Morgunblaðið - 02.06.1987, Síða 54
54
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚNÍ 1987
Hugleiðingar um út-
varp, siónvarp o.fl.
eftirJón Gunnarsson
Það mun hafa verið árið 1931
að mér, þá ungum dreng, var boðið
ásamt foreldrum mínum að hlusta
á útvarp í fyrsta skipti. Það var að
Kirkjubóli í Dýrafirði. Eftirvænting-
in var mikil og ekki komið alveg
að útsendingartíma er mætt var á
staðnum. Elsti sonurinn á bænum
hafði fengið tilsögn í meðferð
tækjabúnaðar og skýrði hann fyrir
okkur tilgang hins mismunandi
búnaðar, sem virtist allflókinn og í
fímm einingum.
1. Víraloftnet hátt yfír jörð, 25—30
m langt, með 4 dularfullum,
hvítum kúlum á hvorum enda á
netinu. Næst húsinu lá síðan vír
í gegnum einangrara í glugga-
póst og þaðan í útvarpstækið.
Þetta var semsé hluti af veiði-
tækjum fyrir hinar ósýnileguu
útvarpsbylgjur.
2. Þá kom að hinu allra helgasta,
sem var svartur kassi í líkingu
við smá skrifpúlt með skáhall-
andi fleti, er á voru nokkrir
takkar svo og tvö augu með
gulum augasteinum merktum
strikum og tölum. Hér var köng-
ullóin í miðju netinu, 3 lampa
Philips-viðtæki.
3. Sérbyggður hátalari, all fyrir-
ferðarmikill — allt í það að vera
á við júgur á snemmbæru.
Til viðbótar þessu komu svo afl-
gjafarnir er voru: 1 stk. svokallað
þurrbatterí, stórt og þungt, 80—120
volt, 1 stk. sýrurafgeymir, 4 volt.
Og er þá allt upptalið.
Nálgaðist nú útsendingartími út-
varpsins og tók nú tækjamaður að
stilla búnaðinn, ýmis konar ýlfur
og tíst tók að streyma úr hátalaran-
um í ýmsum tóntegundum. Fljót-
lega tókst þó að handsama Útvarp
Reykjavík. Þulur heilsaði hlustend-
um og tilkynnti útvarpsmessu. Að
messu lokinni söng Don kósakka-
kórinn. Dagskrá var ekki lengri í
það skiptið. Þetta var stórkostleg
stund og ennþá í minnum höfð.
Á þessum tíma er útvarpið nýlega
tekið til starfa með all kraftmiklum
langbylgjusendi (50KW?), sem virt-
ist fara nokkuð létt með að ná til
allmargra afskekktra staða.
Árin líða. Útvarpið verður snar
og ómissandi þáttur í lífí þjóðarinn-
ar. Útsendingartími lengi framan
af stuttur. Til starfa við útvarpið
réðust nokkrir starfsmenn. Sumir í
hlutastarfí: þulir, fréttamenn, fyrir-
lesarar, sagnfræðingar o.s.frv.
Myndir af þeim er urðu hvað vinsæl-
astir hjá viðkomandi persónum voru
klipptar úr blöðum og festar með
teiknibólum við hliðina á útvarps-
tækinu.
Þótt margir útvarpsmenn væru
vinsælir var þó sennilega einn mað-
ur er hafði hvað mesta hylli en það
var Helgi Hjörvar. Málsnilli Helga
var slík að allt varð að skemmtan
og fróðleik er hann flutti. Helgi
hafði margra manna starf — hann
var upplesari, fréttamaður, íþrótta-
fréttamaður, stálþráðsfréttamaður
o.m.fl.
Til marks um vinsældir Helga
má geta þess er hann las fram-
haldssöguna Bör Börsson. Þá
neituðu togarasjómenn á Vestfjarð-
armiðum að vinna á dekki meðan
á lestri stóð. Götur og stræti í borg
og bæ tæmdust — enginn mátti
missa af Helga.
Árin líða. Útvarpsdagskráin
lengist smám saman. Vandi reynist
að velja milli margra ágætra dag-
skrárliða. Tíminn leyfði nefnilega
ekki alltaf að á allt væri hlustað —
jafnvel þó dagskráin væri ekki löng
og lítið um undratæki til að bera
með sér út og suður.
Sjónvarp fæðist með miklum
glæsibrag m.a. vegna ágætrar
þekkingar og útsjónarsemi þeirra
ungu manna er við sendum til náms
í sjónvarpsfræðum og virtust þeir
skara alloft fram úr kolegum sínum
á hinum Norðurlöndunum og svo
er enn.
Margar uppáhaldssjónvarps-
stjömur eigum við núorðið — ef
einhverjar taka upp á því að láta
sig hverfa finnst manni stundum
að heimilisvinur hafi tapast.
