Morgunblaðið - 02.06.1987, Page 62

Morgunblaðið - 02.06.1987, Page 62
©2 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚNÍ 1987 fclk í fréttum Morgunblaðið/Gunnlaugur Rognvaldsson rjsr Stund milli stríða Aíslandi borgar sig yfirleitt ekki að bíða boðanna þegar gott veður gefst. Því reyna flestir að njóta veðurblíðunnar eins fljótt og kostur er, því skjótt skipast veður í lofti. Blaðamaður Morgunblaðsins rakst þó á einn sem var útsjónasam- ari en menn eiga að venjast og tók hann tali. „Það jafnast fátt á við það að sóla sig hérna í Öskjuhlíðinni. Það er fallegt hér og friðsælt, þannig að þegar gerir gott veður reyni ég að vinna hratt og fá pásu inn á milli svo ég komist hingað", sagði Jón Reynir HilmaBson, en hann lá og sólaði sig í mestu makindum inni í flutningabíl sínum, sem hann hafði lagt þannig að hann nyti bæði sólar og skjóls. „Það er fínt að vera hér inni í húsinu í sól og logni, það myndast góð molla. En Reykvíkingar nota þennan sælureit alltof lítið. Ég kem hingað oft með íjölskylduna meðan aðrir þeysa til Hvergerðis eða þaðan af lengra. Það eina sem í raun háir staðnum er slæm umgengni á næturnar, sérstaklega um helgar." Tja, ég nota nú númer 38 ... Reuter Konungleg nærföt Karl Bretaprins hefur lent í ýmsu um dagana, enda margt sem felst í þeirri ljúfu skyldu að vera krónprins þess sem eftir er Bretaveldis. Nú á dögunum heimsótti hann Samtök sjálfstæðra tískuhönnuða í Lundúnaborg. Þar voru honum færðar að gjöf þessar stórglæsi- legu silfurlitu nærbuxur, sem hannaðar voru af Perry nokkrum Beard. Hugmyndin að munstrinu er hins vegar fengin frá átjándu aldar listamanninum Rocco Bar- que. Reuter Bongó- og gæruhippar? Hipparnir Rónald o g Mikjáll 0 Itískuvöruverslun í Bem í Sviss bar nýlega á sérkennilegri gluggaskreytingu. Sáu menn ekki betur en þar væru komnir tveir valdamestu menn heims, þeir Ronald Reagan, Bandaríkjaforseti, og Mikhail Gorbachev, aðalritari sovéska kommúnistaflokksins. Að þeir skyldu vera staddir í Bern þótti nú reyndar ekki svo ótrúlegt, jafn- vel þó svo þeir væru í búðarglugga. Aðalnývirkið þótti hins vegar klæðaburður félaganna, sem til þessa hefur einkennst af dökkum fötum og dauflegum. Helst hefur verið að Reagan skarti litskrúðug- um bindum og Gorbachev sést öðru hveiju á Lloyds-skóm. Nú var hins vegar annað uppi á teningnum. Báðir voru nefnilega uppáklæddir eins og þeir væru að skella sér á konsert með poppgoðinu Prince. Reagan í mittislausum bol og gallafötum úr bandaríska fánan- um. Til þess að auka enn á dýrðina var hann með dólgslegt belti um sig miðjan. Gorbachev var á hinn bóginn í fötum með hvítum, grænum og rauðum röndum, en á milli voru litl- ar stjömur, hamrar og sigðar. Um hálsinn hafði hann hinsvegar al- magnaða hálsfesti með hinu gamla friðarmerki sjöunda áratugarins. Bak við foringjana voru fánar risa- veldanna hnýttir saman. Tilgangur verslunarinnar með uppákomunni var að vekja á sér athygli (nema hvað?), en í henni eru aðallega seldur bandarískur tískuvarningur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.