir jarðskjálftar geti orðið hérlendis hvenær sem er. „Styður íslandssag- an þessa kenningu meðal annars með því að svokallaðir Suðurlands- jarðskjálftar hafa orðið að meðaltali á 22ja ára fresti, frá því sögur hó- fust. Þá ber þess að geta að víðar er jarðskjálftahætta á íslandi, en á Suðurlandi. Ljóst er að þótt ýmis- legt hafí verið gert hérlendis til undirbúnings þess að bregðast rétt við stórum jarðskjálftum, þá er ýmislegt ógert. Eitt af því er að þjálfa upp björgunar- og hjálparlið. LHS ákveður að mynda innan sam- bandsins svokallaða jarðskjálfta- sveit. Sveitin verður skipuð fímmtán mönnum, sem ávallt eiga að vera tilbúnir til hjálparstarfa á jarðskjálftasvæðum, aðallega er- lendis og auðvitað hérlendis ef þörf krefur. Takmarkið er að geta innan mjög skamms tíma sent héðan sér- búinn og sérþjálfaðan hjálparflokk til starfa á jarðskjálftasvæðum. Þannig geta LHS og auðvitað al- mannavamir eignast harðsnúinn hóp manna, sem unnið hefur á jarð- skjálftasvæðum erlendis og kynnst af eigin raun ógnum skjálftanna og þeim hörmungum, sem í kjölfar- ið fylgja. Hópurinn nýtist svo hérlendis þegar, eða ef, á þarf að halda og getur miðlað öðrum björg- unarmönnum af þekkingu sinni og reynslu." í tillögunni kom fram að sveitina skuli skipa stjómandi og varastjórn- andi, skipaðir af stjóm LHS, læknar, hjúkrunarfræðingar, bygg- ingar- eða tæknifræðingar, fjar- skiptamaður, bílstjórar, stjómendur ruðningsstarfa og vanir björgunar- menn. Sveitin skuli heyra beint undir LHS og hafi ekki sjálfstæðan fjárhag. Stjórnendur sveitarinnar munu í samráði við aðra félaga hennar ákveða hversu viðamikil starfsemi hennar skal vera hveiju sinni. Sveitin starfí ekki sem venju- leg hjálparsveit og félagar hennar verði jafnframt félagar í öðrum hjálparsveitum. Öll starfsemi sveit- arinnar skal miðast við að félagar hennar geti brugðist fljótt og vel við verði jarðskjálftar á þeim stöð- um þar sem möguleiki er á að senda sveitina til starfa. Sveitin mun í samráði við stjóm LHS gera ráð- stafanir til viðbúnaðar svo sem vegna bólusetningar, vegabréfaút- vegunar, útvegun búnaðar og farareyris. Leitast verði við að hafa sem nánast samstarf við Almanna- varnir ríkisins, Rauða kross íslands og aðra þá aðila sem málið er við- komandi á einhvern hátt. Leitað verður eftir aðstoð Landhelgis- gæslu og Vamarliðsins varðandi flutning sveitarinnar til og frá jarð- skjálftasvæðum. EITT GLÆSILEGASTA EINBYLIS- HÚS Á AKUREYRI ER TIL SÖLU Það er á besta stað í bæn- um, Austurbyggð 15. Efsta hæðin er 135 fm, neðri hæð er 90 fm og kjallari90fm Upplýsingar i símum 96-23509 og 24430 j l l « -—T í -'T I Frá landsþingi hjálparsveita skáta á Akureyri Bíll lenti í Eyjafjarðará Ökumaður hætt kominn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.