Einhver vinsælasti og fjölhæfasti
starfsmaður sjónvarpsins, að öðrum
ólöstuðum, mun vera Ómar Ragn-
arsson. Hann er nærgætinn og
snjall sálfræðingur í alvöm og
gamni sem hefur afburða hæfíleika
til að nálgast menn, himin, haf og
jörð á hrifnæman hátt og koma því
til skila er hann nemur. Trúlega er
hann Helgi Hjörvar vorra daga.
Ennþá heldur þróunin áfram. Vel
þegið litasjónvarp sér dagsins ljós
og umdeild Raá 2 stekkur fram á
sviðið.
Harðsnúinn og duglegur frétta-
stjóri, Ingvi Hrafn, tekur við hjá
sjónvarpi, tæmir að mestu kofann,
verður sér úti um alvöm stúdíó.
Velur sér vel hæft og einart fólk
sem leyfír sér jafnvel að brosa við
viðeigandi tækifæri og tala til veð-
urfræðinga, margir spyija er ekki
möguleiki að fá hann Veður-
Trausta aftur. Ýmsir töldu vont
veður mun bærilegra ef Trausti
hafði meðhöndlað þar, hvemig stóð
á því?
Og ennþá bætast við stöðvar.
Útvarpsstöðin Bylgjan virðist hafa
náð miklum vinsældum ákveðinna
aldurshópa og ríflega það.
Þá Sjónvarpsstöð 2 er fór þokka-
lega af stað og færir sig markvisst
upp á skaftið með þokkalega vand-
aðri dagskrá, og ágætum starfs-
kröftum. Og „fréttapolkinn rnikli"
upphófst.
Hinn ágæti fréttastjóri okkar á
Sjónvarpinu brást ókvæða við og
taldi skynsamlegast að jarðsetja
króann áður en hann slyppi úr
vöggu, ekki var þó vitað annað en
að fæðingarvottorðið væri í besta
lagi svo og einnig ættartalan, sem
betur fór skarst nú formaður út-
varpsráðs, Inga Jóna Þórðardóttir,
— trú móðurhlutverkinu — í málið
og stöðvaði ósköpin.
Samkeppni stöðvanna hefur
greinilega getið af sér marga góða
hluti þótt um þverbak keyri stund-
um.
í sjónvarpsstöðvunum báðum
hefur komið fram margs konar at-
hyglisvert efni í skemmtan og
Laugávegsgos II
eftirPálma Örn
Guðmundsson
1. Ég er skáld, hvorki mesta eða
minnsta skáld í heimi, þó vissulega
sé ég á heimsmælikvarða ef út í
það er farið. Ég hef verið skáld í
18 ár (1969—1987) og hef auðvitað
uppskorið ríkulega laun erfíðis
míns, sem er einar 12 bækur
(nokkrar óútg.), sem sagt 2 mánuð-
ir í ritlaun úr Launasjóði rithöfunda.
Ég var í morgun að tala við
verkamann sem var að helluleggja
í næsta húsi og spurði hvað hann
gerði ef hann fengi 2 mán. borgaða
á 18 árum í kaup fyrir vinnu sína.
„Hættur," sagði hann. „Dauður,“
sagði ég. „Já DAUÐUR," sagði
hann.
I framhaldi af þessu spyr ég,
þarf ekki rithöfundur að éta jafn-
mikið hvort sem hann skrifar 20
eða 600 blaðsíður á ári?
Ég er bara að tala um sjálfan
mig, hvað með konu og böm?
Hef einfaldlega ekki efni á þess-
um munaði og gæti verið kominn
með AIDS fyrir bragðið. Svo er það
pottþétta liðið sem fær alltaf 6
mán. það vita allir hveijir þeir eru.
Þeir eru nefnilega frægir.
2. Ég er öryrki. Sem skáld er
kannski ekki svo agalegt að vera
titiaður öryrki, það þýðir nefnilega
á korrekt íslensku, „fljótur að
yrkja,“ þó ég viti ekki til þess að
kollegar mínir í öryrlg'astétt séu
yfírleitt einhver góðskáld, nema ef
til vill einn eða tveir. Og svo var
ég rekinn að heiman 37 ára gam-
all og átti að fara að lifa á örorku-
styrknum. Óvinnufær vegna
margra ára dópvímu í heilbrigðis-
átt. (Ég hringdi í lækninn í gær
og sagði við hann að það þýddi
ekkert að gefa mér sprautu, ég
dræpist hvort sem væri úr hungri.)
Af hveiju fá kennarar 43 þús.
af hveiju fá ekki öryrkjar 43—46
þús. einsog kvennaframboðið vill?
Samt hefur maður ekki efni á að
fá sér einstæða móður og konur sem
eiga bara séns í þá lægst settu í
þjóðfélaginu hafa ekki efni á að
giftast öryrkja.
Ég ræddi þetta við vin minn
Magnús Briem í síma í dag og hann
vitnaði bara í Frank Sinatra og
sagði: „It rains pennies from hea-
ven“. (Það rignir smápeningum),
en þar dvelja nú í friði flestallir
mínir gömlu vinir og jafnaldrar,
samt er ég ekki gamall maður, að-
eins 38.
3. Ég er listmálari og næsta
haust ætla ég að fara að vinna á
elliheimili svo ég nái því langþráða
marki að verða kannski ellidauður
í þessu frábærá íslenska þjóðfélagi
og Ungfrú Reykjavík verði ekki
ekkja fyrir aldur fram.
Höfundur er skáld og listmálari í
Reykjavík.
Pálmi Örn Guðmundsson
„Ég var í morgun aö
tala við verkamann sem
var aö helluleggja í
næsta húsi og spurði
hvað hann gerði ef
hann fengi 2 mán. borg-
aða á 18 árum í kaup
fyrir vinnu sína. „Hætt-
ur,“ sagði hann.
„Dauður,“ sagði ég. „Já
DAUÐUR,“ sagði
hann.“
Jón Gunnarsson
„Eitthvað mun bætast
við áður en langt um
líður af viðbótar út-
varpsstöðvum. Er
hugsanlegt að við get-
um komist yf ir að nota
þetta allt saman, eða
erum við ef til vill orðin
tækjaóð eða kannski
trítilóð, ekki aldeilis.
Ekkert mál, við þurfum
miklu meira, líka af
ýmsu öðru, fram fram
fylking!“
alvöru, bar þó hæst a'tímabili um-
ræðu um þá hugsanlega hrikaleg-
ustu bráðapest allra tíma er sækir
á mannkyn allt, óneitanlega sækir
á sú spuming hvort hér sé um fjar-
stýrða ákvörðun að ræða til hreins-
unar þeirrar óværu er hefír
misnotað ábýli jarðar um langa tíð,
þeirrar djöfullegu oftækni elds, eit-
urs og mannvonsku — meta sem
umlykja stóran hluta hnattarins.
Tæplega er möguleiki að sjá fyrir
þau ósköp er kynnu að dynja yfir
ef ekki verður vömum við komið
tiltölulega fljótt.
Stigmögnun þessa óhugnaðar
yrði ótrúlega hröð sérstaklega hjá
vanþróuðum þjóðum, aðrir kæmu
smám saman á eftir, stór hluti þjóða
spítalamatur, fjármálakerfí þjóða
hrynja í rúst og endalokanna
skammt að bíða.
Það má segja að dagskrá útvarps
og sjónvarps sé góð og nokkuð góð
með nokkrum undantekningum þó;
engilsaxnesk poppmúsík „grað-
hestamúsík" með tilheyrandi hálf-
gerðu aulakjaftæði tröllríður um of
dagskrám.
Hvað með léttsveit útvarpsins,
mjög upplífgandi hljómsveit, hefur
hún gleymst?
Svo virðist sem ráðamenn út-
varps/sjónvarps hafi haft litlar
spurnir af viðurkenndri hágæðatón-
list Frakka, Þjóðveija, Itala og
Rússa, hvað veldur?
Þá virðist af einhveijum ástæð-
um innlendu efni í leiklist, tónlist
og fleiru þröngur stakkur skorinn,
þótt af allmiklu góðu efni sé þar
af að taka, hver er ástæðan?
Hávaði mikill er nú hafður uppi
á talinni þörf hækkunar afnota-
gjalda.
Tæpast er orðum aukið að segja
að núverandi innheimtukerfí út-
varps/sjónvarps sé í meira lagi
óréttlátt og úr sér gengið. Afnota-
gjald greiða þeir einir er eiga skráð
útvarps- og sjónvarpstæki. Vitað
er að þúsundir óskráðra og rang-
skráðra sjónvarps- og útvarpstækja
eru í notkun.
Nokkuð hefír verið bent á réttl-
áta láusn er leysa myndi vandann,
svo sem nefskatt sem kæmi þá
ákaflega létt niður á gjaldendum,
innheimt með öðrum gjöldum frá
skattskyldualdri, enda allir lands-
menn er komnir eru til vits og ára
útvarps- og sjónvarpsnotendur.
Einhvem veginn fínnst manni
ekki sannfærandi álit útvarpsstjóra
á málinu er hann telur að rfkissjóði
sé ekki trúandi til að skila afnota-
tollinum á sinn stað. Nú ef svo illa
til tækist, myndi undirritaður leggja
til hungurverkfall þar til húsbónd-
inn skilaði meðlaginu. Erum
sæmilega birgir af útvarps- og sjón-
varpsstöðvum sem ekki loka á
meðan.
Hinn gífurlegi rekstrarhalli á
síðastliðnu ári (um 150 milljónir eða
meira) mun stafa að hluta til af
ýmsum óvæntum uppákomum svo
sem leiðtogafundi, þá gegndarlausri
og óstöðvandi ofkeyrslu á íþrótta-
efni (knattspyrnu) gegnum gervi-
hnetti o.fl.
Tæpast verður hjá því komis að
veita því athygli að hagkvæmnis
kostnaðarvitund hinna ýmsu deild-
arstjóra stofnunarinnar virðist
alloft vera með þeim endemum að
furðulegt má teljast og ýmislegt
má tilnefna.
1. Vandséð er hvaða tilgangi það
þjónaði að senda stríðsfréttarit-
ara til Afganistan og Filippseyja,
auðvitað með gífurlegum til-
kostnaði. Fréttamenn einnig
settir í lífshættu, nokkuð oft
hafa í álíka tilfellum frétta- og
myndatökumenn verið skotnir
af ýmiss konar púðurpáfum.
Vonandi að enginn verði sendur
til Líbanon. Nú, útkoman var svo
sem ekkert smáræði! Nokkurra
mínútna myndbandsspottar er
víða voru fáanlegir með svipuð-
um eða sömu upplýsingum fyrir
lítið verð litlu síðar.
2. Óþarflega mikið er lagt upp úr
fréttaefni staðbundinna frétta-
manna í Skandinavíu og einnig
í Bandaríkjunum. Yfírleitt held-
ur ómerkilegt efni sem hægt er
að nálgast á mun ódýrari hátt,
hjáverka-fréttamennska náms-
manna á viðkomandi stöðum
ætti að duga.
3. Yfírgengilegknattspyrnudýrkun
og endurvarp gegnum gervi-
hnetti á því efni þarf endurskoð-
unar við. Svo mikil áhersla er
lögð á að ná þessu feikna dýr-
keypta efni að heilir og hálfír
dagar eru lagðir undir útsend-
ingar og er þá öðru efni jafnan
ruslað til hliðar ef fyrir er.
Vissulega á að gera eitthvað
af þessu og þá einkum er íslend-
ingar keppa erlendis, en hér er
í miklum mæli ofgert enda hægt
að fá upplýsingar með ódýrum
hætti á annan hátt svo sem
símasambandi, radíósambandi
frá fréttastofum og myndbönd-
um síðar, ef þurfa þykir.
4. Ekki þarf mörgum orðum að
eyða á áramótadansleikinn
mikla! Sjaldan mun hafa heppn-
ast að kaupa jafn lélegan
árangur fyrir jafn mikið fé.
5. Á orði er haft og ekki grunlaust
um að fijálslega sé farið með
gull í sambandi við útvarpsstöð-
ina er virkar sem „flugvélamóð-
urskip" tilbúið til sjósetningar
þar sem hún stendur í Efsta-
leiti, ef til vill má þó segja að
hugsanlega yrði dálítið flóknara
fyrir útvarpið að bæta við húsa-
kostinn jafnóðum og „afkvæm-
um“ fjölgar þótt auðvelt reyndist
það Sigurði á fjörðum vestra að
nota þá aðferð.
Eitthvað mun bætast við áður
en langt um líður af viðbótar út-
varpsstöðvum. Er hugsanlegt að við
getum komist yfir að nota þetta
allt saman, eða erum við ef til vill
orðin tækjaóð eða kannski trítilóð,
ekki aldeilis. Ekkert mál, við þurf-
um miklu meira, líka af ýmsu öðru,
fram fram fylking!
Takmark:
2000 nýja bíla á mánuði, 2 st.
sjónvarpstæki á kjaft. Vasadiskó
og bílasíma í hvern vasa. Sjálfvirka
bamapössunar-róbóta eftir þörfum,
2—3 myndbandstæki á kjaft, sjón-
varp allan sólarhringinn. Til fjalla-
ferða 100 þúsund torfæruhjól
tafarlaust og margt fleira.
Krass krass ú hú! Helvítis slysa-
gildra er þessi Miklabraut. Sjón-
varpstækið í mælaborðinu brotið í
mask og 16 kerrur í klessu. Veit
nokkur hvar hægt er að fá gervi-
handlegg fyrir bílasíma?
í botninn með vörpuna — upp
með þorskinn! Meiri þorsk! Mikinn
þorsk!
Höfundur er fyrrverandi bóndi
og vélstjóri Þveri, Snæfellsnesi.